Þjóðviljinn - 12.12.1975, Qupperneq 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. desember 1975.
GUÐBERGUR
BERGSSON
SKRIFAR
FRÁ
SPÁNI
DAUÐI FRAMCOS
Guðbergur Bergsson hefur skrifað ýtarlega frá-
sögn af siðustu dögum Francos einræðisherra Spán-
ar. Þar er i bland við sérstæða sjúkdómslýsingu
margt sagt um spænsk stjórnmál, goðsögnina um
einvaldann og afstöðu alþýðu til hennar, viðbrögð
hinna ýmsu hópa við dauðastriðinu og þar fram eft-
ir götum. Skýrsla Guðbergs verður birt i þrem
næstu blöðum Þjóðviljans.
Tafið hefur verið fyrir andláti
Francisco Paulino Hermenegildo
Teodúlo Franco Bahamonde,
þjóðarleiðtoga Spánar (þekktur
undir nafninu Franco) með þvi að
beita gegn dauðanum læknavis-
indum, krafti kaþólskrar trúar,
talnabandsbænum og mariuvers-
um presta landsins, sem biðja
látlaust fyrir leiðtoganum i öllum
kirkjum landsins, i' von um, að
honum batni, komist á stjá og geti
haldið áfram áð stjórna þjóðinni
með „andlitið móti sól”, eins og
stendur i flokkssöng falangista.
Enginn texti er við þjóðsönginn,
sem leysir Spánverja undan
þeirri svivirðu að springa á
lummunni.
Helst litur út fyrir, að spádóms-
orð kerlingar ætli að rætast:
djöflarnir deyja aldrei. En þótt
djöflar deyi kannski aldrei alveg,
deyja þeir samt. Allt fer eftir þvi,
hvaða augum er litið á lifiö.
Franco lifir enn vélrænu lifi fyrir
mátt vélanna, en allt hans and-
lega lif er látið fyrir löngu. Og nú
eröllum ráðum beitt, svo að ,,sál-
in vakni”: vélum, helgum grip-
um, heilagra manna beinum og
öðru, sem trúar- og visindahjá-
trúin segja að unnt sé að breyta
með lögmálum lifsins. Dauða-
strið Francos hefur verið svo
langt, að hægt væri að halda is-
lenskan miðil hafa sent honum
þann fræga Friðrik huldulækni.
Fagurt yrði að sjá á forsiðu stór-
blaðs: Friðrik bjargar Franco.
Svefnherbergi Francos i höll-
inni E1 Pardo, og siðan sjúkra-
herbergið i La Paz sjúkrahúsinu,
hlýtur að hafa litið út eins og und-
arlegt sambland af geimstöð og
seiðhjalli. Blöð og fjölmiðlar
þreytast aldrei á að birta teikn-
ingar af liffærum þjóðarleiðtog-
ans, sumar myndir eru í eðlileg-
um litum, og lýsa mætti véla og
helgra dóma. En ofar öllu stendur
auðvitað ósigrandi máttur og lifs-
löngun einræðisherrans. Þrátt
fyrir lifskraftinn, skorar rlkis-
stjóminsamt á þjóðina að vera á-
fram jákvæð, eins og hún hefur
verið I nærri fjörutiu ár, leggjast
á bæn og biöja, enda er vonin það
siöasta, sem maðurinn glatar.
Franco liggur „bæði lifs og lið-
inn” innan um helga dóma, vélar
og leiðslur, og þjóö hans er i það
mikilli taugaspennu, að fjöldi
manns hefur látist úr slagi á
stéttinni fyrir utan viggirtan garð
hallarinnar. Alitið er, að tið
hjartaáföll millistéttarfólks (stór
hluti almennings er næstum á-
hugalaus, nema þegar kemur að
safaríkum lýsingum á þvagteppu,
köfnun, blóðugum uppskurðum
o.s.frv., þá opnar hann undrandi
augun, annars er sjúkdómur
Francos „þeirra mál”) stafi af
ást stéttarinnar á leiðtoganum.
Þjóðin er hvött til þátttöku, og
kannski vona dagblöðin, að hún
hrynji niður, og að lokum standi
Franco einn yfir valnum með
pálma hreystinnar i höndunum og
horfi yfir likin.
