Þjóðviljinn - 09.11.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur !). nóvember 1975. KJARTAN ÓLAFSSON: Hvað er að gerast í la nd helgisviðræðu m ? Nú á fimmtudaginn i þessari viku. þann 13. nóvember, rennur út gildistimi þess samkomulags, sem gert var við breta um veiði- heimildir i islenskri fiskveiðilög- sögu fyrir tveimur árum, en þá er tæpur mánuður liðinn siðan is- lenska fiskveiðilandhelgin var stækkuð i 200 milur. Nú er ljóst að ekki mun verða af nýjum samningum við breta fyrir 13. nóvember, og reynir þá á, hvort bretar muni standa við hótanir breskra ráðherra um að senda á ný herskip á lslandsmið, og gera enn einu sinni innrás i islenska fiskveiðilandhelgi. íslenska þjóðin stendur einhuga að baki þeirri kröfu, að land- helgisgæslu okkar verði beitt af fyllstu hörku gagnvart breskum og öðrum erlendum veiðiþjófum eftir 13. nóvember, — svo sem frekast er kostur. Sjómennirnir á varðskipum okkar hafa sýnt mikla hæfni á undanförnum árum i átökum við erlenda ránsmenn á miðum okkar og oft frábæra frammi- stöðu. Þeir eru nú sem áður til- búnir að gera skyldu sina. Þvi verður einnig að treysta meðan ekki kemur annað i ljós að y firstjórn landhelgis- gæslunnar i landi og þá fyrst, og fremst dómsmálaráðuneytið fyrir hönd rikisstjórnarinnar, hviki hvergi, en gefi áhöfnum ' skipanna fyrirmæli um að beita öllu þvi afli sem unnt er. þar með til töku brotlegra togara,— þó án þess að mannslifum sé i hættu stofnað. Þjóðin öll þarf þó að hafa vakandi auga með rikisstjórninni i þessum efnum og tryggja að engin linkind verði sýnd, hvorki vegna siðlausra hótana breta um herskipainnrás, né af öðrum ástæðum. í islenskri fiskveiðilandhelgi eiga erlendir ránsmenn engan frið að hafa. og sist á bátaslóð innan gömlu 50 milna markanna. Kjörorð ráðherra: Samninga umfram allt Af hálfu talsmanna rikis- stjórnarinnar hefur að undan- förnu verið haldið uppi miklum áróðri fyrir nauðsyn samninga við hreta og vestur-þjóðverja. Þórarinn Þórarinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins hótar almennfngi i greinum i Timanum sulti og seyru, ef ekki verði samið og vill þannig sætta fólk við að ..herða sultarólina” vegna þess að við eigum i land- helgisbaráttu. þó að engin gild rök séu fyrir nauðsyn lifsskerð- ingar i tilefni landhelgisút- færslunnar, nema siður sé. En Þórarinn og aðrir talsmenn rikis- stjórnarinnar vilja koma þvi inn hjá fólki. að án samninga við ..vinaþjóðirnar” i NATO, um veiða erlendra togara i landhelgi okkar, biði okkar sjálfra eymd og volæði, og eru Þórarinn og vopna- bræður hans þá með það i huga fyrst og fremst, að með slikum fjarstæðuáróðri sé ef til vill hægt að fjölga eitthvað þeim fáu hræðum hér á landi, sem telja að umfram allt þurfi að ná samningum við bretana og þjóð- verjana, svo að við höfum þó að éta!! Það er vissulega lika mikið alvörumál, þegar aðstoðarráð- herra Matthiasar Bjarnasonar, sjávarút vegsráðherra kemur fram i islenska sjónvarpinu, eins og gerðist nú i vikunni, og flytur þjóðinni þann boðskap, að umfram allt verðum við að ná samningum, þvi að með öðru móti getum við ekki dregið úr afla útlendinga hér á miðunum. Slikt uppgjafarvæl frá þessum talsmanni rikisstjórnarinnar er auðvitað fyrir neðan allar