Þjóðviljinn - 27.11.1975, Side 3
Fimmtudagur 27. nóvembcr 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Röhleysa að samnings-
drögin við v-þjóðverja
séu skásti kosturinn
- fjórtán sérfrœðingar víta Jón Jónsson, forstjóra
Hafrannsóknastofnunar, fyrir að setja fram persónulegar skoðanir
á stjórnmálalegri lausn landhelgismálsins í nafni fiskifrœðinnar
Skrá yfir vestur-þýska togara.
ísfisktogarar.
Nafn og umdæmÍMiúmer
Altona NC 473
Arcturus. BX 739
Augsburg NC 443
Bcrlin BX G73
Bremcrhavcn, BX 681
Hans Böcklcr BX 679
Cilxhavcn NC 451
Dusseldorf BX 680
Eckcrnfördc SK 125
Flcnsburg SK 124
Gluckstadt SK 101
Hngen NC 444
Hnnseat BX 672
Hessen NC 449
Hoheweg BX 735
Holstcin SK 104
Husuin SK 102
Katfisch BX 670
Hcinrich Kcrn BX 676
Koblcnz BX 692
Kormoran BX 665
Lúhcck SK 107
Mellum BX 737
Othmarschen BX 733
Saar NC 454
Sacgefisch BX 668
Salzburg BX 657
Köln NC 471
Saarbrugge BX 704
Scþellfisch BX 666
Sirius BX 685
Schilkscc I SK 109
Schleswig SK 105
Schutting BX 678
Darmstadt NC 470
Thunfisch BX 663
Uranus BX 687
Carl Wicderkchr BX 667
Wicn BX 690
Wúrtzburg NC 450
1 894
724
976
936
941
1 561
' 936
973
691
691
923
976
945
1 222
724
915
923
826
1 244
1 320
825
916
724
1 394
1 22*
825
651
981
1 047
825
917
918
916
824
952
719
SmfCaír
1965
1963
1960
1960
1961
1961
1961
1960
1963
1963
1964
1960
1960
1960
1963
1960
1965
1960
1961
1964
1959
1961
1963
1965
1961
1959
1957
1966
1966
1959
1901
1961
1961
1961
1965
1958
1961
1959
1962
1960
Hér að neðan er birt bréf það,
sem sjávarútvegsráðuneytið
pantaði hjá Jóni Jónssyni,
forstjóra Hafrannsókna-
stofnunarinnar, svo og yfir-
lýsingum frá 14 af 18
sérfræðingum stofnunarinnar,
sem segja plagg forstjórans
eingöngu vera persónulega
skoðun hans á stjórnmálalegri
lausn landhelgismálsins, en ekki
standast frá fiskifræðilegu
sjónarmiði, og raunar rökleysu.
Þeir sérfræðingar sem
skoruðust undan þvi að undirrita
yfirlýsingu gegn bréfi forstjórans
voru: Jakob Magnússon,
Vilhelmina Vilhjálmsdóttir,
Aðalsteinn Sigurðsson og Sigfús
Schopka. Ekki náðist i Hrafnkel
Einarsson, fiskifræðing, sem er i
leiðangri.
Bréf Jóns Jónssonar fer hér á
eftir:
Eg vísa í bréfi ráðuneytisins
dags. 25. nóv. 1975 varðandi um-
sögn stofnunarinnar um drög að
samningi við Sambandslýðveldið
Þýzkaland varðandi veiðar vest-
ur-þýzkra skipa innan íslenskrar
fiskveiðilandhelgi.
Eins og fram kemur i skýrslu
stofnunarinnar dags. 13. okt. sl. er
ástand helstu fiskstofna á íslands-
miðum með þeim hætti, að ekki
verður mikið til skiptanna, ef
gerðar verða þær friðunarráð-
stafanir, sem stofnunin telur
nauðsynlegar til viðhalds þessara
stofna. Af þeim sökum ber að
draga úr veiði útlendinga svo sem
f rekast er kostur.
Þessi fiskveiðisamningur er að
þvi leyti sérstæður, að hér er svo
til einungis um að ræða veiði
tveggja tegunda, ufsa og karfa, en
það eru hvorttveggja stofnar, sem
ekki eru f jafn yfirvofandi hættu
og þorskstofninn. Stofnunin telur
mjög mikils virði að þorskveiðar
Vestur-Þjóðverja skuli takmark-
aðar við 5 þús. tonna hámark á ári
og er það vart meira en ætla
verður eðlilegt við veiðar á hinum
tegundunum. Æskilegast hefði
verið að heildarkvótinn væri
lægri, sérstaklega þar sem ekki er
ósennilegt að íslendingar muni
sækja í ufsa- og karfastofnana í
aukrtum mæli vegna takmarkana
á þorskveiðinni.
