Þjóðviljinn - 09.11.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Athyglisvert frumkvæöi Umsjón: Vilborg Haröardóttir. Til að breyta viðhorfum Aðstæður geta verið mjög ólik- ar i byggðarlögum og staða kynj- anna misjöfn frá einum stað til Kópa vogska u pstaöa r Jafnréttisnefnd Kópavogs leggur til viðfræöslunefnd, aö verkleg kennsla veröi hin sama fyrir bæöi kyn I öllu skyldunámi, svo og iþróttakennsla til 11—12 ára aldurs. En Kópavogur er reyndar einn af fáum stööum þar sem handavinnukennsla er sú sama fyrir bæði kyn. Myndir hér aö ofan voru teknar I einum barnaskólanna þar. UM ALLT Það var Helga Sigurjónsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins sem i sumar bar fram tillögu um skipun jafnréttisnefndarinn- ar, en hugmyndin er komin frá Noregi þar sem slikar nefndir hafa verið skipaðar i flestum sveitarfélaganna. Þetta mál var m.a. rætt á kvennaársfundinum að Hótel Loftleiðum i sumar og þar setti einn umræðuhópurinn upp sem markmið á hálfnuðu kvennaári, að kosnar yrðu jafn- réttisnefndir i öllum bæjar- og sveitarfélögum, sem vinni að jafnréttismálum hver á sinum stað. Ennfremur að unnið verði að þvi að fræðsla um stöðu kynj- anna verði liður i námsefni skyldunámsskóla á næsta skóla- ári. Einhverjum kann að þykja óþarfi fyrir sveitarfélögin að hafa starfandi jafnréttisnefndir þar sem rikið hefur skipað sérstaka opinbera kvennaársnefnd til að fjalla um jafnréttismál og þá væntanlega taka mið af landinu öllu. En það er einmitt. i anda stefnumiða ársins og ekki siður þeirrar stefnu sem mótuð var með tiu ára heims*áætluninni, sem samþykkt var á aðalráð- stefnu kvennaárs Sameinuðu þjóðanna i Mexikó i sumar, að unnið sé að þessum málum sem viðast og fólk takist á við vanda- málin hvert á sinum stað auk hins sameiginlega stóra átaks. annars, þannig að verkefni þau sem glima þarf við þurfa engan veginn að vera þau sömu þótt þau séu skyld. Enginn er færari að dæma um þetta en þeir sem sjálf- ir búa á staðnum, að þvi tilskildu auðvitað, að augu þeirra hafi yfirleitt opnast fyrir þeirri mis- munun sem konur eru beittar i okkar þjóðfélagi. En það er ekki eingöngu vegna þess að fólk ætti að vera dómbær- ast á það sem aflaga fer i nánasta umhverfi þess sem æskilegt er að það vinni að jafnréttismálum hvert á sinum stað. Hitt er mikil- vægara, að virk þátttaka einstaklinganna við úrbætur i sin- um bæ, sinni sveit eða á sinum vinnustað, er áhrifarikasta tækið til að breyta gamaldags, úrelt- aum viðhorfum i raun. 011 höfum við i umhverfi okkar og uppeldi tekið vi. arfi fastmótaðra viðhorfa t.d. til hlutverkaskipt- ingar kynjanna og þessi gömlu viðhorf geta verið ótrúlega lif- seig, jafnvel meðal þeirra sem einlæglega vilja berjast fyrir jafnrétti. Þefta sér hver og einn best þegar hann er farinn að vinua að jafnréttismálum, en skilyrði þess að hægt sé að upp- ræta úrelt viðhorf hjá sjálfum sér og öðrum er að maður geri sér grein fyrir þeim. Upplýsingasöfnun Við störf jafnréttisnefnda að úrbótum hver á sinum stað mundi safnast dýrmætur sjóður upp- lýsinga, sem nýta mætti sam- eiginlega fyrir landið allt. Það sem einna mest hefur háð þeim sem hingað til hafa barist fyrir jafnréttismálum hér á landi er einmitt skortur upplýsinga um hin margvislegustu efni og þá ekki sist um raunverulegt ástand viða úti um landið. Eðli.legt væri, að jafnréttisnefndir úti um landið LAND? hefðu tengsl sin á milli og við rikisskipuðu kvennaársnefndina og gætu þannig hagnýtt sér reynslu og vitneskju hver annarr- ar. Kvennaársnefndin gæti þrýst. á framkvæmdir opinberra