Þjóðviljinn - 12.12.1975, Side 11

Þjóðviljinn - 12.12.1975, Side 11
Föstudagur 12. desember 1975. WÓÐVILJINN — SÍÐA I'I Úr greinargerð fyrir nýju álsamningunum sem nú liggja fyrir alþingi VIÐHORF ALUSUISSE Lagt er til, aö lögfest verði- samkomulag, er tekist hefur með rikisstjórninni og Swiss Aluminium Ltd. (Alusuisse) um tilteknar breytingar á f járhagsat- riðum i aðalsamningi þeirra frá 28. mars 1966 (með áorðnum breytingum frá 28. október 1969) um álbræðslu i Staumsvik, sam- fara breytingum á rafmagns- samningi milli Landsvirkjunar og íslenska Alfélagsins hf. (ISAL), er honum fylgir. Eru breytingar þessar settar fram i svonefndum öðrum viðauka við aðalsamning- inn, dags. 10. desember 1975, sem iðnaðarráðherra hefur undirritað fyrir hönd rikisstjórnarinnar með fyrirvara um staðfestingu af hálfu Alþingis. Viðauki þessi er lagöur fram sem hluti af frumvarpinu, en hon- um fylgja eftirtaldir viðaukar við fylgisamninga aðalsamningsins, er lagðir eru fram til upplýsingar sem fylgiskjöl með greinargerð þessari: Annar viðauki við rafmagns- samning milli Landsvirkjunar og ISALs. — Annar viðauki við hafnar- og lóðarsamning, milli Hafnarfjarðarkaupstaðar og ISALs. — Annar viðauki við að- stoðarsamning — hönnun og byggingu, milli ISALs og AÍusuisse. — Annar viðauki við aðstoðarsamning — rekstur, milli ISALs og Alusuisse. — Annar við- auki við aðstoðarsamning — sölu milli ISALs og Álusuisse. Efnisbreytingar þær á álsamn- ingunum, sem hér er um að ræða, varða annarsvegar framleiðslu- gjald það, er tSAL greiðir i stað almennra skatta, og hinsvegar orkuverð fyrir rafmagn til ál- versins frá Landsvirkjun, en hvorttveggja hefur verið endur- skoðað frá grunni. Er ráðgert að taka ákvæðin um þetta upp i gild- andi samninga i stað þeirra, sem fyrir voru, en samningarnir haldi almennu formi sinu að öðru leyti. Jafnhliða þessu hefiir i þriðja lagi verið samið um heimild til stækkunar hjá tSAL sem svarar 1/7 hluta af núverandi bræðslu- mannvirkjum álversins, þ.e. með lengingu annars kerskála til jafns við hinn fyrsta. Gildir heimildin til ársloka 1979, og mun þessi hluti bræðslunnar sæta sömu samn- ingskjörum og þeir, sem fyrir eru, ef hún verður notuð timan- lega. Með tilliti til þessa er miðað við að fella ákvæði um viðbótina inn i hina eldri samninga, aðal- samning og fylgissamninga. Ekki er um að ræða neinar raunveru- legar breytingar á hafnar- og lóðarsamningi, eins og sá viðauki ber með sér, og i aðastoðarsamn- ingum ISALs og Alusuisse er ein- ungis skotið inn ákvæðum til að fullnægja formskilyrðum um gildi þeirra gagnvart stækkun- inni. Samið frá 1/10 1975 Við það er miðað i frumvarp- inu, að hinir nýju breytingar- samningar fái sömu meðferð og var um álsamningana i upphafi, en aðalsamningurinn var þá stað- festur með lögum nr. 76/1966 og honum veitt lagagildi. Þessari aðferð var einnig fylgt við gerð fyrstu viðauka við samningana, sbr. lög nr. 19/1970, er samið var um að flýta byggingu annars ker- skála bræðslunnar og lengja hinn fyrsta. Er þetta og i samræmi við Tafla 1. Greiðslur fSAL vegna orku og skatta — Dæmi A. Forsendur: Dæmi A gerir ráð fyrir svipaðri verðþróun á áli og undanfarna tvo áratugi, en dæmi ii gerir ráð fyrir mun iirari verðhækkunum á áli eða um 5% á ári að meðallali i dollurum. Einnig gerir dæini B ráð fyrir nmn meiri liagnaði. 1 ntillj. $ . greiðslur fyrir skatt- skattinneign (4-) 1.—5. ár: raforku greiðslur í lok timabils samtals Núgildandi reglur 14.1 10.0 4- 12.0 12.7 Nýjar rcglur án stækkunar 23.1 7.5 -r- 5.8 24.8 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 24.8 8.0 -4- 5.8 27.0 1.—10. ár: Núgildandi reglur 28.1 18.1 -r- 15.8 30.4 Nýjar reglur án stækkunar 50.0 15.0 4- 7.6 57.4 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 55.0 16.6 -7- 7.6 04.0 1.