Þjóðviljinn - 09.11.1975, Qupperneq 9
NÍELS HAFSTEIN
SKRIFAR
UM MYNDLIST
Sunnudagur 9. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Listasafn
íslands
Núverandi húsnæöi Listasafns tslands
Hljóð úr horni
Fyrir skömmu fóru kippir um
þá opinbera stofnun hérlenda sem
sklrö var foröum því virðulega
nafni Listasafn Islands. Kjartan
Guðjónsson listmálari skrifaði
menntamálaráðherra bréf og
baðst undan þeirri áþján að þurfa
að svolgra i sig kaffi I sölum
safnsins sem skipaður fulltrúi
menntamálaráðuneytisins, enn-
fremur kvaðst hann ekki geta
lengur horft uppá innkaupanefnd
úr Kópavogi festa sér mynd-
listarverk I stórum stil, á sama
tlma og Listasafnið væri fjár-
hagslega svelt. Bréf þetta er
ánægjulegur vottur þess að
myndlistarmenn séu loks að
vakna af dvalanum, og að þeir
láti sig málefni safnsinseinhverju
skipta. Þá skýrir það greinilega
hve Listasafnið er ein-
angrað og afskipt á rikisjötunni
og f járhagur þess litt til þess fall-
inn að standa undir myndarleg-
um rekstri. Hitt er svo auðvitaö
undrunarefni hvers vegna safn-
ráðið I heild, ásamt forstöðu-
manni þess, lagði ekki niður
vinnu þar til viðunandi lausn hef-
ur fengist.
Ekki aðeins
peningar
í lögum um Listasafn íslands
segir m.a. I 2. grein, lið a, að þvi
sé ætlað að ,,afla svo fullkomins
safns islenskrar myndlistar sem
unnt er” eða með öðrum orðum:
Listasafn Islands á að sýna þver-
skurð af islenskri myndlist, það á
að safna verkum i öllum þeim
stiltegundum sem Islenskir
myndlistarmenn vinna I. Lista-
safn tslands á þvi að geta sett upp
yfirlitssýningar frá ýmsum
skeiðum og gert grein fyrir þróun
myndlistar á íslandi, frá upphafi
og framá þennan dag.
En nú bregður svo undarlega
við að I safnráði hafa aðeins setið
fulltrUar af tveimur tegundum
myndlistarmanna, myndhöggv-
arar og oliumálarar, — grafik-
listarmenn og vefarar hafa til
dæmis aldrei komið þar nálægt.
Og ekki nóg með það, þeir hafa
helst tilheyrt tveimur stefnum
myndlistar, Abstrakt og Ex-
pressionisma (bátar, hús og
blóm), og þaraðauki allir vérið
félagar í FÍM. Ef þetta er ekki
einsdæmi, þá er það ekki til. Nú-
verandi forstöðumaður safnsins
hefur starfað við það dslitið I tutt-
ug og fimm ár!
Nú þarf ekki s jónskarpan mann
tilað sjá hvað hefur atvikast i
listaverkakaupum safnsins; næg-
ir að rölta um salina og berja
augum þau verk sem venjulegast
hanga á veggjum og standa á
gólfum, öll eru þau unnin út frá
áhrifum af raunsæisstil (Real-
isma) og stælingastefnu
(Naturalisma). í myndaeign
Listasafnsins eru þvi miklar eyð-
ur, inná milli fyrirferðarmikilla
þátta. I þessu sambandi er ekki
úr vegi að spyrja nokkurra spurn-
inga:
1. Hvar er Alþýðulistin, verk
þessarar aldar manna i vefn-
aði, málverkum og höggmynd-
um?
2. Hvar er Hreyfilistin, verk nú-
lifandi manna, hlaðin raf-
magni, hita, titringi, skjálfta
o.fl.?
3. Hvar er Surrealisminn, verk
þeirra sem túlka veröld
draums og martraðar, t.d.?
4. Hvar er Oplistin, þau verk sem
erta augað?
5. Hvar er Poplistin, verkin sem
skóku til listallfið uppúr 1965?
6. Hvar er Conceptualisminn,
þau verk sem nátengdust eru
hugsuninni, rannsóknir á ein-
faldleik, hugmynd?
