Þjóðviljinn - 12.12.1975, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1975.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Ctgefandi: titgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Huraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 Hnur)
Prcntun: Blaðaprent h.f.
DÆMISAGA UM HÚSNÆÐISMÁL
í tengslum við kjarasamninga hafa oft
verið gerðir hliðarsamningar við rikis-
valdið um allskonar málefni. Má i þvi
sambandi nefna húsnæðismál. Verkalýðs-
hreyfingin hefur núorðið nokkra reynslu
af þvi hversu rikisvaldið stendur við slika
samninga. Sú reynsla er allt annað en góð.
1965 gerði verkalýðshreyfingin samning
um byggingu 1225 ibúða sem siðar voru
byggðar á vegum Framkvæmdanefndar
byggingaráætlunar. Urðu verulegar van-
efndir á þessum samningi af hálfu rikis-
valdsins um fjármögnun og tók þvi miklu
lengri tima en áætlað hafði verið i upphafi
að framkvæma þessa byggingaráætlun.
1974 gerði verkalýðshreyfingin samning
við vinstristjórnina um húsnæðismál.
Þessir samningar voru gerðir rétt um það
leyti sem dauðastrið þeirrar stjórnar var
að hefjast, og hafði hún á siðustu vaída-
mánuðum sinum enga burði til þess að
leysa þetta verkefni. Það var þvi fyrst við
myndun núverandi rikisstjórnar að
verkalýðshreyfingin gat tekið málið upp á
nýjan leik við rikisvaldið. Það var gert
strax og hægristjórnin var mynduð, en þá
var þvi svarað af hálfu rikisstjórnarinnar
að það væri ætlun hennar að skipa nefnd
til þess að fjalla um þetta mál og önnur
sem snúa að byggingum ibúðarhúsnæðis.
Leið nú enn og beið og engar urðu efndirn-
ar. Það var svo fyrst nú á nýliðnu hausti
að nefndin kom saman til þess að hefja
störf; eða einu og hálfu ári eftir að samn-
ingar voru gerðir um húsnæðismál milli
verkalýðssamtakanna og rikisvaldsins. í
yfirlýsingum verkalýðsfélaganna og rik-
isstjórnar i febrúar 1974 var gert ráð fyrir
þvi að haldið yrði áfram byggingu hent-
ugra ibúða fyrir efnalitið fólk á timabilinu
frá 1976—1980. Það er þvi ljóst að sá seina-
gangur sem orðið hefur i þessum efnum er
mjög alvarlegur; nefndin fer af stað að
minnsta kosti einu ári of seint, þvi nú ættu
teikningar að vera tilbúnar og nauðsyn-
legum lagabreytingum ætti að vera lokið
ef allt hefði verið með felldu. En við engan
er að sakast i þessum efnum nema rikis-
valdið — og af þeim drætti og vanefndum
sem orðið hafa ætti verkalýðshreyfingin
að geta dregið sina lærdóma.
í skýrslu Rannsóknarráðs rikisins um
húsbyggingar segir að nauðsynlegt sé að
byggja á árunum 1976—1985 24—28 þúsund
ibúðir til þess að fullnægja eftirspurninni.
Sá timi sem ofangreind yfirlýsing frá
febrúar 1974 tekur til.er um það bil helm-
ingur þessa timabils sem hér um ræðir.
Þetta þýðir að 1976—1980 þyrfti að byggja
12—14 þúsund ibúðir ,,til þess að svara eft-
irspurn”, eða 4—5 þúsund ibúðir með þeim
sérstaka hætti sem yfirlýsingin frá febrú-
ar 1974 gerir ráð fyrir. Það er um það bil
fjórum sinnum meira en öll Breiðholts-
framkvæmdin.
Nú liggja engar endanlegar tillögur af
neinu tagi fyrir um framkvæmd yfirlýs-
ingarinnar. Það eina sem gerst hefur er að
verkalýðshreyfingin hefur staðið við sinn
hluta yfirlýsingarinnar sem fólst i þvi að
lifeyrissjóðir verkalýðsfélaganna verðu
20% af ráðstöfunarfé sinu til fjármögnun-
ar félagslegra bygginga. Annað hefur ekki
gerst.
Þessi forustugrein er rituð til þess að
minna á þær miklu vanefndir sem orðið
hafa á samningunum frá 1974, vanefndir
sem einhliða skrifast á reikning núverandi
rikisstjórnar. En þessar linur eru einnig
birtar til þess að vara verkalýðshreyfing-
una við þegar um er að ræða slika rikis-
stjórn. Nú hefur verkalýðshreyfingin, auk
Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins,
samþykkt að gera einnig við kjarasamn-
inga á þessum vetri pólitiskar kröfur.
Þessari stefnu verkalýðshreyfingarinnar
ber að fagna, en óneitanlega eru skilyrðin
til þess að setja fram slikar kröfur óhag-
stæðari nú en á valdaárum vinstristjórn-
arinnar. Og þvi aðeins er unnt að gera
samninga um önnur atriði en hrein kjara-
mál við núverandi rikisstjórn að frá þeim
samningum sé tryggilega gengið. Þar
verður að vera um áþreifanlega hluti að
ræða, ekki orð sem siðan eru svikin um
leið og staðið er upp frá samningaborðinu.
Upprifjunin hér á undan um húsnæðis-
málin sannar ásamt mörgum fleiri dæm-
um sem tina mætti til og kunn eru hversu
litið mark er takandi á núverandi rikis-
stjórn, hversu fráleitt er að gera við hana
langtimasamninga, nema svo rækilega sé
frá hnútunum gengið að stjórninni sé bók-
staflega ekki fært að svikjast undan
merkjum. —s.
KLIPPT
■ ■ ■
Samþykkt
andstöðulaust
á alþingi
A valdatima vinstristjórnar-
innar voru sett lög sem fólu i sér
að rikisvaldið skyldi á hverjum
tima taka þátt i byggingu og
rekstri dagheimila og leikskóla.
Þessi lög voru sett vorið 1973
eftir nokkurt þóf innan vinstri-
stjórnarinnar, en þau voru sam-
þykkt á alþingi án nokkurrar
umtalsverðrar andstöðu, ef ég
man rétt. Lögin hafa þvi aðeins
verið i gildi i hálft þriðja ár og á
þessum tima hefur þegar orðið
veruleg framför i byggingu dag-
vistunarstofnana.
Samkvæmt lögum vinstri-
stjórnarinnar ber rikissjóði nii
að greiða 50% af stofnkostnaði
dagheimila og skóladagheimila
og leikskóla og skal rikisfram-
lagið greiðast á fjórum árum. I
lögunum er einnig gert ráð fyrir
þvi að rikið greiði allt að 30%
rekstrarkostnaðar dagheimila
og skóladagheimila og allt að
20% rekstrarkostnaðar við leik-
skóla. Samkvæmt þessum lög-
um greiddi rikið 10 milj. kr. i
stofnkostnað við dagvistunar-
stofnanir á árinu 1973. 1974 var
þessi upphæð 40 milj. kr. og 45
milj. kr. til rekstrarkostnaðar.
Á þessu ári nemur fjárveitingin
60milj. kr. til stofnkostnaðar og
57,3 milj. kr. til rekstrar. í fjár-
lagafrumvarpinu sem lagt var
fram i haust var gert ráð fyrir
187 milj. kr. samtals til rekstr-
ar- og stofnkostnaðar dag-
vistunarstofnana.
Stökkbreyting
í fyrra fengu 19 heimili i 18
sveitarfélögum greitt stofn-
framlag, en i ár var þessi tala
komin upp 139 heimili i 18 sveit-
arfélögum. Þessar tölur sýna
vel hversu hvetjandi lögin hafa
verið fyrir byggingu dagvistun-
arstofnana, en eftirfarandi tölur
sýna þetta þó enn betur:
A áratugnum áður en lögin
tóku gildi, þe. á árunum
1963-1973 voru reist 8 ný heimiii
á 6 stöðum utan Reykjavikur og
12 i Reykjavlk en alls voru dag-
heimiii i iandinu 26 f árslok 1973
og leikskólar 40 talsins. A árun-
um 1974 og 1975, tveimur árum,
er hins vegar hafinn undirbún-
ingur að smiði 39 heimila i 18
sveitarfélögum . Meö öðrum
oröum: Á tveimur árum hefst
bygging fleiri heimila en alls
voru til i iandinu á árinu 1973!