—19. ár: Núgildandi reglur 53.4 37.1 17.9 62.6 Nýjar reglur án stækkunar 103.4 28.5 4- 12.4 119.5 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 110.7 32.0 -4-12.4 136.3 Tafla 2. Greiðslur ÍSAL vegna orku og skatta — Dæmi B. Forscndur: Sjá atlis. um Dæmi A. í millj. $ grciðslur fyrir skatt- skattinncign (-í-) 1.—5. ár: raforku greiðslur í lok timabils samtals Núgildandi reglur 14.1 13.8 -4-11.8 10.0 Nýjar reglur án stækkunar 24.4 7.5 4- 5.8 26.1 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 26.3 8.0 4- 5.8 28.5 1.—10. ár: Núgildandi reglur 28.1 35.8 -4.18.3 45.6 Nýjar reglur án stækkunar 55.2 15.0 4- 6.5 03.7 Nýjar reglur með 20 MW stækkun 70.5 10.0 4- 6.3 80.8 1.—19. ár: Núgildandi reglur 53.4 103.1 4-33.5 123.0 Nýjar reglur án stækkunar 122.5 31.2 — 153.7 Nýjár reglur með 20 MW stækkun 147.5 30.7 — 184.2 fyrirmæli 51. gr. aðalsamningsins um breytingar á honum, sem kveöa á um staðfestingu frá Al- þingi. Fyrirhugað er, að hin nýju fjár- hagsákvæði gildi afturvirkt frá og með 1. október 1975, og er þvi æskilegt að hraða staðfestingu þeirra. Nýtt orkuverð Gefinn er kostur á stækkun ál- bræðslunnar sem svarar 20 megavöttum (10.700 árstonnum áls), er getur leitt til aukinnar orkusölu sem þvi nemur fljótlega eftir að Sigölduvirkjun tekur til starfa. Þar af eru 12 MW afgangs- orka. Tekið er upp nýtt orkuverð frá 1. október 1975, en það átti þá að lækka úr 3,0 i 2,5 mill. Er nýja verðið sett á stigbreytingar- grundvöll i tengslum við álverð frá 1. janúar 1978, en það var áður litt breytilegt (aðeins vegna rekstrarkostnaðar Búrfells), fyrr en við lok 25 ára samningstima. Nýja verðið er þannig: Til ársloka 1975, 3,0 mill. — Næstu 6 mánuði, 3,5 millj. — Næstu 12 mánuði, 4,0 mill. — Næstu 6 mánuði, 4.0—4.5 mill. eftir álverði. Frá 1. janúar 1978 til 1. október 1994 fylgir orkuverðið álverði þannig: Alverð Orkuverð (cent/pund) (niill/kwst.) 40eðaminna 1%, þó ekki undir 3.5 mill 40—50 0.85% afviðbót 50—60 0.70% — — 60—70 0.55% — — Yfir 70 0.40%— — Framleiöslugjald Hinum fasta taxta framleiöslu- gjalds ISALs sem átti að hækka úr $12.50 i $20.00 á tonn 1. október 1975, er breytt frá þeim degi i lág- marksskatt, sem greiða ber mán- aðarlega á skattárinu eftir út- skipunum. Er lágmarksskattur- inn (grunntaxti gjaldsins) $20.00 á tonn eða sem svarar $1.500.000 á ári við fulla framleiöslu án stækk- unar (75 þús. tonn). Þessi lág- marksskattur greiðist án tillits til taps eða hagnaðar hjá fyrirtækj- inu og myndar enga skattinneign gagnstætt þvi sem er um núver- andi framleiðslugjald. Það gjald getur myndað skattinneign að þvi leyti sem það er umfram $235.00, þ.e. hinn eldri lágmarksskatt, sem nú mundi falla niður. Við hækkanir á álverði umfram 40 cent á pund (það er nú 39 centDfer framleiðslugjaldið hækkandi eftir leiðréttum taxta, i stiglækkandi hlutföllum sem hér segir: Alverð Taxtahækkun (cent:pund) ($/tonn) 40—50 90% af hlutf. hækkun 50—60 80% af hlutf. hækkun 60—70 70% af hlutf. hækkun Yfir70 60% af hlutf. hækkun Með þessari stighækkun og á- kvæðum um lágmarkstekjuskatt er eldri skatthækkunarregla leyst af hólmi, enda hefur hún leitt til óraunhæfrar skattlagningar. Viðbótarskatturinn vegna hins leiðrétta taxta fellur i gjalddaga i byrjun næsta árs eftir skattárið, og fer þá fram endanlegt upp- gjör fyrir árið með hliðsjón af tekjum tSAL, ef við á. Um mynd- un nýrra skattinneigna verður þvi ekki að ræða. Um framleiðslugjaldið gildir sú hámarkstakmörkun, að hækkun þess vegna stigbreytinga má ekki leiða til skattlagningar umfram 55% af nettóhagnaði ISALs ( i gildandi samningum er 50% há- mark). Þar á móti hefur verið tekið upp nýtt tekjulágmark, þannig að framleiðslugjaldið i heild má aldrei vera lægra en 35% af nettótekjum. Um útreikn- ing nettóhagnaðar gilda sömu takmarkanir gagnvart ÍSAL og áður, sem er mikilvægt atriði, að öðru en þvi, að fyrirtækinu verður heimilað að mynda 20% varasjóð eftir svipuðum reglum og gilda eftir islenskum skattalögum. I skattamálunum hefur loks verið samið um skattinneign ISALS samkvæmt eldri reglum