Tiivonandi húsnæði Listasafnsins
Það má nefna fleiri dæmi:
Listasafnið á ekkert verk i Dada-
iskum stll, Concretstefnan er ekki
sjáanleg, Minimalismi ekki held-
ur, engin dæmi eru til um Per-
fomance og Happenings, svo ekki
sé talað um Environments (um-
hverfisverk), engar ljósmyndir,
ekkertl
Það er vægt til orða tekið þegar
fullyrt er að þetta sé HNEYKSLI.
Vísvitandi fölsun. En hvaða til-
gangi er þjónað með þessari hag-
ræðingu á myndlistarkaupum
Listasafns Islands? Hvað stjórn-
ar þessu, budda kunningjanna og
félaganna I FIM?
Glötuö tækifæri
Arið 1957 fluttist hingað til
lands svissneskur myndlistar-
maður að nafni Diter Rot og vann
hér að list sinni I mörg ár, kenndi,
hélt sýningar og kom á sambönd-
um sem enn haldast. Það er öllum
kunnugt sem með myndlistar-
málum fylgjast, og raunar ó-
hrekjanleg staðreynd, að enginn
myndlistarmaður hefur haft eins
mikil áhrif á kollega sina og Diter
Rot, ekki slst þegar haft er I huga
að hann er upphafsmaður eða
byrjunarþátttakandi i flestum
Hugleiðing-
ar í tilefni
90 ára
afmælis
á þessu ári
þeim stefnum myndlistar sem
taka mið af nútimalegri hugsun.
Meðlimir I safnráði Listasafns Is-
lands héldu að sér höndum og
þóttust ekki sjá hver hér var á
ferð, þeir skildu ekki timanna
tákn. 1 öðrum löndum áttuðu
menn sig fljótt og söfnuðu verk-
um þessa manns og fengu fyrir
lltið, en nú hefur Listasafnið end-
anlega misst af lestinni, mynd-
verk Diters eru pyngju þess of-
viöa. Þessi mistök Listasafnsins
eru þau sem einna erfiðast verður
að fyrirgefa. Annað dæmi i lista-
sögunni er tengt islenskum
myndlistarmanni ERRO, kannski
er til ein mynd eftir hann i sölum
eba geymslum safnsins, engin
yfirlitssýning á verkum hans hef-
ur verið haldin, ekkert verið gert,
samt er þetta heimsfrægur mað-
ur og á myndir útum alla jarð-
kringluna. Og ekki er allt búið
enn, núna eru aumingja mennirn-
ir að glata einu tækifærinu enn: I
Holíandi starfa þrir islenskir
myndlistarmenn og eru að afla
sér viðurkenningar fyrir listsköp-
un sina, eftirsóttir i timarit og til
sýningarhalds. Bráðum verður ó-
gerningur fyrir Listasafn Islands
að eignast verk eftir þessa mynd-
listarmenn. Það ætti að vera ó-
þarfi að taka það fram að ungir
og starfandi listamenn á íslandi
eru sniðgengnir af margnefndu
safni.
Þegar höfð eru I huga vinnu-
brögð safnráðsins á undanförnum
árum er ekki nema eðlilegt að
ungir og framsæknir listamenn
liti þá hornauga, — og það yrði
voðaleg lifsreynsla fyrir þessa
menn ef ráðið falaðist eftir verk-
um þeirra. Þar með fengju þeir
stimpilinn: gamaldags, hættu-
laus, þurrausinn. Ungir menn
vilja selja verk sín á meðan þau
eru fersk og hvöss, en ekki blða
þess að aðrir hafa óskapast með
hugmyndir þeirra, útvatnað þær
með brengluðu hugarfari og
blandað I þær óskyldúm hlutum.
Hvaö skal gera?
Þeir sem láta sig máiefni Lista-
safnsins eitthvað varða hljóta að
krefjast þess aðöll starfsemi þess
verði tekin til gagngerðrar rann-
sóknar, að dregin verði fram öll
gögn safnsins og þau gerð opin-
ber. Gera verður úttekt á eigum
safnsins, gjafir skulu flokkaðar
annars vegar, keypt verk skulu
flokkuð hins vegar. Lögum skal
breyta til samræmis við lög
skyldra stofnana erlendis, ný-
tiskulegra listasafna. Kjósa skal
menn af mismunandi sauðarhúsi
i safnráð og veita þeim aðhald
myndlistarfélaga.
