Þjóðviljinn - 27.11.1975, Qupperneq 16
Prír menn létu
lífið í bruna!
einum tókst að bjarga út um þakglugga,
er eldur kviknaði i risíbúð við Oðinsgötu
Þrir karlmenn létu lif- matarleytið i gær.
ið i eldsvoða er kviknaði Bjuggu þeir allir i ein-
i húsinu númer fjögur staklingsibúðum eða
við óðinsgötu um kvöld- herbergjum i risi húss-
Stefna rikisstjórnarinnar:
Okkar afli
skal minnka
langtum
meira en er-
lendra þjóða
Hálf miljón á hverja
5 manna fjölskyldu er
skaðinn sem við blasir
i gær spurðist Þjóðviljinn fyrir um það hjá Hafrannsóknastofnun-
inni hvað bretar og þjóðverjar hefðu veitt mikið á islandsmiöum ár-
ið 1974 og af f jórum heistu bolfisktegundum, það er þorski, ýsu, ufsa
og karfa.
Það var Gunnar Jónsson, fiskifræðingur, scm varð fyrir svörum
og eru tölurnar þessar:
Bretar: Þjóðverjar:
Þorskur....................... 117.539tonn 5.554 tonn
Ýsa..............................5.065 tonn 1.238 tonn
Ufsi.............................9.576 tonn 18.627 tonn
Karfi............................2.519 tonn 36.398 tonn
Af þessurn sömu bolfiskteg- tilboð upp á 65.000 tonna ársafla,
undum veiddum við íslendingar en þeirra krafa er 110.000 tonn.
árið 1974 hér við land 365.518 Sé gert ráð fyrir, að þarna sé
tonn, en bretar og þjóðverjar stefnt að þvi að mætast á miðri
samtals 196.516 tonn. leið, sem samningsuppkastið
Afli annarra þjóða svo sem við þjóðverja gefur þvi miður
norðmanna og færey'inga var fyllstu ástæðu til að ætla, þá
alls um 19.000 tonn, og heildar- þýddi það 87.500 tonn fyrir
aflinn á Islandsmiðum af þess- brcta, eða fyrir breta og þjóð-
um 4 bolfisktegundum um vcrja samtals 147.500 tonn
583.000 tonn árið 1974. (þjóðvcrjar með 60.000 tonn).
Nú telur Ilafrannsóknastofn- Samkvæmt þessu ættu bretar
un, samanber skýrslu hennar og þjóðverjar að minnka sitt
þann 13.10. s.l. að óhjákvæmi- aflamagn á næsta ári miðað við
legt sé að skera þetta magn árið 1974 um samtals 49.000
niður i svo sem 398.000 tonn á tonn, eða uin 25% til jafnaðar.
næsta árisvo komið verði i veg A sama tíma yrðum við is-
íyrir yfirvofandi hættu á gjör- lendingar að taka á okkur nær
eyðingu stofnanna. Þetta þýðir allan hinn niðurskurðinn á afla-
aflaminnkun frá árinu 1974 um magni eða um það bil 136.000
185.000 tonn. tonn (185.000 -=- 49.000), sem
væri þá um 37% niðurskurður á
okkar eigin afla, svo fremi að
Með þessar ekki sé meining stjórnvaida, að
cfaArPvnHil' virða aðvaranir færustu vfs-
v indamanna okkar að vettugi.
I huga Vlll Útkoman er þvi þessi: Rikis-
Þjóðviljinn benda á: sfjórn lslands stefnir at>, Þvi að
J J skera okkar eigin aflamagn
Sé gert ráð fyrir þvi, að rikis- langtum meira niður heldur en
stjórnin geri ekki verr við norð- afla hinna erlendu ránsmanna.
menn og færeyinga, en hún ætl- Sá niöurskurður þýðir skerð-
ar sér að gera við þjóðverja, þá ingu útflutningstekná okkar is-
verðum við islendingar að taka lcndinga um 15—20 miljarða
á okkur eina að kalla allan þann króna, cða sem svarar nær
niðurskurð á afia miðað við árið hálfri miljón á hvcrja 5 manna
1974, sem ekki kemur á breta. fjölskyldu i landinu.
Nú hefur bretum venð gert k.
ins, og er talið að eldur-
inn hafi kviknað i einu
þeirra herbergja. Ein-
um manni tókst að
bjarga út um þakglugga
eftir harðan aðgang, en
um tíma stóðu eldtúngur
hátt upp úr þakinu.
í risi hússins, sem var það eina
sem brann, eru leigð út sjö
herbergi fyrir einstaklinga. Fjór-
ir þeirra voru heima við og voru
þeir þrir, sem létust, allir bornir
meðvitunarlausir út úr eldhafinu,
en slökkviliðsmönnum tókst að
komast upp i risið eftir stigagangi
hússins. Má gera ráð fyrir þvi að
ibúar rissins hafi a.m.k. einhverj-
ir verið i svefni, er eldurinn
kviknaði, og þvi ekki orðið hans
varir.
Gamall maður gerði vart við
sig i þakglugga hússins og var
þegar farið þangað upp til að
freista þess að ná honum. Var
glugginn litill og þvi erfitt um vik,
en eftir drjúga stund kom
slökkviliðsmaður með hann niður
og var hann tiltölulega litið slas-
aður. A slysavarðstofunni fengust
þær upplýsingar að maðurinn
væri ekki i nokkurri lifshættu, en
þó að vonum miður sin eftir at-
burðinn.
