Þjóðviljinn - 09.11.1975, Qupperneq 24
Sunnudagur 9. nóvember 1975.
Rafmagns-
truflanir á
Snæfellsnesi
Á árínu 1974 var meira en
helmingur raforku á Snæfellsnesi
framleiddur með disilorku, en á
útmánuðum i fyrra var svæðið
tengt kerfi Landsvirkjunar með
háspennulinu frá Andakil. Hins
vegar hafa verið þrálátar
truflanir á raforkukerfinu á Snæ-
fellsnesi eftir tenginguna, og
lagast það ekki fyrr en aðveitu-
stöðvar við Vegamót og i
Stykkishólmi verða fuilbúnar, en
það verður væntanlega fyrir
áramót.
Þetta var inntakið i svari
Gunnars Thoroddsens iðnaðar-
ráðherra við fyrirspurn Benedikts
Gröndals um raforkutruflanir á
Snæfellsnesi.
Friðjón Þórðarson langaði til
að vita hvort iðnaðarráðherra
treysti sér til að láta skógstrend-
inga fá rafmagn, og taldi Gunnar
að það gæti komið til greina þegaj-
aðveitustöðin i Stykkishólmi er
fullgerð.
Jónas Árnasontók undir nauð-
syn þess að rekstraröryggi Snæ-
fellsnesveitu yrði bætt. Hins veg-
ar vildi hann benda á að ekki að-
eins snæfellingar hefðu orðið fyrir
tjóni vegna spennufalls, það hefði
einnig gerst I uppsveitum Borg-
arfjarðar og hefði þar verið um
alvarlegar truflanir að ræða, t.d.
um siðustu páska. Þegar hefðu
komið skýrslur frá 40 bæjum um
tjón, aðallega á mjaltavélum og
dælumótorum. Væri ekkert ef-
unarmál að þarna hefði orðið mil-
jóna, ef ekki tugmiljóna tjón.
Fram-
kvæmdir í
auraleysi
Samdráttur er ckki hjá öllum
né í öllu.
i Breiðholti III við Norðurfell,
framan við Æsufell, byggir oliu-
félag forsætisráðherra, Geirs
Hallgrimssonar, bensinstöð þvert
gegn vilja ibúa Æsufells og þvert
ofan i frumgerð skipulagsins. Og
byggingin er reist á þrengingar-
timum, timum peningaleysis.
Myndin er af þessum fram-
kvæmdum. Fremst á henni er
steypt þvoltaplan, fjær sér i oliu-
og bensinsöluhúsið. Enn fjær ber
Scljahverfi i Breiðholt II.
Þess má geta i leiðinni, að
þegar vinnuvélar voru að raska
jörð fyrir þessar „nauðsynlegu”
framkvæmdir fyrir Skeljung,
komu oliubilar frá BP til þess að
fylla á þær eldsneyti. —úþ
(Ljósm. A.K.)
Jónina Kristjánsdóttir, Keflavik Sigriður Karlsdóttir, Selfossi.
— formaður Bil.
ÁHUGA-
LEIKHÚS
ER UNDIRSTAÐA
ATVINNULEIKHÚSS
Sextíu og tvö leikfélög
eru innan vébanda
Bandalags íslenskra
leikfélaga. Fulltrúar frá
40 leikfélögum komu
saman í Reykjavík fyrir
siöustu helgi og settust á
rökstóla um fjármál
áhugaleikfélaganna á
landsbyggðinni og þátt
þeirra í menningu
byggðarlaganna.
Við hittum Jónínu Kristjáns-
dóttur formann Bil og ræddum
við hana um ráðstefnuna og
fleira sem viðkemur starfi leik-
félaganna og einnig lögðu þau
Nanna Tómasdóttir frá Blöndu-
ósi, Helga Hjörvar fram-
kvæmdastjóri Bil, Sigriður
Karlsdóttir, Selfossi og Theódór
Júliusson frá Siglufirði orð i
belg.
Jónina: Tilgangur þessarar
ráðstefnu var m.a. sá að fræðast
um hvert annað, efla kynnin til
þess að betur gengi að efla sam-
skiptin milli hinna ýmsu leik-
félaga. Samskiptin, sem reynd-
ar eru þegar mjög að aukast,
væru þá helst i þvi fólgin að
félögin skiptust á leiktjöldum,
skipulegðu leikferðir og jafnvel
samvinna um uppsetningu leik-
rita.
í fyrra settu 35 leikfélög upp
47 verkefni og menn geta af þvi
séð, að áhugaleikfélögin eru
mjög mikilsverður þáttur i
menningu hvers staðar.
llelga: tslenskt atvinnuleik-
hús er sprottið upp úr áhuga-
leikhúsinu. Áhugaleikhúsið hér
á landi er miklu eldra en at-
vinnuleikhúsið, t.d. á Leikfélag
Húsavikur 75 ára afmæli nú i ár.
Og Bil er 25 ára núna, en það er
þriðja elsta samband leikfélaga
sem starfar á Norðurlöndum.
Það má lika taka fram, að
hvergi á Norðurlöndum er sam-
vinna áhugaleikfélaganna og
atvinnuleikhúsa eins góð og eins
mikil og hér.
Theódór: J.á — og i framhaldi
af þvi tökum við fram að við
fögnum sérstaklega stefnu
Klemensar Jónssonar leik-
listarstjóra útvarpsins, en hann
hefur lýst yfir að hann stefni að
þvi, að gefa fólki utan af landi
færi á að spreyta sig við flutning
leikrita i útvarp.