vegna reksturs fram til 1. október 1975, en hann hefur á þessu ári verið með stórfelldu tapi og inn- eignin þvi mikil, eða 4,4 millj. dollara. Þessi inneign mun bera vexti samkv- forvöxtum banda- riska seðlabankans (meðaltal siðustu 1J ára 5,6%) og greiðist af framleiðslugjaldi umfram iág- markið 20 dollara á tonn. Ef enn er um að ræða eftirstöðvar i lok samningstimabilsins skulu þær greiddar, þegar samningstima- bilið er útrunnið. Heimild til stækkunar t samkomulaginu felst, að á timabilinu frá 1. april 1978 til 31. desember 1979 hefur tSALkaup- rétt á orku, sem er 20 MW að afli (176 gigavattstundir á ári), og skiptist hún þannig, að 40% (8 MW.70GWst) er forgangsorka en Framhald á 14. siðu Umsögn Landsvirkjunar „Fyrir liggur nú endanlegt uppkast að breyttum raforku- sölusamningi milli Landsvirkj- unar og tSAL og eru megin nið- urstöður þess eftirtalið: 1. Verð á raforku til tSAL hækkar mjög verulega frá nú- verandi samningi. Þannig er gert ráð fyrir þvi i uppkastinu, að núverandi verð 2,5 mills/kWh hækki þegar i stað i 3 mills/ kWh eða 20% og strax i byrjun næsta árs upp I 3,5 mills/ kWh, sem jafnframt verður lágmarksverð á raforku það sem eftir er samningstim- ans, og siðan á miðju ári 1976 hækki verðið upp i 4,0 mills/ kWh og nemur þá hækk- unin frá núverandi samningi 60%. A árinu 1977 er gert ráð fyrir verði sem er ákveðið hlutfall af heimsmarkaðsverði á áli, en þó ekki minna en 4,0 mills/ kWh. Frá og með 1. janúar 1978, mun raforkuverðið verða tengt heimsmarkaðsverði á áli eftir ákveðnum reglum, en þó aldrei um breyttan raforkusölu - samning við ÍSAL lægra en áðurnefnt lágmark, 3,5 mills/kWh. Liklegt þykir, að heimsmark- aðsverð á áli hækki á bilinu 2,5- 5% á ári yfir samningstímabilið og er þvi mjög mikilvíegt að fá þetta ákvæði inn i samninginn, þar sem öll likindi eru á þvi að það leiði af sér verulegar hækk- anir á raforkuverðinu i framtið- inni. Þetta er mikil bót á núver- andi samningi sem ekki hefur teljandi verðhækkunarákvæði á raforku. Hækki álverð eins og nú er fastlega búist við, hækka orkusölutekjur Landsvirkjunar um 50-70 milljón dollara yfir samningstimabilið miðað við núverandi samning. 2. Tekjuaukning sú, sem um er að ræða samkvæmt hinum breytta samningi, mun hafa mikil jákvæð áhrif á fjárhag Landsvirkjunar og auka til muna svigrúm fyrirtækisins til að mæta hækkuðum reksturs- kostnaði og til hæfilegrar eigin- fjármögnunar nýrra fram- kvæmda. Þannig er þess að vænta, að þörf Landsvirkjunar til hækkana á orkuverði til al- menningsrafveitna á hverjum tima muni verða mun minni en ella, og t.d. ekki reiknað með að orkuverð til almenningsveitna verði hækkað nú um áramót. 3. Samningsuppkastið gerir ráð fyrir lengingu seinni ker- skála tSAL til jafns við þann fyrri. Þessi lenging gerir það að verkum, að Landsvirkjun getur selt sem svarar 20 MW af afli i viðbót við þau 140 MW, sem nú- verandi samningur gerir ráð fyrir. Af þessum 20 MW verður hægt að selja 60% af samsvar- andi orku sem afgangsorku með sömu skilmálum og i samningn- um við járnblendiverksmiðj- una. Þessi aukna orkusala er Landsvirkjun mjög hagstæð. Forgangsorkuverð i ofan- greindri viðbótarsölu samsvar- ar rúmum 10 mills/ kWh. sem er hliðstætt eða betra en það verð, sem samdist um til járn- blendiverksmiðjunnar. Orku- sala þessi þýðir auknar jekjur sem svara til 13-16 milljónum dollara reiknað yfir samnings- timabilið, ef álverð á heims- markaði hækkar eins og linurit- ið sýnir. Þá má taka fram, að þvi fyrr sem orkusala þessi hefst, þvi hagstæðara fyrir Landsvirkjun. Gert er ráð fyrir nú, að stækkunin geti verið komin i gagnið vorið 1978. Að lokum skal tekið fram. að tæknilega eru ekki vandamál hjá Landsvirkjun samfara áð- urnefndri söluaukningu til tSAL. Þessi aukna orkusala skerðir heldur ekki öryggi orku- afhendingar til almennings- veitna. E. Briem framkvæindastjóri.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.