hellur. og vafalaust talar maðurinn ekki bara á eigin ábyrgð heldur i nafni húsbónda sins og fyrir hönd rikis- stjórnarinnay. Hversu vitaverður slikur upp- gjafarboðskapur frá æðstu stöðum er, sést reyndar best, ef málið er skoðað i ljósi stöðunnar i samningunum við breta, en fyrir þeirri stöðu verður gerð nánari grein siðar i þessu skrifi. Spilin á boröiö. — Út úr þokunni 1 siðasta mánuði fóru fram samningaviðræður um hugsan- legar veiðar breta og vestur- þjóðverja i framtiðinni innan is- lenskrar landhelgi. Mikil leynd hefur hvilt yfir efni þessara viðræðna og er kominn timi til, að rikisstjórnin svipti hulunni af. Þjóðviljinn ber fram þá kröfu, að rikisstjórnin geri þjóðinni skýra grein fyrir stöðunni i samningunum. Um hvað er verið að' makka? Hverjar er kröfur breta og þjóðverja? Hvað hefur islenska rikisstjórnin lá.tið uppi i viðræðunum, að til greina kæmi af hennar hálfu? Hvað ber á milli? Það er vitavert af ríkisstjórn- inni að dylja þjóðina þess, sem þarna er að gerast, og fyllsta ástæða einmitt nú til að taka und- ir þau orð, sem skrifuð stóðu i leiðara Morgunblaðsins fyrir ári, þann 14. nóvember 1974, en þar sagði orðrétt: „Landhelgismálið er eitt þeirra mála, sem snerta hvern einasta tslending svo djúpt og veiðar út- lendinga hér við land skipta okk- ur svo miklu máli, að þar á engin leynd að þurfa að rikja. Skjöl, sem stimpluð eru „trúnaðarmál” ög „algert trúnaðarmál” eru hlægileg fyrirbrigði.... Þess vegna er þess að vænta, að fram- vegis vcrði meðfcrð landhelgis- málsins hagað á þann veg, að umræður um það fari fram fyrir opnum tjöldum.” Þetta voru orð Morgunblaösins fyrir ári. En hefur þá rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar orð- ið við þessari sjálfsögðu kröfu aðalmálgagns sins? Nei þvi fer fjarri. Frá rikis- stjórninni og stjórnarflokkunum hefur þjóðin litið sem ekkert fengið að vita um gang mála á fundunum i London og Reykjavik, og reynt er að hylja samþykktir og afstöðu stjórnarflokkanna sjálfra til málsins i þoku og reyk, — öll skjöl stiinpluð sem leyndar- mál og tunguhaft sett i þingmenn- ina. Mótmæli fjöldans. Makk hinna fáu Hitt liggur fyrir, að meðal þjóðarinnar er andstaðan gegn öllum samningum við útlendinga um veiðar hér mjög almenn, og krafan um alls enga samninga innan gömlu 50 milna markanna á eindreginn stuðning þjóðarinn- ar allrar, nema innan þrengsta hrings ráðandi manna i stjórnar- flokkunum. Allar hinar fjölmörgu sam- þykktir félagasamtaka og funda, sem gerðar hafa verið um land- helgismálið á undanförnum mánuðum hafa átt það sameigin- legt, að kreljast þess, að undir engum kringumstæðum verði togaraflota annarra þjóða hleypt inn fyrir 50 milna mörkin, og flestir lýsa andstöðu við allar undanþágur yfirleitt. Meðal mótmælenda gegn samningum innan 50 milnanna eru Sjómannasamband Islands, Alþýðusamband tslands, Lands- samband islenskra útvegsmanna, Farmanna og fiskimanna- sambandið, fjölmargar bæjar- stjórnir, verkalýðsfélög og ýmis kjördæmisráð stjórnmálaflokka, meðal annars Framsóknar- flokksins. Skýrsla fiskifræöinganna Ætlar rikisstjórnin að virða þessi fjöldamótmæli að vettugi, þrátt fyrir nýjustu skýrslu fiski- fræðinga okkar um ástand fiski- stofnanna við landið, — skýrslu