Þjóðviljinn - 20.11.1975, Síða 10

Þjóðviljinn - 20.11.1975, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN • Fimmtudagur 20.nóvember 1975. Framkvæmdaráð og könnun á skóladvöl Borgarfulltrúar Alþýðubandalags leggja fram tillögur Sigurjón Pétursson, borgar- ráðsmaður, leggur fram tillögu á borgarstjórnarfundi í kvöld þar sem gert er ráð fyrir að stofnað verði framkvæmdaráð, sem fái það hlutverk að fylgjast með stofnunum, sem heyra undir em- bætti borgarverkfræðings og samræma starfsemi þeirra. Þá leggur Þorbjörn Broddason fram tillögu um að fræðsluráð gefi skýrslu um hversu algengt sé, að skólabörn þurfi að gera sér fleiri en eina ferð i skóla á dag, hversu algengt sé að kennsla fari fram i hádeginu og hversu al- gengt sé, að börn þurfi að ferðast á milli skólahverfa til þess að sækja kennslu i sundi og leikfimi. Borgarstjórnarfundurinn hefst klukkan 17:00 i Skúlatúni 2,—úþ „Verðstöðvun” hert Verðstöðvun er eins og undan- farin ár enn i gildi, en samt sem áður varð verðbólgan 50 prósent á siðasta ári. Nú hefur rikisstjórnin ákveðið að herða framkvæmd á- kvæða laga um verðstöðvun. Við- skiptaráðuneytið hefur ákveðið að ekki skuli hækka vcrð á vöru eða þjónustu eða breyta i óhag kaupendum afsláttarreglum og greiðsiukjörum frá þvi sem i gildi var 20. þessa mánaðar. Fyrirtæki munu þó geta fengið hækkanir ef um hráefnahækkun, efniskostnað hjá þjónustufyrir- tækjum, og innkaupsverð hjá verslunarfyrirtækjum erað ræða. Ekki er heimilt að heimila hækkun álagningar i hundraðs- tölu frá þvi sem hún var 20. nóvember. Ráðuneytið hefur ritað verð- lagsnefnd og öðrum ráðuneytum bréf þar sem brýnt er fyrir við- komandi að herða verðstöðvun- ina. Ræktun og vernd íslensks forystufjár i siðustu viku mælti Sigurður Björgvinsson, varaþingmaður Alþýðubaandalagsins á Suður- landi fyrir frumvarpi sinu um ræktunog vernd islensks forystu- fjár. Ákvæði frumvarpsins ásamt greinargerð þess voru birt i Þjóð- viljanum þann 12. nóvember, en meginefni frumvarpsins er að kveða með breytingu á búfjár- ræktarlögum á um, að Búnaðar- félag tslands sjái um ræktun og vernd islensks forystufjár, þannig að það glatist ekki sem sérstætt fjárkyn. 1 framsöguræðu sinni með frumvarpinu benti Sigurður Björgvinsson á, að enn væri sauðfé á tslandi að mestu af upprunalegum stofni frá land- námstið. Tilraunir til innflutnings sauðfjár hafi valið stórskaða á Vín 19/11 reuter — Alþjóða- samtök skálda og rithöfunda, PEN-klúbburinn, samþykktu I dag ályktun þar sem skorað er á tékknesk yfirvöld að hætta of- sóknum á hendur þarlendum rithöfundum. Einnig var lýst yfir samstöðu með tékkneskum menntamönnum. Ályktunartillaga þessi er komin frá tveimur útlægum tékkneskum rithöfundum, þeim Pavel Tigrid og Gabriel Laub. Þrir félagar þeirra i Prag, Vaclav Havel, Pavel Kohout og Ludvik Vaculik fyrri öldum. tslenski sauðfjár- stofninn hafi verið tviskiptur, það er i forystufé og annað fé. Áður kostuðu bændur kapps um að eiga sem best forystufé, og var forystusauðum yfirleitt aldrei slátrað fyrr en þeir voru orðnir farlama af elli. Forystusauðir hafi verið bændum mjög gagn- legir við fjárrekstra fyrrum, jafnvel notaðir til að reka prests- lömbin um sóknina. Sigurður Björgvinsson gerði ýtarlega greinfyrir meginkostum forystufjár og vitnaði máli sínu tíl stuðnings i Ferðabók Eggerts og Bjama og i bókina „Forystufé” eftir Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Kom þar ekki sist við sögu Kúlu-Glúmur séra Stefáns Jóns- sonar á Auðkúlu i Svina- vatnshreppi, sem dó 16 vetra gamall árið 1892 og var heygður heima á Auðkúlu, en prestur sem allir voru virkir „Vorið i Prag” árið 1968, sendu þinginu i kveðjur sinar og hörmuðu að geta ekki setið það. Þeir hvöttu til þess að „detente”, eða friðsamleg sambúð, yrði látin ná til allra þátta mannlegs lifs. Samþykktin var gerð með 19 atkvæðum gegn 9 en fimm sátu hjá. Ekki var greint frá þvi hvemig hver einstakur fulltrúi greiddi atkvæði en óstaðfestar fregnir herma að austur-þýskir, ungverskir og búlgarskir rit- höfundar hafi verið henni and- vigir en pólverjar meðmæltir. talaði yfir moldum hans. Frá Kúlu-Glúmi segir hjá Ásgeiri frá Gottorp. Sigurður Björgvinsson tók fram, að forystufé hefði nú tapað fyrra mikilvægi, þar sem ekki væri lengur um að ræða útbeit og fjárrekstra eins og áður var, þessi fjárstofn væri hins vegar ekki afurðahár og þvi hætta á, að hann dæi út, ef ekki væru gerðar sérstakar ráðstafanir honum ti) verndar. Frumvarpi Sigurðar var visað til nefndar og 2. umræðu. 