Þjóðviljinn - 16.10.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.10.1975, Blaðsíða 1
UuBVIUINN Fimmtudagur 16. október 1975 — 40. árg. — 235. tbl. Þjóðverjar ihuga að aflétta löndunarbanninu Bretar búast ekki við þorskastríði FYRSTI DAGUR 200 MÍLNANNA Þjóðverjar gáfu engin tækifæri á halaklippingum og dröttuðuast í burtu um leið og til varðskipa sást Þýsku togararnir, sem varðskipið Ægir kom að við suð-austurlandið í gær og aðfaranótt gærdagsins gáfu engan kost á hala- klippingum! Þau fáu skip sem voru að veiðum hífðu upp og dröttuðust í burtu um leið og Ægir nálgaðist og sömu sögu er að segja frá miðunum á Reykjanes- hryggnum. Þar var eitt varðskip í gær og jafnvel annað á leiðinni, því Iftið var um að vera við vesturströndina norðanverða. En vörnin gekk sem sagt tíðindalítið fyrir sig þennan fyrsta dag nýju landhelginnar og þýsku togararnir héldu sig allir langt fyrir utan fimmtíu mílurnar. —gsp Astand fiskistofna Enn verra en ætlað var Þessi mynd af þýskum togara á islandsmiðum var tekin í landhelgisflugi TF-SÝR I gær.og fréttir úr ferhinni eru á baksiDunni. Mynd: gsp. í gær var þaö haft eftir tais- manni vestur-þýska utanrikis- ráöuneytisins, aö menn veltu þvi nú fyrir sér i Bonn, aö aflétta löndunarbanninu, gagnvart is- lenskum fiskiskipum, en banniö hefur nú veriö i gildi siöan i nóvember i fyrra. Engin ákvörðun hefur þó veriö tekin um þetta, og sagði talsmað- urinn að beðið væri eftir svörum frá islenska sendiherránum i Bonn. Samkvæmt þessu er svo að sjá, að vestur-þýska rikisstjórnin hafi sett skilyrði fyrir afnámi löndun- arbannsins. Rétt er að undir- strika, að löndunarbannið snertir okkur islendinga mjög óverulega, og þvi fráleitt að kaupa afnám þess nokkru verði. 1 ummælum talsmanns vestur- þýska utanrikisráðuneytisins var ekki minnst einu orði á þær höml- ur á tollfriðindum, sem Vestur- Þýskaland og önnur Efnahags- bandalagsriki halda uppi gagn- vart islendingum. Þá var það i gær haft eftir tals- manni breska utanrikisráðuneyt- isins, að breska rikisstjórnin byggist ekki við nýju þorska- striði, en gerði sér vonir um samninga við islendinga. Tyrkir neita að afhenda herstöðvar ANKARA 15/ 10. — Tyrkland hefur hafnað tilmælum frá Bandarikjunum þess efnis, að bandarikjamenn fái á ný leyfi til að starfrækja herstöðvar sinar á tyrknesku landi. Segir tyrkneska stjórnin að þetta komi ekki til greina fyrr en stjórnir rikjanna taki upp samningaumleitanir um nýjan varnarsamning milli rikjanna. Tyrkir lokuðu her- stöðvum Bandarikjanna i landinu, 26 að tölu i júli siðastliðn- um i mótmælaskyni vegna þess að Bandarikjaþing stöbvaði vopnaflutninga frá Bandarikjun- um til Tyrklands vegna Kýpur- deilunnar. Ný skýrsla um ástand fiski- stofna við Island mun vera i burðarliðnum hjá Hafrann- sóknarstofnuninni. Mun niður- staða hennar vera sú.aðástand fiskistofna hér við land, þó eink- um þorskstofnsins, sé mun verra en það hefur þó verið talið til þessa tima. Ekki er hægt að fá fréttir af innihaldi skýrslunnar enn sem komið er, enda mun væntanleg viðbótarskýrsla, sem veriö er að leggja siðustu hönd á. Væntan- lega verður skýrt frá efni skýrslunnar innan fárra daga. -úþ. Viðræður í Lundúnum eftir viku Framhaldsviðræður islenskra stjórnvalda við bresku stjórnina hafa verið ákveðnar og fara þær fram i Lundúnum fimmtudaginn 23. október eða eftir rétta viku. Bresku rikisstjórninni var i fyrradag send orðsending þess efnis að islensk stjórnvöld væru reiðubúin til viðræðna þennan dag og féllst hún á dagsetninguna i gær. 1 islensku sendinefndinni verða ráðherrarnir Einar Agústsson og Matthias Bjarnason, stjórnar- þingmennirnir Þórarinn Þórarinsson og Guðmundur H. Garðarsson og embættis- mennirnir Hans. G. Andersen, Jón Arnalds og Már Elisson. 1145 TONN AF KEXI FYRIR 155 MILJ 67 tonn af tyggigúmmí, 70 tonn af brjóstsykri 6,3 tonn af karamellum og 176 tonn af skonroki og brauði SJÁ KLIPPT OG SKORIÐ Á 4. SÍÐU Þeir tala um byggðastefnu Ráðstöfunarfé þriðjungi verðminna í ár en í fyrra Engin ný lán hafa verið samþykkt úr Byggðasjóði i 4 mánuði Þjóðviljinn hefur aflað sér þeirra upplýsinga, að ráðstöf unarfé Byggða- sjóðs til þeirra verkefna, sem honum hefur á und- anförnum árum verið ætlað að sinna verði á þessu ári nánast óbreytt að krónutölu frá síðasta ári. Ráðstöfunarfé Byggðasjóðs var á siðasta ári 726 miljónir króna, en samkvæmt áætlun um ráðstöfunarfé á þessu ári, sem lá fyrir stjórn Framkvæmda- stofnunar rikisins i siðasta mánuði, er gert ráð fyrir að ráð- stöfunarfé sjóðsins til hlið- stæðra verkefna og hann hefur áður sinnt verði i ár um 720 mil- jónir. Til viðbótar er svo gert ráð fyrir 140 miljóna fjárveitingu úr sjóðnum á þessu ári til verk- efna, sem hingað til hefur komið i hlut Stofnlánadeildar landbún- aðarins að fjármagna, svo að alls eru þetta um 860 miljónir. Sé tekið tillit til þess, að bygg- ingarvisitala hækkar frá 1. nóv. 1974—1. nóvember 1975 um 41% þá er niðurstaðan greinilega sú, að verðgildi ráðstöfunarfjár Byggðasjóðs til sinna venjulegu verkefna verður á þessu ári skorið niður um fuilan þriðjung, um 33%. Þetta er sem sagt niðurstaðan eftir allt glamur stjórnarflokk- anna um byggðastefnu og aukin framlög i Byggðasjóð. 1 samræmi við þetta standa mál nú þannig hjá Byggöasjóði, að siðan i júni i sumar hefur ekki verið samþykkt eitt einasta nýtt lán, en áður var venjan sú að afgreiða fleiri eða færri lán i hverjum mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.