Þjóðviljinn - 21.11.1975, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1975.
UOBVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Kinar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprcnt h.f.
OG 999 HJÁRÓMA
1í KÓR -
1 forystugrein Morgunblaðsins i gær er
komist að orði á þessa leið:
„Eins og við er að búast, heyrast nokkr-
ar hjáróma raddir hér innanlands, sem
lagst hafa gegn þessu sáttatilboði rikis-
stjórnarinnar.” (Það er tilboðinu til breta
um að veiða hér 65.000 tonn á ári).
Hjáróma raddir stendur þar. — Já, gjaf-
ir eru yður gefnar, öllum þeim þúsundum
og aftur þúsundum islendinga i nær öllum
byggðum landsins, sem staðið hafið að
hörðum mótmælum til stjórnvalda ýmist
gegn öllum samningum við útlendinga um
veiðar i islenskri fiskveiðilandhelgi, eða
sérstaklega gegn samningum um veiðar
útlendinga innan 50 milnanna.
Ykkar raddir eru bara hjáróma, og á
þeim tekur þvi auðvitað enginn mark,
samkvæmt kenningu talsmanna rikis-
stjórnarinnar við Morgunblaðið.
Þegar helstu fjöldasamtök verkafólks
og sjómanna á íslandi, það er Alþýðusam-
band íslands, Sjómannasamband íslands,
Verkamannasamband íslands og Far-
manna- og Fiskimannasamband íslands,
senda frá sér sameiginlega og einum rómi
hin hörðustu andmæli gegn öllum samn-
ingum við erlendar þjóðir, og láta fylgja
itarlega rökstudda greinargerð, — þá þyk-
ir Morgunblaðinu, sem stundum kallar sig
blað allra landsmanna, ekki taka þvi að
birta þá greinargerð.
Það svarar hins vegar þessum fjölda-
samtökum vinnandi fólks um hæl og seg-
ir: Ykkar raddir eru hjáróma, á ykkur
tekur að sjálfsögðu enginn mark, og sist
hinir „sanngjörnu” ráðherrar i rikisstjórn
íslands, sem hér stjórna samkvæmt boð-
orðinu: Vér einir vitum.
— Það er þeirra boðorð i samskiptum
við almenning á íslandi, en þegar þeir
hins vegar eru sestir við samningaborð
andspænis erlendum valdsmönnum, þá er
boðorðið ekki lengur: Vér einir vitum, —
heldur: Vér einir hlýðum.
Geir Hallgrimsson, forsætisráðherra
segir á alþingi að islenska rikisstjórnin
hafi sýnt mikla „sanngirni” i landhelgis-
samningunum við breta og vestur-þjóð-
verja, og Morgunblaðið hrósar rikis-
stjórninni alveg sérstaklega fyrir þessa
„sanngirni”.
En sanngirni gagnvart hverjum? — Jú,
vist hefur erlendum ránsmönnum á ís-
landsmiðum verið sýnd fágæt „sanngirni”
af hálfu rikisstjórnar íslands að undan-
förnu. En á móti hefur bara öðrum aðilum
verið sýnd fádæma ósanngirni að sama
skapi.
Og hverjum hefur þá verið sýnd slik ó-
sanngirni með kostaboðum rikisstjórnar-
innar til breta og vestur-þjóðverja?
Þvi er auðsvarað. — Það eru islenskir
sjómenn. Það er fólkið, sem vinnur i
frystihúsum og fiskverkunarstöðvum um
allt land. Það eru öll helstu fjöldasamtök
vinnandi fólks á íslandi. Það eru islenskir
útgerðarmenn upp til hópa, en samtök
þeirra hafa einnig harðlega mótmælt slík-
um samningum. Það er allur sá fjöldi
fólks i stjórnarflokkunum sjálfum, sem
barist hefur gegn samningaglapræði, og
fyrir a.m.k. hreinum 50 milum. Það er öll
alþýða þessa lands, og siðast en ekki sist
er það fólkið, sem hér á að erfa landið með
gögnum þess og gæðum. Þessum öllum
sýnir rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar
þeim mun meiri ósanngirni þvi auðmjúk-
ari og „sanngjarnari”, sem hún reynist
gagnvart ofbeldi vopnabræðranna úr
NATO á íslandsmiðum.
