Þjóðviljinn - 16.10.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1975, Blaðsíða 4
4 SíDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. október 1975. MQÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS (Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan óiafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ARASIN A ALMANNATRYGGINGARNAR Nú I vikunni var frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár lagt fram á alþingi. Það sem einkennir þetta frumvarp m.a. er stórkostlegur niðurskurður verklegra framkvæmda og bein árás á almanna- tryggingarnar á sama tima og rekstrarút- gjöld ríkisins hækka verulega. Gert er ráð fyrir að skera framlag rikis- ins til almannatrygginganna niður um 2000 miljónir króna, sem er nálægt 12%, frá þvi, sem vera ætti samkvæmt núgild- andi lögum og reglum. Hingað til hefur rikisstjórnin látið sér nægja að skerða kjör elli- og örorkulif- eyrisþega meðþvi að láta óðaverðbólguna sjá um að rýra raungildi lifeyrisins, — en nú er sú aðferð sem sagt ekki talin duga ein lengur, heldur er ráðist beint framan að gamla fólkinu og öryrkjunum og heimt- aðar 2000 miljónir úr þeim sjóði, sem tryggja á lifeyri þess. Á timabilinu frá miðju ári 1971 og til 1. april 1974, það er á árum vinstri stjórnar- innar, hækkuðu lifeyrisgreiðslur til þeirra, sem tekjutryggingar njóta, um 285% á sama tima og framfærslukostnað- ur hækkaði samkvæmt visitölu aðeins um 56%. Þannig tvöfaldaðist kaupmátturinn eða raungildi lifeyris gamla fólksins og öryrkjanna þá á tæpum þremur árum, kjarabótin var yfir 100% i reynd. Meðan vinstri stjórnin vann að þessum brýnu úrbótum á lifskjörum aldraðs fólks og öryrkja á Islandi undir forystu Magn- úsar Kjartanssonar, þáverandi heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, þá töluðu málgögn og talsmenn Sjálfstæðisflokksins ýmist um óhófleg veisluhöld, sem vinstri stjórnin væri að efna til með þessum hætti, eða þeir sneru við blaðinu og skömmuðu vinstri stjórnina fyrir að gera ekki enn betur við gamla fólkið. Nú hafa Matthíasarnir i rikisstjórninni og Sjálfstæðisflokkurinn i heild sýnt sitt rétta andlit i þessum efnum. Það er ekki hin falska grima yfirboðanna frá tið vinstri stjórnarinnar, heldur grimulaust rán á eyri ekkjunnar og brauði fátæks manns i samræmi við skrif Morgunblaðs- ins á sinum tima um þá ,,veislu”, sem vinstri stjórnin hefði efnt til fyrir aldrað fólk og öryrkja á Islandi. Það er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, á það fólk, sem sist getur vörnum við komið, og bágborin lifskjör þess. Á þessu ber Framsóknarflokkurinn lika sina fullu ábyrgð. Fyrir það verður hann dreginn fyrir dóm kjósenda fyrr eða siðar. —k. REKSTRARGJÖLD OG VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR Við að fletta fjárlagafrumvarpinu er það margt, sem athygli vekur. Hér að ofan var rætt um árásina á almannatrygging- amar, en við skulum lika skoða verklegar framkvæmdir. Þá blasir þetta við: Á sama tima og frumvarpið gerir ráð fyrir að almenn rekstrarútgjöld rikisins hækki frá fjárlög- um þessa árs úr 6326 miljónum i 8656 mil- jónir, eða um 36,5% samkvæmt liðnum „önnur rekstrargjöld”, þá eiga verklegar framkvæmdir, þ.e. „gjaldfærður stofn- kostnaður og fjárfestingar rikisins, rikis- fyrirtækja og sjóða i rikiseign” aðeins að hækka um 4,5% i krónutölu, úr 8812 mil- jónum króna i 9222 miljónir. Sé tekið tillit hækkana