36 breskir Framhald af 12. siðu. sem ekki eru talin fengsæl fiski- mið og giskuðu gæslumenn á að þar gæti verið um dráttarbátana að ræða. Stefnan var þá tekin enn meira i austur og viti menn, — þar slóuðu þeir allir þrir og virt- ust biða frekari fyrirmæla. Var flogið yfir þá margsinnis og var ekki fritt við að i vélinni kæmu menn upp um baráttugleði sina og þjóðarstolt með viðeigandi orðfari. Svæðið, sem dráttarbátarnir skömmtuðu bresku togurunum til að veiða á og sagt er frá á for- siðunni, nær alveg upp að tólf milna mörkunum. Er það ræma, sjötíu milna löng meðfram austurströndinni og er á móts við Borgarfjörð annars vegar og þaðan suður með ströndinni til móts við Hvalbak. i gráðutölu nær það frá 64.30 til 65.40. Varðskipið Týr var eina skip islenska flotans á þessum slóðum og splundraði i fyrrakvöld - togarahóp sem var að veiðum. Elti það siðan hluta hópsins i norðurátt og hélt sig þar með tog- urunum. Ekkert var af togurum við norðurlandið enda engin mið bar en út af 'Vestjarðakjálka var flogið framhjá mörgum skipum. Norðvestur af Kögri‘ voru fimm bretar og eirin færeyingur. Á Kögurgrunni voru i einum hnapp 36 islenskir togarar og ljósa- dýrðin mikil þegar flogið var þar yfir i myrkrinu um klukkan hálf- sjÖ i gærkvöldi. Einn breti var þar einnig að sniglast. Ekki er útilokað að fleiri skip hafi verið á miðunum suður af Ingólfhöfða en ekki var flogið þar yfir að þessu sinni. Fimm belgiskir togarar voru þar i fyrradag en enginn sást i fluginu i gær. Þjóðverjarnir munu allir halda sig utan 200 milna, annað var a.m.k. ekki vitað um borð i TF-SÝR i gær. —gsp Alþýðubandalagið: Akranes Alþýðubandalagið á Akranesi heldur fund mánudaginn 24. nóv. kl. 21 i Rein. Dagskrá: 1. Flokksráðsfundurinn, 2. Grundartangamálið. — Jónas mætir á fundinn. — Stjórnin. Jónas PEN-klúbburinn: Mótmælir ofsókmim í T ékkóslóvakíu Umsjónark. Framhald af 3. siðu. starf kennara og lögreglu sem reynst hefir þýðingarmikið. Kynningar- og fræðslufundir standa yfir. Ný verkefni eru i vinnslu. Arleg spurningakeppni og jólagetraun eru i undirbúningi, teiknimyndasamkeppni fyrir 9 ára börn fyrirhuguð i febrúar. Undanfarin ár hafa nemendur i Kennaraháskóla tslands átt þess kost að sækja námskeið i um- ferðafræðslu- og sótt hefir verið um fjárveitingu til námskeiðs við K.H.Í. næsta haust fyrir starfandi barnakennara. Orðsending til félagsmanna Máls og menningar í Reykjavík. Þeir félagsmenn sem óska aö fá bækur félagsins heimsendar, hafi sam- band viö umboðsmann bókaútgáf unnar í síma 34183. Mál og menning Píanó- kennsla Kenni byrjendum píanóleik. Kristin Olafsdóttir Hlyngeröi 7. Sími 30820. Víkingur Framhald af bls. 8. Mörk Vikings: Páll 6, Viggó 4, Stefán 2, Þorbergur 2, Ólafur, Skarphéðinn og Magnús 1 mark hver. Mörk Gróttu: Björn 6, Atli 6, Axel, Magnús og Árni 1 mark hver. —-S.dói IGNIS þvottavélar BflHÐJflN SÍmh 19294 BflFTDBE sími: 2GBB0 Happdrætti Hdskóla Islands Umboðið í Árbæjarhverfi er laust til umsóknar frá næstu áramótum. Allar upplýsingar gefur Anna Árnadóttir fulltrúi i sima 14365 frá kl. 10-12 daglega. Umsóknir berist aðalskrifstofu Happ- drættis Háskóla Islands, Tjarnargötu 4, fyrir þann 27. þ.m. Heimskreppa auðvaldsins og verkefni Fjórða Alþjóðasambandsins Einn af forystumönnum Fjórða Alþjóða- sambandsins, Ken Lewis, sem jafnframt er einn af stofnendum sænsku deildar Fjórða Alþjóðasambandsins, hefur fram- sögu um þetta efni og svarar fyrirspurn- um á almennum fundi i Tjarnarbúð i kvöld, 20. nóv. kl. 20.30. Allir velkomnir. Fylkingin — Baráttusamtök Sósialista Otför SigurbjörnS Árnasonar, Tjarnargötu 20, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. þ.m. kl 1.30 sd. Ilallur Sigurbjörnsson Benedikt Sigurbjörnsson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.