Auðstéttin lætur ekkert frá sér
heyra. Rangt væri þó að halda
hana óska leiðtoganum dauða,
eða væna hana um óþjóðhollustu.
En eitt er vist, að hjarta hennar
slær glatt. Sönnun þess eru þrjár
kauphallir landsins. Aður en leið-
toginn fann til lasleika, höfðu
/erðbréf fallið niður úr öllu valdi
en hækkuðu á ný jafn hröðum
skrefum og dauðinn haskaði sér
að generálnum. Sjaldan hefur
hjarta kauphal’lanna dansað jafn-
dátt og nú. í hvert sinn, sem
læknar Francos birta skýrslu og
greina frá óreglulegum hjart-
slætti, lifnar yfir kauphallar-
hjartanu og fjörkippur fer um
verðbréfin.
Sjúkdómssaga
Francisco Francos,
pjóðarleiðtoga Spánar.
Nú liður að jólum, uppskeru-
hátið sjúkdómssagna og lækna-
bókmennta. Ég leyfi mér þess
vegna að bæta einni i hópinn,
Sjúkdómssögu Francisco
Francos, sem er byggð á tugum
blaðagreina, styttum og færðum i
stflinn, en allt er rakið i réttri röð
dagatalsins. Sjúkdómssagan er
hvort tveggja i senn, saga um
baráttu fórnfúsra lækna gegn yf-
irvofandi dauða, og æsandi sjúk-
dómslýsing. Hún er jafnframt
viss tegund heimildarits, sem
ekki ætti að skaða i öllum
skandinavismanum og heimilda-
bókaflóðinu. Sagan er á þessa
leið:
Þann 14. október fann
Francisco Franco, þegar hann
reis árla úr rekkju i höll sinni, E1
Pardo, að hann gekk ekki heill til
skógar. Hann hafði örlitið kvef-
ast. Heimilislækninum var þegar
gert aðvart, og hann fann við
hlustun að kvefpestin var komin á
óæskilega hátt stig. Franco voru
valin þau kvefmeðul, sem ekki
mundu blandast illa öðrum lyfj-
um, sem hann var á, en þau voru
mörg og margvisleg, enda hrjáðu
hannýmsir kvillar. Mikil skelfing
greip undir eins um sig meðal
ráðamanna þjóðarinnar, og ýms-
ar sögur komust á kreik. Gömul
minni vöknuðu, einkum aðvörun
systur hans, kjaftakerlingarinnar
Pflar, þegar hún baö spænsku
þjóðina, eins og spákona aö taka
vandlega eftir 12. október. Nú
mundu allir, að Franco hafði ver-
iðífjölmenni þanndag.við athöfn
i Spænsku menningarstofnuninni.
Eflaust hafði hann smitast þar.
Venja Francos er að veita opin-
bera áheyrn á miðvikudögum, og
næsti dagur, 15. október, var á-
heymardagur. Franco brá ekki út
af vananum, þrátt fyrir kvefið,
heldur stóð eins og gamalt vél-
menni og heilsaði ýmsum sendi-
nefndum. Skipstjórinn stóð við
stjórnvöl þjóðarskútunnar, eins
og ekkert hefði i skorist, sögðu
blööin. En að embættisstörfum
loknum fann heimilislæknirinn,
að hjarta ríkisleiðtogans sló ó-
eðlilega. Engin ástæða var til að
óttast, lyf gegn veirum geta vald-
ið sliku, einkum hjá eldra fólki,
þótt það sé fmynd eilifrar æsku og
lifskrafts, eins og Franco. Er-
lendar fréttastofur birtu samt
þegar rosafréttir af lasleikanum,
og blöð og útvarp ýmissa þjóða
töldu Franco vera dauðan.
Franska útvarpið kvað hann hafa
látist úr hjartaslagi.
Spænska þjóðin tók þessu með
jafnaðargeði. Hún trúir engum
erlendum rosafréttum um leið-
toga sinn, sist nú, eftir þann
mikla andspænska áróður og
árásir, sem hún hefur orðið að
þola, eftir aftökurnar i Madrid.
En þótt þjóðin sé vör um sig
gagnvart útlendingum, er hún
einkar næm fyrir söguburði. Hún
er hugmyndarik og jók sögurnar
um allan helming, eftir að bil-
hlössum af alls kyns tækjum hafði
verið ekið til bústaðar leiðtogans.
