Þjóðviljinn - 22.10.1975, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 22. október 1975
Skák
Framhald af 5. siðu
Björn þá upp eftir 28 leiki.
Stysta skákin varð aðeins 16
leikir. Hollenski stórmeistarinn
Timman tefldi af miklum krafti
gegn Ostermayer frá V-Þýska-
landi, og var fljótt kominn með
unna skák. Lokastaðan var þann-
'g:
Hvitt — Timman: Kgl, Ddl, Hal,
Hfl, Bd3, Re4, a2, c3, c4, d5, e3,
g2, h2.
Svart — Ostermayer: Kc7, De7,
Ha8, Hh8, Ra5, Bc8, a7, b6, c5, e5,
f6, f7, h6.
Óvæntustu úrslitin i 1. umferð
var sigur hins unga og efnilega
norska alþjóðameistara Arne
Zwaig yfir tékkneska stór-
meistaranum Jansa, sem er einn
stigahæstu keppenda skv. Elo-
stigum. Fögnuðu áhorfendur
þessum úrslitum og fannst það
nokkur sárabót eftir ósigur
Friðriks. Jansa lék illilega af sér,
og hafði Zwaig þá mann yfir og
óstöðvandi peð á a-linu. Staðan
var þessi eftir að Jansa hafði
siðast leikið hrók til a2: Hvitur:
Kg2, Hh7, Be2, a7, c5, f2, g3, h4.
Svartur: Kf6, Ha2, Bf7, c6, e4, f5,
g6, Zwaig lék hxB, auðvitað.
um og varð þetta ein fjörugasta
skák kvöldsins.
Hér birtast þrjár skákir úr 1.
umferð.
Hvitt: F. Poutiainen
Svart: Van Broeck
I. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 e6 4. 0-0
Be7 5. c4 0-0 6. d4 dxc 7. Re5 c5 8.
dxc Pc7 9. Rxc Bxc 10. Rc3 Bxf2+
II. HxB DxR 12. HxR gxH 13. Bh6
Dc5+ 14. e3 f5 15. g4 f4 16. Khl fxe
17. Re4 De7 18. Dd4 e5 19. BxH
KxB 20. Dxe Be6 21. Dh6+ Ke8 22.
Hdl Rd7 23. Rd6+ Kd8 24. Rxb7 +
Kc7 25. Dc 1 + Kb8 26. Ra5 Dc5 27.
DxD RxD 28. Hd8+ gefið
Hvftt: Sven Hamann
Svart: Björn Þorsteinsson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 c5
5. Bd3 d5 6. Rf3 0-0 7. 0-0 dxc 8.
Bxc Rc69. Bd3 cxd 10. exd Be7 11.
a3 b6 12. Bc2 Bb7 13. Bg5 g6 14.
Ilel Rd5 15. Bh6 RxR 16. bxR He8
17. Dd2 Hc8 18. Rg5 Dc7 19. He3
Hed8 20. Bdl Ra5 21. Hh3 Dc6 22.
f4 Bf6 23. Df2 HxD 24. Rxh7 Bh8
25. Bg5 f5 26. cxH Bxd 27. Rf6+
BxR 28. BxB gefið.
Ilvitt: Friðrik Ólafsson
Svart: Bruno Parma
Hartston frá Englandi vann
Laine frá Guernsey i 35 leikjum.
Hartston hafði þá peð yfir en allir
mennirnir horfnir af borðinu og
vinningurinn aðeins tæknilegt
atriði.
Alþjóðlegi meistarinn
Poutianen frá Finnlandi vann
Van Broeck frá Belgiu i 28 leikj-
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3b6 4. a3 Bb7
5. Rc3 d5 6. cxd exd 7. Bg5 Be7 8.
e3 0-0 9. Hcl Rbd7 10. Bd3 c5 11.
Bf5 g6 12. Bh3 Ba6 13. Da4 cxd 14.
DxB dxR 15. b4 Re4 16. Bh6 He8
17. 0-0 Bd6 18. Dd3 Re5 19. RxR
BxR 20. g3 Bh8 21. f3 Rd2 22. Hf2
Df6 23. f4 d4 24. exd Dxd 25. Hxc
Re4 gefið.
