Þjóðviljinn - 21.11.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 21.11.1975, Qupperneq 7
Föstudagur 21. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 „Leiknum er lokið” Bók meö leiklistarrýni Ásgeirs Hjartarsonar [ dag, 21. nóvember, hefði Ásgeir Hjartarson bókavörður og leiklistar- gagnrýnandi orðið 65 ára. Það er þessu blaði sér- stakt ánægjuefni að geta skýrt frá því í dag, að innan skamms er von á bók með leiklistargrein- um eftir Ásgeir frá bókaútgáfunni Fjölvi. Asgeir Hjartarson hóf aö skrifa leiklistargagnrýni i Þjóð- viljann árið 1948 og annaðist þann þátt menningarmála fyrir blaðið i meira en tuttugu ár. Skrif hans einkenndust af stað- góðri þekkingu á leikbókmennt- un, ihygli og ást á leikhúsi og tryggðu Asgeiri góða virðingu leikhúsmanna. Leikdómar Asgeirs frá árun- um 1948—1958 komu út á bók hjá Máli og menningu árið 1958 und- ir nafninu Tjaldið fellur. Bókin geymir umsagnir um meira en hundrað sýningar á merku skeiði i islenskri leiklistarsögu og hefur orðið mörgum drjúg heimild. Þessari bók var mjög vel tekið og nýtur drjúgrar eft- irspurnar enn i dag, að þvi er ekkja Asgeirs, Oddný Ingimars- dóttir tjáði blaðinu i viðtali. Oddný sagði að áður en Ásgeir lést i fyrra hefðu þau rætt um hugsanlega útgáfu á leiklistar- greinum eftir 1958. En ég hefi mig ekki i það, sagði hann, það er betra að þú annist það. Ás- geir hafði sjálfur lagt til að bók- in héti „Leiknum er lokið”. Ás- geir gekk sjálfur frá handriti i timaröð, sagði Oddný, og bað mig að fara þess á leit við Sigurð A. Magnússon að hann læsi það yfir og ákvæði hvað væri tekið i bókina og hvað ekki. Þetta verður allmikil bók að vöxtum og vel myndskreytt, en Fjölvi (Þorsteinn Thorarensen) gefur út, sem fyrr segir. Bókin kemur út snemma á næsta ári. Fjölskylda Ásgeirs hefur á- kveðið að höfundarlaun renni til Borgarleikhússins — en við Leikfélagið voru tengdar marg-. ar hans bestu stundir, sagði Oddný. Ásgeir Hjartarson var stúdent 1930 og hélt ári siðar til Noregs og var þar til 1938 við nám i sögu og ensku — þetta var á árum lif- legrar islenskrar menningarný- lendu i Noregi; þar voru þá m.a. Snorri skáld, bróðir Ásgeirs, sem gaf út sina fyrstu bók á norsku, Jón Engilberts, Krist- mann. Ásgeir var þá þegar mjög tengdur leikhúsi, lagði stund á leikhúsbókmenntir, átti góðan vinskap við leikhús- menn. Alllöngu siðar var hann ár i Stradford á Englandi og andaði að sér Shakespeare. Asgeir Hjartarson samdi fyrsta bindið af mannkynssögu Máls og menningar. Hann gerði framúrskarandi þýðingar á nokkrum leikritum, og er þá sérstaklega vitnað til Volpone Ben Johnsons. Ýmislegt fieira mun Ásgeir hafa skrifað, sem hann ekki hafði hátt um. Ásgeir Hjartarson var bóka- vörður við Landsbókasafnið þar til heilsan brást honum. Hann lést i fyrra, þann 28. júli. —áb Séðyfir hluta af vinnusal Verk h/f. t forgrunni sést unnið að gluggakörmunum Húsiðrísá 14 dögum Einingahiis frá Verk h/f hafa nú verið til sölu frá þvi 1973 og eru um 200 hús þegar seld, þar af 80 á þessu ári. Risa húsin ef vel er haldið á spöðunum á 10—14 dög- um og eru þau flest um 125 fer- metrar að innanmáli. Þess má geta aðbiðtimi eftir lánum getur orðið allt að 18 mánuðir. Verð er um 1,5 miljón og er reiknað með að það sé um 1/5 hluti kostnaðar, þvl hér er eingöngu um útveggi að ræða, ócinangraða en frágengna að utan. Þessar upplýsingar komu fram er Gunnar Hölmsteinsson fram- kvæmdastjöri Verks h/f kynnti fyrirtækið fyrir blaðamönnum og fleiri aðilum. Hann sagði að fyrst hefði verið unnið að einingahúsa- rannsöknum árið 1971 en ekki seilst inn á almennan markað fyrr en tveimur árum siðar. NU væri eftirspurn orðin mikil og framleiðslugeta fyrirtækisins gæti orðið allt að 200 hús á ári. Byggingareiningarnareru gerðar og lán fæst á 18 mánuðum eftir sænsku kerfi, „Erbest-syst- em”. Nú framleiðir fyrirtækið auk eininganna þaksperrur úr tré og einnig staðlaða glugga i eininga- húsin.sem afhentir eru með isett- um glerjum og á allan hátt tilbún- ir til isetningar i einingaveggina. Kostnaður við uppsetningu fok- heldra einingahúsa er að sögn Gunnars mun minni heldur en þegar byggt er fokhelt eftir hefð- bundnum hætti. Kostnaður við sökkla er t.a.m. lægri, kostnaður við gólfplötu minni og múrhúðun að utan er öþörf. J'arnlögn, steypa, mötarif og fleira er þá ó- talið en einingarnar munu vera vel járnbentar og vegna samsetn- inga þeirra, eiga veggirnir að þola jarðskjálftakippi einstak- lega vel. Tæknideild Verks h/f gerir ef þess er bskað vinnuteikningar og jafnvel útlitsteikningar fyrir við- skiptavini. Þá eru aðstoðarmenn sendir við uppsetningu húsanna, sem einkum seljast út á lands- byggðina og eru snæfellsnesingar sörlega hrifnir af einingahúsun- um að sögn Gunnars. Hvert hús vcgur l6-20tonn en úr einingunum er þó hægt að reisa byggingar i óendanlegum stærð- um, þ.e.a.s. svo framarlega sem húsin eru einlyft, en það er algjört skilyrði enn sem komið er. Venju- leg stærð að einingahúsi fer upp i tvær miljönir með uppsetningar- kostnaði og veittri þjónustu af fyrirtækisins hálfu. —gsp Verk h.f. einbeitir sér að framieiðslu einingahúsa Það er ekki lengi gert að steypa eina járnbenta einingu þegar margir hjálpast að.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.