Þjóðviljinn - 16.10.1975, Blaðsíða 12
f/omu/m
Fimmtudagur 16. október 1975.
Bankarnir
opnir á
kvenna-
frídaginn
80-90% þátttaka
i Búnaðar-
bankanum
80 - 90% þátttaka verður i
kvennaverkfallinu i Búnaðar-
bankanum annan föstudag, sagði
Edda Svavarsdóttir, starfsmaður
bankans, sem Þjóðviljinn ræddi
við i gær. Hún sagði það einberan
uppspuna, sem komið hefði fram i
frétt Þjóðviljans i gær, að til stæði
af hálfu yfirmanna bankans að
beita uppsögnum gegn þvi fólki
sem færi i verkfall þennan dag.
Hið sama sagði Stefán Pásson,
starfsmannastjóri Búnaðarbank-
ans. Hann skýrði jafnframt frá
þvi að reynt yrði að hafa bankana
opna þrátt fyrir kvennaverk-
fallið.
Stefán sagði að það væri afar
leitt að þetta hefði komið fram
um Búnaðarbankann sérstak-
lega. Það hefur aldrei staðið til
neitt þviumlikt, sagði starfs-
mannastjórinn.
Hagkaup
hefur engu
hótað
,,Það er ekki neinn fótur fyrir
þvi að Hagkaup hafi hótað máls-
sókn, ef konur legðu niður vinnu
hjá fyrirtækinu 24. þ.m. Viö
höfum orðið varir við þennan
orðróm um nokkurt skeið, en við
skiljum ekki hvernig hann komst
á kreik. Konur sem hjá okkur
starfa héldu fund um málið fyrir
nokkru og kom þar fram að þær
ætla allar að leggja ni,ður vinnu
nema fjórar. Við höfum á engan
hátt lagt að þeim konum, sem
tekið hafa ákvörðun um að leggja
niður vinnu, að breyta henni,
hvað þá haft i frammi nokkurs-
konar hótanir.”
Þetta sögðu framkvæmdastjóri
og aðstoðarframkvæmdastjóri
Hagkaups, Magnús Olafsson og
Gunnar Kjartansson, vegna
fréttar sem Þjóðviljinn birti i
gær.
lirunub ótafé lagið:
Engar
uppsagnir
Asgeir Ólafsson, forstjóri
Brunabótafélags Islands. tjáði
blaðinu i gær að ekkert væri hæft
i þeirri frétt að þeim konum, sem
ætla að ieggja niður vinnu hjá
fyrirtækinu 24. okt., hefði verið
hótað uppsögnum.
Landhelgisflug með TF-Sýr í gœr:
Þýsku togararnir héldu
sig utan við Hvalbaksmið
Bjarni Helgason skipherra i landhelgisflugi TF-SÝR i gær. Mynd:gsp
Landhelgisgæslan bauð i gær
blaðamönnum i fyrsta eftiriits-
flug TF-Sýr eftir að fært var út i
200 milur. Flogið var austur með
suðurlandi að Hvalbaksmiðum.
Voru togararnir óvenju utarlega,
enginn fannst að veiðum innan
við 80 mílur og flestir voru 60—150
milur suður af Hvalbak. Aðeins
tveir togarar fundust að veiðum
innan 200 milna landhelginnar,
aðrir voru á siglingu eða að veið-
um utan við miðllnuna miili ts-
lands og Færeyja.
Fyrsti togarinn sem fannst var
rússneskur. Var hann ásamt öðr-
um þýskum á Mýrargrunni, og
voru þeir báðir á siglingu um 70
milur frá Ingólfshöfða. Á leiðinni
austur sást skömmu siðar til
ferða þýska eftirlitsskipsins
Nordenham. Varðskipið Ægir,
sem statt var suður af Hvalbak
tilkynnti i gær um a.m.k. niu tog-
ara við suð-austurland og grunur
lék á að enn fleiri væru þar á ferð,
eins og siðar kom i ljós.
Nokkrir togarar fundust i
hnapp rétt utan við miðlinu. Voru
þeir allir að veiðum en ekki þó ó-
löglegir. Enginn var þar innan
miðlinu þrátt fyrir það, að þar
hafi mikið verið veitt til þessa.