16. október tóku kauphallirnar
þrjár við sér, i Madrid, Barcelona
og Bilbao. Sögurnar örvuðu veik-
an hjartslátt þeirra. Þær hermdu,
að Franco væri sársjúkur. Þetta
varð til þess, að örlitið lifnaði yfir
vonlitilli stöðu athafnalifsins,
einkum byggingaiðnaðinum. Allt
hjarnaði við og verðbréfin hækk-
uðu. Það lifnaði yfirfleiru en auð-
magninu. Ýmis ólögleg stjórn-
málasamtök fóru á kreik. Gegn
þeim var beitt eina lyfinu, sem
dugir: miklum fangelsunum.
Einnig voru blaðaútgáfur bann-
aðar og fjölmörg timarit limlest
af ritskoðuninni. Ritskoðun á
Spáni hefur verið afnumin
þannig, að lesefni er skoðað eftir
að það kemur út. Þannig verður
tap útgefenda meira og varúð og
ábyrgðartilfinning ritstjóra
eykst: þeir sjá sjálfir um að rit-
skoða efniö. Skæruliðar konungs-
ins Krists, byltingarsinnuð sam-
tök hægriaflanna, fengu einnig
vind undir væng og réðust á fólk,
grunað um vinstristefnu, og
lamdi það tilóbóta, hvar sem færi
gafst. Lögfræðingar uröu einkum
fyrir barðinu á skæruliðunum.
Millistéttin lá hins vegar í siman-
um og miklar sögur hófust.
Ættingjar Francos og hópur
sérfræðinga i hjartasjúkdómum
flykktust til hallarinnar. Hjarta
leiðtogans sló nokkuð eðlilega. En
þegar leið á kvöldið varð sláttur-
inn órólegur. Þá höföu helstu
hjartalækningatæki sjúkrahúss-
ins La Paz (Friðurinn) verið flutt
til hallarinnar, og ein hæð þess
rýmd, ef þess gerðist þörf að
flytja sjúklinginn i sjúkrahús.
17. október. Ráðherrafundur
var haldinn i höllinni þennan dag.
Læknarnir komu saman áður og
ræddu, hvort óhætt yrði að leyfa
Franco að sitja fundinn, vegna
veikindanna. Læknarnir urðu á-
sáttir um að veita honum leyfi.
En áður en hann fór Inn i funda-
herbergið voru þrjú mælitæki fest
viö brjóst hans og handleggi,
tengd leiðslum, sem áttu aö senda
stöðugar fréttir af slætti hjartans.
Fréttirnarbirtust á litlum skermi
i næsta herbergi, þar sem lækn-
amir fylgdust með öllu. Tækið
plpti með eðlilegum hætti. Franco
hafði ekki orðiö fyrir neinni geðs-
hræringu. Hjartað sló rótt, ekkert
raskaði hug hins þrautreynda
striðsmanns, ekki einu sinni ó-
trygga ástandið i Spænsku
Sahara. Eflaust var verið að ræða
máliö, þótt enginn viti það með
vissu. Allir fundir rikisleiðtogans
eru leynifundir.
Skyndilega breyttist linuritið.
Það fór að skjálfa á skerminum.
Broddar linanna hækkuðu og
tiðnin minnkaði. Læknarnir urðu
skelfingu lostnir. Einhver þeirra
ætlaði að rjúka að dyrunum og
opna þær. En lifverðir Francos,
sem vöktu yfir læknunum, héldu
eflaustað hér væri eitthvert sam-
særi lækna á ferðinni, og stöðvuðu
þvi lækninn við dyrnar af
öry ggisástæðum. Lif Francos er i
stöðugri hættu. Læknar geta verið
grunsamlegir, einkum einn
þeirra, Farinas, sem átti lýð-
veldissinnaðan föður, færan
hjartaiækni, sem stjórn Francos
lét dúsa í fangelsi ævilangt að
loknum sigri i borgarastyrjöld-
inni. Nú vakti sonurinn, einn
fremsti læknir landsins, yfir lifi
leiðtogans. Var hann ekki gmn-
samlegur?
