Þjóðviljinn - 20.11.1975, Page 1

Þjóðviljinn - 20.11.1975, Page 1
UOmiUINN Fimmtudagur 20. nóvember 1975 —40. árg. 264. tbl. Samstarfsnefnd gegn samningum: Slíkir samningar þýða 20 miljarða tap okkar Ríkisstjórnin stefnir á að afhenda útlendingum 150.000 tonn Þjóðviljinn í landhelgis- gæsluflugi Bresku skipstjórarnir hóta að sigla heim — en féllust á að veiða saman i hnapp undir vernd dráttarbátanna togaraflotanum en mikill urgur var i mönnum. Dráttarbátarnir þrir eru komnir á vettvang og þegar við flugum yfir þá í einum hnappi i gær létu þeir slóa sem kallað er, þ.e. héldu sig á sama staðnum og virtust biða fyrirmæla. Einnig gátu menn sér til um það, að verið væri að biða eftir Lloydsman, sem væntanlegur er á miöin i dag skv. siðustu fréttum. Dráttarbátarnir heita Polaris, Sirius og Aquarius, en um borð i honum er fulltrúi breska flotans og stjórnaði hann að þvi er virtist athöfnum á miðunum i gær. Hann gaf út þá fyrirskipun að allir togararnir skyldu safna sér saman i einn hnapp úti fyrir miðju austurlandinu. Þar var afmarkað 70 milna belti og öll- um flotanum gert að halda sig þar og njóta verndar dráttar- bátanna. Siðdegis byrjuðu tog- ararnir að hlýða þessum boðum en ekki er erfitt að imynda sér að skipverjar hafi verið óá- nægðir, þvi svæðið er litið. 1 50 milna þorskastriðinu notuðu bretar sömu aðferð og þótti eftirtekjan verða ansi rýr þegar öll kurl komu til grafar. Þegar skipin höfðu þá veitt i nokkra daga á þessum afmörk- uðu svæðum voru þau mið þurr- ausin og greiddu þá skipstjórar atkvæði um hvort þeir vildu halda áfram á sama stað eða biðja um leyfi til að færa sig. Ekki er óliklegt að sú ákvörð- un að senda á tslandsmið bresk- ar herþotur, af Nimrod gerð, stafi af þeirri ólgu, sem rikir meðal bresku skipverjanna. Þeir krefjast tafarlausra að- gerða af hálfu stjórnarherranna og á tali þeirra mátti heyra að þar væru þeir ekki með hádipló- matiskar aðfarir i huga. —gsp TF-SÝR flaug i gær hringinn i kringum landiö á eftirlitsflugi og var blaðamaöur Þjv. meðal farþega. Samtals sáust 36 breskir togarar að veiðum inn- an 50 milna markanna eða á siglingu. Flestir voru þeir á' miðunum i kringum Hvalbak, þ.e. við suðausturlandið og siðan norður með austurland- inu. Af fjarskiptasamböndum bresku skipstjóranna, sem hægt var að hlusta á um borð i SÝR, mátti greina að þar er ráðvillt- ur her. Um hádegisbilið töluðu þeir mikið um að yfirgefa ts- landsmið ef ekki kæmi her- skipavernd tafarlaust. Var mál- ið eftir miklar umræður borið undir atkvæði en a.m.k. 10 skip létu ekki frá sér heyra, vildu greiniiega ekki koma nálægt nokkurri slikri samþykkt. Málið datt þannig upp fyrir hjá breska Bresku dráttarbátarnir eru komnir á vettvang og gerðu það að sinu fyrsta verki að safna togurunum við austurströndina saman i einn hnapp og fá þeir að veiða þar undir vernd. Bragðið var einnig notað I 50 milna þorskastriðinu og þótti þá ekki gefa góða raun, a.m.k. voru skipstjórar togaranna hinir örgustu Myndin er tekin í gær af Star Sirius, sem er einn af dráttarbátunum þremur. Mynd: gsp SAMIÐ I BONN um allt nema svœðin Wischnewsky. Wischncwsky, aðstoðarutan- rikisráðhcrra Sambandslýð- vcldsins Þýskalands, sagði eftir landhelgissamningafundinn i Bonn i gærkvöldi, að náðst hcfði samkoinulag uin öll atriði nema svæðafyrirkomulag. Ráðherrann sagði að cinnig hefði náðst eining um aflamagn.Viðræðunum verð- ur haldið áfram i dag og v-þýski ráðherrann i gærkvöldi vongóður um að endanlega yrði gengiö frá samningum á seinni fundinum. Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, vildi hvorki játa þvi né neita i viðtali við útvarpið i gær- kvöldi, að islenska samninga- nefndin hefði boðið v-þjóðverjum 45 þúsund tonna ársafla. Hann staðfesti að liklegt væri að is- lenska nefndin kæmi heim með samkomulagsdrög, sem lögð yrðu fyrir stjórn og þing. — Sjá nánar baksíðu ,,Það er álit samstarfsnefndar- innar, að koma þurfi i veg fyrir alla undanþágusamninga við út- lendinga, eins og nú er ástatt.” 1 greinargerðinni kemur fram, að vestur-þjóðverjum hefur þeg- ar i fyrri viðræðum verið boðið að veiða hér 45.000 tonn á ári.auk til- boðsins til breta um 65.000 tonn. Og þá er eftir allt, sem ætlað er öðrum erlendum þjóðum svo sem belgum, norðmönnum og færey- ingum. t greinargerð samstarfs- nefndarinnar segir: ,,Þau tilboð, sem rikisstjórnin hefur þegar gert bretum óg þjóðverjum benda þvi til þess, að útlendingum verði gefinn kostur á 140.000—150.000 tonna aflamagni á ári, en það jafngildir 33%—40% af þeim há- marksafla, sem islenskir fiski- fræðingar telja mögulegt að leyfa á næsta ári. Ef samið yrði um veiðiheimildir útlendinga á þess- um grundvelli myndi það hafa þær afleiðingar, að minnka heildarmagn islendinga, frá þvi sem verið hefur, um 140.000—150.000 tonn, eða um 33%—10%, ef fara ætti eftir tillög- um Hafrannsóknastofnunarinnar um hámarksafla. Verði aflamagn islendinga hins vegar ekki skorið niður, en samið við útlendinga, blasir við sú geig- vænlega hætta um afdrif fiski- stofnanna, sem Hafrannsókna- stofnunin hefur varað við.” Svo segir orðrétt i greinargerð nefndarinnar, og siðan er bent á, að 33—40% niðurskurður á fisk- afla okkar islendinga þýði minnk un útflutningstekna, sem nemui 15—20 miljörðum króna, og stór kostlcgt atvinnuleysi. Viö getum variö landhelgina Siðan segir i greinargerð sam- starfsnefndarinnar: ,,Þvi er stundum haldið fram af þeim sem helst gerast talsmenn þess að semja um veiðiheimildii útlendinga, að með samningum geti verið hægt að ná meiri ár angri um verndun fiskistofna viE landið, en án samninga, og er þá á ’ það bent að hæpið sé, að islend ingar geti komið i veg fyrir ólög legar veiðar erlendra skipa. Samstarfsnefndin hefur kynnl sér sérstaklega álit ýmissa skips stjórnarmanna, þar á meðal skipherra. Landhelgisgæslunnar um möguleika á vörslu 200 milni landhelginnar. Alit þessar: skipsstjórnarmanna er það, a fullkomlega sé hægt að verja 20 milna landhelgina fyrir veiðun útlcndinga með þeim skipa- of tækjakostisem Landhelgisgæsla hefur nú og með viðbót nokkurr stærri togara, sem islendinga eiga, og ættu að geta sett i gæs una hvenær seni er”. Sjá 7. síöu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.