sem sýnir að með óbreyttri sókn á tslandsmið yrði hrygningastofn þorsksins eftir 4-5 ár aðeins 1/7 —, einn sjöundi hluti, þess, sem hann var fyrir fimm árum? Við þessari brennandi spurn- ingu hafa engin opinber svör fengist frá rikisstjórninni, eða talsmönnum stjórnarflokkanna. Skýrsla fiskifræðinganna sýnir að hver og einn einasti fiskur, sem tekinn verður af útlendum skipum á tslandsmiðum, liann er tekinn af borði okkar sjálfra. Fyrir hvern fisk, sem bretar og þjóðverjar veiða hér, verða okkar eigin skip að veiða sem þvi nemur minna, eigi að forast algera ör deyðu á miðunuin i náinni fram- tið. Hér er ekkert til skipta. Það að hleypa bretum og þjóðverjum inn i landhelgina nú, — láta þá hafa bréf upp á veiðiheimildir á okkar miðum innan 50 milna jafn- gildir i rauninni þvi, eins og kom- ið er, að heimila þeim að hirða fiskinn beint úr veiðarfærum okk- ar eigin skipa. Fyrir hvern bresk- an eða þýskan togara, sem hleypt verður inn i landhelgina, verðum við samkvæmt skýrslu fiski- fræðinganna að leggja samsvar- andi skipum úr flota okkar sjálfra, ef forðast á bráðan voða. Þetta er augljóst mál, þótt rikisstjórnin þykist ekki vita það og tali um samninga umfram allt, en reyni að leyna þvi með þögn og þoku, um hvað hún ætli að semja. En þrátt fyrir leynd stjórnar- herranna hefur Þjóðviljinn eftir ýmsum leiðum getað aflað sér nokkurra upplýsinga um hvað hefur verið að gerast innan forystuliðs stjórnarflokkanna og i samningaviðræðunum við út- lendingana. Viðræöur viö breta t viðræðunum við breta hafa bresku samningamennirnir sýnt takmarkalausa óbilgirni. Þeir vitna óspart i Haagdómstólinn og hafa haft uppi kröfur um samninga til mjög langs tima. Þeir hafa krafist þess að afla- magn yrði um 130.000 tonn á ári, eða jafn mikið og gert var ráð fyrir i samningi Olafs Jóhannes- sonar fyrir tveimur árum. Ljós- asti punkturinn i samningi Ólafs fyrir tveimur árum var hins veg- ar sá, að þar var kveðið skýrt á um, að i stað þeirra togara breta, sem hættu veiðum vegna elli eða af skyldum ástæðum fengju þeir alls ekki að setja inn ný skip i staðinn. Eftir þessu hefur að sjálfsögðu verið farið, og þess vegna eru bresku togararnir, sem veiðar stunda hér við land ekki 140 nú, eins og gert var ráð fyrir við upphaf samningstimabilsins fyrir tveimur árum, heldur um 100, sem þýðir mun minna afla- magn. Um 30% gamla flotans hefur verið lagt, vegna útgerðar- örðugleika i Bretlandi. Til að ná þeim 130.000 tonnum, sem bretar fara frain á nú i ars afla þyrftu þeir þvi að fjölga tog- urum siiiuin hér injög verulega frá þvi sem nú er. Og krafa breta i viðræðunum nú i Reykjavik og London hefur einmitt veriðsú, að þeir fengju að setja inn ný skip i stað þeirra gömlu.sem lagthefur verið, og fá þannig langtum hagstæðari samning, en ólafur gerði á sinum tima, þrátt fyrir það, sem nú liggur fyrir um hrikalegt ástand fiskistofna. Þeir téymdu íslensku ráöherr- ana út í foraðið 1 stað þess að svara þessari dæmalausu frekju bresku rikis- stjórnarinnar á verðugan hátt, með þvi að þverneita öllum möguleikum á samningum innan 50 milna markanna, — þá hafa is- lensku ráðherrarnir i umboði stjórnarflokkanna látið uppi að

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.