Þjóðviljinn - 12.12.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 12.12.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1975. Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga: r Aœtlanir hafa tvisvar reynst rangar Orrustugnýrinn á Grundar- tanga er nú senn hljóðnaður um sinn, en eftir er landið sem flak- andi und I kringum „stærstu mó- gröf Vesturlands”. Þetta er orðin dýr lexía I stóriðjupólitik, en þó verður lexian enn dýrari ef hún lærist ekki til fulls fyrr en siðar. Þetta sagði Jónas Arnason ma. 1 gær við umræður um tillögu hans um frestun framkvæmda við járnblendiverksm iðjuna á Grundartanga. Aætlanir um stofnkostnað og rekstrarafkomu verksmiðjunnar hafa 2svar reynst rangar, og eru nú enn I endurskoðun, en á meöan „tekur Járnblendifélagið ekki á sig frek- ari fjárskuldbindingar.” Jón Ármann Héðinsson skoraði á iðn- aðrráðherra að láta alþingi i té nákvæma skýrslu um máliö, svo að unnt sé að meta það allt upp að nýju, og væri það lágmarks- kurteisi viðþá sem studdu málið I fyrra! Jónas Arnason minnti á allar þær fögru lýsingar á ágæti verk- smiðjunnar og nauðsyn hennar fyrir þjóðarbúið og byggðir Borgarfjarðar sem formælendur rlkisstjórnarinnar höfðu uppi i fyrra, t.d. þeir tveir ráðherrar sem sóttu Leirárfundinn fyrir rúmu ári. Hrifning heimamanna var minni, eins og fundurinn bar vitni um, og nú hefur komið i ljós að ráðherrarnir fóru með fleipur en alþýða manna þar efra hafði lög að mæla. Fyrirheit i fyrra — frestun nú í þingtiðindum má lesa öll þingsjá fyrirheitin sem ráðherrar gáfu þá um blessun járnblendisins, og var það allt haft eftir fróðum mönn- um. Nú er annað komið á daginn, eins og viðurkennt var af sjálfri stjórn Járnblendifélagsins á blaðamannafundi hennar um miðjan nóvember sl. Þá var þvi lýst yfir að dregið yrði úr framkvæmdum og þeim jafnvel frestað um óákveðinn tima vegna Stjórnarandstaðan: Gegn hœkkun á söluskatti Frumvarp rikisstjórnarinnar um hækkun söluskatts til rikis- sjóðs um 2 prósentustig með þvi að fellá niður viðlagasjóðsgjaldið án þess að lækka söluskatts- prósentuna, var til fyrstu umræðu á kvöldfundi nú i vikunni. Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna lýstu eindreginni and- stöðu við málið. Lúðvik Jósepsson benti á að þessi tvö söluskattsstig þýddu með núverandi verðlagi og um- setningu um 2.500 miljónir króna á ári. Þetta væri i reynd aukin skattheimta rikissjóðs, og henni væri Alþýðubandalagið andvigt. Or þvi að rikisstjórnin taldi fært viðlagasjóðs vegna að fella niður þennan tekjustofn hans, þá átti auðvitað að nota tækifærið til að lækka vöruverð sem þessum prósentum svaraði. Þá skiptir og máli i þessu sam- bandi að rikisstjórnin hyggur nú á breytta hlutdeild sveitarfélaga i þvi aö standa undir opinberum rekstri og þannig á að létta af rikissjóði gjöldum. Sýnist þvi enn minni ástæða til þessarar auknu tekjuöflunar. En ef ríkissjóður er nú svona illa staddur, þá eru til aðrar að- ferðir en þær að auka þá skatt- heimtu sem leggst þyngst á almenning eins og söluskattur gerir. Samkvæmt EFTA-samn- ingum á að lækka tolla