Þjóðviljinn - 09.11.1975, Qupperneq 22

Þjóðviljinn - 09.11.1975, Qupperneq 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sumiudagur 9. nóvember 1975. Sextugur á morgun: Benedikt Þorsteinsson hreppsnefndarmaöur, Höfn í Hornafirði Rétt í þessu var ég að frétta, að á mánudaginn kemur, þann 10. nóvember, yrði Benedikt Þor- steinsson hreppsnefndarmaður á Höfn sextiu ára. Fyrir okkur alþýðubandalags- menn er rik ástæða til að senda Benedikt afmæliskveðju á þess- um timamótum, traustari og einlægari liðsmann sósialiskrar hreyfingar er torvelt aðfinna, þar fer drengur góður i þeirra orða fornu merkingu. Sá sem kunnugur er á Höfn veit gjörla hviliks trausts Benedikt nytur heima þar, sæti hans þykir hvarvetna vel skipað, hann er enginn ákafamaður, en fastur fyrir og alúðin i viðmótinu, skap- gerðin trausta og siðast enn ekki sist einlægni baráttumannsins, sem stöðugt sækir að markinu án áhlaupa eða hávaða, allt þetta hefur um fjölda ára gert hann að sjálfkjörnum leiðtoga hornfirskra sisialista i verkalýðsbaráttunni og i sveitarstjórn. Og vandfund- inn hygg ég að sé sá andstæðingur hans, sem ekki aðeins virðir hann og metur, heldur ber til hans hlýj- an hug, þrátt fyrir allan málefna- ágreining. Benedikt var um árabil i for- svari fyrir verkafólk á Höfn, formaður Jökuls og fulltrúi þess félags heima og heiman. t sveitarstjórn Hafnarhrepps hefur hann einnig setið um fjölda ára, Lausar stööur Rafmagnsveitur rikisins auglýsa laus til umsóknar störf bókhalds- og skrifstofu- fulltrúa að svæðisskrifstofum Rafmagns- veitnanna á ísafirði, Akureyri og Egils- stöðum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Rafmagnsveitna rikisins, Laugavegi 116, Reykjavik, sem gefa allar nánari upplýsingar. verið þar tillögugóður og þokað fram mörgu framfaramáli. Það sýnir traust Hafnarbúa á Benedikt að þegar óvist var um kjör hans i kosningunum 1970, þá tvöfaldaðist fylgið allt i einu og þar átti hlut að fólk langt út fyrir flokksraðir Benedikts. Sósialisminn á sterk itök i Benedikt, hann er prýðilega greindur, vel lesinn jafnt i fræði- greinum ýmsum, sem sigildum bókmenntum, og réttlætiskennd hugsjónarinnar er honum i blóð borin. Alþýðubandalagið á Austur- landi á mörgum góðum liðsmönn- um á að skipa, ekki sist úr röðum verkalýðsins, þar er Benedikt i fremstu röð. Fyrir flokkinn hefur hann ötullega starfað, áhrif hans eru ótrúlega mikil i heimabyggð- inni og áróður hans, sannfærandi og hvetjandi i senn, fluttur af hóg- værð, en einurð.hefur reynst okk- ur góður liðsauki. Benedikt er mikill náttúruunnandi, kann góð skil á ýmsum þáttum náttúru- fræðinnar, steinasafn hans er fágætlega gott'og vandað, sann- kallað augnayndi. Ég læt það biða seinni timamóta i ævi hans að rekja æviatriði hans, þó af mætti segja langa og mikla sögu. Þetta átti aðeins að vera stutt afmælis- kveðja með þökk fyrir okkar ágætu kynni, fyrir allt hans mikla starf i þágu sameiginlegra áhugamála. Slikir liðsmenn bregðast ekki i sviptibyljum einstakra atburða, þeir eiga sina sannfæringu, grundvallaða á þeirri hugsjón samhjálpar og jafnréttis, sem á að vera leiðarljós hverjum sönn- um sósialista. Mannleg mistök villa þeim ekki sýn, þvi þeir eiga hið innra með sér þá réttlætiskennd, þann baráttueld, sem fölskvast ekki þó ár liði. Þegar móti blæs er gott að hugsa til manna eins og Bene- dikts Þorsteinssonar, læra af fordæmi hans og starfi. Fátt glæðir betur trú okkar á sigur sósialismans, þann sigur, sem verið hefur draumur Bene- dikts, en þeim draumi hefur hann fórnað ærnum hluta af lifsstarfi sinu, og viljað gera að veruleika. Ég færi Benedikt innilegustu