Cand, philol
GRO HAGEMANN
frá Oslo flytur fyrirlestur i Norræna hús-
inu fimmtudaginn 23. október 1975 kl.
20:30 um „KVINNENS LEVEFORHOLD
OG BEVEGELSE I NORGE 1880-1914”.
Aðgangur er öllum heimill
Kaffistofan er opin. Verið velkomin.
Kvennasögusafn íslands NORRÆNA
Nordmannslaget HUSIÐ
Innheimtumaður
óskast
Sala Varnarliðseigna
Kron auglýsir
Allar verslanir vorar verða lokaðar á
kvennafridaginn.
KRON
KONA
Kona með rútupróf og nokkra starfs-
reynslu (einnig með stúdentspróf) óskar
eftir atvinnu.
Tilboð sendist Þjóðviljanum merkt „Bil-
stjóri”.
D agvistunarlög
vinstri stjórnarinn
ar ullu tímamótum
t sameinuðu þingi i gær var
svarað tveimur fyrirspurnum,
annarri frá Benedikt Gröndal um
dagvistarheimiii barna, hinni frá
Sighvati Björgvinssyni um
verðlagsbrot iðnmeistara.
Varamaður, Jóhannes Arnason,
tók sæti Matthiasar Bjarnasonar
heiibrigðisráðherra sem nú er á
sjúkrahúsi
t svari Vilhjálms Hjálmars-
sonar menntamálaráðherra við
fyrirspurnum Benedikts
Gröndals um dagvistarheimili
kom ma. fram eftirfarandi:
A landinu öllu eru nú starfandi
76 dagvistarheimili I 33 sveitar-
félögum: 28 dagheimili sem gátu
um siðustu áramót vistað 1.398
börn, 3 skóladagheimili sem gátu
vistað 68 börn, og 45 leikskólar
sem gátu vistað 3.144 börn. Þessi
heimili njóta öll rekstrarstyrkja
samkvæmt lögum sem sett voru
snemma árs 1973. Fyrsta heila
árið eftir gildistöku laganna, 1974,
greiddi ríkissjóður 79 miljónir
króna vegna rekstrar heim-
ilanna, en af þeirri fjárhæö voru
23 miljónir fyrirframgreiðsla
vegna 1975.
Þetta var um rekstrarkostnað,
en um stofnkostnað sem rlkið
tekur þátt i samkvæmt lögunum
er það að segja, að 39 dagvistar-
heimili hafa verið tekin i fjárlög.
Ariö 1974 voru i f járlögum veittar
40 miljónir til stofnunar dag-
vistarheimila, þar af 7 miljónir
vegna hönnunar. Greiðsla á árinu
nam 30 miljónum. I fjárlögum
1975 eru veittar 60 miljónir til
stofnkostnaðar og hafa þegar
verið greiddar 40 miljónir. Vegna
fjárlaga 1976 liggja nú fyrir
beiðnir um þátttöku rikisins I
byggingu 10 nýrra heimila sem
ráðuneytið hefur mælt með.
Svandis Skúladóttir fóstra
starfar að dagvistarmálum á
vegum menntamálaráðu-
neytisins.
Bæði hjá fyrirspyrjanda,
Benedikt Gröndal, og Sigurlaugu
Bjarnadóttur, kom fram að þau
teldu að hér væri um aö ræða
jafnréttismál kvenna. Viiborg
Harðardóttir svaraði þessu
viðhorfi I örstuttri athugasemd og
sagði að hér væri um jafnréttis-
mál barna að ræða, en aftur rétt-
inda mál foreldra.
19 tniljónum
minna
Svava Jakobsdóttirtók til máls
við umræðuna og sagði að vissu-
lega væri þarft verk að fá nokkurt
yfirlit yfir stöðu þessara mála, en
ekki þyrfti lengi að skoða til að
sjá að þau væru á hraðri niðurleið
1 fjárlagafrumvarpi fyrir 1976
væru aðeinsætlaðar 68 miljónir til
nýbyggingar dagvistarheimila,
en I fjárlögum fyrir 1975 hefðu þó
verið 60 miljónir. Vegna verð-
bólgu þyrfti 87 miljónir nú til að fá
jafngildi þeirrar upphæðar og
vantaði þvi 19 miljonir á að sama
verðgildi væri veitt.
