Þjóðviljinn - 27.11.1975, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975.
Sextugur
i dag
GUNNAR GUNNARSSON
SKRIFAR UM FJÖLMIÐLA
Ég man það ekki
Sigmundur Guðmundsson
garðyrkjumaður,Heiðmörk 58
Hveragerði.
Hann er fæddur 27. nóvember
1915 i Birgisvik i Strandasýslu, en
ólst upp i Drangavik, og fór ekki
úr foreldrahúsum fyrr en hann
var kominn yfir tvitugt. Sig-
mundur var á yngri árum glæsi-
menni hið mesta, og er það raun-
ar enn. Þó hafa langvarandi veik-
indi og vanheilsa dregið úr
hressilegu yfirbragði hans. Per-
sónuleikinn er mikill og svipur
góðlegur. Sigmundur kvæntist 3.
júli 1943 Kristinu Jónsdóttur
Jónssonar klæðskera á Isafirði,
og voru það sannarlega samvald-
ar heiðursmanneskjur.
Þau hjónin eignuðust þrjár dæt-
ur, sem allar eru mannvænlegar
og vel greindar. Guðfinnu, gifta i
Reykjavik, Karlinnu, gifta i
Hveragerði. Og Ingibjörgu, sem
er ógift heimasæta i foreldrahús-
um. Sigmundur fluttist til Hvera-
gerðis árið 1950. Rúmlega ári sið-
ar réðisthann ráðsmaður að vist-
heimilinu Asi Hveragerði til Gisla
Sigurbjörnssonar forstjóra. Og
hafði hann það starf með höndum
nær þvi átta ár. Eftir þann tima
fór hann að gerast sinn eigin at-
vinnurekandi. Tókst honum með
atorku og dugnaði að koma upp
þrem gróðurhúsum. Stundar
hann þar garðyrkju enn, þó við
mikla vanheilsu sé að striða. Sig-
mundur Guðmundsson er mjög
fjölhæfur maður, bráðgreindur og
algjörlega sjálfmenntaður. Fæ ég
ekki annað séð en hann standi
þeim fyllilega á sporði i garð-
yrkju sem skólagönguna hafa
fram yfir hann.
Það má segja að Sigmundi sé
fleygt niður á allt. Hann getur
sýnt gestum sem að garði ber, út-
saumaðar myndir og púða, ofna
púða, rýuð teppi og ofna dregla.
Allt unnið eftir hann sjálfan. Og
sé ég engan mun þar á heldur en
það væri unnið af handavinnu-
kennara. Þau hjónin Sigmundur
og Kristin eru ákaflega gestrisin
og má segja að þar standi opið
hús hverjum gesti sem að garði
ber.
Ég býstekki við að Sigmundur
Guðmundsson verði heima á
þessum sextugasta afmælisdegi
slnum. Heldur dvelji á Heilsuhæli
NLFl I Hveragerði um óákveðinn
tima, sér til hvildar og hressing-
ar. Um leið óska ég þér, kæri vin-
ur, til hamingju með þessi tlma-
mót ævi þinnar og bið ykkur hjón-
unum Guðs blessunar með alúðar
þökk fyrir allt það góða sem þið
hafið auðsýnt mér. Verða lokaorð
min i þessari afmælisgrein eftir-
farandi ljóðlinur.
Sigmundur á sóma metið,sextug-
ur I dag,
þegar ég heyri góðs manns getið
glymur sama lag.
Gæfur I lundu greindur er
og greiðir allra hag,
hamingjuóskir hljóma hér,
með hundrað radda brag.
Lifðu heill.
Dagbjartur Björgvin Gislason
Vistm . aö Ási Hveragerði.
Dagblað sem reglulega kem-
ur gegnum bréfalúguna manns
snemma morguns, verður oft á
tlöum ómissandi liður I viðhöfn
morgunkaffisins* maður flettir
uppá þeim stöðum þar sem
vekjandi athugasemda eða
frétta er að vænta, stefnir siðan
fram á daginn.
En svo koma þeir dagar, að
ekkert finnst i dagblöðunum
sem morgunlesarinn staðnæm-
istvið. Og blaðið fellur i gólfið,
bragðið af kaffinu er daufara,
skammdegið óárennilegra.
Þannig fór fyrir undirrituðum
i morgun eins og raunar oftar,
og er ekki að vita hvern endi
dagurinn hefði haft, hefði ég
ekki af tilviljun rekist á blaðið
Timann. Þar voru þrjár heilar
siður svartar af prentsvertu og
stóð á forsiðu að fjölluðu um
þjóðarbúskapinn. Fyrirsögnin
var hvorki meira né minna en
nltján orð, svohljóðandi: Við
þessar aðstæður er þess ekki að
vænta að islendingum falli i
skaut búhnykkur batnandi við-
skiptakjara á næsta ári. (?)