Allt var rólegt f fundaherberg-
inu. Engan ráðherra grunaði,
hvað var að gerast i brjósti leið-
togans. En læknarnir vissu það og
reyndu að sannfæra lifverðina
um, að lif leiötogans væri i hættu.
En lögreglan trúði á samsæri,
eins og Stalin.
Allt i einu opnast dyrnar.
Franco kemur út. Hann dregur
leiðsludraslið á eftir sér, náfölur I
andliti, vegna ofsafengins hjart-
sláttar. Samt stendur hann á fót-
unum. Franco er undir eins færð-
ur í rúmið, sýni tekin og send i
skyndi til sjúkrahússin La Paz.
Læknirinn Jose Mantilla finnur,
að efnaskipting blóðsins hefur
raskast: hætta er á yfirvofandi
hjartaslagi.
Kvöldblöðin og fjölmiðlarnir
minnast ekki einu orði á sjúkdóm
landsfööurins, sem liggur milli
heims og himnaríkis i fullkomn-
asta rúmi Spánar, stöðugt tengd-
ur hjartaritinu, sem fylgist með
störfum vöðva og hjartahólfanna.
Gjörgæslulæknar standa um-
hverfis rúmið.
1 svefnherbergi Francos er
undursamleg vél, sem á islensku
væri hægt að kalla „blóðtappa-
togara”. Þetta galdratæki á að
geta hindrað það alhættulegasta,
að hjartað hætti að slá, með litlu
raflosti. Einnig eru til reiðu afar
frumlegir og nýuppfundnir belg-
ir, einkar vel úr garði gerðir
„æðabelgir”, sem hægt er að
koma fyrir I slagæð i lærinu, og þá
sjá þeir sjálfkrafa um að dæla
blóðinu til hjartans. Og án þess að
Franco sjái, stendur i einu horni
svéfnherbergisins splunkunýtt
öndunartæki. Tækið á að geta
unniö öll störf, ef allt bilar. Það
lætur dauða anda, heldur liki á lifi
vikum og jafnvel mánuðum sam-
an og gerir eiliföina jarðneska.
Næsta dag, 18. október, birta
dagblöðin þá einu frétt, að Franco
hafi fengið kvef: tiu linur. Þau
birta einnig þá frétt, að hjarta-
græðarinn mikli, Christian
Barnard, hafi komið til Madrid i
boði tengdasonar Francos, mark-
greifans af Villaverde, til að taka
þátt i mikilli veiðiför.
19. oklóber segja fréttir, að
Franco hafi hlustað á messu i
kapellu hallarinnar, einnig að
hann hafi horft á sjónvarp að
venju, enda mikill sjónvarpsunn-
andi, þar sem fór fram knatt-
spyrnuleikur milli liðanna frægu i
Madrid og Barcelona.
Þetta er fagur dagur, tilvalinn
til útivistar og veiðiferða. En
samt situr borgarastéttin við
simann, eða biður eftir „skyndi-
fréttum” á skerminum, i stað
þess að aka út i sveit og njóta un-
aðar náttúrunnar á skipulögðum
útivistarsvæðum. Veiðiför mark-
greifans hefur verið aflýst.
Morgunn þess 20. dags október-
mánaðarris. Franco eyðir honum
i ró og næði i rúminu. En hann
tekur á móti spánarprinsi, og þeir
sitja á rökstólum nokkra hrið.
Eftir fund þeirra er opinberri á-
heyrn þjóðarleiðtogans aflýst
næsta miðvikudag. Akvörðunin
kveikir ótal sögur, sem fljúga
gegnum sima og með vinnukon-
um og kjaftakerlingum um allan
Spán. Fyrir eitthvað fimmtán ár-
um voru fréttir fljótari 1 förum á
vörum þeirra milli Barcelona og
Cadfz en simskeyti. En núna hef-
ur tæknin og hraðinn I fréttaflutn-
ingi gert þær aö mestu úreltar.
