Þjóðviljinn - 12.12.1975, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.12.1975, Blaðsíða 16
Skýrsla Landhelgisgæslunnar um sjóorrustuna í Seyöisfiröi: Föstudagur 12. desember 1975. Smith og Nkomo sammála um viðrœður SALISBURY 11/12 — Ian Smith, forsætisráðherra Ródesiu, og Joshua Nkomo, einn af leiðtogum þarlendra blökkumanna, hafa orðið sammála um að hefja samningaumleitanir um fram- tiðarstjórnskipan Ródesiu i Salis- bury næstkomandi mánudag. Ekki er mikil bjartsýni rikjandi um árangur. Nkomo hefur sagt að hann krefjist meirihlutastjórnar svartra manna þegar i stað, en Smith leggur áherslu á að sú krafa sé óaðgengileg fyrir hina hvitu valdhafa landsins. Asiglingarnar innan eigin legrar landhelgi Talsverðar skemmdir og einn slasaðist I morgun bárust Landhelgis- gæslunni upplýsingar um að 3 breskir dráttarbátar væru grunnt undan landi i mynni Seyðisfjarðar og var gæsluflug- vélin SYR svo og varðskipið ÞÓR beðin um að grennslast um gerðir dráttarbátanna. Varðskipið hafði verið inni á Seyðisfirði við að ljúka við að grennslast eftir duflum sem tilkynnt höfðu verið þar á floti. Varðskipið fór á vettvang og fann 3 dráttarbáta rúmlega 1 sjómilu frá landi og var að þvi er virtist taug á milli 2ja dráttarbátanna. Þegar varðskipið nálgaðist dráttarbátana var þessari taug sleppt og tveir dráttarbátanna héldu til hafs STAR AQUARIUS og STAR POLARIS. Þriðji dráttarbáturinn LLOYDSMAN hélt hinsvegar kyrru fyrir og töldu varðskipsmenn hann bilaðan. Varðskipið hélt á eftir dráttarbátunum 2 og gaf þeim stöðvunarmerki með ljósmorsi og hljóðmerkjum og dró varðskipið um leið úr ferð sinni er það nálgaðist bátana. Þessu svaraði STAR AQUAR- IUS með þvi að beygja skyndi- lega þvert inn á bakborðshlið varðskipsins, sem snéri undan til stjórnborða til að forðast á- rekstur. Sigldi þá LLOYDSMAN allt i einu inn á varðskipið bakborðs- megin. Þegar hér var komið tók varðskipið ofan af byssu sinni og skaut aðvörunarskoti, lausu skoti, að LLOYDSMAN sem svaraði með þvi að sigla aftur á varðskipið. Gaf þá skipherra varðskipsins skipun um að skjóta föstu skoti að LLOYDS- MAN og kom það i bol hans. Við það lauk þessari viðureign. Skemmdir á varðskipinu urðu talsverðar og er verið að athuga þær. Aðeins einn af varðskips- mönnunum slasaðist smávegis á hendi. Atburður þessi átti sér stað laust eftir hádegi i dag, langt innan islenskrar landhelgi. Þeg- ar dráttarbátarnir sáust fyrst austur af Borgartanga, milli Seyðisfjarðar og Loðmundar- fjarðar, voru þeir aðeins 1,1 sml. frá landi, en ásiglingin sjálf skeði 1,9 sml. frá landi. A þessu korti sést hvaða svæði bætist við islenska flugstjórnarsvæðið en það er svæðið yfir Grænlandi og norður að pól sem afmarkað er með heilli linu. Brotalinan norðan og vestan við tsland sýnir hvar gömlu mörkin voru. Islenska flugstjórn- arsvœðið þrefaldast Um áramótin stækkar fslenska flugstjórnarsvæðið verulega. Þá taka islendingar við stjórn flug- umferðar iefra loftrými — þe. yf- ir 20 þúsund fetum — Suður- straumsflugstjórnarsvæðisins. — Nær nýja svæðið yfir allt Græn- land nema suðuroddapn og allt til Norðurskautsins. Fram til þessa hefur bandariski flugherinn annast alla flugstjórn frá Syðra-Straumsfirði I umboði danskra stjórnvalda, en fyrir tveimur árum tilkynnti hann að hann myndi hætta þeirri þjónustu um næstu áramót. Danir treystu sér ekki til að setja upp nýja flug- stjórnarstöð sjálfir i Syðra-Straumsfirði og leituðu þvi til islenskra og kanadiskra flug- málastjórna um að þær tækju þessa þjónustu að sér. Varð það úr að danska stjómin mun annast upplýsingaþjónustu fyrir innanlandsflug i Grænlandi, Kanada tekur að sér efra loftrými