Það er skoðun Hafrannsókna-
stofnunarinnar, að vandlega
athuguðu máli, að vart muni, án
samninga, verða unnt að tak-
marka heildarafla Vestur-
Þjóðverja á Islandsmiðum meira
Auðunn Auðunsson, skipstjóri:
Þjóðverjar
eiga að fá
bestu miðin!
Það er urgur i sjómönnum
vegna samningsdraganna vift
þjóðverja, sem gera ráð fyrir
þvi, að þeir fái að veiða á
tveimur bestu veiðisvæðum
ufsa og karfa hér við land næstu
tvö árin.
Auðun Auðunsson skipstjóri,
sagði Þjóðviljanum i gær, þar
sem hann var staddur á
miðunum fyrir utan Vestfirði,
að á veiðisvæði þjóðverjanna
væru einnig einhver bestu
þorskfiskmiðin út af Vest-
fjörðum. Þá er i samningsdrög-
unum gert ráð fyrir þvi að þjóð-
verjarnir fári að stunda veiðar á
ufsasvæðum þeim fyrir Austur-
landi, sem skipta austfjarðar-
skipin mestumáli. Þá er og gert
ráð fyrir þvi, að þjóðverjum
verði hleypt inn áveiðisvæðiðvið
Eldey, sem bjargaði vertiöinni
hjá bátaflotanum við
Suð-vesturland ásiðastaári. Þá
benti Auðunn á, að þjóðverjar
mættu fiska fram tilaprillokaán
þess að bókun 6 við EBE um
tolla af sjávarafurðum tæki
gildi.
,,Ef þetta fer i gegn um
alþingi,” sagði Auðunn, „sýnist
mér fljótt á litið að kröfurnar
hjá Isl. sjómönnum yrðu þær, að
felld verði niður öll gjöld af
seldumfiski erlendis og jafnvel
30% hækkun á aflaverði vegna
minnkunar aflamagns. Karfi
heimalandaður verður að
hækka um rúmlega 100% vegna
þess að v-þjóðverjar eiga að fá
að taka rúmlega helming af
þeim karfaafla, sem fáanlegur
er við landið á næsta ári.
Heimalandaður ufsi þarf að
hækka um rúmlega 30% vegna
hinssama. Þessar hækkanir eru
allar óháðar hækkunum vegna
breytinga, sem gera verður á
sjóðakerfinu.
Þá ber þess að geta, að afli
rýrnarum 15%, sé hann veiddur
hér og siglt með hann til
v-þýskalands. Samningurinn
við þjóðverja hljóöar þvi I raun
og veru upp á 69 þúsund tonn
upp úr sjó og er það aukning frá
þvi sem þeim tókst að skrapa
hér upp i fyrra og mikil aukning
miðað.við þaö, sem spáð cr aö
þeir veiði hér I ár. Menn skyldu
ckki gleyma þvi, aðaflamagnið
er miðað við uppveginn fisk úti i
Þýskalandi.
Bretar veiddu á sl. ári 141
þúsund tonn og ef við bætum
15% rýrnuninni við það yrði það
um 160þúsundtonn. Hefðu þessi
Auðunn Auðunsson
160 þúsund tonn hins vegar fallið
islendingum I skaut en ekki
breta hefðu þau veriö á milli 15
og 20 miljarðar að útflutnings-
verðmæti, sem þýðir með
öðrum orðum, að þá væri gjald-
eyrisvarasjóðurinn ekki i skuld
heldur stæði á núlli, að þvi mér
skilst.”
Auðunn meinti á aðsemja yrði
við breta, belga, færeyinga og
liklega um 30 þúsundd tonn við
danitil þess að bókun 6 við EBE
tæki gildi.
Loks benti hann á, að hætt
yrði að taka af sjóðakerfi
sjávarútvegsins til
Hafrannsóknarstofnunarinnar
þar sem hann taldi þá stofnun
gjörsamlega þýðingarlausa,
þar sem tillögur hennar,
ábendingar og útreikningar eru
að engu hafðar. —úþ
en hér er lagt til, eins og m.a.
reynsla fyrri ára sýnir.
Af þeim sökum er hér um að
ræða skásta kost sem við eigum
völ á í dag frá fiskifræðilegu sjón-
armiði.
Stofnunin teiur mjög mikilvægt
að Vestur-Þjóðverjar munu virða
lokun hrygningarsvæða eða
svæða þar sem mikið er af ung-
fiski. Lágmarksstærð fisks sem
landa má á Islandi er mun hærri
en er f gildijannarsstaðar og bjóð-
ast Vestur-Þjóðverjar til að sam-
þykkja hana að því er varðar veið-
ar þeirra á Islandsmiðum. Einnig
að munu þeir taka upp 135 mm
möskvastærð eða jafnvel stærri
verði slíkt ákveðið.
Þá er mjög þýðingarmikið að
hvorki verksmiðju- né frystiskip
skuli fá að stunda veiðar innan
nýju fiskveiðilögsögunnar.