Slökkviliðið i Reykjavik sendi
allan bilakost sinn og mannskap á
vettvang og gekk slökkvistarfið
greiðlega. Sagði Carlo Olsen
Þessum manni var bjargað úr ranabilnum i gegnum þakglugga. Var
hann eini ibúa rissins scm lifði eldsvoðann, utan þeirra sem ekki voru
heimavið er eldurinn braust út. (Mynd: gsp)
varðstjóri að slökkviliðinu hefði
borist tilkynning um eldinn
klukkan 18.44, og er að var komið
var eldur mikill i risinu. Reykkaf-
arar voru umsvifalaust sendir
inn, auk þess sem ranabillinn var
notaður til þess að rjúfa þakið og
einnig að bjarga manninum, sem
áður er minnst á. Carlo sagði að
þegar hefði verið farið inn i öll
herbergin, en er að var komið var
mannbjörg um seinan.
Carlo sagðist ekki hafa skýr-
ingu á þvi hvernig eldurinn hefði
kviknað né hvers vegna fólkinu
tókst ekki að komast að stiga-
ganginum, sagði hann þó að ein-
angrun veggja væri úr sagi og
hálmi og ylli það hröðum bruna
og miklum kæfandi reyk. — gsn
Utvarpsstjóri um ritskoðun auglýsinga:
Ekki tilbúinn að tjá
mig um þetta
Vcgna þeirrar ákvörðunar út-
varpsins aö ritskoða auglýsingar
frá vcrkalýðsféiögum og sérsam-
böndum alþýðusamtakanna i
landinu um útifundinn i dag,
spurðutn við útvarpsstjóra
Audrés Björnsson hversvegna
auglýsingarnar hefðu vcrið rit-
skoðaðar.
— Orðalagi auglýsinganna var
breytt i samræmi við reglur um
auglýsingar i útvarpi.
— Nú bannaði útvarpið að i
auglýsingunum mætti skora á
fólk að taka sér fri i dag og koma
á útifundinn, en hinsvegar var
engin athugasemd gerð við
áskorun til kvenna 24. okt. sl. um
að taka sér fri á kvennafridaginn,
hversvegna er þetta misræmi?
— Það má vel vera að það hafi
verið leyftaö auglýsa fri þá, þetta
horfir nú ekki alveg eins við núna
og ég er ekki tilbúinn til að tjá
mig um þetta á þessu stigi máls-
ins. Annars á ég von á þvi að þetta
mál verði rætt frekar og var tekið
upp i þinginu i dag.
— 'Gildir þetta sama svar
kannski við þeirri spurningu
hversvegna ekki mátti nefna her-
skipainnrás breta i landhelgina i
auglýsingunni?
— Það sem gildir þarna er ekk-
ert annað en fyrirmæli i reglum
um flutning auglýsinga i útvarp,
það liggur alveg ljóst fyrir.
- Var þessi breyting á aug-
lýsingunum tekin af þér sem út-
varpsstjóra eða var það ákvörðun
útvarpsráðs?
— Þetta er ákvörðun min og
lögfræðings útvarpsins eftir
þeirri túlkun sem hann leggur i
vissar greinar reglnanna.
Þess má að lokum geta að lög-
fræðingur útvarpsins er Þór Vil-
hjálmsson, sá frægi VL-maður.
— S dð-
Rætt utan dagskrár á alþingi i gœr
Tilkynningabannið ósvifin
árás á verkalýðssamtökin
Það er hreint ofbeldi gegn
verkalýðshreyfingunni þegar
eðlilega orðaðar tilkynningar frá
stéttarfélögununi og samtökuin
þeirra eru bannaðar i rikisút-
varpinu, sagði Eðvarð Sigurðsson
á þingi i gær. Hér er um að ræða
löglegar tilkynningar um lögleg-
ar athafnir.
Miklar umræður urðu utan dag-
skrár vegna ritskoðunar útvarps-
ins á tilkynningum frá ýmsum
samtökum um fjöldasamstööu i
landhelgismálinu. Svava Jakobs-
dóttir hóf umræðurnar en siöan
tóku 10 þingmenn til máls af
þessu tilefni.
Björn Jónsson forseti Alþýðu-
sambands tslands sem nú situr á
þingi varamaður sagði að ASl
hefði aldrei áður orðið fyrir neit-
un um birtingu tilkynningar. Ekki
væri neitt ólöglegt við það að
skora á fólk að taka sér fri frá
vinnu.
Ragnhildur Helgadóttir tók til
varrta fyrir ákvörðun útvarpsins
og lögfræðings þess, Þórs Vil-
hjálmssonar, og sagði að forystu-
menn launþegasamtakanna væru
að misnota aðstöðu sina i stór-
pólitiskum tilgangi. Alyktunin af
máli hennar var sú, að eðlilegt
væri að útvarpið setti bann á
áróður i tilkynningaformi frá
slikum umboðslausum mönnum.
Eðvarð Sigurðsson benti Ragn-
hildi á það hve þvi færi fjarri að
forystumenn verkalýðssamtak-
anna séu umboðslausir i þessum
efnum og minnti á einróma sam-
þykkt um landhelgismál sem
gerð var á þingi verkamanna-
sambandsins um siðustu helgi af
fulltrúum þess fólks sem á mest
undir þvi allra islendinga að stað-
ið sé á verði um islensku land-
helgina. Þetta stórpólitiska mál
væri þannig jafnframt kjaramál
þessa fólks.
Nánar segir frá umræðun-
um á bls. 5
DJÚÐVIUINN
Fimmtudagur 27. nóvember 1975.
Veggjaeinangrun
var úr hálmi og sagi: