Þjóðviljinn - 27.11.1975, Síða 1

Þjóðviljinn - 27.11.1975, Síða 1
UOBVIUINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975—40. árg. 270. tbl. Uppkastið frá Bonn verður rætt áfram á alþingi í dag, og œtlun ríkisstjórnarinnar er að afgreiða málið á morgun LEGGJUM NIÐUR VINNU í DAG Bréf forstjórans er hrein rökleysa — segja nœr allir helstu sérfrœðingar Hafrannsókna« stofnunar Nær allir sérfræðingar Haf- rannsóknastofnunar sendu i gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir vísa á bug þeirri óvisindalegu fullyrðingu Jóns Jónssonar, forstjóra stofnunarinnar, að sam- komulagsdrögin við v-þjóð- verja séu skásti valkosturinn frá fiskifræðilegu sjónarmiði sem völ er á. Sérfræðingarnir segja að þessi fullyrðing sé rökleysa frá fiskifræðilegu sjónarmiði og aðeins persónu- leg skoðun forstjórans á stjórnmálalegri lausn land- helgismálsins. Fullyrðing Jóns Jónssonar kom fram i svarbréfi við beiðni sjávarútvegsráðherra um álit Hafrannsóknastofnun- ar á samkomulagsdrögunum við v-þjóðverja. Álitið var sent ráðuneytinu og þaðan til Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsens sem hafa skipst á um að gegna embætti sjá varútvegsráð- herra. Bréfið var siðan birt með stóru fyrirsagnaletri i Morgunblaðinu i gær einu blaða og greinilega ætlað sem veigamikil röksemd fyrir samþykkt samkomulagsdrag- anna. Sjá síðu 3. Mœtum á útifundinn á Lœkjartorgi kl. 2 Alþýðusamband islands, Sjó- mannasamband islands, Verka- mannasamband tslands, Far- manna- og fiskimannasamband tslands, Félag áhugamanna um sjávarútvegsmál og stjórnarand- stöðuflokkarnir efna i nafni sam- starfsnefndar um vernd land- lielginnar til útifundar á Lækjar- torgi klukkan 2 i dag, og hafa skorað á vinnandi fólk að leggja niður vinnu i dag. Kjörorö dagsins: Gegn herskipainnrás breta Gegn uppgjafarsamning- um í landhelgismálinu Samstaöa til sigurs Ræðumenn á útifundínum i’ dag /erða: Guömundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- nannasambands Islands. Magni Kristjánsson.skipstjóri Neskaup- ítað, óskar Vigfússon, formaður Sjómannafélags Hafnarfjarðar 3g Pétur Guðjónsson formaður Félags áhugamanna um sjávar- útvegsmál. Fundarstjóri verður Björn Jónsson.forseti Alþýðusambands tslands. t tilkynningu frá samstarfs- nefndinni segir: „Verði slikir samningar gerðir, eins og stefnt er að, verða islend- ingar að minnka afla sinn um 40%. Hvað þýðir það? Það þýðir meiri samdrátt i efnahagslifi þjóðarinnar en dæmi eru til um áður i sögu hennar. Það þýðir gifurlegt atvinnuleysi um land allt. Það stefnir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar i meiri voða en hún hefur áður kynnst. Þess vegna er Samstarfsnefnd- in um verndun iandhelginnar á móti samningsdrögunum við V- Þjóðverja. Þess vegna er nefndin á móti heimild til útlendinga til að veiða i islenskri landhelgi. Þess vegna hafa fjöldasamtök þau er að Samstarfsnefndinni standa Guðniundur Magni Óskar Pétur bundist samtökum um verndun mikilvægustu auðlinda landsins. Til þess að reyna að koma i veg fyrir að þjóðin glati efnahagslegu sjálfstæði sinu. Það er einn liður i baráttu Sam- starfsnefndarinnar að boða til útifundar um landhelgismálið á morgun, fimmtudag, kl. 2 á Lækjartorgi, og skora jafnframt á alla landsmenn að taka sér fri frá störfum allan þann dag til að mótmæla samningsdrögunum við v-þjóðverja og til að mótmæla herskipainnrás breta. Tökum öll frí frá störfum i Björn dag. Mætum öll á útifund- inum á Lækjartorgi kl. 14.00. Sýnum einhug þjóðarinnar gegn