Stofnuninni er ljóst að mjög
skiptar skoðanir eru um veiði-
svæðin innan 50 sjómilna og er
einkum ekki ánægð með svæðið
út af NV landi, sérstaklega með
sóknarþunga íslenskra fiskiskipa
i huga.
Jón Jónsson
Með tilliti til núverandi ástands
fiskstofna á Islandsmiðum er
stjórnun veiðanna skilyrði þess að
unnt verði að nýta stofnana skyn-
samlega i framtiðinni.
I þeim samningsdrögum, sem
hér um ræðir, fallast Vestur-
Þjóðverjar á að hlíta þeim regl-
um, sem við hyggjumst gera á
næstunni varðandi nýtingu stofn-
anna. Að áliti Hafrannsókna-
stofnunarinnar er þetta þungt á
metunum, þrátt fyrir þá ann-
marka á samkomulagi þessu, sem
nefnt hefur verið hér að framan.
Virðingarfyllst,
Jón Jónssoir
Yfirlýsing
sérfræðinga,
Hafrannsókna-
stofnunar
Hér fer á eftir yfirlýsing 14
helstu sérfræðinga okkar i fiski-
málum, sem sent var til alþingis,
ráðherra og fjölmiðla:
1 tilefni af bréfi Hafrannsókna-
stofnunarinnar til Sjávarútvegs-
ráðuneytisins. sem Morgunblaðið
birtir 26. nóvember viljum við
sérfræðingar taka fram eftirfar-
andi:
1. Við höfum ekki átt ncinn
þátt i að semja nefnt bréf, enda
endurspeglar almennt efnis-
Framhald á 14. siðu.
Hornfirðingar
furðulostnir
Þorsteinn Þorsteinsson, frétta-
■'itari Þjóðviljans á
liöfn i Hornafirði, skýrði blaðinu
svo frá i gær að þar væru menn i
senn undrandi og hneykslaöir á
þeirri ritskoðun, sem auglýsinga
stofa útvarpsius tók upp á aug-
lýsingum viðvikjandi úti-
fundinum, sem Samstarfsnefndin
gcgn samningum stendur fyrir I
iteykjavik i dag. Verkalýðs-
félagið Jökull á Ilöfn sendi
auglýsingastofunni fyrst cftirfar-
andi tilkynningu:
„Stjórn Verkalýðsfélagsins
Jökuls skorar á fólk að taka sér
fri frá störfum á morgun til að
mótmæla samningum við
útlendinga og ofbeldisaðgerðum
breta.”
Þannig orðuð fékkst
tilkynningin ekki lesin i útvarpið,
og var þá send önnur svohljóð-
andi:
„Stjórn Verkalýðsfélagsins
Jökuls hvetur fólk til að virða
vilja samstarfsnefndarinnar um
verndun landhelginnar og að taka
sér fri á morgun. Sýnum
samstöðu i verki.”
Svo var helst að heyra i gær að
auglýsingastofan myndi ekki
heldur taka við tilkynningunni
þannig orðaðri.
Á sunnudaginn var stóðu
forvigismenn i sjávarútvegi fyrir
fundi á Höfn og mættu þar meðal
annarra þingmennirnir Lúðvik
Jósepsson og Halldór
Asgrimsson. Þar voru samþykkt
harðorð mótmæli gegn samnings-
drögunum við vestur-þjóðverja,
og hreppsnefndin og verkalýðs-
félagið hafa gert svipaðar sam-
þykktir.
Þorsteinn sagði að menn á Höfn
væru mjög undrandi yfir
ritskoðun auglýsingastofu
útvarpsins og væri á viðbrögðum
hennar helst svo að skilja að frá
sjónarmiði þeirra, sem þar ráða,
séu sjómenn og verkamenn út
um land höfuðóvinurinn en ekki
bresku iandhelgisbrjótarnir.
dþ
Vegna
tilmæla frá
ríkisstjórn
Vegna tilmæla frá ríkis-
stjórninni og vegna
viðkvæmni hennar má ekki
nota orðalag þar sem minn^t
er á innrás breta i islenska
fiskveiðilögsögu, ekki minnast
á samninga við v-þjóðverja og
ekki má heldur nota orðið
fri varðandi útifundinn.
Þessar upplýsingar fékk
einn verkalýðsforingi er hann
hringdi til auglýsingadeildar
Rikisútvarpsins I gær, og bað
hann um að þessum
ummælum væri komið á
framfæri svo fólk gæti eygt
hina raunverulegu ástæðu
fyrir ritskoðun á aug-
lýsingum, en tæki ekki truan-
legan fyrirslátt embættis
manna, þvi ekki efaðist hann
um að þeir kynnu að spinna
eitthvað ósatt upp sér til máls-
varnar.
Var annars ekki einhver að
tala um ritskoðun austur i
Rússiá? —úþ