á ýmsum innflutningi, og fara þar forgörð- um um 800 miljónir króna. Það mætti fresta þvi að lækka þessa tolla. Þá hefur margoft verið á það bent að sáralitið innheimtist nú i rikissjóð af tekuskatti frá fyrir- tækjum. Sjálfsagt er að breyta reglum um álagningu tekjuskatts þannig að fyrirtæki og annar at- vinnurekstur fari nú að bera skattinn. Einstaklingar i atvinnu- rekstri sleppa mjög vel við tekju- skatt, og er það óréttlátt gagnvart launafólki. Loks væri sjálfsagt að fella niður 285 miljón króna fjár- veitingu til byggingar járnblendi- verksmiðju. þess að horfur með afkomu sliks fyrirtækis sem járnblendiverk- smiöja er væru nú orðnar svo miklu öðruvisi en i fyrra! Þá var talið svo auðvelt að útvega hag- stæð lán: vextir 9—10%, en nú 11—13; þá lánstími 12 ár, nú 8 ár; þá þurfti engar tryggingar, nú er þeirra krafist. Jónas Árnason lýsti þessu miklu ýtarlegar en tök eru á að gera i þessari endursögn af mál- Hutningi hans. Vék hann sérstak- lega að hlut Halldórs E. Sigurðs- sonar og öllum hans fjálglegu fyrirheitum, sem nú hafa gufað upp. Samviskusemi verktakans afþökkuð. Jónasminnti á hvað mikið gekk á niðri i alþingi i fyrra þegar lögin um járnblendifélagið voru endan- lega samþykkt, samþykktin mátti nefnilega ekki dragast þvi að forstjórar Union Carbide áttu að koma til landsins daginn eftir. Og svo lá auðvitað á að hefja framkvæmdirnar. En svo leið reyndar fram á sumar þangað til tókst að finna verkinu samboðinn verktaka. Kringum hann hrúg- uðust siðan hneykslismálin ekki siður en moldarhaugarnir undan vinnuvélum hans. öryggismálin voru i ólestri, bilar óskoðaðir, verkafólk dregið á kaupgreiðsl- um, greitt með innistæðulausum ávisunum og menn reknir fyrir að framvisa þeim! Vinnuaðstaðan slik sem ekki hefur sést áratugum saman. Náttúruspjöllin á vinnu- stað voru eins og eftiræðisgenginn vélahernað, og á bænum Katanesi rikti hreint umsátursástand. Sumir sögðu að hamagangur verktakans stafaði af samvisku- semi hans við yfirboðara sina. Ekki hefur verið upplýst hver kostnaðurinn var orðinn við „stærstu mógröf Vesturlands” þegar Járnblendifélagið sá sitt óvænna og „frestaði frekari fjár- skuldbindingum” um óákveðinn tima. Nefnd væri talan 200 miljónir króna, og mætti minna á að fjárveiting til allra hafna á Vesturlandi á þessu ári nemur um 100 miljónum kr. Sjá nú blekkinguna í lok ræðu sinnar kvaðst Jónas hafa ástæðu til að ætla að margir þingmenn sem létu tilleiðast i fyrra að styðja málið vegna þess að þeir lögðu trúnað á allar yfir- lýsingarnar um að verksmiðjan mundi renna traustum stoðum undir efnahag þjóðarinnar, mundu nú sjá eftir þvi og gera sér grein fyrir þvi að forsendumar voru falskar. Tillaga sinværiflutt áður en Járnblendifélagið skýrði frá frestun sinna fjárskuldbind- Hvernig á að bœta dreifikerfi átvarps? Á fundi i efri deild nú i vikunni mælti Stcingrimur Hermannsson fyrir frumvarpi sinu og annarra framsóknarmanna um dreifikerfi útvarpsins, en þeir leggja til að innheimt verði 10% álag á út- varpsgjöld sem gangi sérstaklega til styrkingar á dreifikerfi, þann- ig að þessir