Þjóðviljinn - 09.11.1975, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. nóvember 1975.
Sunnudagur 9. nóveinber 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Suður I Fossvogi hefur
verið rekinn barnaskóli
eins og í öðrum hverfum
frá 1971. Þessi skóli er
þó að flestu leyti gjöró-
líkur öðrum skólum,
þetta er svonefndur ,,op-
inn skóli”. Skólastjóri i
Fossvogi er Kári
Arnórsson. Fyrir
skömmu átti blaðamað-
ur Þjóðviljans viðtal við
Kára þar sem hann
skýrði frá reynslunni af
þessu nýja skólaformi.
En fyrst skilgreindi
hann muninn á opnum
skóla og hinum hefð-
bundna barnaskóla.
— Það má greina þennan mun i
fjóra þætti: í fyrsta lagi er skóla-
dagurinn samfelldur og náms-
greinaskipting hefur að mestu
verið lögð niður, þ.e. reynt er að
láta námsgreinar skarast eins og
hægt er. 1 öðru lagi er árgöngun-
um blandað saman. Þetta er fé-
lagslega heppilegt og krefst þess
að einhverjum einstaklingi sé
sinnt meira en tiðkast hefur.
Þetta atriði er reyndar einn höf-
uðþáttur opna kerfisins: aö koma
til móts við hæfileika einstak-
lingsins.
t þriðja lagi er samvinna kenn-
ara mikil.Þeirvinna saman tveir
eða fleiri, hver ber ábyrgð á sin-
um hópi en vinnusvæðin i skól-
anum skipta honum niður. Kenn-
arar sinna hver sinu svæði hvort
sem nemendurnir eru úr hans
hópi eða ekki. Þetta krefst náinn-
ar samvinnu og að kennararnir
skipuleggi starf sitt vel.Þeirgeta
lika tekið nemendur sem eru á
svipuðu stigi i námi i það sem við
nefrium kennslukróka. Þetta hef-
ur i för með sér að seinfærir nem-
endur líða ekkert. Eins getur dug-
legur 8 ára nemandi haft náms-
efni 9 ára barna án þess kerfið
raskist nokkuð.
SKOLIN
Rætt viö Kára Arnórsson
skólastjóra Fossvogsskóla
þar sem gerðar eru tilraunir
meö nýja tegund barnaskóla
í fjórða lagi er skólabyggingin
öðruvisi en venjan er. Hér er mik-
ið lagt upp úr þvi að hafa um-
hverfið aðlaðandi og námshvetj-
andi. A vinnusvæðunum er stillt
upp ýmsum hlutum sem tengjast
námsefninu á hverjum tima.
Það mætti raunar nefna fleira
til. Skoðunarferðir eru rikur þátt-
ur i náminu. Við förum með nem-
endur og skoðum vinnustaði eða
náttúruna og svo er unnið úr efn-
inu sem safnast næstu 1-2 vikurn-
ar. Með þessu reynum við að
tengja skólann við daglegt lif.
Bekkjarskólinn hefur á hinn bóg-
inn tilhneigingu til að einangrast,
verða sjálfstæður lokaður heim-
ur.
Aö lifa í sátt
viö umhverfið
Það er kannski best að lýsa ein-
um skóladegi hjá okkur. Hann
hefst klukkan 8.50 á morgnana
þegar börnin koma í skólann (hér
mætir enginnfyrr). Þá mæta þau
iheimakróka þar sem þau sitja á
gólfinu umhverfis kennarann og
spjalla saman um heimavinnuna,
starf dagsins og það sem efster á
baugi. Þarhafa þauöll sinar eigin
hirslur sem þau geyma i verkefni
sin. Siðan velja nemendur sér
verkefni og skipta sér niður á
vinnusvæöin. Þar er unnið i tvær
klukkustundir án friminútna.
Kennararnir ganga um og leið-
beina nemendum við vinnuna.
Þeir eyöa litlum tima i predik-
anir, nemendur eru látnir vinna
eins sjálfstætt og hægt er. Að
þessari tveggja tima lotu liðinni
eru 20 minútna friminútur. Siðan
mæta nemendur aftur i heima-
króka, en svo tekur við önnur
tveggja tima lota.