Sagan mun dæma þau verk, sem nú er
verið að vinna, og hún mun dæma þá
menn af verkum sinum, sem nú bjóða út-
lendingum að ausa hér upp 150.000 tonnum
af fiski á ári, þótt slik tilboð kalli yfir okk-
ur bráða hættu á aleyðingu fiskistofnanna,
og þar með landauðn (Bretum og þjóð-
verjun 110.000 tonn — öllum öðrum þá
vart minna en 40.000).
Morgunblaðið segir þær raddir hjá-
róma, sem andmælt hafa samningum
yfirleitt eða samningum um veiðar innan
50 milnanna.
öll þjóðin veit um þann mikla fjölda
mótmælasamþykkta, sem gerðar hafa
verið gegn undanhaldssamningunum i
landhelgismálinu. Fólkið i landinu stend-
ur upp til hópa á bak við þau mótmæli.
En minnist nokkur þess, að utan rikis-
stjórnarinnar og þingflokka hennar hafi
nokkur einasta samþykkt verið gerð, þar
sem lögð er blessun yfir að hleypa erlend-
um togurum áfram inn fyrir 50 milurnar,
eða jafnvel hvatt til sliks athæfis?
Fróðlegt væri að heyra, ef einhver
minnist sliks. Og minnist nokkur þess, að
einhver hinna fjölmörgu, þó ekki væri
nema ein hinna f jölmörgu, mótmælasam-
þykkta, sem gerðar hafa verið gegn
samningaglapræði, hafi ekki verið gerð
einróma?
Var nokkurs staðar svo sem eitt einasta
mótatkvæði?
Við vitum ekki um einn einasta mann,
sem nokkurs staðar hefur rétt upp hend-
ina með rikisstjórninni, en gegn vilja
fjöldans.
Hitt vitum við nú, að finnist einn slikur,
þá telur Morgunblaðið og rikisstjórnin
rödd þess eina frávillta sauðs vera ó-
falska, en raddir allra hinna — þúsund-
anna mörgu — hins vegar upp til hópa
vera hjáróma!!
k.
KLIPPT..;
Auðvelt að meta Svartsengi
„Annars eru umræöur um þessi mál óheppilegar’
Svartsengismálin eru enn á
döfinni og virðist seint ætla að
fást niðurstaða úr þeim. Land-
eigendur, sem sumir eru sveit-
arstjórnarmenn á Suðurnesj-
um, og i öðrum áhrifastöðum i
þjóðféiaginu, ætla að selja
eignarrétt sinn dýrt og langt
niður. Erfiðlega hefur gengið að
finna viðmiðun til þess að meta
hvað sanngjarnt geti talist i
samandi við landssöluna og
leigu hlunninda. Sjaldan eða
aldrei hefur komið eins skýrt i
ljós eins og i Svartsengismálun-
um hver nauösyn er á lagasetn-
ingu um háhitasvæði, og
heildarhagsmunir Suðurnesja-
búa sætu nú örugglega i fyrir-
rúmi í stað hagsmuna nokkurra
einkaaðila, ef frumvörp Alþýðu-
bandalagsins um þjóðnýtingu
háhitasvæða væru nú landslög.*
Nóg um það. Ú.Þ. hefur
stungið að klippara þáttarins
eftirfarandi lausn á matserfið-
leikum Svartsengismanna:
,,Mér hefur vaxið i augum það
vandræðaástand, sem verið hef-
ur á stjórnarmönnum Hitaveitu
Suðurnesja siðustu misserin. Á
ég þar við vandræðaganginn
með verðlagningu fyrrum ó-
nytjalands að Svartsengi.
Á þvi er til ein lausn. Sann-
gjörn. Þannig vaxin að hvorki
landsölumönnum né heldur
landakaupendum er stætt á að
neita að hlýta þeirri lausn.
Lausnin er reyndar svo ein-
föld, að það liggur við að maður
blygðist sin fyrir að setja hana á
prent.
