Þjóðviljinn - 12.12.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.12.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. desember 1975. ÞJÓDVILJINN — StÐA 13 NÝJAR BÆKUR Reynslusaga Péturs Eggerz úr diplómatinu Skuggsjá hefur gefið út bókina ,,Hvað varstu að gera öll þessi ár,” eftirPétur Eggerz, sem áður hefur skrifað bækurnar ,,Minn- ingar rikisstjóraritara” og ,,Létta leiðin ljúfa”. Höfundur er kunnur að þvi að vera ómyrkur i máli og hefur hann þótt gagnrýn- inn á eigin starfsvettvang i utan- rikisþjónustunni. í þessari bók leitast höfundur við að svara spurningum um mik- ilvægi og verðgildi valds, fjár- muna og frægðar. 1 bókinni er „skopleg lýsing hins ljúfa lifs, háð og spé um þá lifsblekkingu sem svo margir telja eftirsóknar- verða, en reynist i raun aðeins skapa lifsleiða, þreytu og þjak- andi kviða, vera eftirsókn eftir vindi”, eins og segir á kápusiöu bókarinnar. Höfundur fer háðskum orðum um útlendingadekrið, fégræðgina og finheitin og hann kemur viða við i þessari bók sinni, sem er 164 siður að stærð. —gsp Konur segja frá œvi og störfum „1 dagsins önn” heitir bók sem Ægisútgáfan gefur út. Þar segja eiginkonur og mæður frá ævi sinni og störfum, en Þorsteinn Matthiasson skráði frásagnirnar, sem eru ellefu talsins. t formála rekur höfundur áhrif kvennaársins yfirstandandi á hugarfar islensku þjóðarinnar, og þá einkum islenskra kvenna. Kemur hann þar viða við, fjallar um fóstureyðingar, upphefð for- ystukvenna i fjölmiðlum o.s.frv. Þykir honum sem litið hafi hins vegar verið sagt frá störfum is- lenskra kvenna, sem virt hafa móðurköllun sina og gefið þjóð- inni þannig dýrmætan mann- dómsarf. Bókin er 190blaðsiður að stærð, sett og prentuð i Prentverki Akraness. —gsP Snorra Edda í nýrri útgáfu Árni Björnsson bjó til prentunar Iðunn hefur snet frá sér nýja út gáfuá SnorraEddu oghefur Arni Björnssonbúið til prentunar, Arni ritar formála fyrir bókinni og skiptist hann i eftirtalda kafla: Höfundur, Tilgangur, Efnis- skipan, Handrit og útgáfur. Um þessa útgáfu. Segir þar meðal annars að i þessari prentun sé farið eftir Trektarbók (Codex Trajectinus, nr. 1374 i bóka- safninu i Utrecht i Hollandi) .Ástæðan er aðallega sú,” segir i formála, „að texti hennar hefur aldrei fyrr birzt i aðgengilegri út- gáfu, en hann er mjög svipaður texta Konungsbókar. Sums staðar vantar að visu i hann ein- stök orö og jafnvel setningar, og er þeim þá oftast bætt inn i eftir Konungsbók innan hornklofa.... Bók þessi er ekki sizt ætluð til notkunar i skólum, og er laus- málstextinn prentaður með nútima stafsetningu. Hafa sjaldan verið vandkvæði á að lesa úr texta handritsins, en fyrir öll- um meiriháttar vafaatriðum er gerð grein i skýringum.” Edda Snorra Sturlusonar skiptist sem kunnugt er i Prólógus, Gylfaginningu, Skáld- skaparmál og Háttatal. Bókinni fylgja textaskýringar og nafna- skrá. Hún er 368 bls. Ungbarnabókin írt er komin á vegum Hörpuút- gáfunnar 2. útgáfa af Ungbarna- bókinni. Er bókin gerð eftir norskri bók og greinum þarlendra sérfræðinga snarað yfir á is- lensku. Umsjón með útgáfunni hér á landið höfðu þrir læknar og er i bókinni að finna hinar marg- vislegustu upplýsingar um meðferð ungbarna, allt frá fæðingu til nokkurra ára aldurs. t formála segja umsjónarmenn islensku útgáfunnar að lokum: „Við væntum þess, að bók þessi verði ekki einungis mæðru-m og verðandi