Þjóðviljinn - 12.12.1975, Page 3

Þjóðviljinn - 12.12.1975, Page 3
Föstudagur 12. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Á að loka flugvöllunum? — spyr flugmálastjóri sem segir fjár- veitingar til öryggismála allt of litlar Agnar Kofoed Ilansen flug- málastjóri var ómyrkur i máli er hann skýrði blaðamönnum frá skilningsleysi hins opinbera á þeirribrýnu þörf að gera stórátak i öryggismálum á flugvöllum viða um land á fundi sem flugmála- stjórn boðaði i gær. — Flugmenn okkar eru lofs- verðir fyrir að hafa haldið uppi flugi til margra staða á landinu við mjög erfið skilyrði en það er ekki hægt að búast endalaust við kraftaverkum af þeim, sagði Agnar. — Reglubundið farþega- flug hefur þanist út á siðustu ár- um og ef fjárveitingar til fram- kvæmda við flugvelli landsins verða ekki stórauknar er aðeins um tvo kosti að velja: annað hvort að loka flugvöllum eða sætta sig við að slys hljóti að verða i fluginu. Agnar sagði að rikið bæri i raun engan kostnað af flugmálum hér á landi, þvi tekjur þær sem það hefur af flugi i ýmsum myndum væru nokkurn veginn þær sömu og heildarútgjöldin til flugmála. Þetta væri alrangt meðan lág- marksöryggiskröfum væri ekki sinnt við flugvallagerð. — Hingað til höfum við verið svo lánsamir að ekki hefur orðið slys i farþegaflugi um margra ára skeið en þegar flugið þenst út og fjárveitingar fást ekki fyrir einföldustu öryggistækjum er verið að bjóða hættunni heim, sagði hann. A þvi ári sem er að liða var fjárveiting til framkvæmda flug- málastjórnar skorin niður um 18%, nam alls 182 miljónum. Stærsta verkefnið var framhald á gerð nýs flugvallar við Sauðár- krók. bar hefur verið lögð tveggja km löng flugbraut auk til- Landsvirkjun tekur 680 milj. kr. skyndilán — meðan beðið er eftir 2.550 miljón króna langtímaláni! Landsvirkjun hefur nó fengið heimild Rvikurborgar, sem er eignaraðili að Landsvirkjun, til þess að taka 4 miljón króna lán vestur i Bandarfkjunum, — 680 miljónir króna, — meðan beðið er eftir þvi, að 2.550 miljón króna langtimalán fáist. Að sögn Halldórs Jónatansson- ar hjá Landsvirkjun á skyndilán- iðað greiðastupp fyrir 1. júni 1976 og er það á 8% vöxtum. Er lánið tekið til þess að greiða framkvæmdir við Sigöldu, og á meðan beðið er eftir þvi, að samningar takist um 2.250 miljón króna lán til 12 ára, en Lands- virkjun hefur haft það lánsútboð liggjandi i Nýju Jórvik um nokk- urn tima. Búist er við að frá lang- timaláninu verði gengið i byrjun næsta árs. Skyndilánið verður greitt út fyrir áramót. — úþ 166 atvinnu- lausir í Rvík t fyrradag voru 166 manneskjur atvinnulausar i Rvik, 118 karlar og 48 konur. Sú breyting varð á atvinnuleysisskráningu i mai 1974, að i stað þess, að fólk kæmi vikulega til þess að láta skrá sig atvinnulaust þarf það að koma daglega á ráðningaskrifstofur til skráningar, og fær það ekki greitt þá daga, scm það ekki mætir til skráningar. 54 vörubifreiðastjórar voru skráðir atvinnulausir á miðviku- dagskvöld, 23 verkamenn, 8 sjó- menn, 4 verslunarmenn, 13 mál- arar og 4 múrarar, auk þess einn og einn úr hinum ýmsu starfs- greinum. 