Þjóðviljinn - 09.11.1975, Qupperneq 14
14 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 9. nóvember 1975.
Leiöbeiningar
Stafirnir mynda islensk
orð eða mjög kunnugleg
erlend heiti, hvort sem
lesið er lárétt eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt
númer og galdurinn við'
lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt
orð er gefið og á það að
vera næg hjálp, þvi að
með þvi eru gefnir stafir i
allmörgum öðrum orð-
um. Það eru þvi eðlileg-
ustu vinnubrögðin að
setja þessa stafi hvern i
sinn reit eftir þvi sem töl-
urnar segja til um. Einnig
er rétt að taka fram, aö i
þessari krossgátu er
gerður skýr greinarmun-
ur á grönnum sérhljóða
og breiðum, t.d. getur a
aldrei komið i stað á og
öfugt.
MARCEI.LUSAI
SKALHOLTS B ÍSKUPS
/ z l T~ 22 ¥ 5- b 7 8 8 V V 9 /0 11 b (6
22 12 9 /3 II b (p 2? 13 V IV 7 8 Is 3 22 7 IV
Ks> 5 IV /3 22 0 'F V <9 18 3 b (0 I5~ 18 22 20 21
8 IV 18 1/ 8 10 2Z 12 8 23 2¥ II 18 22 2S 2! 10
IV 3 22 iv 25- <P 2! 2k> 27 rt 15 V 23 92 3 b 3 22
22 23 25- V V 28 P 3 t°i u IV <y 2V ? Q2 22 21
21 2P IV V 23 ? 11 H 22 b 22 28 IV 15' V 15' 23 23
12 15 21 13 3 0? 30 22 18 b 31 22 17- 13 92 22 3
15 22 22 22 u. 1? IV 15 IV 22 IV 25- 18 92 2/ fo IV 9
10 20 b 3 22 3 19 3 92 21 1S 8 (0 3 92 IV
!S~ & sz 25- /¥ 3 H 22 /3 31 /0 10 92 S2 22 IV 3 52
*K***K*Í*t;tA
Wæ/ , i«9 í
Setjið rétta stafi i reitina
neðan við krossgátuna og
mynda þeir þá nafn á sögufræg-
um stað á Islandi. Sendið þetta
nafn sem lausn á krossgátunni
til afgreiðslu Þjóðviljans,
Skólavörðustig 19, fyrir 25. nóv.
nk. merkt „Verðlaunakrossgáta
7”.
Dregið verður úr réttum
lausnum, en verðlaunabókin að
þessu sinni er Ævintýri Marcell-
usar Skálholtsbiskups eftir
Björn Þorsteinsson sagnfræð-
ing, sem kom út hjá Heims-
kringlu árið 1965.
Bókin fjallar að nokkru leyti
um stórpólitik Vesturlanda um
miðja 15. öld og er atburðum
stillt upp sem baksviði islenskra
atburða. Hún greinir frá örlaga-
riku timabili hér á landi, skeiði,
sem Björn Þorsteinsson hefur
rannsakað manna best.
Marcellus de Nieveris er
frægastur allra þeirra sem bor-
ið hafa biskupsnafn i Skálholti,
en komst raunar aldrei til stað-
arins. Hann var mikill æv-
intýramaður, lenti margoft I
fangelsi og var hengdur og
bannfærður af sjálfum páfa.
Samt hélt hann biskupstign til
æviloka og lét mikið að sér
kveða hér á landi, var m.a.
herra af Vestmannaeyjum og
hirðstjóri yfir öllu íslandi.
\b n (9 3 1+
OPNI SKÓLINN
Framhald af 13. siðu.
hugsa sér til hreyfings sem og
þrir skólar á landsbyggðinni.
Þetta er það sem koma skal en
þar með er ekki sagt að það verði
alveg eins i þessum skólum og
hér. Þróunin erlendis hefur orðið
sú að hvert þjóðfélag og jafnvel
hver skóli hefur sitt form. Hug-
myndin er sú sama en útfærslan
ræðst af aðstæðunum.
— Er opna kerfið útbreitt er-
lendis?