Þess vegna hendir stöku sinnum,
að spænskar konur loki munnin-
um. Ástandið er þannig, að likast
er sem verið sé að halda öng-
þveitinu afmælisveislu, veita þvi
eins konar forskot á Iberskt öng-
þveiti erfisdrykkjunnar að
Franco látnum. Hver kjaftar upp
I annan, enginn veit neitt með
vissu, ogenginn hlustar. Sú list er
næstum þvf óþekkt á þessum
slóðum. Spánverjar hlusta aldrei,
heldur búa það til, sem þeir þykj-
ast hafa heyrt. Fulltrúar Þjóð-
vamarráðsins halda fund, sem
sagður er vera f nánum tengslum
við lasleika Francos og erfiðleik-
ana i Sahara. Hermenn fá skipun
um að halda kyrru fyrir i herbúð-
unum. Þeir sem búa utan þeirra,
verða að láta vita, hvar þeir
dvelja. Búist er við, að Konungs-
ráðið haldi fund og ræði um fram-
tið landsins og erfðalögin. Franco
er sagður hafa fengið andateppu.
öruggt er, að hann fékk óþolandi
kvalir f brjóstið. Kvölunum fylgdi
dauðans angist, sem er miklu
ægilegri en kvalirnar. Nýir lækn-
ar koma að sjúkrabeðinu. Franco
fær sefandi lyf, einkum dolantin,
sem er morfinupplausn, og
fenegran, sem slær á blóðþrýst-
inginn og hefur sömu áhrif og ró-
andi lyf. Skyndilega ber á önd-
unarerfiðleikum.
Haldið er, að Franco hafi kafn-
að. En Nicolas, bróðir hans, ber
til baka við erlenda blaðamenn að
Föstudagur 12. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Fyrsti hluti —
Sjúkdómssaga meö
tilbrigðum
Fólk úr sveitunum kom með handavinnuna meö sér svo aö þaö sæti ekki aögeröalaust
meban beöið var eftir aö dauðastríöi leiötogans lyki.
Varösveitir í Madrid
Nú kom sér vel aö vera orðinn læs fyrir löngu, lestur dagblaöa jókst.
læknarnir hafi opnað barkakýlið
á honum, svo að öndunin léttist
21. október. Markgreifinn af
Villaverde hefur vakað alla nótt-
ina yfir hinum sjúka, ásamt
Christan Barnard og lækninum
Pescador, sérfræðingi i hjarta-
sjúkdómum við sjúkrahúsið La
Paz. Snemma morguns er þota af
gerðinni Mystere send i skyndi til
Barcelona eftir lækninum Marto-
rell, sem annaðist Franco I fyrra,
þegar hann fékk blóðtappa i lær-
ið.
Læknarnir gefa skýrslu. Hún er
ekki birt almenningi. Arias, for-
sætisráöherra landsins, heim-
sækir Franco um hádegisbilið.
Grunur leikur á að rætt hafi verið
um arftöku prinsins og erfiðleik-
ana I Sahara, sem fara stöðugt
vaxandi. Mikil óvissa rikir hvar
vetna. Landið er sagt vera
„stjórnlaust”. Verðbréfin i kaup-
höllunum ýmist hækka eða lækka
i takt við orðróminn. Áður en
hallirnar loka, berast þau tiðindi,
að Franco hafi örugglega fengið
hjartaslag. Það hleypir verðbréf-
unum upp um rúm tvö stig.
Um kvöldið segir bandariska
sjónvarpsstöðin CBS, að þjóðar-
leiðtogi Spánar sé dauður. Nokk-
ur sendiráð fara á skrið, einkum
það bandaríska, sem stendur si-
fellt á verði, enda er haldið að
kommúnistar muni reyna að
hrifsa völdin um leið og Franco
leggur upp laupana. Stjórnarand-
staðan þegir. Mikill lögregluvið-
búnaður er i Madrid og fjöldi ó-
breyttra hermanna á götunum.
Frjálslyndir óska hver öðrum til
hamingju á dulmáli gegnum
sima. Hætta er á, að simahlustan-
ir fari vaxandi. Rétt i þessu birt-
ist tilkynning i sjónvarpinu frá
Embættisráði Francos. Þar er
sagt, að leiðtoginn sé kvefaður og
kvefið hafi orsakaö væga lömun
hjartavöðvans, samt sé hann á
batavegi. Tilkynningin er ekki
undirrituð af neinum lækni, og
fólk trúir henni mátulega. En
kardinálinn Tarancon, biskupinn
yfir Madrid, biður trúarsöfnuði
landsins að minnast leiðtogans á-
vallt I bænum sinum.
A miðnætti tilkynnir portú-
galska útvarpið, að viðbjóðsleg-
asti einræðisherra heimsins sé nú
loksins dauður, en spænska
stjórnin muni ekki tilkynna and-
látiðfyrr en næsta dag. Útvarpið
óskar verkamönnum og fólkinu til
hamingju með sigurinn.
22. október heldur almenning-
ur, að Franco sé dauður. Allir
hafa samt á sér gát: einræðis-
herrar eiga það til að risa skyndi-
lega aftur upp frá dauöum. Þeir
látast deyja drottni sinum, svo að
hægt verði að „prófa” hugarfar
þjóðarinnar. Hvergi bólar á
kommúnistauppreisn i Madrid.
Það heyristekki einu sinni i þyrl-
unni frægu, sem jafnan sveimar
yfir borginni, ef eitthvað er i að-
sigi. Allt er með kyrrum kjörum,
að hjörtum mannanna undan-
skildum.
Fréttamenn frá flestum lönd-
um heims hafa nú flykkst að höll-
inni E1 Pardo. Þeir biða frá þvi
eldsnemma morguns eftir að
flaggað verði i hálfa stöng. En
fáninn ris að húni. Þetta er öruggt
merki þess, að Franco sé enn á
lffi. Þjóðfánar misvirða aldrei
þjóöhöfðingja, og enginn má mis-
virða fánann.
Embættisráð Francos færir þá
frétt, að hann sé að jafna sig eftir
áfallið. Blaðið Arriba, málgagn
falangista, bætir þvi við, aö
Franco sé við góða heilsu, i gær
hafi hann horft á 2 kvikmyndir i
einkakvikmyndahúsi sinu. önnur
myndin hét Ótti tröllriður borg-
inni, hin er Chaplinmyndin Sviðs-
ljós. Undarlegt, að hann skuli
ekki hafa horft á Einræðisherr-
ann. Vikublaðið Personas birtir
gamla mynd af Franco, þar sem
hann er að mæla hnöttinn með
málbandi, likt og hann sé að velja
sér bita, þótt hann verði sist af
öllu sakaður um útþenslustefnu.
Chaplin lét einræðisherrann hins
vegar leika sér við hnöttinn.
Rætt er um, að ráðherrar
spænsku stjórnarinnar séu marg-
skiptir i máli Sahara. 1 þessari
siðustu nýlendu Spánar i Afriku
er, eins og flestir vita, afar auðug
fosfatnáma, og styrinn stendur
um hana, en ekki um það, hvort
landið eigi að fá sjálfstæði. Vand-
inn er i þvi fólginn að veita þjóð-
inni sjálfstæði, en náman verði
áfram i eign spænskra námufé-
laga. Það vilja ráðamenn i
Marokko ekki, heldur fá sinn
skerf af auðæfunum. Lausnin
verður auðvitað sú, að stofna fjöl-
þjóðafyrirtæki um rekstur nám-
unnar. Um þaö er nú samið, þótt
Ibúar Sahara vilji auðvitað fá
hvort tveggja, sjálfstæði og nám-
una.
Franco stunda, auk læknanna,
tveir hjúkrunarmenn og hjúkr-
unarkonur. Þetta er vandlega
valið fólk og tryggt. Engu aö siður
verða hjúkrunarkonurnar að vera
hreinar meyjar. Aður en þær
ganga að störfum er gerð á þeim
likamsleit, likt og gert er við is-
lenskar flugfreyjur, svo að þær
feli ekki neitt hættulegt lifi leið-
togans i þvi opi, sem kennt er við
Venus, eða i bróðuropinu að aft-
an, sem ég kann ekki að nefna.
23. október breiðist skelfingin
út um allt landið. Franco er i lifs-
hættu. Háttsettir embættismenn
sjást hlaupa milli fundastaða.
Verið er að togast á um valdið.
Einn mesti hlaupagikkurinn,
markgreifinn af Villaverde,
tengdasonur Francos, gerist tiöur
gestur þennan dag i höll spánar-
prinsins. Enginn veit neitt með
vissu um, hvert erindi hans er.