mæðrum að liði, heldur einnig ljósmærðum, fóstrum og öðrum þeim, semungbörnum þurfa að sinna”. Er þvi ekki frá- leitt aö reikna með þvi, að feður kynnu jafnvel lika að hafa af bókinni eitthvert gagn!! — gsj. Spennandi ástarsaga Hótel Mávaklettur eftir Denise Robins er spennandi ástarsaga i þýðingu Sigurlinu Daviðsdóttur. Hafa margar bækur eftir sama höfund komið út á islensku. Út- gefandi er Ægisútgáfan, og er bókin 232 blaðsiður að stærð. Sagan gerist i litlu sjávarþorpi hvar ungur aðkomumaður sest að kaupir gamalt óðalsetur og býr til úr þvi ferðamannahótel. Andúð þorpsbúa er mikil á fvrirtækinu, og er þar fremst i flokki ung og undurfalleg stúlka, sem siðar verður þó einkaritari hans. Hótel- reksturinn gengur á afturfótun- um þar til ástin kemst i spilið, mótspyrna þorpsforingjans friða minnkar og bjartari timar renna upp. —gsp- Fimmta skipstjórabókin Ægisútgáfan hefur gefið út bók um fimm starfandi skipstjóra, og * 1,.. pj . . ' : / j s Æ> Æ BJARNIBENEDIKTSSON LAND OG LÝÐVELDI skráði Guðmundur Jakobsson frásagnir þeira. Þetta er fimmta bindið i þessum bókaflokki og að öllum likindum hið siðasta. Að þessu sinni eru kynntir skipstjórarnir Bernharð Pálsson á Stapafelli, Sigurður Þ. Arnason, skipherra Landhelgisgæslunnar, Steinar Kristjánsson á Laxá, Tryggvi Blöndal á Esju og Þórarinn Ingi Sigurðsson skipstjóri hjá Eimskip (Brúar- fossi) Hér eru farnar nokkuð nýjar slóðir i þessum bókaflokki og eingöngu spjallað við siglinga- menn, sem flestir eða allir voru i millilandasigiingum á striðsárunum. Er þvi viða komið við i frásögnunum, en bókin hefst á grein um siglingar islendinga eftir Gunnar Guðjónsson skipa- miðlara, sem hann samdi árið 1960. Bókiner 142siðuraðstærð.-gsp Land og lýðveldi Út er komið þriðja bindi i bóka- flokknum Land og lýðveldi eftir Bjarna Benediktsson. Hörður Einarsson sá um útgáfuna, en út- gefandi er Almenna bókafélagið. Ræður og rit Bjarna i þessari bók eru allar frá tið hans sem for- sætisráðherra á árunum 1965—1970. Fyrri bindin tvö komu út fyrir þann tima. t sumum greinum hans hefur umsjónarmaður með útgáfunni tekiðkafla innan úr, og er þess þá getið sérstaklega. Þetta er sið- asta bindið i þessum bókafiokki. —gsp Minningar úr Hornafirði Eftir Guðrúnu Guðm undsdóttur Út er komin á vegum Hins is- lenska bókmenntafélags bókin „Minningar úr Hornafirði” eftir Guðrúnu Guðmundsdóttur. Skýr- ingargreinar og bókarauka ritar Vilmundur Jónsson landlæknir. Bókin er með ýtarlegri nafnaskrá 170 blaðsiður. Höfundur, Guðrún Guðmunds- dóttir, fæddist á Miðskeri i Nesj- um í Hornafirði árið 1863 og dvaldist þar fram til 1890 að hún fluttist til Seyðisfjarðar. Bókinni er skipt i hluta. Sá fyrsti fjallar um minningar hennar úr Horna- firði frá þessum árum. 1 öðrum bókarhluta eru sextiu hornfirskar Guónin Guómundsdóttir Mmningar ur HomaJEirði sagnir sem Guðrún hefur skráð, einatt tengdar sérkennilegum talsháttum. Þá kemur kafli Vilmundar landlæknis, sonar Guðrúnar, og eru þar ýtarlegar skýringar við minningar og sagn- ir. Loks er birtur bókarauki, sem er frásögn Vilmundar af ferð um söguslóðir bókarinnar árið 1935. —gsp Undraverður árangur já* kœðrar hugsunar Norman Vincent Peale er fyrir löngu orðinn kunnur fyrir bækur sinar um gildi jákvæðrar hugsunar og sjálfsaga. ..Vörðuð leið til lífshamingju” hefur þó trúlega vakið einna mesta athygli til þessa, en á þessu