suðurodda Grænlands og verður þvi svæði þjónað frá Gander, en islendingar taka að sér efra loft- Burt með börnin — það vantar bílastœði! rýmið fyrir meirihluta Græn- landsogallt norður að Norðurpól. Við þessa breytingu stækkar is- lenska flugstjórnarsvæðið og verður nú þrefalt stærra en hing- að til. Annir islenskra flug- stjórnarmanna munu samt ekki aukast að sama skapi, þvi yfir- gnæfandi hluti umferðar á þessu svæði og i þessari hæð er þotuum- ferð sem hvort eð er kemur inn á gamla islenska svæðið. Vegna þessarar stækkunar verður flug- umferðarstjórum fjölgað um fimm, úr 25 i 30. Þess má geta að islendingar bera aðeins 7% af kostnaði við rekstur þessarar þjónustu.en heildarkostnaður við hana er áætlaður 447 miljónir króna á næsta ári. íslendingar hafa hins vegar um 340 miljónir i gjaldeyristekjur af þessum rekstri. Alls fóru 34.109 flugvélar um islenska úthafsflugstjórnar- svæðið árið 1974, þar af 80% þot- ur. Búist er við að fjöldinn verði svipaður i ár. — ÞH Tillaga þingmanna Alþýðubandalagsins: Stofnaður verði Lánasjóður dag- vistunarheimila Þrir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Svava Jakobsdóttir, Lúðvik Jósepsson og Vilborg Harðardóttir flytja frumvarp til laga um Lánasjóð dagvistunar- heimila. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekna i sjóðinn verði afl- að með launaskatti, sem gefi um 220 milj. kr. á ári i sjóðinn. t greinargerð er bent á að nú liggi fyrir umsóknir vegna byggingar 10 nýrra dagheimila. A fjár- lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 68,4 milj. kr. til stofn- kostnaðar dagvistunarheimila, en tillaga menntamálaráðu- neytisins hafði hljóðað upp á 165 milj. kr. Það er þvi ljóst, segja flutningsmenn, að þörfin á byggingu dagvistunarheimila er brýn og frekari fjármögnun- ar þörf. Við Grettisgötu hefur um ára- tugaskeið staðið gæsluvöllur fyrir börn. Nú er verið að brjóta niður steypta girðingu fyrir framan völlinn þvi bilarnir krefjast þess að fá undir sig landsvæði i verslunarhverfinu, sem þarna er komið i kring. Til að byrja með verður gæslu- völlurinn minnkaður um helming og tekinn undir bilastæði fyrir verslunarhús Olympiu. í framtið- inni verður siðan allur völlurinn lagður undir bilana en i staðinn mun fyrirhugað að koma upp gæsluvelli á landi Reykjavikur- borgar hinum megin götunnar. Langt mun þó i land með að af þvi geti orðið og á meðan verða börn- in að sætta sig þegjandi við það að umráðasvæði þeirra minnki verulega. Ekki mun hafa verið leitað álits þeirra á framkvæmd- inni. — gsp- Stálkúlan hlífir engu sem á vegi hennar verður Norræn búnaðarorðabók Búnaðarfélagið fékk Gisla Kristjánsson ritstjóra til þess að vinna að þessu máli hér á landi, sem hann og hefur gert á þessu ári. —S.dór. I fyrra veitti Norræni menning- armálasjóðurinn Búnaðarfélagi tslands 800 þúsund kr. styrk til þess að vinna hlut Islands i gerð norrænnar búnaðarorðabókar, sem fyrirhugað er að gefa út. Öryggisráð SÞ undirbúið Ingvi Ingvason, fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðun- um, sendi Ivor Richard, for- manni öryggisráðsins, sem er breskur fulltrúi, i gær orðsend- ingu, þar sem gerð er grein fyrir herskipainnrás breta og for- sendum fyrir stækkun islensku fiskveiðilögsögunnar. I niður- lagi orðsendingarinnar kemur fram að rikisstjórn Islands áskilji sér fullan rétt til þess að skjóta hinni vopnuðu innrás breskra herskipa inn i islenska fiskveiðilögsögu siðar formlega fyrir öryggisráðið i þvi mark- miði að ráðið beiti viðeigandi aðgerðum i málinu. Þá er þess óskað að orðsendingunni verði dreift sem opinberu skjali öryggisráðsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.