1 fyrra hefði vantað talsvert á
að unnt hefði verið að fullnægja
óskum um framlög til stofn-
kostnaðar dagvistarheimila. Á
þessu ári hefði enn hallað á rikið
og mjög verið klipiö af fjárveit-
ingum til einstakra heimila og
reyndar ekki allar umsóknir
fengist afgreiddar. Siðan væru 10
nýjar umsóknir fyrir næsta ár. I
vaxandi mæli yrði um það að
ræða að aðeins væri hægt að hefja
undirbúning að nýjum heimilum,
eð alitils háttar framkvæmdir við
þær, en siðan drægist óhæfilega
lengi að unnt yrði að ljúka áföng-
um og taka byggingar i notkun. A
uk þess myndaðist langur skulda-
hali hjá rikinu.
Sigurlaug Bjarnadóttir varði
minnkandi f járveitingar til
stofnunar dagvistarheimila meö
tilvisan til árferðisins. Einnig
sagði hún að á fyrsta ári nýju lag-
anna frá vinstri stjórninni, hefði
rikið aðeins greitt 4 miljónir til
dagvistarheimila!
Þetta hrakti Svava Jakobs-
dóttir og upplýsti aö árið 1973
hefðu verið veittar 12 miljónir til
þessa verkefnis, og hefði
meginhlutinn komið inn við af-
greiðslu fjárlaga samkvæmt til-
lögu frá sér.
Meistarar, ekki
iðnsveinar
Sighvatur Björgvinsson
spurðist fyrir um aögeröi*af opin-
berri hálfu vegna óleyfilega
hárra taxta á ákvæðisvinnu iðn-
meistara i byggingarvinnu.
ólafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra sagði að verðlagsstjóri
hefði kært málið til saksóknara
rikisins sem tekur frekari
ákvörðun um framhald málsins.
Verði sök sönnuð I málinu ætti að
skapast grundvöllur fyrir endur-
kröfu vegna oftekinnar greiðslu
frá húsbyggjendum. Gera verður
ráð fyrir þvi, sagði ráðherra, að
hver sá sem endurgreiðslu krefst,
hefjist sjálfur handa um inn-
heimtu hennar. Vera kunni að
reka þurfi prófmál i sambandi við
þetta og mundi þá koma til álita I
dómsmálaráðuneytinu að veita
gjafsókn.
Ráöherra staðfesti að hin
„meintu” verðlagsbrot hefðu
verið í sambandi við þrennt: tvi-
reikning á helgidögum, álagningu
iðnaðargjalds og hærri gjöldum
til llfeyrissjóðs en réttmætt er.
Kvað hann það einkaskoðun slna
að núverandi fyrirkomulag á út-
reikningi taxtans, en hann er nú
hjá meisarafélögum, væri mjög
óheppilegt.
Geir Gunnarsson kvaðst hafa
ástæðu til að leiðrétta þann út-
breidda misskilning að iðn-
sveinar (kallaðir „iðnaðarmenn”
i daglegu tali) eigi hlut að þessum
verðlagsbrotum. Hér væri
eingöngu um meistara að ræða,
þe verktaka í byggingarstarf-
semi. Staðfesti ráðherra að þetta
væri svo.
Flensborg
Framhald af bls. 9.
— og láta þannig fyrir róða
grundvallarhugmynd fjölbrauta-
skólans um jafngildi bóknams og
verknáms.
Næst gerist það, að fulltrúi f jár-
málaráðuneytisins æskir eftir
fundium þessi mál við stjórn FM.