fjölmiðlar nái til landsmanna allra. Þeir Helgi Seljan og Stefán. Jónsson lýstu sig báðir sammála þeim sjónarmiðum að efla þurfi dreifikerfi hljóðvarps og sjón- varps, en mótmæltu þeim hug- myndum að afnotagjöld verði hækkuð i þessu skyni. Helgi kvaðst munu flytja breytingartil- lögu við frumvarpið siðar i þá átt að ákveðinn hundraðshluti af- notagjalda gangi til eflingar dreifikerfis. Helgi lagði áherslu á það að núverandi ástand i sjón- varpsmálum landsbyggðarinnar væri óviðunandi, og mætti likja þvi við það að kaupendur fengju gallaða vöru. Af þvi fólki væri sannarlega ekki hægt að inn- heimta hækkuö afnotagjöld. Stefán Jónsson sagði að i reynd hefði alltaf staðið á þvi öll starfs- ár Rikisútvarpsins, að al- þingi sýndi þvi fullan skilning með fjárveitingum að kostnaðar- samt er að byggja upp dreifikerfi. Stefán kvaðst telja að útvarpið þyrfti sérstaklega markaðan tekjustofn til dreifikerfisins og uppbyggingar þess. Einkum væri það til vansa og tjóns að útvarpið sjálft, hljóðvarpið, skyldi ekki heyrast sómasamlega út um byggðir landsins, og dreifikerfi þess, eftir 45 ára starfrækslu, vera i jafn miklum molum og raun ber vitni. Jónas Árnason inga, en I ljósi þeirrar yfirlýs- ingar væri ekki óliklegt að margir þingmenn vildu kveða miklu fastar að orði en tillagan sjálf gerir. Þvi væri rétt að alls- herjarnefnd þingsins gerði þá breytingu á tillögunni að i stað orðalagsins um frestun framkvæmda kæmi nú: að hætta með öllu við framkvæmdir! Rétt að salta járnblendið! Gunnár Thoroddsen iðnaðar- ráðherra sagði að hann hefði við stjórnarskiptin tekið við áætlun- um um járnblendiverksmiðju sem rétt hefði þótt að endurskoða. Nýju áætlanirnar sem fylgdu frumvarpinu i fyrra sýndu hærri stofnkostnað að visu, en afkoman , átti að vera „ekki lakari, heldur 1 jafnvel betri”. Á þessu ári hefðu enn orðið verðlagsbreytingar i heiminum og þvi hafi stjórn Járn- blendifélagsins gert hárrétt i þvi að láta endurskoða þessar áætl- anir og fresta frekari fjárskuld- bindingum á meðan. Stofnkostn- aður, rekstraráætlun og lánskjör hefðu nefnilega breyst. Iðran Þá flutti Jón Armann Héðins- son þá iðrunarræðu sem að fram- an er getið, og varð ekki betur heyrt en hann sársæi eftir fylgi slnu viö málið i fyrra. Sigöldu seinkað? Stefán Jónsson rifjaði upp ýmislegt úr umræðum um málið á siðasta þingi og bar saman við það sem augljóst er i dag. Mál- flutningur rikisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar hefur illa staðist tlmans tönn, en málflutn- ingur andstæðinga málsins hefur fengið staðfestingu. Þá sögðu sér- fræðingarnir: Mikill hagnaður og engin mengun — eða svo lítil að hún verður vart sjánleg berum augum I okkar tæra lofti. Alþýðu- bandalagsmenn sögðu: Enginn hagnaður, mikil mengun. Nú segja sérfræðingarnir: Litill hagnaður eða enginn, og reynir þá vónandi ekki á seinna atriðið. Nú er manni sagt, kvað Stefán, að vegna tafa við byggingu verksmiðjunnar muni verða seinkað kaupum á vélum til Sigölduvirkjunar. Alþýðubanda- lagsmenn héldu þvi fram i fyrra að Sigalda þyrfti alls ekki á járn- blendimarkaðinum