aðila, einkum i þeim málum sem sam- eiginleg reynast fyrir marga staði. Þótt litið sé eftir kvennaársins 1975 er enn timi til að skipa jafn- réttisnefndir i tilefni ársins og þær reyndar jafn þarfar þótt ekki sé i tilefni einhvers sérstaks árs, heldur fyrst og fremst i þágu mál- efnisins. Enda siður en svo ætlast til, að hætt verði að starfa að þessum málum þegar árið er liðið. Þetta er aðeins upphafiö að tiu ára áætlun og með þvi að koma af staö starfi jafnréttis- nefnda mundu sveitarfélögin leggja sitt af mörkum til hennar. Reykjavík? Þegar þetta er skrifað hefur Adda Bára Sigfúsdóttir þegar lagt fram i borgarstjórn Reykja- vikur tillögu um stofnun jafn- réttisnefndar að dæmi Kópavogs, en ekki er enn kunnugt um afdrif hennar. Eru þó verkefni slikrar nefndar hér i höfuðborginni áreiðanlega ekki siður brýn en i nágrannabyggðunum. —vh Já, Kristin, þessa væri sannarlega óskandi. En þvert á móti virðast kyngreindar auglýsingar fara i vöxt ef nokkuð er. Ég held að meðan þær eru ekki bannaðar sé eina ráðið að hunsa þær og að kon- ur sæki um þau störf sem þær hafa áhuga á og telja sig hafa þekkingu og getu til að vinna, hvort sem auglýst er eftir konu eða karli i starfið. Gam- an væri að frétta af viðbrögð- um auglýsenda við sliku. Auð- vitað ættu karlar að gera hið sama, þegar auglýst er sér- staklega eftir konu i störf sem þeir hafa áhuga á. Hafið samband Ég vil benda þeim, sem leggja vilja orð i belg, á að ekki er hægt að ná i umsjónar- mann i sima Þjóðviljans. Hinsvegar er heimasiminn 20482 (fyrir hádegi) og bréf má senda til: Jafnréttissiðu Þjóðviljans, Skólavörðustig 19, Rvik. Hafið samband sim- leiöis eða skrifið þegar ykkur liggur eitthvað á hjarta varð- andi jafnréttismálin. —vh Carmen misskilin? Mikil lifandis ósköp hafa allir verið óréttlátir i garð Carmenar öll þessi hundrað ár frá þvi hún varð til, bendir leikkona á. Allsstaðar hafa allir verið að vorkenna þessum óþokka, honum Don Camillo, en enginn hefur vorkennt Carmen, sem er drepin fyrir það eitt að verða leið á elskhuga sinum og fá sér annan. Er það ekki mjög venjulegt meðal fólks, að sá fyrsti sé ekki endilega sá rétti eða sú fyrsta ekki sú eina sanna? Og hvað er þá eðli- legra fyrir unga, lifsglaða stúlku einsog Carmen en að skióta sig i öðrum, þegar sá fyrsti hæfir henni ekki? — Og veistu það, bætti hún við. Ég held að þessi fáránlegi mórall karlmannaveldisins sé- að renna upp fyrir fólki. Það hafa fleiri en ég haft orð á þessu núna eftir að farið var að sýna óperuna i Þjóðleik- húsinu. tWm Þaö framtak Kópavogs- kaupstaðar að skipa jafn- réttisnefnd í bænum i til- efni alþjóðakvennaársins hefur vakið verðuga at- hygli og verður vonandi fordæmi öðrum bæjar- og sveitarf élögum áður en ár- ið er liðið. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur jaf nréttisnef nd Kópavogs þegar tekið til starfa af fullum krafti og undirbýr nú kynningu og kennslu jaf nréttismála í skólum bæjarins, en eftir áramót á að gera skoðana- könnun meðal kvenna í bænum á stöðu þeirra og viðhorfum til einstakra þátta bæjarmála. IAFNRÉTTI — JAFNVÆGI JAFNRÉTTISNEFNDIR ORÐ í BELG Kyngreindar auglýsing- ar bannaðar Kristin skrifar: ,,Ég las i Visi, að þeir i Kópavogi hefðu bannað kyn- greindar auglýsingar á sinum vegurn, þ.e.a.s. bannað að auglýsa sérstaklega eftir karli eða konu i ákveðið starf. Þessu vil ég hrópa húrra fyrir. Hversvegna gera ekki allir opinberir aðilar það sama? Kannski mundu meira að segja einkaatvinnurekendur feta i fótsporin á eftir.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.