En svona er hún:
Landeigendur hafa árum
saman talið fram eignarhluta
sinn i Svartsengi til skatts. A
skattaskýrslu hafa þeir fært
eignina til þess verðs i krónum,
sem þeir telja sanngjarnt. Yfir-
völd, þar á meðal bæjaryfir-
völd, þ.e.a.s. landakaupendur,
hafa lagt blessun sina yfir
skattaframtöl landeigenda, og
þvi hlýtur það mat, sem þar er
lagt til grundvallar að vera hið
rétta og hið sanngjarna. Varla
hafa mennirnir farið að verð-
leggja eignina nema réttilega
á skattaskýrslu. Þetta yrði
kaupverðið að viðbættum
10—15% vegna þess að skatta-
matsverð fasteigna er jafnan
nokkuð undir markaðsverði.
Miðjarðarhafið
bandarískt i
Mogganum
1 fyrradag vitnuðu veir hátt-
settiryfirmenn flughers og flota
fyrir hermálanefnd öldunga-
deiidar Bandarikjaþings um
þær hættur sem stækkun fisk-
veiðilögsögu i 200 milur hefði i
för með sér fyrir hernaðarum-
svif Bandarikjanna. Morgun-
blaðinu segist svo frá þessum
atburði m.a.:
„James Holloway, yfibmaður
flotaaðgerða, sagði að útfærsla
gæti leitt til þess að Miðjarðar-
hafið lokaðist fyrir sjötta flota
Bandarikjanna og jafnvel er-
lcndum rikjum og þannig neytt
bandariska kafbáta til að vera
ofansjávar á öllum timum.”
(leturbr. Þjv.!
Bandarikjamenn hafa frá þvi
i seinni heimsstyrjöld gert til-
kall tilóskoraðra yfirráða á haf-
inu, en hefur Morgunblaðið
virkilega ekkert við það að at-
huga að bandariskur hershöfð-
ingi skuli lita á Miðjarðarhaf
sem bandariskt haf?
Njr valdataka
helmingaskipta-
stjórnarinnar
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri
á Akureyri, ritar grein i Dag-
blaðið i gær, þar sem hann veit-
ist að meirihlutastjórn Fram-
sóknar og íhalds fyrir að nota
ekki vald sitt. „Meirihlutinn á
að ráða og stjórna,” segir
bæjarstjórinn. Hans er máttur-
inn og dýrðin.
Bjarni gagnrýnir þann hátt
sem stjórnvöld hafa á við að
stjórna landinu með samráði
við hagsmuna- og launþega-
samtök. Hann hvetur helminga-
skiptastjórnina til þess að sýna i
verki á næstu mánuðum hver
stjórni landinu, og taka af allan
efa um það. Og fyrsta þingvika
þessarar nýju valdatöku stjórn-
arinnar ætti að mati bæjarstjór-
ans að lita svona út.
,,Á einni annasamri þingviku
gæti eftirfarandi gerst:
Mánudagur: Launahækkanir
1975 og 1976 bannaðar.
Þriðjudagur: Tekjuskattur
afnuminn.
Miðvikudagur: Söluskattur
hækkaður.
Fimmtudagur: Niðurgreiðsl-
ur vöruverðs afnumdar.
Föstudagur: Tvö núll tekin af
krónunni.
Allt eru þetta aðgerðir sem
eru mjög einfaldar i fram-
kvæmd en eru mjög róttækar
breytingar á þjóðfélagskerfinu
og gefa mönnum ærin umhugs-
unar- og umræðuefni. Rikis-
valdiðeróvéfengjanlega i sviðs-
ljósinu, hefur stolið senunni frá
þrýstihópunum. Valdatakan
hefur farið fram.”
Þeir eru tillögugóðir, fram-
sóknarmenn. Bjarni Einarsson
hefur skipað sér á bekk með
Gunnari Guðbjartssyni, for-
manni Stéttasambands bænda, i
óraunhæfum tillöguflutningi.
Þessir tillögumeistarar Fram-
sóknarflokksins hafa átt sinn
þátt i að sýna fram á hvers eðlis
hægri armur flokksins er.
.. OG SKORIÐ