Nú, þegar stendur fyrir dyrum
stækkun Listasafnsins og flutn-
ingur þess I Glaumbæ, þá vilja
velunnarar fylgjast með gangi
mála. Hvað á aðgera? Hvernig er
skipulagið? Einhverjar nýjung-
ar? Opinberlega hefur ekkert
verið sagt. Allt leynimakk i
kringum Listasafn landsins verð-
ur að vikja fyrir upplýsinga-
skyldu og frjálsri skoðanamynd-
un.
Nú er það svo, að engin meiri-
háttar breyting verður gerð á
rekstri Listasafnsins nema að
undangenginni samþykkt lög-
gjafarvaldsins þarað lútandi,
þess vegna eru allar tillögur til
úrbóta miðaðar við það að lögun-
um verði breytt. Listasafnið hef-
ur átt að striða við bágborginn
fjárhag, hér eru fimm leiðir tilað
bæta hann:
1. Listasafnið selur megnið af
þeim Abstrakt- og Expression-
isku myndum sem það hefur
sankað að sér á undanförnum
áratugum.
2. Listasafnið leigir út myndir.
3. Listasafnið fær heimild I lög-
um til þess að innheimta sektir
hjá þeim aðilum, sendiráðum,
skólum o.fl. sem ekki hafa
skilað innkölluðum verkum.
4. Listasafnið tekur verk I um-
boðssölu.
5. Listasafnið tekur inngangseyri
af gestum safnsins.
Þessu til viðbótar eiga allar op-
inberar ölmusur til myndlistar-
manna, listamannalaunin, að
renna i sjóði safnsins, til kaupa á
myndlis ta rverkum.
Önnur nýbreytni
Þegar horft er til framtiðarinn-
ar og málefni Listasafns Islands
skoðuð með tilliti til hennar, þá
sýnist hugsanlegt að skipta starf-
semi safnsins i tvær deildir sem
hefðu sameiginlega yfirstjórn i
ákvaröanatöku, fjármálum og
listmati, en hefðu siðan nokkuð
frjálsar hendur i daglegum störf-
um. Til dæmis:
1. Rannsóknardeild, er tekur
mið af núverandi starfi.
2. Rekstrardeild, er tekur mið
af þeim nýjungum i safnrekstri
sem vanræktar hafa verið hingað
til.
Rannsóknardeildin sinnir rann-
sóknum á fornri myndlist og lýs-
ingum ibókum, sér um viðhald og
viðgerðir og skráir sögu mynd
listar á Islandi, o.fl.
Rekstrardeildin sér um þanr
þátt, sem snýr að gestum, skipu
leggur sýningar, hefur umsjói
með bókakostinum, gefur ú
timarit um myndlist, lánar og
selur myndir, skipuleggur fyrir-
lestra, færlistamenn til umræðn:i
og kynningar á verkum si'num,
heldur saman öllu þvi sem skrifa )
er I blöð og tfmarit um myndlist
o.s.frv. Þessu til viðbótar getur
Rekstrardeild Listasafnsins geit
tilraunir i myndfræðslu, t.d. mel
þvi að útbúa i' salarkynnum sir -
um föndurstofu fyrir almenning
og alið þannig upp listnjótendur
með þvi' að höfða til sköpunar-
gleðinnar. önnur leið til þess að
koma myndlistinni til fólksins er
sú, að útbúa strætisvagn þannig
að i honum geti farið fram eiii-
hver liststarfsemi, siðan eki r
vagninn um borgina á vinnustaði.
skóla, opinberar stofnanir og að ■-
ar sem hýsa farlama fólk, gamalt
fólk og annað þaö fólk sem býr við
miklar kyrrsetur. Með þessu móti
verður Listasafnið að lifrænni c g
fjörlegri stofnun sem tekur tiliit
til þarfa fólksins, aðlagast sifellt
nýjum hugmyndum og er farveg-
ur fyrir skapandi öflin.