heillaóskir á þessum afmælisdegi hans, þakkir flokks okkar fyrir fórnfúsa liðveislu fjölda ára. Megi draumur hans verða sem fyrstað veruleika og hann þannig sjá ávöxt starfs sins og baráttu. Benedikt er gæfumaður i einkalifi sinu og hvarvetna á hann góða vini meðal samferðafólksins. Ég veit, að þeir eru margir, sem taka undir óskir minar og árna honum gæfu og gengis um ókomin ár. Helgi Seljan. Fylgist með vöruverði 25 DÆMI um vöruverð hjá KRON Niðurs. bl. ávextir l/l Corn flakes, 500 gr. kr. 245,- d. kr. 265,- Coco Puffs, 1. pk. — 220,- Niðurs. ferskjur, l/l d. — 210,- Cheerios, 1 pk. — 155,- Niðurs. perur 1/1 d. — 210,- Súpujurtir, 200 gr. — 386,- Jarðarber 1/1 d. — 270,- Fjallagrös, 1 pk. — 50,- Haframjöl, 1 kg. — 108,- River Rice, 1 pk. — 95,- Sólgrjón, l kg. — 167,- W.C. pappír 24 rúllur — 1344,- Co-op ræstiduft, 510 gr. — 44,- Royko súpur, 1 pk. — 42,- Cirkel Caco, 500 gr. — 287,- Vex þvottaefni, 3 kg. — 566,- Appelsí nusafi, 2,2 1. — 573,- Hunang, 450 gr. — 177,- Brauðrasp Paxo pk. — 54,- Kaffi, 1 pk. * — 120,- Sveskjur 1 kg. — 310,- Vex þvottal. 3,8 1. — 455,- Nesquik 800 gr. — 399,- Þvol, þvotta 1.2,2 1. — 276,- Heilhveiti 1 kg. — 103,- MATVORU- AAARKAÐUR Lúxemborgarlistinn vikuna 4.-11. nóvember 1. (4) Love Is The Drug Roxy Music 2. (1) Space Oddity David Bowie :s. (<;> Rhinestone Cowboy Glen Campbell 4. (11) Ilold Back The Night Tramps 5. (5) What A Diffrence A Day Makes Esther Phillips <;. <:s> Dont Play Your Roek N Roll To Me Smokey 7. < —> D.I.V.O.R.C.E Billy Connelly 8. (10) Blue Guitar Blue Jays 9. (2) I Only Have Eyes For You Art Garfunkel 10. < 18) Love Ilurts Jim Capaldi 11. (12) 1 Aint Lying George McCrae 12. (17) New York Groove Hello i:s. <i:s> Highfly John Miles 14. (21) Ride A Wild Horse Dee Clark 15. (25) Sky High Jigsaw Iti. <7) s.o.s. ABBA 17. <!)) Feelings Morris Albert 18. <—) lmagine John Lennon 1». < —) (iet Right Back Three Degrees 20. (8) Island Girl Elton John 21. < —) Supérship George VanHenson 22. (11) Iloid Me Close David Essex 2:s. <2:s> Darlin' David Cassidy 24. CS0)Change With The Tiines Van McCoy 15. <—) Lying Eyes Eagles 26. (—) Goodbye 14.80 27. <—) You Sexy Thing Hot Chocolate 28. < —r) Papa Oooin Mow Mow Gary Glitter 20. (20) Look At Me Moments ::o. <—) Why Do You Do It? Stretch Pistill Framhald af bls. 8. þróun svo ég muni. Nema þá kin- verjar, sem eru hvort sem er and- vigir öllu þvi sem indversk stjórnvöld taka sér fyrir hendur. Sovétmenn þegja, þvi þeir hafa gott samband við Indiru Gandhi. Bandariskir þegja að mestu, þvi þeir vonast til að geta bætt sam- Smáauglýsingar Þjóðviljans 30.000 LESENDUR Skólavörðustíg 19 Simi 17500 búð sina við Indiru. Og öðrum finnst barasta að Indland sé svo langt I burtu og finnst þeir séu vanir að heyra þaðan ótiðindi ein. Þeir menn sem hafa hugrekki til að standa fáliðaðir andspænis ofurefli og hvika ekki frá rétt- lætiskröfum sinum ættu sannar- lega skilið betri heim. Árni Bergmann. Iðja félag verksmiðjufólks Félagsfundur heldur almennan félagsfund i Lindarbæ mánudaginn 10. nóvember 1975 kl. 8.30 e.h. Fundarefni: 1. Uppsögn samninga. 2. Kosning fulltrúa á annað þing Lands- sambands iðnverkafólks. 3. önnur mál. Fjölmennið stundvislega. — Sýnið skirteini við innganginn. Félagsstjórnin. Félag viðskipta- og hagfræðinga efnir til fundar um SKATTAMÁL þriðjudaginn 11. nóv. kl. 20.30 i Kristalsal Hótel Loftleiða. Framsögu hafa: Guðmundur Magnússon prófessor ólafur Björnsson prófessor ólafur Nilsson skattrannsóknarstjóri Þá mun Bjarni Bragi Jónsson hagfr. stjórna panelumræðum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.