Þjóðviljinn - 09.11.1975, Síða 15
Sumiudagur í). nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
Alfa Beta er nýtt tríó
skipað gömlum popp-
grúppukempum úr Roof
Tops og Borgís. Þeir eru
Guðmundur Haukur Jóns-
son, Halldór Olgeirsson og
Atli Viðar Jónsson.
t fyrri viku röbbuðum við heil-
lengi saman, en ég hafði hugsað
mérað sjóða saman viðtal við þá.
Þegar ég svo fór að hlusta á rabb-
ið komst ég að raun um það, að
liklega höfðaði meginhlutinn ekki
til neinna nema okkar sjálfra, svo
viðtalið minnkaði að mun.
Hvenær var Alfa Beta stofnuð?
GH: Það er liðlega mánuður
siðan við byrjuðum að æfa, en við
getum liklega talið að hljómsveit-
in hafi verið stofnuð er við
skemmtum okkur allir þrir sam-
an i fyrsta sinni og ræddum mál-
in. Það er frumskilyrði að hljóm
sveitin geti skemmt sér saman, ef
hún ætlar að skemmta öðru fólki.
Hvernig hljómsveit teljið þið
ykkur vera?
AB: Við viljum alls ekki kalla
okkur gömlúdansahljómsveit,
eins og kvisast hefur út. Við spil-
um lög sem við höfum gaman af
sjálfir, við erum með rúmlega 20
ALFA
BETA
nýtt tríó
lífsglaðra
hljóðfæra
leikara
lög með islenskum textum, og svo
erum við með erlend hröð lög og
róleg. Þar fyrir utan leikum við
lika borð-tónlist (dinner-music),
polka og ræla svona til aukinnar
skemmtunar. Við erum að spila
til þess að skemmta öðrum og
okkur..
Er það ekki dálitið einhæft að
vera bara þrir, þ.e.a.s. það eru
alltaf sömu hljóðfærin sem heyr-
ist i?
AB: Við ætlum nú reyndar að
hafa þetta nokkuð frjálst.
Guðmundur Haukur kemur t.d. til
með að spila eitthvað á bassa og
Atli Viðar á gitar, svo syngjum
við allir eitthvað. Þar fyrir utan
eru allir saxafónleikarar á land-
inu velkomnir að spila nokkur lög
með okkur á kvöldi. Og eins aðrir
sólóistar.
Eruð þið búnir að konia eitt-
hvað fram að ráði?
AB: Nei, bara 3—4 sinnum og
einu sinni meö Stormum. Það
vildi nefnilega svo til, að bassa-
leikarann og söngvarann vantaði,
svo þeir báðu Guðmund Hauk að
syngja með sér og leika á bassa.
En Guðmundur var hálf-smeykur
við að spila á bassa og syngja um
leið, svo hann lét þá ráða Atla
með á bassa, nú, og fyrst við vor-
um komnir tveir út i þetta þá tók-
um við Halla bara með og hann
söng lika.
Og hver er svo stefnan?
AB: Stefnan er að vera i lausa-
bisniss. Festa okkur ekki við neitt
öldurhús. Við sem erum búnir að
spila i átta ár og lengur látum
ekki hafa okkur út i það að spila
upp á lágmarkstaxta FÍH. Við
munum spila fyrir þá sem bjóða
okkur mannsæmandi kaup.
HICKORY
WIND
í TÓNABÆ
Siðastliðið sunnudagskvöld
bauð Tónabær upp á konsert
með bandarisku
„hillbilly” -grúppunni Hickory
Wind.
Hickory Wind hefur til þessa
einungis gefið út eina breið-
skifu, en önnur er væntanleg.
Nafnið Hickory Wind hafa þeir
tekið upp eftir samnefndu lagi
hins frábæra Gram Parsons
sem fyrst kom fram á plötu
Byrds, „Sweetheart Of Rodeo”.
Hickory Wind notuðu þetta lag
til að klykkja út ágætum, en
kannski full-löngum konsert. Til
að byrja með léku þeir mest
bluegrasstónlist, en eftir fyrra
hléið komu þeir islendingum til
að klappa með ,,hoedown”-lag.
(Það er alltaf hægt að fá islend-
inga til að klappa, en sjaldan
meira). Þeir tóku þarna lika lag
Chuck Berrys „Promised
Land” i skemmtilegri hill-
billy-útsetningu og eins „Its All
Over Now”. Reglulega
skemmtileg hljómsveit.
mStmk
NYJAR
HLJÓM-
PLÖTUR
MEGAS: ,
„SPÁÐU í MIG”/
„KOMDU OG
SKOÐAÐUí
KISTUNA MÍNA”
(Demant hf/
D2-003) 1975
Um leið og Demant hf. gaf út
þessa plötu Megasar: „Spáðu i
mig” og „Komdu og skoðaðu i
kistuna mina”, lofuðu þeír end
urútgáfu fyrstu breiðskifu
kappans nú fyrir jólin. Það get-
ur varla þýtt annað en það, að
útgáfa breiðskifunnar Milli-
lendingar hefur borgað sig og
Demant hf. treysti á áframhald-
andi plötuframleiðslu Megasar.
Það er visst gleðiefni, þvi þar
með hefur öllum hrakspám ver-
ið hrundið. Og Ragnheiður
biskupsdóttir er meira að segja
komin i óskalagaþætti.
