Þjóðviljinn - 12.12.1975, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 12.12.1975, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 12. desember 1975. Eitt mark vantaði upp á jafntefli gegn dönum Botnlaus barátta var hjá báðum liðunum í landsleik íslands og Danmerkur í gærkvöldi, og lokatölur urðu 17:16 sigur gestgjafanna Landsleikur Islands og Dan- merkur i gærkvöldi var geysilega fjörugur og mikil spenna allan timann. Markamunurinn var yfirleitt ekki meira en eitt eða tvö mörk og þeir tæplega þrjúþúsund áhorfendur sem sáu leikinn i Rannes voru svo sannarlega ekki sviknir. Þarna var leikinn hand- knattleikur af miklum hraða, ekkert gefið eftir, og er upp var staðið að leikslokum höfðu danir skorað sautján mörk á móti 16 frá islendingunum, sem að þessu sinni léku með þá Jón Karlsson og Ólaf Benediktsson markvörð sem bestu menn. — Það var bókstaflega aldrei dauður punktur i þessum leik, sagði Axel Sigurðsson fararstjóri þegar v.ið hringdum til hans i gærkvöldi. —- Þetta var stórkost- lega skemmtilegt á að horfa, ég held svei mér þá að ég muni varla eftir öðru eins. Danir höfðu yfir- höndina ihálfleik og á 40 min.var staðan 10—9, siðan kom 10-10 og seinna sáust tölurnar 12-11 og fimm minútum fyrir leikslok 16- 15 fyrir danina, sem þannig höfðu ávallt yfirhöndina. Siðustu minúturnar voru hámark spennunnar, danir skor- uðu 17-15 en þrátt fyrir mikið harðfylgi tókst okkur ekki að skora fyrr en á siðustu sekúndun- um. Var Axel Axelsson þar að verki með sextánda markið, og ekki hafði vantað mikið upp á að annað mark kæmi skömmu áður. — Þetta er okkar heimavöllur i Danmörku, sagði Axel eftir leik- inn. — Við áttum hér fjölmarga áhorfendur sem létu duglega i sér heyra, þeir hafa skipt hundruðum ef dæma má eftir hvatningar- hrópunum. Við lékum hér siðast árið 1973 og gerðum þá 18-18 jafn- tefli og þá voru það danirnir sem skoruðu 10 sek. fyrir leikslok. Við ætluðum þvi að vinna þá nú, en það fer ekki alltaf eins vel og á er kosið. Ólafur Benediktsson stóð sig eins og hetja og var inná allan timann. Hirti hann m.a. eitt vita- kast. Af öðrum leikmönnum bar mest á Jóni Karlssyni, sem skor- aði flest mörkin og vann að venju mjög vel i vörn og sókn. Ólafur H. Jónsson fékk það hlutverk að gæta markaskorarans mikla, Flemming Hansen, með þeim árangri að hann skoraði ekkert mark nema úr vitaköstum, en þannig skoraði hann fjögur. Þóknunin fær misjafnan hljómgrunn: Ellert fékk ekki umbeðinn stuðning þegar formenn sérsambanda ÍSÍ voru kallaðir saman á fund og beðnir um óbeina stuðningsyfirlýsingu! EUert B. Schram fékk ekki þann stuðning, sem hann haföi vænst frá formönnum sérsam- banda ÍSl, þegar að hans ósk var haldinn með þeim fundur i fyrradag. Var þar fjallað um hina umtöluðu þóknun til formanns KSt vegna auglýs- ingasöfnunar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið hefur aflað sér mun Sigurður Magnússon skrifstofustjóri tSt hafa sótt það mál fast, að for- mennirnir tækju jákvæða af- stöðu til þessa máls og sendu frá sér yfirlýsingu þar sem óbeint væri lýst yfir stuðningi og trausti á starfi formanns KSt. Ekkikom I ljós fyrr en á fund- inn var komið, hvert umræðu- efnið átti að vera. Þar upplýsti Sigurður hins vegar að til fundarins væri boðað samkvæmt ósk Ellerts og fleiri aðila, sem óskuöu eftir þvi aö stuðningur kæmi frá öðrum samböndum, og að kannað yrði hvort þar hefði tfðkast að veita þóknun fyrir störf stjórnarmeð- lima. Sigurður mun hafa boriö á borð fyrir formennina, sem margir voru málinu gjörsam- lega ókunnir, hálfan sannleik- ann eða jafnvel tæplega það eft- irþvi sem hingaö fréttist. Sagði hann þar m.a. að allir stjórnar- meðlimir KSt hefðu vitaö um þetta mál frá byrjun og að full samstaða hefði verið innan stjómarinnar