Þessi stökkbreyting sem
þarna hefur átt sér stað er ákaf-
lega jákvæð, en enginn deilir
lengur um nauðsyn þess að
reistar verði svo margar dag-
vistunarstofnanir að allir sem
þurfa og vilja geti komið böm-
um sinum fyrir þar. Enginn
deilir lengur á þessar stofnanir,
og sú ihaldssama gagnrýni sem
flutt var fyrir aðeins fimm ár-
um eða svo, heyrist ekki lengur.
Afturhald
En nú hefur rikisstjóm I-
haldsaflanna ákveðið að fella úr
gildi lögin um þátttöku rikis-
valdsins i stofnkostnaði og
rekstri dagvistunarstofnana. Er
frumvarps um þessi efni aö
vænta á alþingi bráðlega. Full-
vist er að mjög viðtæk og al-
menn andstaða er við þessa af-
stöðu rikisstjórnarinnar, einnig
innan stjórnarflokka nna
sjálfra. Og þvi verður ekki trúað
nema á reyni að þeir sem þetta
mál snertir mest láti það þegj-
andi fram hjá sér fara. Sam-
þykkt slikrar stefnu á alþingi
væri ekki einasta til marks um
ihaldssemi. Hún væri til marks
um fáheyrða afturhaldsstefnu
og kurfshátt sem hvergi finnst
samjöfnuður til á byggðu bóli.
Alvarlegar
afleiðingar
Afnám laganna um þátttöku
rikisins i byggingu dagvistun-
arstofnana myndi hafa marg-
þættar afleiðingar þegar i stað:
1. Sveitarfélög Uti á landi hafa
ekki bolmagn til þess að reka
barnaheimili eða að setja þau á
stofn án utanaðkomandi aðstoð-
ar. Afnám gildandi laga þýðir,
að landsbyggðin yrði svipt
möguleikum á þvi að hafa þessa
sjálfsögðu þjónustu nútima-
samfélags.
2. Fimm foreldrahópar og
einkaaðilar reka nú barnaheim-
ili i Reykjavi'k auk Sumargjaf-
ar. Forsenda þessara heimila er
stuðningur rikisvaldsins, þvi
borgin sjálf hefur aldrei stutt
þau svo að þau geti staðist með
borgarframlaginu einu. Á
þessum heimilum öllum eru
hærri gjöld en á öðrum barna-
heimilum, en niðurfelling rikis-
styrksins myndi hafa i för með
sér tafarlausa lokun þessara
dagheimila.
3. Daggjöld á barnaheimilum
myndu hækka verulega.
Falsrök
Hér hafa aðeins verið dregin
fram einstök augljós atriði, en
það alvarlegasta við þann sam-
drátt sem rikisstjórnin vili
framkvæma I byggingu dag-
vistunarstofnana er þó umfram
allt annað sú staðreynd að hér
er greinilega vegið að jafnréttis-
og kvenfrelsisbaráttunni, sem
náð hefur hápunktiá þessu 'ári.
í ár hefur mikill fjöldi fólks Ur
öllum flokkum flutt ræður og
skrifað greinar til eflingar jafn-
réttisbaráttu kvenna. Allar
þessar ræður og öll þessi skrif
dæmast markleysa nema sömu
aðilar og þau hafa samið og flutt
berjist harkalega gegn fyrirætl-
unum rikisstjórnarinnar um af-
nám laganna um þátttöku rikis-
valdsins i stofn- og rekstrar-
kostnaði dagvistunarstofnana.
Vitanlega mun rikisstjórnin i
þeirri umræðu sem fram kann
að fara um þetta mál halda þvi
fram, að sveitarfélögin fái i sinn
hlut það fé sem rikið hefði ella
notað i þessu skyni. En slikt eru
að sjálfsögðu falsrök; fyrir
smærri sveitarfélög gildir þessi
röksemd ekki og I heildina giidir
hún heldur ekki, þvi að það er að
sjálfsögðu reginmunur á þvi
hvort samfélagsvaldinu er lögð
lagaskylda á herðar, eða hvort
það cr cinungis eftir aðstæðum
og politiskum duttiungum á
hverjum stað hvort byggðar eru
dagvistunarstofnanir eða ekki.
—s.
... OG SKORIÐ