ári kemur út bókin „Undraverður árangur já- kvæðrar hugsunar”. Bókin geymir frásagnir af reynslu þúsunda einstaklinga sem farið hafa eftir þeirri kenningu er höfundur boðaði i áðurnefndri bók. Segir á kápusiðu að lesanda sé kennt að forðast ósigur og mistök og sýnt sé hvernig fólk hafi komist sólar- megin i lifinu úr dapurleika og skuggatilveru, hvernig það hafi lært að lifa glatt og öruggt i stað þess að búa við óvissu og ringul- reið. Baldvin Þ. Kristjánsson is- lenskaði, og er bókin 300 þétt- skrifaðar blaðsiður að stærð. Út- gefandierörnog Orlygur. -gsp. Umboðsmenn Happdrættis Þjóðviljans REYKJANES Kópavogur: Alþýðubandalagið, Alfhólsvegi 11, simi 41746. Hafnarfjörður: Alþýðubandalagið, Þorbjörg Samúels- dóttir, simi 51636. Garðahreppur: Hilmar Ingólfsson, Simi 43809. Garður, Gerðum: Siguröur Hallmannsson, simi 92- 7042. Mosfellssveit: Runólfur Jónsson, simi 66365. Keflavik, Grindavik, Sandgerði, Njarðvik: Alþýðu- bandalagið, form. Karl Sigurbergsson, simi 92-2180. VESTURLAND Akranes: Sigrún Gunnlaugsdóttir, simi 931656 Borgarnes og Borgarfjörður: Flemming Jessen, simi 937438. Hellissandur, Rif: Skúli Alexandersson, simi 936619. Ólafsvik: Kristján Helgason, simi 936198. Grundarfjörður: Matthildur Guðmundsdóttir, simi 938715. Stykkishólmur: Rafn Jóhannsson, simi 938278. Dalasýsla, Búðardalur: Kristján Sigurðsson, simi 952175. VESTFIRÐIR tsafjörður og Djúp: Þuriður Pétursdóttir, simi 943057. Hólmavik, Strandir: Sveinn Kristinsson, Klúkuskóla. Dýrafjörður: Guðm. Friðgeir Magnússon, Þingeyri. Súgandafjörður: Gisli Guðmundsson, simi 946118. V-Barðastrandarsýsla: Unnar Þór Böðvarsson, Tungumúla. A-Barðastrandarsýsla: Jón Snæbjörnsson, Mýrar- tungu. önundarfjörður, Flateyri: Guðvarður Kjartansson NORÐURLAND VESTRA Skagaströnd: Kristinn Jóhannsson, simi 954668. Blönduós: Sturla Þórðarson, simi 954357. Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson, simi 951384. Sauðárkrókur, Skagafjörður: Hulda Sigurbjörnsdóttir, simi 955289. Siglufjörður: Kolbeinn Friðbjarnarson, simi 9671271. Hofsós: Gísli Kristjánsson, simi 956341. NORÐURLAND EYSTRA Akurevri: Haraldur Bogason, simi 96-11079. Dalvik Hjörleifur Jóhannsson, simi 96-61237. Ólafsfjörður: Sæmundur Ólafsson, simi 96-62267. Húsavik: Snær Karlsson, simi 96-41397. S-Þingeyjarsýsla: Þorgrimur Starri, Garði. N-Þingeyjarsýsla : Angantýr Einarsson, simi 96-51125. AUSTURLAND Höfn, Hornafirði: Benedikt Þorsteinsson, simi 97-8243. Djúpivogur: Eysteinn Guðjónsson. Breiðdalsvik: Guðjón Sveinsson Fáskrúðsfjörður: Baldur Björnsson. Eskifjörður: Alfreð Guðnason. Reyðarfjörður: Anna Pálsdóttir. simi 97-4166. Seyðisfjörður: Jóhann Jóhannsson. simi 97-2425. Borgarfjörður: Sigriður Eyjólfsdóttir. Asbyrgi. Egilsstaðir og Hérað: Guðrún Aðalsteinsdóttir. simi 97-1292. Neskaupstaður: Bjarni Þórðarson. simi 97-7178. SUÐURLAND Eyrarbakki, Stokkseyri: Frimann Sigurðsson. simi 99- 3215. liveragerði: Sigmundur Guðmundsson. simi 99-4259. Arnessýsla: Sigurður Björgvinsson. Neistastöðum. Selfoss: Iðunn Gisladóttir, simi 99-1689. Þorlákshöfn: Þorsteinn Sigvaldason, simi 99-3745. Hella, Hvolsvöllur: Guðrún Haraldsdóttir, Hellu. Ilangárvallasýsla: Hulda Jónasdóttir. Strandarhöfði. Vik i Mýrdal, V-Skaftafellssýsla: Magnús Þórðarson, Vik, simi 99-7129. Vestmannaeyjar: Jón Traustason, simi 98-1363.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.