um að taka á aug- lýsingasöfnuninni þessum tök- um. Stangast það á við þá fullyrð- ingu stjórnarmanna KSÍ, sem segjast vissuiega hafa vitaö af söfnuninni en ekki haft hug- mynd um að fyrirhugað væri að greiða hluta innkomins fjár i þóknun. Segja þeir jafnframt að öllum hafi verið boðið að taka að sér söfnunina en enginn treyst sér til þess. Voru þeim ekki boðnir peningar að launum og slikt aldrei nefnt við þá þegar formaðurinn tók að sér söfnun- ina. Þrátt fyrir það, að hæpnar skýringar væru gefnar á málinu á formannafundinum og sumir fundarmanna væru málinu litt eða ekkert kunnugir, varð ekk- ert úr þeirri samþykkt, sem Sigurður Magnússon sóttist svo stift eftir. Ekki er þó öll nótt úti enn, þvi nokkrir formenn voru ckki mættir og verður væntan- lega rætt við þá hvern fyrir sig og síðan boðaður nýr fundur með öllum formönnum sérsam- bandanna. Misjafn hljómgrunnur En þótt mikið sé rætt og ritað um þessar tvöhundruð þúsund krónur sem Ellert fékk, eru menn ekki á eitt sáttir um það, að hér sé um alvarlegt brot að ræða. Undirritaður er raunar á þeirri skoðun, eins og svo margir aðrir, að ekki sé ástæða til þess að amast svo mjög við þvi, að þóknun sé greidd fyrir ákveðin störf á borð við þetta. Hitt er svo annað, aö formaður og gjaldkeri KSÍ fóru klaufalega að framkvæmdinni. Þeir reyndu að fela greiðsluna I reikningun- um, bæði þóknun vegna söfn- unar auglýsinganna og innheimtu þeirra. Slikt er vita- vert,og er leitt til þess að vita að formenn annarra íþróttasam- banda eigi að leggja blessun sina yfir svona nokkuð meö opinberri yfirlýsingu. „Þetta má ekki eiga sér stað” — Þaö má alls ekki eiga sér staö að minu áliti að formcnn hinna óliku sambanda bindist einhverjum samtökum um að þagga erfiö mál niður með yfir- lýsingum og samhentum að- geröum, sagði Ingimar Jónss., formaður Blaksambands tslands, er við spurðum hann álits á þessum fundi formann- anna. — Sjálfur er ég á móti þvi að launa stjórnarmönnum, og niér finnst að þetta sé hættuleg þróun á margan hátt. Meö sama áframhaldi er þaö ljóst, að til þess að afla tekna þarf að velja ákveðna tegund manna til for- ystu, menn sem þekkja við- skiptaheiminn, „hafa sam- bönd” o.s.frv. Þess vegna er ég á móti öllum stuðningsyfirlýsingum. Mér finnst þóknun fyrir auglýsinga- söfnunina óeðliieg, og með öllu er útilokað að ég fallist á ein- hvern stuðning viö þær aðfarir og þau vinnubrögð, sem þarna voru viðhöfð. Þetta er einkamál KSt og þeirra eigin höfuðverkur að ráða fram úr vandanum. Ég er raunar yfir mig hissa á þvi, að reynt er að leita á náðir ann- arra formanna og biðja þá um stuöningsyfirlýsingu, sagði Ingimar. — Ég vil alls ekki að sérsam- böndunum sé beitt svona. Það má ekki vera hægt að kalla formenn saman þegar eitthvað kemur upp og láta þá samþykkja grautarlegar yfir- lýsingar til þess að blckkja iþróttaunnendur og alþjóð alla. Sumir núverandi formanna virðast þó vilja gera þetta þegar þeim sýnist.en hræddur erég þó um, að litinn hljómgrunn fengi mitt samband ef þaðóskaði eftir stuðningsyfirlýsingu stóru sam- bandanna við eitthvert hneykslismál I okkar herbúð- um, sagði Ingimar að lokum. —gsp Axeli Axelssyni gekk ekki eins vel, einkum i fyrri hálfleik, en þá misnotaði hann vitakast og virtist vera miður sin framan af i leikn- um. Jón Karlsson tók vitin eftir það og skoraði hann samtals fimm mörk, þar af 2 úr vitaköst- um. Axel skoraði 3 mörk, Ölafur H. Jónsson 2, Stefán Gunnarsson 2, Gunnar Einarsson 2, Árni Indriðason 1, Páll Björgvinsson 1. Hjá dönunum var Fleming Hansen markahæstur þrátt fyrir hina góðu gæslu Ólafs. Hann skoraði fjögur mörk o'g voru þau öll úr vitum. Erik Gamlegárd Blakiö um helgina Tveir leikir fara fram I 1. deild karla i blaki um helgina. A Akureyri leika IMA