20 iðnverkakonur voru skráðar atvinnulausar þennan dag, 11 verslunarkonur, 8 verkakonur, 5 starfsstúlkur á sjúkrahúsum, 3 starfsstúlkur i veitingahúsum og ein afgreiðslustúlka i brauð- og mjólkurbúð. Einhleypingur fær greiddar i atvinnuleysisbætur 80% af dag- launum samkv. lægsta taxta Dagsbrúnar, en hjón fá 1869 krón- ur á dag og 152 krónur að auki fyrir hvert barn, sem þau hafa á framfæri sinu. —úþ Endurskoðun sjóðakerfis ekki lokið fyrr en l.febr.! Endurskoðun þeirri, sem nú stendur yfir á sjóðakerfi sjávar- útvegsins verður að öllum lik- indum ekki lokið fyrr en 1. febrúar samkvæmt þvi sem fram kom á aðalfundi Lfú, sem lauk i Rvik i gær. Eins og menn muna, lofaði Geir Hallgrimsson þvi fyrir hönd rikisstjórnar sinnar, að þessari endurskoðun yrði flýtt og stefnt skyldi, að þvi, að henni yrði lokið fyrir 1. des. Loforð þetta var gefið til þess, að fá sjómenn til þess að halda úr höfn, en þeir höfðu einmitt gert kröfu um það að endur- skoðuninni lyki á þessu ári, og sigldu skipum sinum i höfn til þess m.a. að undirstrika þessa kröfu sina. úþ Leifur Magnússon varaflugmálastjóri til vinstri og Agnar Kofoed-Han- sen flugmálastjóri. ---------------------------------- Samningar matreiðslu- manna að renna út Samningar matreiðslumanna renna út um næstu áramót. Samningaviðræður hafa enn ekki hafist. Flugskýli 4 endurbœtt Beðið eftir leyfi til að hefja byggingu nýs flugskýlis heyrandi öryggissvæða við end- ana og uppsetningu flugbrautar- ljósa við annan brautarendann er að mestu lokið. A næsta ári er fyrirhugað að byggja flugstöð og koma upp aðflugskerfi þannig að völlurinn komist i gagnið. Mun hann þá þjóna byggðarlaginu auk þess að vera tryggur varaflug- völlur fyrir millilandaflug. Einnig hefur verið unnið við flugvallargerð á ýmsum öðrum stöðum úti á landi, stærstu fram- kvæmdirnar voru á Suðureyri og Isafirði. Flugmálastjórn gerði áætlun um framkvæmdir og fjárþörf fyr- ir næsta ár i sumar og hljóðaði hún upp á 979 miljónir króna. Ráðuneytið taldi viðsfjarri að hægt yrði að samþykkja þessa upphæð og bað flugmálastjórn um að helminga áætlunina. Það var gert en siðán skar ráðuneytið hana enn niður i 325 miljónir. Frá ráðuneytinu fór hún i hendur höf- unda fjárlaga sem enn skáru nið- ur og endanleg upphæð á fjár- lagafrumvarpi varð 252 miljónir — fjórðungur þess sem stofnunin telur sig þurfa. —ÞH Eins og menn muna létu flug- virkjar i ljós ótta við það að stétt þeirra væri að deyja út þar sem viðgerðir á flugvélum væru æ meir að flytjast úr landi, einkum vegna skorts á viðgerðaraðstöðu hér á landi. Við nánari könnun kom i ljós að stærstur vandi i þessum málum var sá að eftir að flugskýlið brann á Reykjavikurflugvelli var öll að- staða til viðgerða mjög af skorn- um skammti. Þvi heyrðust raddir um að bæta þyrfti úr þessu með byggingu nýs skýlis og endurbót- um á þeim skýlum sem fyrir hendi eru. Við spurðum Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóra hvað nýj- ast væri að frétta i þessu máli. Hann sagði að nú væri unnið af fullum krafti við endurbætur á skýli 4 á Reykjavikurflugveili, þe. skýlið austan við afgreiðslu Flug- félagsins. Þegar þeim væri lokið yrði skýlið upphitað og vel lýst og aðstaða öll hin áskjósanlegasta. Um byggingu nýs skýlis sagði Agnar að enn væri beðið eftir leyfi frá skipulagsyfirvöldum borgar- innar og tilsögn um það hvar það mætti reisa. Fýrr en það leyfi væri komið væri eHkert hægt að aðhafast i málinu. — ÞH. Hagkvæm innkaup KJOT & FISKUR býður kostaboð á kjarapöllum, og sértilboð 4. SÉRTILBOÐ Fjölskyldu- A kassi w\ 1. SÉRTILBOÐ Ritzkex 115.— 2. SÉRTILBOÐ Hersey’s Cocomalt 1 Ibs. 236 — 2 Ibs. 458.— 3. SERTILBOÐ Hveiti Pillsbury’s Best 25 kg. 2900.— 5 Ibs. 278.— 5. SÉRTILBOÐ Púðursykur 108 kr. pk. Flórsykur 102. kr. pk. Sykur 126 kr. pr. kg. AUKINN VELTUHRAÐI LÁGT VÖRUVERÐ Hvaö getur 5 manna fjölskylda sparað á mánuði eða ári? KJÖT & FISKUR H/F SELJABRAUT 54 SÍMI 74200 - 74201

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.