Þótti þessi löghlýðni þýsku togar-
anna næsta óvenjuleg. Sáust
samtals 10 togarar i ferðinni auk
SV í Noregi:
Arnar Alþýðubanda
laginu heilla
Þingflokkur SV i Noregi sendi
i gær Alþýðubandalaginu heilla-
óskir i tilefni af stækkun land-
helginnar i 200 milur, þar sem
lýst er stuðningi við stefnu þess i
landhelgismálum og stuðningi
heitið við framgang hennar.
Skeytið frá Socialistisk
Venstreparti fer hér á eftir:
„Alþýðubandalagið, Alþingi
islendinga.
Á þessum degi, þegar islend-
ingar stækka fiskveiðilögsögu
sina i 200 milur sendir þing-
flokkur SV ykkur, stárfsbræðr-
um sinum og félögum, kveðju
sina.
Alþýðubandalagið hefur haft
forystu um að vernda nátíúru-
auðlindir við tslandsstrendur og
við munum eftir mætti styðja
ykkur i baráttunni fyrir vernd-
un islenskra matvælaauðlinda i
hafinu, sem verða mun islensku
þjóðinni og mannkyni öllu til
gæfu.
Við munum styðja Alþýðu-
bandalagið i baráttunni gegn
öllum tiiraunum til þess að
grafa undan eða draga úr þess-
um réttmæta áfanga.
Stækkun norsku fiskveiðilög-
sögunnar er nauðsynleg til þess
að tryggja tilverugrundvöll
fólks við sjávarsiðuna i Noregi
og markviss islensk stefna i
fiskveiðilögsögumálum mun
efla okkur i baráttunni fyrir
verndun fiskistofna við strendur
Noregs.
Með baráttukveðju.
Þingflokkur SV”
Áhrif kvennaverkfallsins:
Blöðin koma ekki út
sjónvarpið í vanda
Dagblöðin koma ekki út laugar-
daginn 25. vegna kvennaverk-
fallsins daginn áður og konur
munu almennt leggja niður störf
á útvarpi og sjónvarpi þann dag.
Ekki er þó enn séð hvaða áhrif
kvennaverkfallið hefur á út-
sendingu rikisfjölmiðlanna.
í Blaðaprenti, þar sem Alþýðu-
blaðið, Dagblaðið, Timinn, Þjóð-
vijinn og Visir eru prentuð rikir
algjör samstaða milli 12 setjara,
sem eru allir konur, að leggja
niður vinnu 24. Þessi blöð koma
þvi ekki út á laugardaginn, en
hinsvegar verða sunnudagsblöðin
unnin eins og venja er til á laug-
ardag. Væntanlega mun hið sama
gilda um Morgunblaðið.
Engar sjónvarpsfréttir?
Algjör einhugur rikir meðal
þeirra kvenna, sem við sjónvarp-
ið vinna, um að leggja niður vinnu
24. Útsendingarstjórar frétta eru
báðir konur og verður þvi varla
Rækjuverð 22%
lægra en í fyrra
í gær var ákveðið nýtt
verð á rækju og gildir það
frá 1. október.—31. des. nk.
Verðið er 44 krónur f yrir
stóra rækju og 20 krónur
fyrir smáa rækju. Þetta er
sama verð og gilt hef ur f rá
1. júní i sumar en 22%
lægra að jafnaði en mán-
uðina október-desember í
fyrra.
Verðið var ákveðið með
atkvæðum oddamanns,
fulltrúa seljenda og annars
fulltrúa kaupenda. Hinn
fulltrúi kaupenda greiddi
atkvæði gegn verð-
ákvörðuninni.
um fréttaútsendingu að ræða
nema að einhverjir aðrir starfs-
menn sjónvarps taki að sér störf
þeirra. Hið sama má segja um
önnur störf á sjónvarpinu.
Ahrifin af kvennaverkfallinu á
starfsemi sjónvarpsins ráðast þvi
ekki fyrr en ljóst er hvernig karl-
menn hjá stofnuninni bregðast
við þvi.
Útvarpið sendir 24.
Á útvarpinu vinna margar kon-
ur i öllum deildum. Þótt sex kon-
ur gegni nú störfum á fréttastofu
útvarps hefur kvennaverkfallið
engin áhrif á fréttagerð, vegna
þess að vaktir falla þannig, að
konurnar eru ekki á vakt 24. Á
auglýsingadeild vinna eingöngu
konur og bjóst Guðmundur Jóns-
son, framkvæmdastjóri, við þvi
að þær legðu allar niður vinnu,
nema auglýsingastjórinn. Ekki
verða greidd út laun á föstudag-
inn, þvi á skrifstofu gjaldkerans
eru eingöngu konur. Gerður G.
