Þjóðviljinn - 12.12.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 12.12.1975, Qupperneq 2
.2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1975. Launráð í Vonbrigðaskarði Alister MacLean er eflaust einn vinsælasti höfundur afþrey- ingarbóka sem gefinn hefur verið úthérá landi. Bókaútgáfan Iðunn hefur áður gefið út fimmtán bæk- ur hans á islensku og nú er sú sextánda komin út. Nefnist hún Launráð i Vonbrigðaskarði. Að þessu sinni hefur höfundur valið sér Villta vestrið að sögu- sviði og gerist bókin á timum gullæðisins. Fjallar hún um ferð herflutningaiestar um Vesturriki Bandarikjanna árið 1873 og greinir frá baráttu farþega henn- ar við veðurofsa, indjána og önn- ur fjandsamleg öfl. Sverrir Hólmarsson hefur þýtt bókina sem er 184 bls. að stærð. Hún er prentuð í Odda. Draumspakt og dulrœnt fólk Draumar, sýnir og dulræna heitir ný bók sem Skuggsjá hefur gefið út. Hefur hún að geyma frá- sagniraf draumspöku og dulrænu fólki sem Halldór Pétursson hef- ur tekið saman. 1 bókinni eru þættir af þessu fólki: önnu Jakobinu Armanns- dóttur, Svövu Jónsdóttur, As- mundi Geirmundssyni, Þórhildi Sveinsdóttur, Emil Jónssyni, Eliasi B. Halldórssyni, Sigurði Arness, systrunum Sigrúnu og Guðnýju Pétursdætrum, Hannesi Sigurðssyni, Ólinu Hall- dórsdóttur, Sigurlaugu Guð- mundsdóttur, Ágústi Högnasyni, ’ ; ■; i : i t Sigurði Guðjónssyni, Bjarna Sveinssyni og Þórunni Gisladótt- ur. Bókin Draumar, sýnir og dul- ræna er 208 bls. að stærð, sett og prentuð hjá Skuggsjá en Bókfell hefur bundið. greiðsla. Saga staðarins er rakin allt frá landnámi Skallagrims Kveldúlfssonar fram á okkar daga. Með bókinni fylgir kort af Svignaskarði, nákvæmt mjög og unniðaf Landmælingum tslands. —gsp Saga Svignaskarðs gefin út af Iðju Iðja, félag verksmiðjufólks, hefurgefið út bókina Svignaskarð eftir Guðmund Guðna Guð- mundsson, sem áður hefur sent frá sér bækurnar Vaskir menn og Saga Fjalla-Eyvindar. í þessari bók segir Guðm Guðni ýmsar fróðlegar staðreyndii um Svignaskarð, sem Iðja hefur fest kaup á fyrir allnokkru og verður i framtiðinni notað sem landsvæði undir orlofshús félagsins. Höfundur leitaði til margra borgfirðinga eftir upplýsingum um fyrrverandi ibúa i Svigna- skarði og segir i formála að hvar- vetna hafi fengist hin besta fyrir- Annað smásagna safn Jóns Helgasonar „Steinar i brauðinu” heitir ný smásagnabók frá Jóni Helgasyni, sem fyrir löngu er orðinn kunnur fyrir fjölmörg skemmtileg rit- verk sin. Fyrra smásagnasafn hans kom út fyrir fimm árum og heitir „Maðkar i mysunni”. Hlaut það frábærar viðtökur og er ekki ótrúlegt að hið sama verði uppi á teningnum nú. 1 þessari bók birtast sjö smá- sögur og heita þær: Hér andar guðs blær, Formannaverk, Flugnaveiði, Kirkjugrið, Að veislulokum, Tveir á stéttunum, Fyrir mörgum miljónum. Bókin er 128 blaðsiður að stærð og sú sautjánda sem gefin er út eftir Jón Helgason. Útgefandi er Skuggsjá. —gsp sjónvarp ncestu viku C^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Sunnudagur 18.00 Stundin okkar Fyrst er mynd um úllu, siðan syngja Þrjú á palli og Sólskins- kórinn um undrastrakinn Óla og sýndur verður þáttur um Misha. Baldvin Halldórsson segir sögu af jólaundirbúningi fyrri tima. Marta og Hinrik búa til svif- braut. Nemendur úr Ballett skóla Eddu Scheving dansa. Loks verður kennt, hvernig búa má til einfalt jóla- skraut. Umsjónarmenn Hermann Ragnar Stefáns- son og Sigriður Margrét Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Maður er nefndur. Aron Guðbrandsson. Gisli Helga- son ræðir við hann um æviferil hans og lifsviðhorf. Upptöku stjórnaði Sigurður Sverrir Pálsson. 20.40 tþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.20 Vegferð mannkynsins. Fræðslumynd um upphaf og þróunarsögu mannsins. 9. þáttur. Leiðin til full- komnunar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. Myllan. Breskt sjónvarps- leikrit úr myndaflokknum, „Country Matters”, byggt á smásögu eftir H. E. Bates. Alice er hlýðin stúlka og gerir allt, sem fyrir hana er lagt. Foreldrar hennar ráða hana I vinnu til roskinna hjóna. Konan, sem er sjúklingur, segir, Alice, að hún verði að þóknast hús- bónda sinum i hvivetna. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. Dagskrárlok. þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Þjóðarskútan. Þáttur A morgun kl. 18.30 og laugardaginn 20. desember á sama tlma sendir sjónvarpið fimmta og sjötta þátt bresku framhalds- myndarinnar Dóminik, sem ætluð er börnum og unglingum. 6. þátturinn heitir „Læknirinn.” 21.40 Valtir veldisstólar. Breskur leikritaflokkur. 6. þáttur. Erfið* byrjun. Rúss- neskir út lægir sósialdemókratar hyggjast halda þing i Bruxell, en fá ekki leyfi til þess. Þingið er þvi haldið i Lundúnum áriö 1903. t þessum þætti er fjallað um togstreitu leiðtoga sósialdemókrata, en hún leidd til þess, að samtökin klofnuðu i bolsé- vika og mensévlka, Þýðandi Óskar Ingimarsson. 22.40 Orgelleikur i sjónvarps- sal. Japaninn Yoshiyuki Tao leikur nokkur lög, is- lensk og erlend. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 22.55 Að kvöldi dags. Séra Hreinn Hjartarson flytur hugvekju. 23.95 Dagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. um störf alþingis. Um- sjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 21.30 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa Lokaþáttur. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.25 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.55 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Björninn Jógi. Banda- risk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dickens. Sökudólgurinn Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.50 Ballett fyrir alla. Breskur fræðslumynda- flokkur. 3. þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 19.15 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Meðal efnis: Rannsóknir i fiskasálfræði, Fisksjá fyrir stangveiðimenn, Timbur soðið saman, Talað við tölvur. Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.20 McCloud Bandariskur sakamálamyndaflokkur. 1 sviðsljósinu. Kristmann Eiðsson. 22.20 Styrjaldarhættan i Austuriöndum nær. Ný, sænsk heimildamynd um ástandið i þessum löndum. Meðal annars er viðtal við tvo leiðtoga Palestinu- skæruliða, Yassir Arafat og Basam Abul Sherif. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. (Nordvision- Sænska sjonvarpið) 22.50 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.45 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 21.45 Ferðalangur úr forneskju. Fræðandi mynd um greftrunarsiði Forn- Egypta og rannsóknir lækna á múmium. Þýðandi Jón Skaptason. Þulur Sverrir Kjartansson. 22.20 Jólaþyrnar. (The Holly and The Ivy) Bresk bió- mynd frá árinu 1953. Aðal- hlutverk leika Ralph Richardson, Celia Johnson og Margaret Leighton. Myndin gerist um jól á prestssetri einu. Présturinn er ekkill og á uppkomin börn. Þau heimsækja hann ásamt fjölskyldum sinum um jólin. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.35 Dagskrárlok. Laugardagur 17.00 tþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 18.30 Dóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 6. þáttur. Læknirinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Frændi minn. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Skemmtiþáttur Les Humphries. Söngflokkur Les Humphries flytur gömul dægurlög, rokkmúsik, negrasálma o. fl. 21.55 Dýralif i þjóðgörðum Kanada. Bresk fræðslu- mynd um verndun dýra- stofna. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.25 Með gamia laginu (The Old Fashioned Way) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1934. Aðalhlutverk leikur W. C. Fields, Aðal- persónan, McGonigle, er forstjóri farandleikhúss, berst i bökkum. Leik- flokkurinn kemur til smá- bæjar til að halda sýningu, og þar slæst I hópinn auðug ekkja. Ungur auðmanns- sonur er ástfanginn af Betty, dóttur leikhús- stjórans, og hann bætist einnig i hópinn. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 23.35 Dagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.