A vinnusvæðunum sitja börnin
gjaman fjögur saman við borð.
Þaumega ræðastvið, vinna sam-
•an og ganga um. Höfuðreglan er
að enginn má trufla annan viö
vinnu. Opna kerfið leggur áherslu
á tillitssemi viðnáungann. Börnin
verða að læra að lifa i samfélagi,
læra það náttúrulögmál að lifa i
sátt við umhverfi sitt.
— Þú segir að námsgreina-
skiptingin sé að mestu lögð niður.
Hvernig birtist það?
— Það má nefna, að i haust
þegar skólinn hófst lá fyrir að
fiskveiðilögsagan yrði færð út 15.
október. Við bjuggumst við mikl-
um umræðum um fiskveiðimál,
friðun oþh. f kjölfar útfærslunnar.
Við byrjuðum þvi náttúrufræði-
kennsluna með fiskunum. Næst
ræddum við friðun fiski-
stofnanna, sjávarútveg og fisk-
vinnslu. Siðan fikruðum við okkur
upp á land og erum núna að fjalla
um fjörulifið. Næst verður svo
farið lengra upp á land og landa-
fræðin tekin fyrir og úr henni far-
ið yfir í söguna.
—- En hvernig gengur að halda
sig við námsskrána með þessu
móti?
— Námsskráin er nú að miklu
levti bara rammi utan um námið,
en við höldum okkur að mestu
leyti við hana. Við förum hins
vegar nokkuð frjálslega með röð-
ina, flytjum efni gjarnan milli
ára. 1 fyrra var t.d. þjóðhátiðarár
og þá fórum við yfir tslandssög-
una alla, þe. námsefni allra
bekkjanna.
Aö læra
meö höndunum
— Hverjar eru helstu kenni-
setningar opna kerfisins?
— Að sinna hverjum einstak-
lingi og stuðla að alhliða þroska
hans. Það leggur meiri áherslu á
uppeldi en beina fræðslu, það er
reynt að láta nemandann taka
frumkvæöi og efla með honum
sjálfstæði vinnubrögð, veita hon-
um möguleika til að læra af
reynslunni. Við reynum að koma
til móts við hæfileika hans með
þvi að veita honum valfrelsi i
náminu og eins hvað snertir
vinnuaðferðir. Honum er frjálst
að vinna úrnámsefninuhvort sem
er skriflega með teikningu eða
mótun i efni. Einnig reynum viö
að upphefja skilin sem algengt er
að séu milli bóklegra greina ann-
ars vegar og handavinnu, fönd-
urs, söngs og leikfimi hins vegar
en siðarnefndu greinarnar hafa
gjarnan verið settar sér á pall
sem einskonar aukagreinar. Með
þessu viljum viðsýna nemendum
að nám getur komið til gegnum
hendurnar ekkertsiðuren augun.
Þessi áhersla á vinnubrögðin
eru mikil nauðsyn i þéttbýlisþjóð-
félagi nútimans. Áður fyrr
sáu heimilin um vinnuuppeldi
barnanna en nú er þaö liðin tíð.
Þar verður skólinn að taka við og
i licimakrók.
Séö yfir eitt vinnusvæðanna, Kári skólastjóri til vinstri.
kenna mönnum að nýta umhverfi
sitt til náms. Þessi kunnátta var
fyrir hendi áður, þá kynntust börn
lifinu, atvinnuháttum og vinnu-
brögðum af umhverfi sinu.en nú
vita fæst þeirra hvað foreldrar
þeirra gera utan heimilisins.
Þörfum þeirra er sinnt með
gervilausnum, sjónvarpi, leik-
föngum o.h. Barnið sjálft fær lítil
tækifæri til að þroska hæfileika
sina. Hér verður skólinn aö koma
til móts við það.
Fá próf
— engar einkunnir
— Finnst þér þetta kerfi gefa
góða raun?
— Já, ég er hrifnari af þessu
kerfi en bekkjakerfinu. Hér eru
nemendurnir virtir sem einstak-
lingar og allir fá jafnari tækifæri.
Einnig gefst kennurunum betri
kostur að aðlaga nemandann
skólanum.Þaðermikil breyting i
lífi barnsins að koma i skóla og
það þarf tima til að venjast þvi.
Einnig gefur blöndunin góða
raun, ekki sist fyrir eldri nem-
endur. Þeir hafa mjög gott af að
læra að umgangastsér yngri börn
og læra að taka tillit til þeirra. Yf-
irdrottnunin er rik i sumum börn-
um en kennararnir reyna að út-
rýma henni.
— Nú hafa heyrst tortryggnis-
raddir um að börnin læri ekkert
hér, valfrelsið leiði til þess að þau
ýmist vaði úr einu i annað eða
sinni aðeins einni námsgrein.
Hvað viltu segja um þetta?
— Þetta kemur ma. af þvf að
fólk þekkir ekki til skólans og ekki
þá hugsun sem að baki býr. Jafn-
vel kennarar sem byrja i þessu
kerfi eru lengi að átta sig. En
nemendur verða að gera kennur-
unum grein fyrir sinni vinnu. Að
öðrum kosti fá þau ekki að skipta
um námsgrein. Það er vel fylgst
með þvi að ekki sé vaðið úr einu I
annað. Þessi tilhögun krefst að-
halds en nemendur eiga að bera
sjálfir ábyrgð á sinni vinnu; meö
þvi öðlast hún tilgang. Við reyn-
um lika að sýna nemandanum að
stjórnin kemur ekki öll að ofan
heldur er hann sjálfur þátttak-
andi I skipulagningu námsins.
Með þvi náum við fram meiri
virkni nemandans og einnig
sjálfsnámi hans, þe. hann biður
ekki eftir að fá skipanir um hvað
hann á að gera heldur ræðst i
verkefnið fyrir eigin frumkvæði.
En það er langt þvi frá að við höf-
um náð fullkomnun enda næst
hún vist ekki i neinu kerfi, guði sé
lof.
— Það er litið um próf hér i
skólanum.
—■ Já, við höfum að visu prófað
nemendur i skrift og reikningi en
það er aðallega til að fá saman-
burð við aðra skóla. Að þeim yfir-
förnum fá börnin þau aftur i
hendurnar svo þau geti lært af
mistökunum. Við höfum á hinn
bóginn það sem við nefnum könn-
unarverkefni. Með þeim athuga
kennararnir hvar nemendur eru
staddir i náminu. tinna veilur hjá
þeim sem bæta má með brevting-
um á kennslunni. Við sendum
engar tölulegar einkunnir heim til
barnanna. Þess i stað semja
kennarar skriflegar umsagnir um
nemendur. Þær knýja kennarann
til aö skoðá hvern einstakan nem-
anda nánarog gera sér grein fyr-
ir honum.
A öllum veggjum skólans hangir vinna nemenda.
Malreiöslukennsla.
WSm
Veggskreytingar á vinnusvæöi tcngdar sjávarútvegi.
Þarf aö kynna
opna kerfiö betur
— Hvernig ha/a kennarar
brugðist við þessu nýja kerfi?
— Kennararnir hér eru flestir
ungir, og margirþeirra byrjuöu
sinn feril hér. Þetta er á margan
hátt heppilegt þvi það getur
■ reynst kennurum sem kennt hafa
við hefðbundna skóla erfitt að
setja sig inn i nýjan hugsunar-
hátt. Það er erfitt að losna við þá
hugsun að allir nemendur eigi
að vinna 'eins á sama tima. Það er
full þörf á að auka kennslu i þessu
nýja kerfi I Kennaraháskólanum.
Þar eru kenningar opna skólans
kenndar en ekki vinnubrögðin. Úr
þessu þarf að bæta, einkum i ljósi
þess að opna kerfið er að breiðast
út. I vetur byrjuðu Hólabrekku-
skóli og ölduselsskóli á þessu og
Viðistaðaskóli i Hafnarfirði er að
Framhald á 14. siðu.