Bjarklind á þularvakt siðdegis
mun ekki mæta til vinnu. Guð-
mundur Jónsson sagði að varla
færi nokkur að fetta fingur út i
það, þó að karlmaður yrði látinn
koma i stað hennar, þvi útvarpið
heldi uppi ýmiskonar nauðsyn-
legri þjónustu, sem ekki mætti
fella niður, svo sem veðurfr.
eftirlitsskipsins. Atta breskir tog-
arar voru að veiðum 32 sjómilur
frá Hvalbak, en þar er eitt þeirra
veiðihólfa, sem þeim er úthlutað.
Breskir togarar voru að sjálf-
sögðu engir utan fimmtiu miln-
anna, þeir veiða i sinum hólfum
óareittir samkvæmt þeim samn-
ingum sem nú eru i gildi og verða
áfram til 13. nóvember.
Mikið álag á TF-Sýr
Um borð I TF-Sýr er veðurrad-
ar frammi i stefni og sagði Bjarni
Helgason skipherra að hann
dygði þokkalega I eftirlitsflugið. 1
gæsluvélinni Sif, sem nú hefur
verið seld, var hins vegar leitar-
radar og kom hann að mun betri
notum, ekki sist við leit að
gúmmibátum, týndum skipum
eða flugvélum.
Bjarni sagðist vonast til þess,
að i nýja Fokkernum, sem vænt-
anlegur er til landsins I nóvember
á næsta ári, yrði fullkomnari og
langdrægari radar. Væri verið að
athuga hvort svokallaður kúlu-
radar, sem spannar 360 , kæmi til
með að skemma flughæfni vélar-
innar það mikið, að ekki væri for-
svaranlegt að notast við slikt
tæki. Kúluradarinn er settur
neðan á „maga” vélanna og géfur
hann geysimikla möguleika við
leit og staðarákvarðanir. Má
nefna t.d. að fyrir ut^n hinn mikla
gráðuafjölda geta þrir menn
fylgst með honum i einu og eykur
það að sjálfsögðu öryggi. Um
borð i TF-Sýr spannar radarinn
120 gráður, 60 á hvort borð.
I stuttu spjalli við Bjarna
Helgason skipherra um borð i Sýr
sagði hann að vissulega yrði erf-
iðara að verja 200 milurnar en þá
landhelgi sem verið hefur til
þessa. Á meðan varðskipin stæðu
i eltingaleik við einn og einn tog-
ara gætu hinir veitt óáriettir og
hreinlega skipst á um að láta
varðskip elta sig út frá veiðimið-
um hverju sinni. Landhelgin
hafði stækkað um 350% og með ó-
breyttum tækjakosti yrði eðlilega
aukið álag á flugvélar og skip.
Tvöföld. áhöfn vinnur nú á
gæsluflugvélinni og i viðbót við
hana er liklegt að vélar verði
teknar á leigu til gæslustarfa.
Munu viðræður standa yfir við
Flugfélagið um notkun einnar
Fokkervélar þaðan.
— Vissulega eykst álagið á
flugvélarnar mikið þegar land-
helgin er færð út I 200 mllur sagði
Bjarni. — Það er með öllu von-
laust fyrir skipin að anna þessu
án stöðugs eftirlitsflugs og
staðarákvarðana úr lofti. Við not-
uðum leiguflugvélar töluvert i
fimmtiu milunum og þá olli það
litlum erfiðleikum að hafa ekki •
góða radara um borð, þvi hægt
var að taka mið af landi eða með
sextöntum. Slikt er þó ekki hægt
þegar komið er jafn langt frá
landi og nú er nauðsynlegt.
Tilkynningar TF-Sýr um þá
togara sem sáust á miðunum fóru
eins og venjulega beint til stjórn-
stöðva gæslunnar i landi og sömu-
leiðis til varðskipanna allra. Ægir
var eins og áður segir við Hval-
bak, Týr var við Reykjanes og
Þór fyrir vestan. Albert fór á
miðin i fyrradag og Arvakur lagði
siðan af stað i gær klukkan tvö.
—gsp
BLAÐA-
BURÐUR
Þjóðviljinn óskar eftir blað-
berum i eftirtalin hverfi:
Seltjarnarnes
Kleppsveg
Rauöalæk
Vinsamlegast hafið
samband við
afgreiðsluna simi 17500.
mmm