Þjóðviljinn - 16.10.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.10.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 16. október 1975. Sex mörk í leik Borussia Mönchen- gladbach og Real Madrid og liðin skiptu þeim bróðurlega á milli sín V-þýsku meistararnir Borussia Mönchengladbach, sem um þess- ar mundir eru handhafar UEFA bikarsins, gerðu 3-3 jafntefli við spánska liðið Real Madrid i vin- áttuleik i býskalandi i fyrra- kvöld. t leikhléi var staðan 2-1 fyrir heimamenn. Spánverjarnir léku án fimm fastamanna i liði sinu en voru þó allan timann meira með boltann og virkuðu mun liprari. býsku stjörnur Real Madrid, Gunter Netzer og Paul Breitner sýndu ekki mikil tilþrif i þessum leik gegn löndum sinum. Breitner lék ekki með nema i 18 minútur og Netzer fann sig ekki almennilega. bó átti hann þátt i öllum þremur mörkum Real Madrid, sem þeir Martinez (2) og Rubinan skoruðu. Fyrir þjóðverja skoraði hinn smávaxni en afburðasnjalli dani, Alan Simonsen tvö mörk og Jen- sen eitt. Um tuttugu þúsund manns horfðu á leikinn. betta er Dynamo Kiev-liöið, besta félagsliö Evrópu sem verður andstæöingur ÍA I 2. umferö EB. Fremri röö frá vinstri: O. Blohin, B. Troshkin, A. Shepel, V. Muntjan, V. Onishenko, V. Matvienko. Aftari röö f.v. V.Lobanovski, þjálfari, V. Veremeen, O. Bazilevish, V. Samohin, V. Kolo- tov, S. Reshko, E. Rudakov, M. Fomenko og A. Petrashevskij, aöstoðarþjálfari. Varnarleikur úti en sóknarleikur heima 1. deild íhandknattleik í gær: VALUR — GRÓTTA 24:16 VÍKINGUR — ÁRMANN 24:14 EB unglingalandsliða í knattspyrnu: ÍSLAND — LÚXEMBORG 1:0 Haraldur verður í keppnis- banni gegn Kiev Skagamönnum hefur borist staðfesting frá UEFA á þvi aö Haraldur Sturlaugsson sé kominn í leikbann i Evrópu- keppninni, þar eö hann hefur fengið 2 áminningar i leikjum ÍA og Omonía, eina i hvorum leik. Iiaraidur verður þvi fyrsti islenski knattspyrnu- maðurinn sem fer i leikbann i Evrópukeppni og það var einnig skagamaður sem fyrst- ur fékk gult spjald i Evrópu- leik, Björn Lárusson i leik iA og Slicma Wonderes á Möltu 1971. bað verður bröstur Stefáns- son sem kemur inn i iA-liðið fyrir Harald, en skagamenn lcika að sjálfsögðu varnarleik gegn Dynamo Kiev I fyrri leik liðanna i Kiev 22. október nk. segja skagamenn sem halda til Kiev á laugardag — Við munum leggja alla á- herslu á varnarleikinn i fyrri leiknum sem fram fer 22. okt. nk. I Kiev, en aftur á móti sóknarleik- inn hér heima á Melavellinum 5. nóvember.sagði Gunnar Sigurðs- son formaður knattspyrnuráðs tA er við ræddum við hann i gær, en skagamenn halda til Kiev á laug- ardaginn kemur. Gunnar sagði að þeir skaga- menn hefðu ætlað i gegnum A- býskaland, til Kiev, en svo virtist sem allt væri uppselt á leiðinni Berlin-Kiev þegar þeir þyrftu að komast þangað. Annars hefðu a- þjóðverjar ekkert svar gefið enn- þá um það hvort skagamenn komast með flugi frá Berlin og bakaði þetta skagamönnum mikla erfiðleika. Sagði Gunnar að ef ekki væri hægt að fara i gegnum Berlin, þyrftu þeir að fara fyrst til Moskvu, en það væri nær helm- ingi dýrara fyrir IA og væri kostnaðurinn ærinn samt. En sem sagt, skagamenn halda utan á laugardag og leika i Kiev miðvikudaginn 22. okt. —S.dór Liverpool slegið út á vítaspyrnu en Q.P.R. komst í 4. umferð deildarbikarsins Burnley sló Liverpool út úr deildabikarkeppninni með því að sigra í áukaleik með einu marki gegn engu. Kom markið úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Q.P.R., sem nú leiðir ensku 1. deildina, átti hins vegar ekki i erfiðleikum með andstæðinga sina og sigraði Charlton 3-0. Var þetta einnig aukaleikur i þriðju Ársþing Glimusambands ts- lands verður haldið i Leifsbúð á Hótel Loftleiðum i Reykjavik, umferöinni. Hafði 2. deildarlið Charlton barist hetjulega i fyrri leiknum og náð 1-1 jafntefli sem kom öllum mjög á óvart. En Rangers lærði af reynslunni, van- mat ekki andstæðingana i auka- leiknum og sigurinn var aldrei i hættu. Charlton hafði þó sitt upp úr krafsinu. Fleiri áhorfendur hafa ekki komið á völlinn þeirra i meira en 10 ár og i sinn hlut fékk liðið meira en fjörutiu þúsund sunnudaginn 26. október nk. og hefst kl. 10 árdegis. pund fyrir leikina tvogegn Q.P.R. bykir slikt svo sannarlega dálag- leg upphæð fyrir 2. deildarlið. Ársþing Fimleika- sambands íslands Ársþing F.S.l. verður haldið laugardaginn 22. nóvember 1975 kl. 13.30, i Félagsheimili starfs- mannafélags Rafmagnsveitu Reykjavikur við Elliðaár. Ársþing glímumanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.