Kemur til mála að Bil ráði
leikstjóra eða kennara til sín og
sendi til leikfélaganna?
Helga: Það er ofarlega á
óskalistanum, en fjárskortur
stendur i vegi fyrir þvi. Banda-
lagið getur aðeins haft einn
starfsmann á launum núna.
Þegar svo leikfélögin fá leik-
stjóra t.d. frá atvinnuleikhúsun-
um hér i Reykjavik, verða þau
sjálf að greiða þann kostnað,
sem er reyndar aðalútgjalda-
íiðurinn.
Það væri reyndar æskilegt, að
Þjóðleikhúsið geti aðstoðað
leikfélögin með þvi að senda
menn sem eru á launum hjá þvi,
en hafa ekki verkefni um tima,
út á land til félaganna. Og það
verður reyndar gert i vetur.
Gunnar Eyjólfsson mun fara
Theódór Júliusson, Siglufirði
Ilelga Iljörvar, framkvæmda-
stjóri Bil.
Nanna Tómasdóttir, Blönduósi.
norður á Húsavik og leika Pétur
Gaut.
Það virðist sem verkefnaval
leikfélaganna á landsbyggðinni
hafi breyst — er fólk búið að
missa áhugann á försunum?
Nanna: Já. Kannski það —
reyndar hefur verið sett fram sú
skýring, að sjónvarpið metti
hungrið eftir försunum (Læknir
i vanda osfrv.) og þvi sé nú risin
upp þörf fyrir alvarlegri leik-
verk. Það hefur t.d. komið i ljós,
að á einum stað i fyrra þar sem
bæði var sýndur farsi og alvar-
legt verk, þar var mun betri að-
sókn að alvarlega verkinu.
Bil hélt þrjú námskeið i
sumar — cinhver árangur kom-
inn i Ijós?
Hclga: Já reyndar. Theódór
sem hér situr var á leikstjórnar-
námskeiðinu á tsafirði og hann
mun stjórna uppfærslu á „Ertu
nú ánægð kerting” á Siglufirði.
Og við spyrjum Theódór nán-
ar um aðstæður á Siglufirði og
Úlhögun uppsetningarinnar.
Theódór: Við verðum með
sömu sýningu og var hér i Þjóð-
leikhúsinu, en að auki leikþátt
eftir Jakobinu Sigurðardóttur.
Kynningar og sitthvað fleira
smálegt verður frá okkur sjálf-
um. Allir þeir sem vinna að sýn-
ingunni heima, eru úr héraðinu.
Aðstæður eru afleitar — við
hrekjumst milli staða með
æfingar, reynum að fá inni hér
og þar, t.d. i skólum og svo sýn-
um við i Bióhúsinu. Þar eru eng-
in búningsherbergi.aðstaðan
raunar þannig, að leikhúsin i
Reykjavik eru hætt að senda
okkur leikhópa með sýningar.
Húsið er ekki talið nothæft. En
við sýnum þarna.
Við spurðum Sigriði Karls-
dóttur frá Selfóssi hvort fólk úr
Reykjavik og nágrenni sækti
leiksýningar til Selfoss?
Sigriður: Yfirleitt held ég nú
ekki, en það var þó i fyrra, þeg-
ar við sýndum „Sjö stelpur”. Þá
urðum við vör við að fólk úr
Reykjavik og viðar að kom. Og
það var mjög uppörvandi. Blöð-
in sýndu okkur lika áhuga og við
fengum góða dóma. En annars
hgld ég að fólk sé ekki vant að
sækja leiksýningar út fyrir
Reykjavik, jafnvel ekki fólk i
heimabyggðinni. Blaðaskrif
verða oft til að ýta við heima-
mönnum — allt i einu man fólk
eftir leikfélaginu.
Nokkur leikfélaganna hafa nú
þegar ákveðið vetrarverkefni
sin, þ.e. þau sem hefja starf fyrir
áramót. Og verkefnin eru ekki
af lakari endanum — þannig
mun Leikfélag Þorlákshafnar
frumsýna leikritið „Skirn" eftir
Guðmund Steinsson. Á Selfossi
verður sýnt barnaleikrit fyrir
jól, „Hási drekinn” eftir sviann
Kent Anderson og stjórnar Jón
Hjartarson þvi. „Ertu nú ánægð
kerling” verður á Siglufirði,
Patreksfirði og Höfn, Horna-
firði. i Grindavik verða þeir
með „Karólina snýr sér að leik-
listinni” eítir Harald Á.
Sigurðssin, „Hart i bak” verður
i ólafsvik og i Vestmannaeyjum
og i Neskaupstað setja þeir á
svið leikritið „Gunna” eftir Ásu
Sólveigu, en það verk var fyrst
flutt i útvarpið.
Reyndar gæti upptalningin
verið lengri — en við látum
þetta duga i bili, og gefum Jón-
inu formanni orðið að iokum:
Bil er i Nordisk amatör-teater-
forbund og einnig i alþjóðlegum
samtökum áhugaleikhópa. Það
er afarmikilsvert fyrir okkur að
taka þátt i starfi beggja þessara
sambanda, t.d. sækja þau nám-
skeið sem norræna bandalagið
heldur á hverju ári, en þessi
þátttaka hefur reynst
kostnaðarsöm. Og i alþjóðlega
bandalaginu eigum við is-
lendingar einn stjórnarmanninn
af 12, Jónas Árnason rithöfund,
en leikfélög úr 34 löndum mynda
þetta bandalag. Það heldur leik-
listarhátiðir og getum við, ef
fjárhagur leyfir, tekið þátt i
þeim hátiðum.
— GG