Þjóðviljinn - 09.11.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Side 5
Sunuudagur 9. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Odvar Nordli væntanlegur for- sætisráöliera Verkamannaflokks- ins, brosað til hægri og vinstri. Um siðustu helgi var haldinn i Osló landsfundur Kommúnista- flokks Noregs, NKP Þetta er smár flokkur, hefur verið sam- starfsaðili að Sósialiska vinstri- flokknum, sem vann mikinn sigur i kosningunum 1973 og fékk 16 1 september fóru fram bæjar- og sveitastjórnarkosningar i Noregi. llægriflokkurinn undir lorystu Erlings Norviks vann miicinn sigur i þeim — og hefðu þettaverið þingkosningar þá hefðu borgaraflokkarnir fengið all- drjúgan meirihluta. Siðan þá hafa hægrimenn óspart blasið i lúðra og hvatt alla borgaralega flokka til samfylkingar um að sigra i næstu þingkosningum, sem fram eiga að fara 1977. Þýðingarmiklir aðilar að sliku samstarfi, Miðflokkurinn og Kristilegi flokkurinn, eru hins- vegar nokkuð hikandi. Þeir eru að sjálfsögðu andsósialiskir flokkar, en á hinn bóginn þora þeir ekki að marséra undir lúðrablæstri hægrimanna. Þeim finnst að þeir gætu ef til vill átt meiri mögu- leika á að koma sinu fram, með þvi að bjóða Verkamannaflokkn- um samstarf ef að SV gæti ekki lengur eða vildi ekki vera lóð það sem úrslitum ræður á voga- skálum. Hinir nýju leiðtogar Verka- mannaflokksins, Reiulf Steen formaður, og Odvar Nordli, sem Þessi mynd varð til á stofnþingi Sósialiska vinstriflokksins: Finn Gustavsen (til vinstri) frá SF og Keidar I.arscn frá kommúnistum, gera báðir hosur sinar grænar fyrir Beril As, frá Lýðræðissósialistum. og jafnvægi Þing lítils flokks í norskri pólitík þingsæti. Af þeim hafa tveir verið frá kommúnistum. Enaðstæðuri norskri pólitik eru allar svo tvisýnar, að þing þessa litla flokks getur haft óvenju margþættar afleiðingar. Sameiningarþróun stöövuð Helstu niðurstöður þingsins urðu þær, að kosinn var nýr for- maður, skólastj. að nafni Martin Gunnar Knudsen, en fyrrverandi formaður, Reidar Larsen þing- maður, og hans menn biðu mikinn ósigur. Meirihlutinn, 117 fulltrú- ar, gerðu þá samþykkt, að norski kommúnistaflokkurinn mundi ekki fylgjast lengur með i þróun SV, en samkvæmt fyrri samþykktum hinna þriggja hópa sem að flokkinum standa (NKP, Sósialiski alþýðuflokkurinn SF, og Lýðræðissamtök vinstri- manna, sem yfirgáfu Verka- mannaflokkinn i sambandi við átök um EBE) átti að leysa þessa flokka og samtök upp nú fyrir ára- mót, og skyldu menn eftir þaö eiga aðeins einstaklingsaðild að Sósialiska vinstriflokknum. Meirihlutinn i kommúnista- flokknum hefur með öðrum orðum neitað að leggja flokkinn niður — en býðst hinsvegar til að eiga „viðtækt og ekki skuldbind- andi samstarf” við SV. Reyndar er það svo, að kommúnistarnir teljast áfram meðlimir SV til ára- móta, þegar búast má við þvi, að þeir þurfi að velja um það hvar þeir ætla að starfa i framtiðinni. Reidar Larsen (honum fylgdu að málum 30 þingfulltrúari lýsti þvi yfir eftir þingið, að rninni- hlutinn mundi ekki virða ákvörðun meirihlutans. Mundi hann og liðsmenn hans halda áfram að starfa innan SV og reyna að fá sem flesta liðsmenn NKP með. Blásið í lúðra Sem fyrr segir geta þessi úrslit haft margskonar afleiðingar. í Noregi situr núyerkamanna- flokksstjórn, sem