framkvæmda- kostnaðar milli ára og miðað við hækkun byggingarvisitölu, sem er talin verða 41% frá 1. nóv. 1974—1. nóv. 1975, þá er hér um hvorki meira né minna en 26% magnnið- urskurð framkvæmda að ræða. Þessi niðurskurður kemur að sjálfsögðu til með að bitna á margvislegum bráð- nauðsynlegum framkvæmdum um land allt, — skólabyggingum, hafnarfram- kvæmdum, sjúkrahúsum o.s.frv. eins og einstök dæmi voru sýnd um i Þjóðviljan- um i gær. Þetta er byggðastefna Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins i reynd, — svona birtist barátta þeirra við misrétt- ið i þjóðfélaginu! —k. Yfir þúsund tonn af kexi voru flutt inn í fyrra. Lakkrís og altarisbrauð Á það var bent i' þessum pistli i fyrradag, að Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, væri einhver mikil- virkasti kexinnflytjandi þessa lands. Samadagog þetta birtist barst inn á borðið mikið rit, verslunarskýrslur, og þær leiða I allan sannleika um það hversu mikið magn er flutt inn af ýmsum vörutegundum, en hins vegar ekki — þvi miður — hverjir flytja inn hverja vöru. Væri fróðlegt ef unnið væri að skýrslugerð á þeim grundvelli um innflutninginn. en það er annað mál. I verslunarskýrslunum er , sagt frá þvi að lakkris og lakkrlsvörur hafi á sl. ári verið fluttar inn fyrir 6,3 miljónir króna, alls um 49 tonn af þessari gómsætu vöru. Af „möndlumassa blönduðum sykri” var flutt inn fyrir 5,4 milj. kr., og af brjóstsykri, sælgætistöflum og „pastillum” fyrir 9,9 milj. kr. Tyggigúmmi var flutt inn fyrir 17 miljónir króna en karamellur fyrir 826 þUsund Á sama ári voru fluttar inn vörur sem i tollskrá heita „altarisbrauð/ tóm hylki fyrir lyf, o.þ.h.” fyrir samtals 374 þUsund krónur. En „kökur kex og aðrar iburðarmeiri brauð- vörur” voru fluttar til landsins fyrir 154 milj. kr. Hins vegar voru „brauð, skonrok og aðrar algengar brauðvörur” fluttar inn fyrir samtals 15 milj. kr. 67 tonn af tyggigúmmi Ef litið er á magn þessara þörfu vara kemur þetta fram um innflutning þeirra á sl. ári: Lakkris 49 tonn Möndlumassi 25 tonn Brjóstsykur 70 tonn Tyggigúmmi 67 tonn Karamellur 6,3 tonn Altarisbrauð o.fl. 0,2 tonn Brauð, skonrok o.þ.h. 177 tonn Kökur, kex og fburðarmeiri brauðvörur 1.144 tonn. Gjaldeyris- eyðslan Samtals kostaði innflutningur á þessum nauðsynjavörum á sl. ári — þeim vörum.sem hér hafa verið taldar upp — 209 miljónir króna, eða sem hefði dugað til þess að borga togarann Ingólf Arnarson RE-201 á borðið, en hann kostaði 203.370 þús. kr. Yfirlýsing Ólafs I ljósi þessara tiðinda af inn- flutningi kex og skonroks verður ljóst hvilik fásinna sú kenning er sem ólafur Jóhannesson hefur étið eftir ihaldinu að ekki megi gera neinar ráðstafanir til þess að koma á skynsamlegri stjórn innflutningsins. Eða sú kenning Matthiasar Mathiesens að ráöastberði á kjör gamla fólks- ins —fremur en að skerða gróða kexinnflytjandans Geirs Hall- grimssonar. Hvað um iðnaðinn? Og iðnaðurinn. NU gæti hann framleitt nær allar þær vörur sem hér hafa verið tiundaðar. Innflutningurinn þrengir að getu þessa iðnaðar og eyðir jafnframt gjaldeyri, sem Ólafur Jóhannesson, gjaldeyrisskorts- ráðherra, ætti að vita að ekki er allt of mikið til af. Nýlega var gerðskýrsla um iðnaðinn og birt opinberlega. Þar kemur fram hversu hraklega er búið að þessari starfsgrein, sem þó á að taka við vinnuafli framtiðar- innar tugþúsundum saman. —S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.