Formaður félagsins neitaði hins
vegar þeim fundi, nema fulltrúar
Flensborgarkennara sætu hann
lika, og féllst fjármálaráðuneytið
á það. Rætt var almennt um stöðu
verknámskennara við fjölbrauta
skóla. Með öfgafullum dæmum
sýndu fulltrúar fjármálaráðu-
neytisins verknámskennurum
örgustu fyrirlitningu og itrekuðu
þá afstöðu sina, að ekki kæmi til
nokkurra mála að greiða þeim
laun samkvæmt samningi FM.
Jafnframt þessu var endurtekið
fyrra mútutilboð til handa bók-
námskennurum.
Fjármálaráðuneytið lagði
siðan fram drög að yfirlýsingu.
Bersýnilegur var sá vilji ráöu-
neytismanna að stefna málinu til
kjaranefndar, en áður skyldi FM
freista þess að semja. Jafnframt
skyldu verkfallskennarar undir-
gangast það að láta hýrudraga
sig þá þrjá daga, sem verkfallið
hafði staðið. Fáum við ekki annað
séð, en ráðuneytið hafi með þeirri
kröfu viðurkennt verkfallsrétt
opinberra starfsmanna I reynd.
Þessu vildu kennarar ekki una
af eftirgreindum ástæðum: í ljósi
reynslunnar má það fullvíst
telja, að kjaranefnd tæki eitthvaö
af fjölbrautaskólakennurum i
þessari deilu. En hvað gæti hún af
þeim tekið? Fjármálaráðuneytið
býðst til að borga bóknámskenn-
urum samkvæmt samningi FM.
Þá stæði það eitt eftir að fórna
verknámskennurunum, en ein-
mitt um það atriði snýst málið
allt. Með þvi að undirrita slika
yfirlýsingu væru kennarar að
undirrita dauðadóminn yfir fjöl-
brautaskólahugmyndinni og selja
frumburðarrétt sinn fyrir bauna-
disk.
Til samkomulags féllust kenn-
arar á eftirfarandi: Að láta hýru-
draga sig umrædda þrjá daga,
gegn þvi að allir fjölbrautaskóla-
kennarar taki laun frá 1. sept.
samkvæmt samningi FM og
þangað til samið hefur verið um
þessi mál. Felld var niður tilvitn-
un um að málið væri leyst á
grundvelli tiltekinnar lagagrein-
ar, þar sem sagði, að málinu|
skyldi skotiö til kjaranefndar ef
ekki semdist. — enda telja Flens-
borgarkennarar sig ekki bundna
af úrskurði hennar, fari svo, að
málið hafni hjá henni að lokum.
Þess er rétt að geta, að áður en
kennarar i Flensborg neituðu þvi
að láta bæði hýrudraga sig og
fallast á úrskurð kjaranefndar,
höfðu þeir fullt samráð við fjöl-
brautaskólakennara i Breiðholti
og nutu drengilegs stuðnings
þeirra. Auk þess bárust stuðn-
ingsyfirlýsingar hvaðanæva að.
Hjáimar Arnason
Hallgrimur Ilróömarsson
Tryggvi Jakobsson
Jón Thor Haraldsson
Tillögur sjómanna
Þessa verðlagningu leggur samstarfshópur undir- og
yf irmanna á f iskiskipum til sem grundvöll að því, að sjó-
menn qeti haldið áfram róðrum.
Þorskur 70 cm og yf ir
// 54 cm—70 cm
// 43 cm—54 cm
Ýsa 50 cm og yf ir
// 40 cm—50 cm
Uf si 75 cm og yf ir
// 54 cm—75 cm
// undir 54 cm
Langa 75 cm og yf ir
// undir75 cm
Karf i Steinbítur 500 gr. og yf ir
Keila 54 cm og yf ir
Blálanga yf ir 54 cm
Blálanga undir 54 cm
Till. Verð Verð
Sjóm. f.l.okt. e.l.okt.
47,00 42,80 47.00
40.00 35,80 38.00
20.00 21.30 20.00
45.00 35.80 38.00
19.00 19.60 19.00
27.00 26.50 26.50
23.00 20.60 17.50
14.40 14,40 14,40
34,70 34,70
22,40 22,40
22.00 19.00 19.50
26.50 25.10 26,00
22.00 21.30
23.00
14.40