Þessi smáskifa Megasar, sú
fyrsta, er ein af skemmtilegri
slikum. „Spáðu i mig”, eitt
melódiskasta lag hans og auk
þess eitt af hans allra bestu lög
um, kom reyndar út sem loka-
lag á fyrri breiðskifu hans en
upptaka og útkoma þess þar var
svo herfileg að ekki er nema von
að hann hafi viljað fá lagið aftur
á plötu. Auk þess er textinn svo
fallegur og einfaldur og allur
flutningur (kannski undanskil-
inn Megas sjálfur) er svo
„commercial”, að lagið hlýtur
að ná vinsældum.
A plötumiðanum eru kær-
komnar upplýsingar um hljóð-
færaleikara hverju lagi. f lag-
inu „Spáðu i mig” koma fram
auk Megasar, Vignir Bergmann
(rafmagnsgitar), Kristján
Möndull (kassagitar), Finnbogi
Kjartansson (bassagitar) og
Hrólfur Gunnarsson (tromm-
ur). Þessi hljómsveit mallar
mjúklega á bak við Megas eins
og bestu stúdió-músikantar.
Kristján Möndull er sá sem á
eitt andlitið aftan á Megasar-
plötunni siðustu. Reyndar heitir
hann nú annað i þjóðskránni, en
vill vist vera enn einn huldu-
maðurinn. Vignir á allfallegan
gitarsólókafla i lok lagsins.
„Komdu og skoðaðu i kistuna
mina” er svo sannarlega ekki
með sama texta og hitt lagið
með sama heiti. Textann segist
Megas hafa samið vegna þess
að sér hafi fundist að það mætti
gera meira úr þessi heiti. Hann
hefur svo sannarlega gengið
lengra. jafnvel út fyrir vel-
sæmismörkin. Þó að Dylan hafi
nokkrum sinnum verið hrotta-
fenginn og kaldur....
Lagið er byggt á hinu frábæra
lagi Dylan’s ,Only A Hobo”,
sem reyndar finnst ekki nema á
bootleg. En mig minnir nú lika
að Dylan hafi hnuplað laginu frá
Woody Guthrie. Óttar Felix
leikur hér á ritmagitar og
Magnús Eiriksson á munn-
hörpu, og ganga báðir frábær-
lega frá sinu verki.
Besta draugasaga sett á
plötu!
BJARKI
TRYGGVASON:
(Demant hf/D2
D-2 004) 1975
„WILD NIGHT”/
„HVER ERT ÞÚ?”
Héma i gamla daga var
Bjarki ofsa-vinsæll. Það er að
segja þegar hann var með „Gló-
koll”. Þðlag dundi á öldum ljós-
vakansárog sið, það hljóta allir
að muna. Svo hætti Bjarki með
Póló (hljómsveitin hans i gamla
daga) og fór að syngja og leika á
bassa i Hljómsveit Ingimars
Eydal, söng meðal annars i „Sól
og sumaryl”, og var áfram vin-
sæll. Nú er Bjarki kominn i
hljómsveitina Mexikó og leikur
þar á bassa og syngur.
A þessari tveggja laga plötu
sem er, eins og Bjarki sjálfur
hefur sagt, ekkert „mikið mál”,
eru tvö erlend lög: lag Van
Morrisons „Wild Night” með
upprunalegum enskum texta,
og „Tequila Sunrise” sem er
með islenskum texta og nefnist
„Hver ert þú?” tslenski texinn
er eftir Böðvar Guðmundsson
ogvarla neitt meistaraverk sem
slikur. Lagið er svo eftir þá
kumpána i Eagles, Don Henley
og Glenn Frey, en sá siðar-
nefndi er ekki krediteraður á
plötu Bjarka, en á
„Desperado”, plötu Eagles er
ekki gefið upp hvor semji tón-
listina og hvor textann.
Útsetning Bjarka, eða hvers
þess sem útsetti, á lagi Van
Morrisons er fremur léleg og
sama ogekkert breytt, en flutn-
ingur stenst alls ekki saman-
burð við útsetningu höfundar,
sem er i alla. staði það góð að
varla er þörf á algerri eftirlik-
ingu, meira segja er Bjarki
slappur, og góður hljóðfæraleik-
ur Júdasar og Rúnars Georgs-
sonar fara fyrir ofan garð og
neðan.
„Hver ert þú?” er aftur á
móti þó nokkuð betra og vel flutt
og gæti orðið óskalag i svo-
nefndum þáttum. Söngur
Bjarka er mjög góður og lagið
bara sæmilega frágengið.
Reynir Sigurðsson, vibrafón-
leikari virðist ætla að verða eft-
irsóttur stúdiómúsikant hér.
EIK:
„HOTEL
GARBAGE CAN”/
„MR. SADNESS”
(Demant hf/
D2-005) 1975
Það var nú orðið timabært að
Eik sendi frá sér plötu, þó að
hljómsveitin virðist ekki vera i
neinum sérstökum uppgangi
núna. Eik skipa nú Ólafur
Sigurðsson (trommur), Harald-
ur Þorsteinsson (bassa), Þor-
steinn Magnússon (gitar), Lár-
us H. Grimsson (pianó og
flautu) og Sigurður K. Sigurðs-
son (söngvari). Þeim til aðstoð-
ar á þessari tveggja laga plötu
eru saxafónleikarinn Sigurður
Long og söngkonurnar Janis
Carol, Berglind Bjarnad. og
Helga Steinsson. Bæði lögin eru
eftir þá Harald Þorsteinsson og
Þorstein Magnússon. A hlið eitt
er lagið „Hotel Garbage Can”,
reglulega lélegt og leiðinlegt lag
sem orðum er ekki eyðandi á, en
lagið á b-hlið plötunnar er bara
allsæmilegt, en hefði mátt vera
mun betur unnið, gitarinn og
flautan eru sæmileg og kven-
raddirnar lika, en ég hélt að
Haraldur væri blæmeiri bassa-
leikari.