Haldið er, að markgreifinn vilji
reyna að steypa prinsinum, reyna
jafnvel að láta hægri öfgaöfl,
francoistana, myrða hann. Þá
yrði, samkvæmt erfðalögunum
nýju, enginn rikiserfingi, og hægt
að koma þvi til leiðar, að fjöl-
skylda Francos sitji áfram að
völdum: hertoginn af Cadiz,
kvæntur dóttur markgreifans, og
þvi dótturdóttur Francos, hinn
„.raunverulegi rikisarfi”, hefði
faðir hans ekki verið daufdumbur
og þurft þess vegna að afsala sér
tilkalli til konungserfða. Spánar-
prinsinn, Juan Carlos, er ekkert
annað en „uppfinning” Francos,
gerð áður en dótturdóttir hans
giftist hertoganum af Cadiz.
Markgreifinn af Villaverde er
léttur á fæti, þótt nefbrotinn sé.
Sagan um nefbrot greifans er sú,
að skömmu eftir aftökurnar i
Madrid sat hann á finu veitinga-
húsi á Sólarströndinni og heyrðist
vera talað illa um Spán við næsta
borð. Markgreifinn rauk upp frá
steikinni, ruddist að gestunum
með ókvæðisoröum og studdi
föðurlandið. Áður hafði hann
fengið sér nokkur staup, sem
styrkja jafnan hjartað og auka
ættjarðarástína. Hjónin við næsta
borð voru hollensk og höfðu feng-
ið sér vel neðan i þvi, liklega
malagameyjarvin, sem er afar
vinsælt hjá túristum, þvi að þau
snerust hart gegn fólskum greif-
anum, þótt þau skildu ekki, hvað
var um aö vera, og túlipana-
svarkurinn sló tengdason þjóðar-
leiðtogans svo fast með handtösk-
unni sinni, að nefið brotnaði og
hans bláa ættarblóð stökk úr nös-
unum niður á heimsborgaralega
réttina. Eftir þetta varð mark-
greifinn af Villaverde aðhláturs-
efni fólks.
Þrátt fyrir sjúkdóm Francos
hélt þjóðþingið áfram störfum.
Þar eru aldrei neinar sviptingar,
heldur rikir þar sátt og samlyndi.
Nú rikti þar ekki ólikt andrúms-
loft og á Alþingi: fáir sátu i saln-
um. En þeir, sem sátu þar, ráku
oft nefið undir arminn, eins og
fugl undir væng, og þefuöu i laumi
af sér svitalyktina, enda er
spennan mikil: þingmenn fengu
ekki einu sinni fréttir af liðan
Francos. Þeir voru á sifelldum
hlaupum eftir blaðamönnum og
snöpuðu eftir tiðindum. Að lokum
mótmælti einn þingmannanna, að
hvorki þingheimur né almenning-
ur fengi fréttir af þvi, sem væri að
gerast. Þetta var I fyrsta sinn,
sem mótmæli höfðu heyrst i þing-
sölum, eftir að spænska þingið
var endurreist af Franco eftir
borgarastyrjöldina árið 1942.
Blöðin töluðu um, að timamót
hefðu verið mörkuð i sögu þess,
þvi að óánægjuraddir hefðu
heyrst þar: merki um lýðræði.
Blaðið Telediario birti einnig
fréttir erlendra fréttastofa um, að
Franco hefði nú elnað sóttin og
lömun hjartans aukist. Fréttin
var undirrituð af tiu læknum.
Seint um kvöldið kemur upp
kvittur: háttsettur maður i hern-
um hefur verið settur i stofufang-
elsi, hermenn verða sendir til að
hafa umsjón með fréttaflutningi
útvarps og sjónvarps. Fréttin
hafði engan fót fyrir sér. Hér var
einungis um að ræða venjulegt
„eftirlit”.
Það er að frétta af Franco, sem
kemst þó aldrei í blöðin, að þenn-
an dag þöndust út hjartahólf
hans, vegna ónógs súrefnis. Lyfj-
um var beitt gegn þessari nýju
árás sjúkdómsins og „muldu”
þau blóðtappana, þannig að störf
kransæðarinnar léttust. Sú hætta
fylgir jafnan þannig lyfjum, að
sár geta myndast á slimhúð inn-
yflanna og valdið blæðingu, og
þannig fór fyrir maga Francos.