styðst við 62 þingmenn sins flokks — og þar að auki við 16 þingmenn SV i þeim málum, sem einskonar vinstri- samstaða næst um. Þessir tveir flokkar hafa hinsvegar aðeins eitt þingsæti saman umfram borgaraflokkanna, sem hafa 77 þingsæti, svo að ekki munar miklu. tekur við forsætisráðherra- embættinu eftir áramót, blása einnig i lúðra. Flokkurinn kom ekki sérlega glæsilega út i septemberkosningunum, en var þó i sókn miðað við afhroðið sem hann beið 1973. Aftur á móti tapaði SV miklu fylgi, eða næstum þvi helmingi atkvæða frá þingkosningum — ekki sist vegna átakanna um framtið flokksins. Verkamannaflokkurinn sér þvi þann leik á borði að benda bæði á hættur þær sem félagshyggju stafaraf framgangi hægri manna og á sundrungu i SV til þess að hvetja nú alla vinstrisinna til að sameinast undir merkjum þessa stærsta flokks landsins. Kommúnistar og SV Þau tiðindi sem gerðust á þingi kommúnistaílokksins norska munu að sjálfsögðu gera hinni nýju forystusveit Verkamanna- flokksins leikinn auðveldari. Sem fyrr segir kveðst hinn nýji formaður llokksins, Martin Gunnar Knudsen, vilja áfram vera með i SV, ef að sá flokkur verður lausleg kosningasamtök eins og áður, "regnhlif”, en ekki eiginlegur I lokkur. Enginn vafi er á þvi, að SV muni hafna slikum hugmynduni og halda áfram þróun til eins flokks, sem byggi á einstaklingsaðild og séu meðlimir ekki i nema einum flokki. Af öðrum vandkvæðum sem SV hefur átt við að glima má nefna nokkur átök um einn helsta fyrir- liða flokksins, Finn Gustavsen, sem á sinum tima hafði forystu fyrir þeim vinstrisinnum i Verka- mannaflokkinum sem voru flæmdir úr flokknum fyrir róttæk viðhorf og stofnuðu Sósialiska alþýðuflokkinn, SF. Gengið var fram hjá honum þegar valdir voru talsmenn SV i pólitiskum kappræðum i sjónvarpi i haust, og hann hefur vikið sem formaöur þingmanns SV fyrir Berge Furre. Janusarhöfuð Sem fyrr segir eru það einkum tveir flokkar sem telja sig hafa tromp á hendi i hinu tvisýna taíli borgaraflokka og verklýðsflokka i norskri pólitik. Hægrimenn, sem reyna af öllum mætti að efna til samfylkingarsósialisma eins og það heitir — reyndar af svo miklum fyrirgangi, að aðrir helstu borgaraflokkar, nær miðju, eru skelkaðir og óttast að þeir verði kaffærðir i látunum. Á hinn bóginn reynir Verkamanna- l'lokkurinn að halda stjórnarhlut- verki sinu með þvi aðsemja á vixl til vinstri (við SV) og hægri (við miðflokkanna) eftir þvi hvers eðlis málin eru. Það er dæmigert um það janusarandlit sem flokkurinn reynir aö setja upp, að meðan forsætisráðherraefnið Odvar Nordli reifar það á þingi, að eignlega sé enginn grund- Reidar Larsen vallarmunur á viðhorfum sósial- demókrata og miðflokka. þá veifar formaðurinn Reiulf Steen rauðum fána i kappræðu um klofninginn i verklýðshreyfing- unni: Sósialistar sameinist! — en vel að merkja innan Verka- mannaflokksins. Veturinn verður liklega rikur að pólitiskum tiðindum i Noregi. Lengst til hægri verða einnig ýmsar nýjungar — þar hefur nu verið stofnuð svonefnd Norsk I y 1 k i n g ", framvarðalið kommúnistahatara og nýlasista. sem alltaf telja sig eiga eitthvað ósagt. ekki sist á timum þegar hinar fjölmennu millistéttir eru venju Iremur ráðvilltar og ruglaðar. AB tók saman.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.