að halda, heldur mundi borga sig að láta orkuverið standa undir húsahit- un. Vegna hækkunar á olfu er það áreiðanlega 15% hagstæðara nú en i fyrra. Fæðubúskapurinn hagstæðari Stefán kvaðst hafa heyrt nýlega i viðurvist nokkurra þingmanna að forystumenn Islensks iðnaðar fullyrtu, að þeir gætu nýtt alla fá- anlega raforku á íslandi ef þeir fengju hana á sama verði og Jám blendif élagið. Fyrir hálfum mánuði var Stefán á ráðstefnu um fæðubú- skap, og þar kom fram aö hægt væri að ráðstafa 90 megavatta afli til framleiðslu á heykögglum; væri það 4 sinnum arðgæfari starfsemi en járnblending. Land- bæði Islands nægja til þess að brauðfæða 36 miljónir manna, ef orka og vinnuafl er nýtt til mat- vælaframleiðslu. Hundruð miljóna manna svelta, en enginn hrópar á járnblendi. Hagsveiflur stóriðjunnar Lúðvik Jósepsson kvaðst taka undir kröfu Jóns Ármanns um að Framhald á 14. siðu Niður- skurður bundinna framlaga Á fundum efri deildaralþingis i fyrradag var mælt fyrir þremur stjórnarfrum vörpum. Gunnar Thoroddsen mælti fyrir frumvarpi um framlenginu verð- jöfnunargjalds á raforku til árs- loka 1976. Matthias A. Mathiesen mælti fyrir frumvarpi um breyt- ingar á eignaskatti, sem greint hefur verið frá hér i blaðinu, og einnig fyrir öðru frumvarpi um lækkun lögbundinna framlaga i fjárlögum um allt að 5% á árun- um 1976 og 1977. Þessi niður- skurður hafði verið boðaður i athugasemdum með fjárlaga- framvarpinu, hvað snertir árið 1976, en nú hefur árinu 1977 einnig verið bætta þarna við. Um er að ræða heimildarákvæði. Á fundi neðri deildarsama dag mælti fjármálaráðherra fyrir frumvarpi rikisstjórnarinnar um heimild til erlendrar lántöku allt að kr. 3.380 miljónir. Sagði ráð- herrann, að þær heimildir, sem fyrir hendi væru i fjárlögum, til að taka erlend lán væru ekki nægjanlegar. Milti- þinganefnd í byggða- málum Geir Hallgrimsson, forsætis- ráðherra, svaraði á alþingi i fyrradag fyrirspurn frá Jóhannesi Arnasyni (varamanni Matthiasar Bjarnasonar, ráð- herra) um það, hvenær væri að vænta niðurstöðu af störfum milliþinganefndar i byggðamál- um, sem skipuð var samkvæmt þingsá ly k tun ar til lögu sam- þykktri 10.4 1973. Geir Ilallgrimsson las yfirlits- skýrslu um störf nefndarinnar undirritaða af Steingrimi Hermannssyni, formanni þessar- ar nefndar, og sagði, að stefnt væri að þvi að ganga frá almennri skýrslu um störf nefndarinnar á þessum vetri. Steingrimur Hermannsson sagði nefndina hafa kynnt sér starf að byggðamálum i ná- grannalöndum, en það væri ekki einfalt mál að móta „heildar- stefnu” i þessum efnum. Nefndin þyrfti nú að fá góðan starfsmann, og von væri til að úr rættist i þeim efnum. Helgi Seljan sagði, að nefndin hafi unnið allvel framanaf, en við stjórnarskiptin i fyrra hafi lagst yfir hana nær alger doði, og kvaðst þingmaðurinn, jafnvel hafa verið að hugsa um að segja sig úr henni, vegna starfsleysis hennar -að undanförnu. Tómas Árnason vildi minna á, að ákvörðunin um 2% fjárlaga- uppæðar til Byggðasjóðs hafi aukið eigið fé sjóðsins verulega.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.