Honum voru einnig gefin róandi
meðul, sem milduðu þjáningarn-
ar, en um leið féll svefnmók á
sjúklinginn, og læknarnir töluöu
um „einstaklega þægan sjúkling,
sem fylgir umsvifalaust öllum
ráðum”. Skömmu eftir lyfja-
gjöfina fór að bera á blæðingum i
maga og lömun innyflanna. A
þetta var slegið með viðeigandi
lyfjagjöf. Nýir læknar bættust i
hópinn, einn þeirra var sérfræð-
inguri Parkinsonveiki, sem hefur
þjáð þjóðarleiðtoga Spánar árum
saman.
Dauðadansinn er nú rétt að
hefjast, dauðadans mannsins,
sem má alls ekki deyja og verður
aðþjástá ýmsa vegu, sem verður
ekW með orðum lýst, ekki einu
sinni með orðum þeirra, sem
hlakka yfir þjáningum hans og
sjá nú hefndina koma yfir ein-
ræðisherrann i liki uppskurða,
magaþembu, þvags i blóði og
voðalegrar vatnsmyndunar i
kviðarholinu, sem þenur hann út,
eins og loftbelg. „Látið hann
kveljastsem lengst,” segja óvinir
hans. „Guði sé lof fyrir það, að
læknarnir þykjast vera að bjarga
honum, en eru i raun og veru að
láta hann liða djöfullegar kvalir,
þvi að þeir einir geta hefnt sin á
honum i nafni allrar þjóðarinn-
ar.”
Föstudagurinn 24. október ris,
þótt vart verði dagsbirtan greind,
vegna loftmengunar borgarinnar.
Þessi dagur vekur mikið fjaðra-
fok meðal stjórnmálamanna
Spánar. Fréttir af sjúkdómi
Francos vekja skelfingu á opin-
berum stöðum. Geysilegt fjár-
málafjör færist i kauphallirnar,
en upplýsingastjóri konungsfjöl-
skyldunnar, Anson, greifinn af
Motríco, og hertoginn af Badajoz,
halda til fundar við prinsinn. Að
fundi loknum fer Anson og fornfá-
legt ljóðskáld, Peman, til Sviss-
lands á fund Juan de Borbon.
föður prinsins, sem telur sig vera
réttan erfingja krúnunnar, en
ekki sonurinn, Juan Carlos
spánarprins, sköpunarverk
Francos.
En það eru fleiri en þeir, sem
leita til Juan de Borbon. Lög-
hlýðna stjórnarandstaðan reynir
einnig að fá áheyrn hjá „konung-
inum”, en kóngur neitar. Hann
vill ekki, að sögn, vinna neitt
óhæfuverk gegn syni sinum. Hann
veit, að margir gera tilkall til
kórónu Spánar, að kórónan stend-
ur völtum fótum og mikið er i
veði. Nú er um að gera fyrir Juan
de Borbon að halda i við sig við
viskidrykkjuna og láta ekki allt
flakka, eins og i sumar, þegar
honum var bannað að stiga fæti á
spænska grund fyrir fleipur i
Estoril i Portúgal.
Engar fréttir berast af Franco.
en donja Carmen, kona hans, sést
koma út úr höllinni með bros á
vör. Brosið róar á vissan hátt
blaðamenn og þjóðina, þótt allir
vitii, að hún er svo munnvið og
stórtennt, að hún getur sjaldan
lokað sibrosandi munninum.
Donja Carmen gengur almennt
undir nafninu Múlasna Fransis,
þvi að bros hennar minnir fólk á
„bros” ösnu einnar, sem varð
fræg fyrir leik i kvikmyndum fyr-
ir mörgum árum, og hét Múlasn-
an Fransis. Allir ættu að geta
skilið illkvittinn orðaleikinn:
Múlasna Francos.
Þennan dag heldur upplýsinga-
málaráðherrann vikulegan fund.
Hann segir, að Franco hafi ein-
ungis fengið kvefpest, sem sé
eðlilegt á þessum árstima. Ráð-
herrann neitar að ræða beitingu
11. greinar laga um rikisarftöku.
og kveður allt hjal manna um
pólitiska óvissu vera skrök róg-
tungna.