her- skipainnrás breta og und- ansláttarsamningunum við v-þjóöverja. Þrír menn létu lífíð í bruna — Sjá nánar í frétt á baksíðu Hlutleysisbrot að nefna herskipainnrásina!!! Verkalýðshreyfingin sett í auglýsingabann Flest stærri samtök verkafólks og fjölmörg smærri verkalýðsfé- lög urðu i gær fyrir þcirri sér- stæðu reynslu að vera meinað að birta tilkynningu i islenska rikis- útvarpinu þar, sem herskipainn- Lúðvík Jósepsson um landhelgissamninginn: Stjórnin tvístrar þjóðinni á örlagastundu Ég skora á risisstjórnina að draga þessa tillögu um veiði- heimildir vestur-þjóðverja I land- helginni til baka. Það mundi sameina þjóðina á ný I land- helgismálinu, en rikisstjórnin er nú að reyna að tvistra islensku þjóðinni á örlagastundu. Margir I stuðningsliði rikisstjórnarinnar hér á þingi mundu halda hátfð ef þeir sæju á bak þessari tillögu niður i glatkistuna. Svo mælti Lúðvik Jósepsson á þingi i gær i umræðum um tillögu um heimild til handa rikisstjórn- inni að staðfesta landhelgis- samninginn við vestur-þjóðverja. Lúðvik var fyrstur á mælenda- skrá að lokinni framsögu Einars Ágústssonar utanrikisráðherra. LUðvik sagði ennfremur: Það er ekki hægt að leggja dóm á þennan samning nema um leið séu hafðir i huga aðrir samningar um veiðiréttindi útlendinga sem komnir eru langt áleiðis og rikis- stjórnin virðist ákveðin i að gera. Þetta er munstrið að allri frekari samnin'gagerð. Nú þegar er — fyrir utan þessi 60 þúsund tonn til þjóðverja — talað um veiðiheimildir handa öðrum þjóðum sem nema 95 þúsund tonnum, svo að saman- lagt er rikisstjórnin að afhenda eða bjóða útlendingum 155 þúsund ársafla hi’ð minnsta. Hvað þá um veiðar okkar sjálfra þegar fyrir liggur álit fiskifræðinga um afkastagetu fiskstofnanna? Annað hvort fiskum við eins og áður og megum þá búast við ördeyðu eftir 2-3 ár, eða við verðum að skera niður okkar eigin afla. Þegar er farið að ræða þessa siðari leið, en hún þýðir minnkandi framleiðslu, atvinnu- leysi og stórfellda kjara- skerðingu. Lúðvik benti á að með samningum heimilast þjóð- verjum að veiða hér 20 þúsund tonnum meira en þeir segjast sjálfir fá hér á þessu ári. Ekkert islenskt eftirlit verður með heildarafla þjóðverja, þeir fengju öll þau veiðisvæði sem þeir vildu og hægt er að lesa út úr samningsdrögunum að skip þeirra eru búin fiskiméls- verksmiðjum til vinnslu á úrgangi og smáfiski. Lúðvik Jósepsson lagði áherslu á það að við getum varið land- helgina ef stjórnvöld vilja. Nánari frásögn á bls. 5. rás breta væri nefnd á nafn! Slikt telur lögfræðingur ltikis- útvarpsins, prófessor Þór Heimir Vilhjálmsson (frægur að endem- um úr VL málaferlunum) aö flokkist undir hlutleysisbrot og meirihluti útvarpsráðs og út- varpsstjóri dansa með. Alþýðusambands tslands og fjölmörg verkalýðsfélög og sér- sambönd um land allt hugðust taka undir áskorun samstarfs- nefndarinnar um vernd landhelg- innar og minna félagsmenn sina á útifundinn á Lækjartorgi og að- gerðir dagsins, með tilkynningum i útvarpi i gær. En, — nei takk, það mátti ekki nefna herskipainnrásina. ekki að fólk legði niður vinnu, þótt fjöl- margar slikar tilkynningar hafi ver.ið birtar i sambandi við kvennaverkfallið. og alls ekki mátti nefna, að útifundurinn væri haldinn til að mótmæla samning- um i landhelgismálinu'.! Guðmundur .1, Guðmundsson. formaður Verkamannasambands tslands mun hafa komið með fyrstu tilkvnninguna á skrifstofu útvarpsins i fyrradag, og var hon- um sagt af starfsfólki að athug- Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.