Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 5
Kostudagur 21. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
(Smp QaoorpDíiQooDí]
Handritagjöf til Landsbókasafns
Börn Guttorms J. Guttorms-
sonar skálds og Jensinu konu
hans, dæturnar Pálina, Bergljót
og Hulda og sonurinn Gilbert
Konráð hafa fyrir nokkru sent
Landsbókasafni Islands að gjöf
mikið og merkilegt safn hand-
rita föður sins, en fjölskyldan
hafði áður að honum látnum
gefið Manitobaháskóla i Winni-
peg bókasafn hans, mög hundr-
uð binda.
Nokkur handrit Guttorms
skálds liggja nú frammi á þeirri
sýningu nokkurra sýnishorna
bókmenntaiðju islendinga i
Vesturheimi, er stendur þessa
dagana i anddyri Safnahússins
við Hverfisgötu og opin er alla
virka daga kl. 9—19.
Eftirlit með
jarðargróðri
MOSKVU (APN) Sovéski lif-
eðlisfræðingurinn Boris Taru-
sov hefur fundið nýja aðferð til
að ákvarða lifvænleik jarðar-
gróðurs, sem þarf að þola frost
eða þurrka. Til þess að leiða i
ljós hvernig afraksturinn af
heilum akri verður er nægi-
iegt að rannsaka eina plöntu.
Plantan er sett i tæki, sem
mælir útgeislun frá frumunum.
Dauð lifvera hefur enga útgeisl-
un, og mikil útgeislun er merki
um hættuástand. Slikt ástand
skapast, ef ytri skilyrði hafa
geigvænleg áhrif á plöntuna.
ftiUýCiA/ G>
fjjZZ/SU cuj /sSS/'S /C////ýs
/CU'UXiAS /tjiís s/ý s'U&n&c/>10*/ýxkudat/ /ÁýJÍJc/
<sv ‘áz /tAs^t/ S*tZ**ZU**t/ ' €
f - > / , ' / / ■ ' "
«/, '**&*'' stu^Jaut//sftAAau/ /&? 9'iÁxtisi/ sÁurcJiut/
fúaJ /■/ fy.'iaJZcZ/ /)««*(/ pets>/ Áepíís
■i/'t-.'í/' 'u siz/ue/'t*£i/ /Átífs/.
Það er viða þröng á þingi i dönskum höfnum um þessar mundir.
:-y. |
V: ^ § | | m 1 ; * 1
J4 |~| •Jv V í- 5
1 c.. L.UL ,XU1 1
Vestfirðingasaga
1390-1540
VBNOIt
Vestfirðingasaga 1390—1540
eftir Arnór Sigurjónsson er komin
á markaðinn. Er bókin sögð eftir
bréfum vestfirðinga sjálfra frá
þeim timum, sem frá greinir, og
er á kápu sagt i þá veru að þetta
sé persónusaga höfðingsmanna
og höfðingskvenna.
Bókin er 500 bls. með nafna-
skrá. Prentsmiðjan Leiftur gefur
bókina út.
ii lj«
<mp!
tfjís v$ í« |S vf
r-og %wíog i w|it
;ð1{irf?i«5ia'í)>rnS:iW'«'
Ættarþœttir
Út er komin bókin Ættarþættir,
en hana hefur skráð og efni til
safnað Jóhann Eiriksson, ætt-
fræðingur.
í bók þessari eru þrir ættar-
þættir raktir. Segir þar frá Birni
Sæmundssyni frá Hóli i Lunda-
reykjadal og konu hans Vigdisi
Björnsdóttur, af Gisla Helgasyni
Norður-Reykjum Mosfellssveit
og Arndisi Jónsdóttur, og loks er
þáttur af Kjartani Jónssyni bónda
að Króki i Villingaholtshreppi i
Árnessýslu. Hverjum hinna
þriggja sjálfstæðu þátta fylgir
nafnaskrá, en þættirnir eru rakn-
ing á niðjum þeirra sem að fram-
an er sagt frá. Heimildir hefur
Jóhann úr prestsþjónustubókum
og manntölum.
Prentsmiðjan Leiftur gefur
bókina út, en hún er 391 bls.
Vísið þeim
veginn
Prentsmiðjan Leiftur hefur
sent frá sér bókina Visið þeim
veginn eftir Helga Tryggvason
kennara og prestlærðan mann.
VÍSIO ÞEIM
VEGINN
Eins og nafnið ber með sér er
um að ræða bók með leiðbeining-
um um það hvernig lifa skuli lif-
inu. Er innihald kenninga, sem
fram eru settar, sóttar til Bibli-
unnar og kristinna dóma.
Bókin er 327 bls.
Minning:
Sigurbjörn
r
Arnason,
húsvörður
Fœddur 10. júni
1899 -
Dáinn 13. nóv. 1975
I dag er til moldar borinn minn
ágæti vinur Sigurbjörn Árnason
húsvörður. Hann lést á Borgar-
spitalanum þann 13. nóvember sl.
á 77. aldursári en hafði lent i bil-
slysi fyrir nokkru. Ég
kynntist Sigurbirni litillega fyrir
u.þ.b. tuttugu árum, en kynni
okkar breyttust siðar i ævi-
langa vináttu eftir að hann flutti
til min i Breiðfirðingabúð á árinu
1959, en þar var hann til húsa all-
an þann tima, sem ég var með
hana á leigu, i samfleytt 9 ár. Ég
ætla ekki að fara að telja upp öll
þau störf, sem Sigurbjörn vann til
sjós og lands á liðnum áratugum.
Alþýðumaður, sem fæddur er
um aldamótin hefur oft átt við
kröpp kjör að búa, og fór Sigur-
björn ekki varhluta af þvi.
Hann sagði mér mikið af þvi,
sem á daga hans dreif, og er mér
ekki grunlaust um að oft hafi ver-
ið þröngt i búi, þótt sparlega hafi
verið haldið á þvi sem aflað var.
En þegar við Bjössi, eins og við
alltaf kölluðum hann, kynntumst
voru orðnir breyttir timar og
fyrri þjóðfélagshættir og sú fá-
tækt, sem hér réði i landi, heyrðu
fortiðinni til.
Þvi litla sem Sigurbirni áskotn-
aðist af veraldlegum auði var
hann fljótur til að miðla náungan:
um.
Það var reglulega gaman að
heyra Bjössa segja frá, og gat
maður stundum setið og hlustað
timunum saman, þegar hapn var
að segja sögu af sjálfum sér og
samtiðarmönnum sinum.
Kynni min af Bjössa voru á
þann veg að hann var tryggur
vinur vina sinna, en fátt um þá
gefið, sem á hluta hans gerðu.
Hann lét verkalýðsmál mikið til
sin taka, og var alltaf i verkföll-
um, upptekinn viö að aðstoða sina
félaga og forvigismenn. Aldrei
eyddum við miklum tima i að
þrátta um stjórnmál, þó að við
Framhald á bls. 10
Fiskimenn
loka höfnum
Danir í svipaðri klemmu og
íslendingar með of stóran flota
fyrir síminnkandi veiðar
Danskir fiskimenn eru herskáir
þessa dagana. Þeir hafa lokað
hofnum allra stærri fiskveiðibæja
á vesturströnd Jótlands undan-
farna viku og komið i veg fyrir
landanir erlendra skipa og flutn-
ing á fiski milli staða i Pan-
mörku. Stjórnin aðhefst litið til
lausnar deilunni og engar horfur
virðast vera á að hún leysist i
bráð — sjómenn segjast reiðu-
búnir að halda áfram aðgerðum
til áramóta ef þörf krefur.
Ástæðan fyrir deilunni er
ákvörðun stjórnarinnar að ieggja
algjört bann við veiði þorsks og
sildar i Norðursjó fram til ára-
móta. Danir hafa veitt upp i þann
kvóta sem þeim var veittur til
veiða á þessum fisktegundum.
Raunar má segja að orsök deil-
unnar sé sú ákvörðun dönsku
stjórnarinnar að leyfa áframhald
veiða i september eftir að kvótinn
fyrir þriðja fjórðung ársins var
fylltur. Þá héldu bátarnir áfram
veiðum og tóku þannig forskot á
kvóta siðasta fjórðungs.
Kröfur fiskimanna eru þær að
þeim verði leyft að halda áfram
veiðum til áramóta i sama mæli
og fram að þessu. Þeir vilja enn-
fremur að stjórnin finni heildar-
lausn til frambúðar á erfiðleikum
þeirra. Þeir benda á að margir
fiskveiðibæjanna lifi að öllu leyti
á fiskinum og þeim umsvifum
sem honum fylgja og að verði
veiðin stöðvuð blasi ekkert annað
við en mikið atvinnuleysi, gjald-
þrot og brottflutningur fólks.
Stjórnin segir hins vegar með
réttu að hún sé bundin af alþjóð-
legum samþykktum um veiði-
kvóta og geti ekki leyft sér að
svikja þær samþykktir. Hún hef-
ur reynt smáskammtalækningar
eins og að semja við norðmenn
um að fá 2.500 tonn af þeirra
þorskkvóta sem ekki er nýttur i
staðinn fyrir 7.500 tonn af lýsu-
kvóta dana sem ekki nýtist þeim.
En sjómenn hafa hundsað þetta
tilboð og segjast ekki sætta sig við
neitt minna en heildarlausn. Þá
sagði stjórnin þeim að eiga sig,
meira gæti hún ekki gert. Og þar
við situr.
Information fjallar nýlega um
málið i leiðara og kvartar þar yfir
þvi að fiskimenn og stjórnin eyði
kröftum sinum i innbyrþis deilur i
stað þess að beina þeim óskiptum
gegn öðrum þjóðum við hin al-
þjóðlegu samningaborð i þeim til-
gangi að fá fram stærri kvóta.
En að vissu leyti geta danir
sjálfum sér um kennt, segir blað-
ið. Menn hafi fjárfest ótakmarkað
i sjávarútvegi i þeirri von að veið-
arnar héldust óbreyttar um ó-
komna fraintið. í von um skjót-
fenginn og tryggan gróða hafi
sparif járeigendur keypt sér
þriðjung eða helming i bát og auk
þess hafi erlent f jármagn blandað
sér i málið. Menn hafi skellt
skollaeyrum við hrakspán fiski-
fræðinga og talið sér trú um að
þær væru ekkert annað en illa
grundað svartagallsraus.
Nú blasi þvi við sú staðreynd að
nauðsynlegt sé að draga úr veið-
unum og minnka umsvifin. Bát-
um verði að fækka og fiskiðnaður
að draga saman seglin, einkum
þó sá hluti hans sem byggir á
bræðslu i mjöl.
Lokaorð blaðsins eru þessi: —
Það er skylda samfélagsins að
aðstoða sjávarútveginn i þeirri
kreppu sem leiðir af minnkuðum
veiðum, sem og við niðurskurð
flotans og breytingu á atvinnu-
háttum sem allt kostar fé. Danir
eru tilneyddir að horfast i augu
við staðreyndirnar og haga sér i
samræmi við þær. Það er einnig
okkar hagur að hafið verði ekki
tæmt af fiski. Þess vegna verðum
við að setja fram kröfu um virkt
eftirlit með þvi hve mikinn afla
skip frá öðrum löndum koma með
að landi, segir Information.
Danir virðast þvi vera komnir i
svipaða klipu og við islendingar :
að sitja uppi með of stóran flota
meðan veiðarnar dragast saman.
Það ætti þó að verða þeim auð-
veldara að Styðja sinn sjávarút-
veg yfir erfiðasta hjallann heldur
en islendingum sem ekkert hafa
til að seilast i annað en fiskinn.
—Þll
SMÁAUGLÝSINGAR
ÞJÓÐVILJANS
30.000 LESENDUR