Þjóðviljinn - 22.10.1975, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.10.1975, Qupperneq 1
UOWIUINN Miðvikudagur 22. október 1975 —40. árg. —240. tbl. WILSON HÓTAR 1 fyrirspurnatima i breska þinginu i gær skýröi Harold Wil- son forsætisráðherra breta frá þvi að breska stjórnin myndi að- stoða lögbrjótana innan islensku landhelginnar af fremsta megni eftir 13. nóvember. Þá sagði ráð- herrann að breska stjórnin myndi reyna af alefli að tryggja samn- inga við Islendinga, en lagði jafn- framt áherslu á að bretar myndu ekki sætta sig við annað en að fá að veiða innan 50 milna mark- anna áfram. Þeir islendingar, sem nú halda til Bretlands til viðræðna, taka þvi þátt i viðræðum við aðila sem hafa i hótunum um lögbrot. SKH’IN SIGLA I LAND A miðnætti siðastliðnu sigldu fiskibátar i höfn og i morgun og fram eftir degi munu amk. 140 fiskiskip af öllum stærðum og að ýmsum veiðiskap sigla i land og sjómenn munu leggja niður vinnu. Er þetta tiikomið vegna á- kvörðunar um fiskverð, sem sjó- mcnn sætta sig ekki við. Er það staðföst ákvörðun þeirra, sem I land koma og leggja niður vinnu, að hefja ekki róðra aftur fyrr en breyting hefur verið gerö á fisk- verðinu. í gær boðaði framkvæmda- nefnd undir- og yfirmanna á fiski- skipum til blaðamannafundar um borð i togaranum Júni i Hafnar- fjarðarhöfn. Var nefndin þá aö koma frá viðræðum við fulltrúa sjávarútvegsráðuneytisins, en þar lögðu sjómennirnir fram til- lögu um verðbreytingar á fiski frá því sem Verðlagsráð ákvað að gilda skuli frá fyrsta október. Þá krefjast sjómenn og þess að sjóðakerfi sjávarút- vegsins, sem nú er i end- urskoðun, verði yfirvegað sér- staklega og nefndin, sem að at- hugun þess vinnur, skili áliti ekki siöar en 1. des. og alþingi ákveði slðan fljótt þar eftir að sjóðakerf- iö skuli niður lagt. Kröfur sjómanna, eða tillögur að fiskverði, eru birtar annars staðar i blaðinu, en nefndarmenn sögðu I gær, að eðlilega hefði ekki náðst samstaða um fiskverðstil- lögur, þar sem skipin væru að svo mismunandi veiðiskap. Minni- hluti vildi gera tillögur um enn hærra verð.en það sem fram var lagt. Það er einkenni á tillögum sjó- manna um fiskverð, að verð hækki sem mest á stórfiski, en lækki á smáfiski. Segja þeir þetta I fullu samræmi við þá fullvissu að ástæða sé til að vernda smá- fisk. Sjómenn bentu á, að á þessum árstima væri uppistaöa afla bát- anna viða milliufsi. Siðasta verö- ákvörðun er þó þannig úr garði gerð, að milliufsi er á 17.50 kr. pr. kg., en á smáþorski, sem vernda þarf, var ákveðið verð 20 krónur fyrir kílóið. Slik verðákvörðun leiðir til þess, að sjómenn hafi betur upp úr þvi að elta smá- þorsk, en veiöa góðan milliufsa. Þá sögðu samstarfsnefndar- menn að það væri ekki á þeirra færi að koma i veg fyrir það, að flotinn sigldi ihöfn, og kyrrsettist þar. Sllkt væri i höndum sjávar- útvegsráðuneytisins. Þegar leið- rétting hefði verið gerð væri kom- inn timi til að hefja róðra að nýju, en ekki fyrr. Kosningar í háskólanum í dag — sjá 5• síðu Frá fundarhöldum í háskólanum í gœr — sjá 6. síðu Nemar úr tíu skólum mót- mœla á Aust- urvelli Mikil fundahöld voru í deildum Háskólans í gær um kjaramálin, og kl. 13 var efnttil almenns fundar í dag í skólanum, þar sem Gunn- ar Steinn tók þessa mynd. Klukkan 13.30 i dag efnir Kjara- baráttunefnd námsmanna til úti- Landhelgisgæslan: Stendur í stímabraki fundar á Austurvelli til að ieggja áhersiu á mótmæli sin gegn á- formum stjórnvalda um stór- fellda skerðingu á kjörum náms- manna. Nemendur munu safnast sam- an við hvern skóia og ganga siðan fylktu liði á Austurvöll. Þar verða haldnar ræður og eflaust eitthvað fleira gert. við þýsku togarana sem sækja stíft innfyrir landhelgislínuna — Þaö hefur svo sem ekkert stórvægilegt gerst hjá okkur slð- asta sólarhringinn, sagði Hálfdán Henrýsson hjá Landhelgisgæsl- Málefni dagvistar- stofnana í afturför A dögum vinstri stjórnarinnar voru sett lög um hlutdeild rlkis- sins i rekstrar- og byggingar- kostnaði dagvistarstofnana, og var island þá komið I fremstu röð á Norðurlöndum um opin- bera fyrirgreiðslu við þau mál. Siöan hefur dregiö stórlega úr framlögum til nýbygginga og eru málin á hraðri niðurleið. Þetta voru ályktunarorö Svövu Jakobsdóttur af skýrslu menntamálaráðherra um dag- vistarheimili á þingi I gær. Var- aði hún eindregið við þessari afturför sem stafar af niöur- skurði framlaga til stofnkostn- aðar dagvistarheimila. Vilborg Harðardóttir benti á að bæði er hér um að ræða jafnréttismál barna, að þau geti haft aðgang að dagvistarheimilum, og rétt- indamál foreldra, að þau geti vistað börn sin timabundið að deginum til. Sjá nánar á siðu 10. unni, þegar við ræddum við hann i gær. — Við eigum I dálitiu stima braki við þýsku togarana sem sækja stift inn fyrir en hifa strax upp ef varðskip nálgast. — Þeir hafa verið fyrir vestan að undanförnu en eru nú á austur- leið, þessir fjorir sem halda sig saman en einn var svo útaf Jökli. Það hefur ekkert verið klippt aft- anúr, þar sem þeir hifa upp um leið og þeir sjá varðskipin nálgast eins og ég sagði áðan-sagði Half- dán. Bresku togararnir halda sig aftur á móti á löglegum svæðum og hefur landhelgisgæslan ekkert þurft við þá að eiga aö undan- förnu. —S.dór Þeir skólar sem að þessum fundi standa eru Fiskvinnslu- skóli, Fósturskóli, Háskóli, Iðnskóli, Tækniskóli, Vélskóli, Stýrimannaskóli, Leiklistarskóli, Kennaraháskóli og Myndlista- og handlðaskóli. Auk þess má búast við þátttöku nemenda úr mennta- skólunum á höfuðborgarsvæðinu. —ÞH Þarna liggur þjóðargjöf norðmanna til reykvík- inga á 1100 ára afmæli islandsbyggðar. Um þetta mál er fjallað i þættinum Fiskimál á siðu 6 í dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.