Maður er nú ekki skýrari en
svo, að það þurfti stundarum-
hugsun til að átta sig á um hvað
þessi langa grein gæti hugsan-
lega fjallað.
En ég ákvað að ráðast á
byrjunina á þeim svarta lang-
hundi, kannski ætti ég I yfir-
bótarskyni að rrefsa sjálfum
mér fyrir letina i dag með þvi að
lesa greinina. Fyrsta setningin
var svona:
„Almennur samdráttur fram-
leiðslu og eftirspurnar I iðnþró-
uðu rikjunum samfara hrið-
versnandi viðskiptakjörum
frumframleiðslurikja eru þeir
þættir I hinni alþjóðlegu efna-
hagsframvindu, sem afdrifa-
rikastir hafa orðið fyrir islenska
þjóðarbúskapinn á árunum 1974
og 1975”. (?)
Þarna hætti ég að lesa enda
strax farinn að dotta. Ég
athugaði ytra útlit greinarinnar
betur og sá að hún var ættuð frá
Þjóðhagsstofnun, að hún teygði
sig yfir nær fjórar siður i blað-
inu, og þrettán linuritum og
skýringartöflum á smáu letri
seinna endaði greinin á: ,,Sé
kaupmáttarrýrnunin hins vegar
metin á grundvelli áætlaðrar
verðbreytingar einkaneyslu
verður niðurstaðan um 15%
minnkun kaupmáttar ráð-
stöfunartekna i heild á árinu
1975”.
Þetta las ég aftur. Og aftur.
Og ég las þetta fyrir félaga
mina Og ég bað þá sem skildu
þetta nákvæmlega að útskýra
það á svo einfaldan hátt, að
meðalgreindur rriaður sem ekki
er sérmenntaður I hagfræði og
óvanur að lesa opinberar
skýrslur geti Skilið. Én það tókst
ekki.
Mér datt reyndar helst i hug,
að i þessari grein fælist það sem
ég hef ekki getað komið auga
á, það sem gerir menn að
framsóknarmönnum. En það
kemur ekki þessu við. Blaðið
liggur i haug á gólfinu og það
eina sem eftir situr, er, að enn
einu sinni hafi maður keypt
köttinn i sekknum.
Ég fór að rifja upp það sem ég
hafði lesið f blöðunum siðustu
daga, heyrt i útvarpi eða sjón-
varpi. Ekkert stóð glöggt fyrir
hugskotssjónum. Var ekki ein-
hver kennari að tala um daginn
og veginn i gær? Æ, hann sagði
aðeins eitthvað, sem einhver
annar hefur sagt fyrir löngu.
Og hvernig var þetta islenska
leikrit sem var i sjónvarpinu um
daginn? Æ,maður er löngu upp-
gefinn á að ónotast út af þessum
leikritum; Jón Þórarinsson má
eiga þetta sjálfur.
Lastuekki moggann um helg-
ina, hvað stóð i Alþýðublaðinu.
Opnaðirðu fyrir útvarpið?
Ég man það ekki.
Mótmælum öll
hernaðarofbeldi og
afsali landhelginnar
til útlendinga
Þjóðinni var lofað
200 mílum
en á nú að fá allt
niður í 23 mílur
Á hverju á þjóðin
að lifa eftir afsal
landhelginnar?
Mótmælum öll
til sjós og lands
Forsenda þjóðareiningar
er þýska samnings-
uppkastið á hilluna.
Þjóðin sameinist gegn
erlendu hernaðarofbeldi
TILKYNNING FRÁ
SAMSTARFSNEFND
TIL VERNDAR
LANDHELGINNI
Samstarfsnefndin,
aðiiar: Alþýðusamband-
ið, Sjómannasambandið,
Verkamannasambandið,
Farmanna- og fiski-
mannasamband Islands,
Félag áhugamanna um
sjávarútvegsmál, þing-
flokkar Alþýðuf lokks,
Samtakanna og Alþýðu-
bandalagsins, skorar á
landsmenn alla til sjós og
lands, aö þeir taki sér frí
frá störfum í dag
fimmtudag, og leggi
þannig áherslu á and-
stöðu sína gegn erlendu
hernaðarofbeldi og
hverskonar samningum
við erlendar þjóðir um
stórfelldar veiðiheimildir
innan fiskveiðilandhelg-
innar. Nefndin boðar til
útifundar á Lækjartorgi
kl. 14.00 i dag, fimmtu-
dag.
SAMSTARFSNEFND TIL VERNDAR LANDHELGINNI