og IA á laugardag klukkan 16.00. Á Laugarvatni leika klukkan 14.00 á sunnudag UMFÍ og Þróttur. I 2. deild leika á sunnudag klukkan 17.00 Breiðablik og Skipaskagi. Strax þar á eftir, klukkan 18.00,Ieika siðan Vik- ingur og Skautafélag Reykja- vikur. Báöir leikirnir fara fram iiþróttahúsi Kennarahá- skólans. skoraði einnig fjögur mörk og Nilsen þrjú. Þess má geta að Flemming Hansen skoraði 10 mörk á móti norðmönnum fyrir skömmu. Vörnin var betri hluti islenska liðsins en sóknarleikurinn gekk ekki alveg samkvæmt áætlun. Spennan var enda mikil og þá getur aldrei allt gengið eftir leik- kerfum eingöngu. Þeir sem ekki léku að þessu sinni voru þeir Ingi- mar Haraldsson og Viggó Sigurðsson, sem er litillega meiddur. Axel sagði að lokum að allir væru stórkostlega ánægðir með aðbúnaöinn. Þeir væru i hinu besta yfirlæti með fullkomnari aðstöðu en nokkurn hafði dreymt um. Vonandi kæmu þeir þvi tviefldir heim i leikinn gegn júgóslövum, en liðið kemur til Islands á mánudag. Um helgina er hins vegar f jögurra liða keppni á dagskrá með danska lands- liðinu, Árhus KFUM, ungversku meisturunum og islenska lands- liðinu. —gsp. Fyrsta stórmót vetrarins i judo Sveitakeppni júdósambands ís- lands veröur háð i iþróttahúsinu i Njarðvik föstudaginn 12. desem- ber 1975 og hefst kl. 20. Hér er um að ræða tslands- meistaramót i sveitakeppni, en það var I fyrsta sinn haldið i fyrra, og sigraði þá A-sveit Júdó- félags Reykjavikur. Sveitakeppni er mjög vinsælt keppnisform i júdó og á vaxandi athygli að fagna hér á landi sem erlendis. Keppt er i 5 manna sveitum, þ.e. hver sveit er skipuð mönnum úr öllum þyngdarflokkum. Sú sveit sem sigrar á þessu móti öölast rétt tjl að taka þátt i Evrópubikarkeppni meistara- sveita á næsta ári. „Eg hef aldrei verið boðaður á þennan fur segir formaður JÍ — Ég hef ekki verið boðaður á þennan fund og hef ekkert um hann heyrt, sagöi Eysteinn Þorvaldsson, form. Júdósam- bands islands, þegar við innt- um hann frétta af fundi Sigurðar Magnússonar meö formönnum sérsambanda ÍSÍ, sem sagt er frá hér á siðunni. — Þekkjast þóknanir til handa stjórnarmanna I JSt? — Nei, það er nú ööru nær. Stjórnarmenn okkar hafa ekki aðeins lagt fram tima sinn og starfskrafta endurgjaldslaust fyrir iþróttina, heldur lagt fram mikla peninga i beinan kostnað. Við héldum t.d. Norðurlandamótið I vor, og var allur undirbúningur og framkvæmd unnin I sjálfboða- vinnu. Sjálfur hef ég farið nokkrar utanlandsferðir á vegum JSl og borgað þær nærri algjörlega sjálfur, bæði ferðir og uppihald, og sama er að segja um aðra stjórnar- menn JSt. — Hafiö þið unnið að aug- lýsingasöfnun? — Já,stjórnarmenn hjá okk- ur hafa unniö að söfnun aug- lýsinga og fjárframlaga og sölu happdrættismiða fyrir sambandið, en aö sjálfsögðu hefur það ekki hvarflað að neinum að reikna sér laun fyr- ir slfkt, enda tel ég slikt frá- leitt. — gsp 2. deild karla, handbolti: KR-ingar gjör- samlega búnir KR-ingar hafa nú endanlega misst alla von um að komast i 1. deild að loknu yfirstandandi keppnistimabili. Þeir töpuðu óvænt fyrir keflvikingum með eins marks mun i fyrrakvöld. Lokatölur urðu 26:25 fyrir IBK sem var undir i' leikhléi 9:14. ÍR-ingar standa hins vegar með pálmann I höndunum. Þeir hafa tekið stakkaskiptum undir stjórn Karls Benediktssonar, sem hefur náð frábærum árangri með liðið. ÍR hefur fullt hús stiga, 14 stig eftir sjö leiki,og sigraði Fylki með 26 mörkum gegn 12, eða með fjórtán marka mun. Breiðablik fékk sitt fyrsta stig i vetur með 19:19 jafntefli gegn Leikni. Staðan i'leikhléi var 10:9 fyrir kópavogsmenn. Blikarnir hafa annars litið sýnt i vetur og mikil breyting þarf að verða á ef liðiö ætlar að forða sér frá falli i 3. deild. — gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.