Þjóðviljinn - 09.11.1975, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Blaðsíða 20
20 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur !). nóvember 1975. Dagskrá fjölmiölanna eöa RÉTT STEFNA Mánudagur. Hljóðvarp kl. 20.30 Erindi: Frelsisbaráttan i góugróðrí. 20 ára ritstjórnar- ferill Matthiasar Johannessens. Guðmundur G. Hagalin flytur. Þriðjudagur. Sjónvarp. Kl. 21.30. Þátturinn A alþjóðlegum viðernum. Jón Hákon Magnús- son, biskupinn yfir Islandi og utanrikisráðherra spyrja Matthias Johannessen ráða um kúgun kommúnismans. Miðvikudagur. Sjónvarp kl. 20.30. Nýjasta tækni og visindi. Matthias Johannessen og Buck- mister Fuller ræða saman um innri gerð efnisins. Fyrsti þátt- ur af tiu. Miðvikudagur. Hljóðvarp kl. 22.15. Bókmenntaþáttur Ég og Steinn. Rætt við Matthias Johannessen. Fimmtudagur. Hljóðvarp kl. 20.30 Vanrækt snilldarverk 1. „Sólmyrkvi” eftir Matthias Jo- hannessen. Frumflutningur. Höfundur hefur skotið inn i verkið nýjum kafla um Búdda, Casanova, Jesú Krist og Stalin. P’östudagur. Sjónvarp kl. 21.00. Varðberg, þáttur um listir á hraðfleygri stund. ,,Við opnuðum Ijóðið” Jóhann Hjálmarsson ræðir um Matthiasarskólann i islenskri Ijóðlist. I,augardagur, Hljóðvarp kl. 14. Vikan sem var. Skálkarnir. Rætt við Matthias Johannessen um ofsóknir fjölmiðla á hendur honum. Sunnudagur. Sjónvarp kl. 18.00 Stundin okkar. Prakkara- strik Matta litla, sjónvarpsleik- rit eftir Ingimar Erlend Sigurðsson. Hrafn Gunnlaugsson stjórnar. Sunuudagur. Sjónvarp kl. 20.30 Það er kominn góður gest- ur. Árni Johnsen flytur lög við Ijóð eftir Matthias Johannessen. Strengjasveit Morgunblaðsins leikur með. Á eftir flytur forsætisráðherra leikmanns-hugvekju um listir og menntir og efnahagsvanda þjóðarinnar. Skaði Kona ein i Dublin segir við lækni sem hefur lýst orsökum þess að maður hennar er veikur: — Hvernig getur hann haft vatn á heilanum þegar hann hef- ur ekki bragðað dropa i fjörtiu ár? SÖGUR AF ÍRUM írasögur enn — og það er bless- að áfengið sem er á dagskrá. Striðssögur og slagsmála eru og margar sagðar um ira. Hér fer á eftir ein af uppáhaldssögum Johns Costellos, sem var um tima forsætisráðherra ira: Tveir dyflinarbúar voru að skeggræða um efnahagsástand trlands sem var slæmt eins og venjulega. Þá segir annar þeirra sem svo: Það er eina vonin fyrir okkur að segja Bandarikjunum strið á hendur. Hversvegna það? spyr hinn. Jú, sjáðu til, þeir myndu náttúrlega berja okkur i plokkfisk kanarnir, og þegar þeir væru búnir að þvi, þá þætti þeim það svo leiðinlegt að þeir mundu senda okkur milljónir dollara i huggunarskyni og við mundum lifa betra lifi en nokkru sinni fyrr. Hinn náunginn tók stóran sopa úr glasi sinu og hugsaði djúpt. Svo sagði hann: — En hvað gerist nú ef við vinnum? Dómarinn: Þér ætlið þó ekki að segja að þér hafið fengið yður að- eins einn viski? Verjandi: Jú, einmitt, herra minn Dómari: Og hvar fenguð þér yður þennan eina? Verjandi: Ó, það var nú i and- skoti mörgum stöðum. Irskur hermaður bar særðan félaga á bakinu frá fremstu vig- linu, og án þess að hann tæki eftir sneið kúla höfuðið af þeim særða. Þegar hermaðurinn kom til sjúkraskýlis var honum bent á að það vantaði höfuðið á byrði hans. — Já, sagði hermaðurinn, hann hefur alltaf lyginn verið. Mér sagði hann, að harin hefði fengið skot i fótinn. Nokkrir hermenn voru á und- anhaldi og einn þeirra kallar yfir skotgröfina til félaga slna: Komdu nú, Jack Dargan. — Ég get það ekki. — Af hverju ekki? — Ég er búinn að taka mann til fanga. — Komdu þá með hann. — Hann vill ekki koma. — Komdu þá án hans. — Hann vill ekki sleppa mér. tri einn hrósaði sér af þvi að ,,ég á sjö sonu og hefi aldrei lyft hendi gegn neinum þeirra — nema i sjálfsvörn.” Hermaður var sakaður um að hafa stolið viskiskammti félaga sins. Málsvörn hans var þessi: — Mér þætti leitt, herra, ef ég er kallaður þjófur. Ég setti hans viski og mitt viski i sömu flösk- una, og mitt viski var á botninum, svo ég var neyddur til að drekka hans til að geta náð i mitt viski. Kaup - saia Hjónarúm Höfum úrval af hjónarúmum m.a. með bólstruðum höfðagöfl- um og tvöföldum dýnum. Erum einnig með mjög skemmtilega svefnbekki fyrir börn og unglinga. Framleiðum nýjar springdýnur. Gerum við notaðar springdýnur samdægurs. Opið frá kl. 9-7 og laugardaga frá kl. 10-1. KM Springdýnur Helluhrauni 20, Hafnarfirði Simi 53044. Olíukynditæki til sölu með öllu tilheyrandi. Selst ódýrt. Simi 40310. atvinna Atvinna óskast hálfan daginn (e.h.) eða vinna við sjálfstæð verkefni, helst bókaútgáfu. Tilboð merkt ,,19” sendist afgreiðslu Þjóðviljans sem fyrst ökukennsla Ökukennsla, æfingatímar Okukennsla, æfingatimar. Kenni á Volgu, 73 módel. Simi 40728 kl. 12—13 og eftir kl. 20.30. Okuskóli og prófgögn. Vilhjálmur Sigur- jónsson. þjónusta Verkfæraleigan Hiti, Rauðahjalla 3, Kópavogi. Simi 40409. Múrhamar, málningar- sprautur, hitablásarar, steypu- hrærivélar. húsnæði óskum eftir að taka á leigu 3ja herbergja ibúð i miðbænum eða nágrenni Háskólans. Bjóðum skilvisar greiðslur, þægilegt viðmót og góða umgengni. Þeir sem ekki vilja leigja ein- göngu leigunnar vegna vinsam- legast hringi i sima: 53951 — Ingibjörg G. Guðniundsdóttir, 19038 — Auður Styrkársdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.