— Já, það er að ryðja sér til
rúms I Evrópu og Bandarikjun-
um. A Englandi nær það td. til
80% barnaskóla sem þar lýkur við
ellefu ára aldur. Þetta er lika að
þokast upp eftir skólakerfinu.
Það hafa orðið mistök i þessu eins
og öðru en þau hafa ekki orðið til
að draga úr útbreiðslunni.
Meðalkröfur
skapa vandamál
— Nú hætta börnin hjá ykkur 12
ára gömul og fara þá i gagn-
fræðaskóla. Er ekki hætta á að
þau geri uppreisn þegar þau
koma inn i bekkjakerfið?
— Það hljóta að verða mikil
viðbrigði fyrir þau þegar þau
koma þangað. Það er meiri fag-
kennsla, þau fá marga kennara,
lenda i ákveðnum bekkjum þar
sem eru fastir timar og þögn á að
rikja. Erlendis hefur þróunin orð-
ið sú að þessir nemendur hafa knú-
ið á um breytingar á. gagnfræð-
askólunum og skólarnir hafa
breyst. Nemendurnir úr opna
skólanum eru ekki vanir að sitja
kyrrir og hlusta. En þetta fer
vitaskuld eftir viðhorfunum i
hverjum skóla. Við höfum hugsað
okkur að kynna okkar starf meðal
kennara Réttarholtsskólans en
þangað fara flestir okkar nem-
endur. Það er þörf á góðri sam-
vinnu til að draga úr viðbrigðun-
um.
— Hefur verið rætt um að
reyna opna kerfið i gagnfræð- •
askólum?
— Nei, en það væri vel þess
virði. Annars þarf þetta að fara
rólega af stað. Starfsfólk skól-
anna þarf að þekkja kerfið vel.
A cinum stað var búið að byggja heila höfn úr plasti og pappa
Þessa tvo hciðursmenn rakst Ari Ijósmyndari á við sauma.
En það er sjálfsagt að losa
um vinnubrögðin á gagnfræða-
stiginu. Raunar er ég þeirrar
skoðunar að það þyrfti að ger-
breyta gagnfræðaskólunum. Þeir
byggja á gamla latínuskólanum
þar sem mjög góðir bóknámsnem
endur njóta sin best, en litið er
komið til móts við hina. Þessar
meðalkröfur i bekkjakerfinu
skapa mörg vandamál, þeir sem
ekki standast þær eru vandræða-
börn og þeir sem fram úr skara
reyndar einnig, þvi þeir hafa
litið sem ekkert að gera.
Þrengsli há
skólanum
— Að lokum, Kári, hvernig hef-
ur samvinnan við yfirvöld
gengið?
— Hún hefur í höfuðatriðum
gengið vel. Þessi tilraun er gerð
samkvæmt ákvörðun borgaryfir-
valda og i upphafi var vel búið að
skólanurn. Það ríkir hins vegar
varla nógur skilningur á þvi að
þessi skóli er öðruvisi en aðrir
skólar. Hér er mjög erfitt að tvi-
setja ef skóladagurinn á að vera
samfelldur. Það þýðir að seinni
hópurinn byrjar ekki fyrr en
klukkan tvö eftir hádegi. Við höf-
um reynt að einsetja en þrengslin
eru mikil. Við höfðum i fyrra
nokkrar lausar kennslustofur en
þær hafa nú verið fluttar upp i
Breiðholt. Þessar stofur þurfum
við að fá aftur. Það á eftir að
byggja eina álmu við skólann, en
við höfum engin svör fengið við
þvi hvenær það verður gert. Við
höfum 650 nemendur i tveimur
húsum og nýtúm hverjaskonsuog
kompu til kennslu.
Það er of litið tillit tekið til
nemenda hér á landi. Það er alger
óhæfa að ætla nemendum að
stunda sina vinnu eingöngu seinni
hluta dagsins og gera sömu kröf-
ur til þeirra og hinna sem byrja ó-
þreyttir að morgni. Ég veit ekki
um neina þjóð i Evrópu sem leyfir
sér að hafa tví- eða þrisetta skóla.
Þar erum við alveg sér á báti.
—ÞH