Þjóðviljinn - 19.12.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. desember 1975.
Spor aftur
Frá umrœðum um 10% útsvarshœkkun
og 480 milj. álögur á sjúklinga
Hér er ekki um að ræða
þá endurskoðun á al-
mannatryggingarlögum
sem heitið hefur verið,
heldur aðeins nokkrar
breytingar í þá átt að
draga úr tryggingum og
stofna til nýrrar skatt-
heimtu sem sveitarfélög-
unum er ætlað að sjá um
fyrir rikið. 480 miljónir eru
teknar með dýrari lyfjum
og læknisþjónustu, en nær
1.200 miljónir með aukreit-
is útsvarsprósentu.
Þetta er i samandregnu formi
lýsing Helga Seljans á frumvarpi
rikisstjórnarinnar um „breyting
á almannatryggingalögum” eftir
að heilbrigðis- og trygginganefnd
efri deildar hafði fjallað um
frumvarpið.
Við umræðu um frumvarp rik-
isstjórnarinnar um verkaskipt-
ingu rikis og sveitarfélaga i efri
deild i fyrradag spurðist Ragnar
Arnalds fyrir um nokkur atriði
sem upplýsa þyrfti i sambandi við
það mál, og urðu ráðherrar fyrir
svörum.
Gunnar Thoroddsen svaraöi þvi
alveg skýrt, hvort notuð yrði
heimild i útsvarslögum á næsta
ári til að leggja á 11. prósentið.
Auðvitað yrði hún notuð? Auðvit-
mundi hann sem félagsmála-
ðherra leyfa það! Gunnar sagði
sveitarfélögum sem fóru fram
á þessa hækkun útsvara árið 1974
Hefði verið synjað um það, og
hefði það valdið nokkrum sveitar-
félögum erfiðleikum. A árinu 1975
hefðu hækkunarbeiðnir Nver-
íð samþykktar Og hann teldi alls
ekki rétt að synja um slikt á
næsta ári. (Almenna reglan um
hámarksprósentu útsvars er 10%,
en félagsmálaráðuneyti má
heimila hækkun um 10%, þ.e.
álagningu ellefta prósentsins).
Þessi svör Gunnars Thorodd-
sens þýða það, að gjaldið hans
Matthiasar Bjarnasonar til
Oddur Ólafsson
hafði framsögu
fyrir nefndará-
liti meirihlut-
ans i efri deild i
fyrradag, sem
lagði einfald-
lega til að það
yrði samþykkt.
Albert Guðmundsson skar sig út
úr stjórnarliðinu og sat hjá við af-
greiðslu málsins úr nefndinni.
Helgi Seljan átaldi að sú nefnd
sem fékk það verkefni i október i
haust að endurskoða almanna-
tryggingalöggjöfina skyldi ekki
fá tækifæri til að fjalla um þetta
frumvarp og skoða það i tengsl-
um við ætlunarverk nefndarinn-
ar.
Dæmi um aidraða konu
Hitt væri lika ámælisvert að
dengja sliku frumvarpi inn á þing
siðustu dagana fyrir jólaleyfi, og
sjúkratrygginga sem lagt er á
gjaldstofn útsvara, 1%, verður i
reynd tólfta útsvarsprósentiö!
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðh. svaraði fyr-
irspurnum um aksturskostnað
skólabarna og um fræðsluskrif-
stofur. Hvergi er minnst, á fjár-
veitingu til rekstrar fræðsluskrif-
stofa sem koma skal upp i hverj-
um landshluta samkvæmt grunn-
skólalögum og viða hafa verið
undirbúnar. Vilhjálmur gat ekki
skýrt frá þvi hvaðan þær
mundu fá fé til starfsemi sinnar,
en sagði að reynt yrði að leysa
vandann i upphafi næsta árs!
Miklar skuldir hafa myndast
vegna kostnaðar við akstur skóla-
barna, og fjarri þvi að rikið standi
skil á sinum hluta kostnaðar. Er
þetta viða farið að valda alvar-
legum truflunum og hvergi liggur
fyrir, hvort og hvernig rikið
greiðir niður þennan skuldahala.
Menntamálaráðherra bar sig
heldur aumlega yfir þessu, en
hafði engin skýr svör á reiöum
höndum, sagði aðeins að reynt
yrði að virfna þetta upp á næstu
árum!
á bak
hefði það nær enga athugun feng-
ið i þingnefndinni og engar nýjar
upplýsingar fengist um málið.
Fyrirliggjandi frumvarp taldi
Helgi stórt spor afturábak i
tryggingarmálum. Ýmis lyf og
gjald læknisþjónustu sérfræðinga
skyldi hækka um 480 miljónir
króna á ári. Upphæðin sýndist ef-
tilvill ekki sérlega mikil, en menn
skyldu athuga hvernig þetta kem-
ur niður. Þetta verða nefnilega
þungar álögur á þá sem mest
þurfa á lyfjum að halda og sér-
fræðiaðstoð. Helgi nefndi sem
dæmi aldraöa konu sem hann
þekkti og ekki hefur aðrar tekjur
en lifeyri. Hjá henni hækka lyfin
ein um eða yfir 20 þúsund krónur
á ári. Auk þess gengst hún öðru
hvoru undir sérstaka rannsókn,
og þá verður hún einnig að greiða
verulegar upphæðir. Mörg dæmi
væru þó verri en þetta, en til sam-
anburðar má nefna að þessar
auknu álögur i sambandi við lyf
og sjúkraþjónustu þýða á hvert
mannsbarn i landinu um 2 þúsund
krónur einar sér. Þessu er svo
verulega misskipt, og með þvi að
draga svona úr tryggingunum er
verið að ganga gegn anda þeirra
og hlutverki.
Helgi sagði að það væri ekki
annað en blekking að tala um
„minnkandi rikisútgjöld” þegar
sveitarfélögunum er falið að inn-
heimta 1% á gjaldstofn útsvara
fyrir rikið til að standa undir
sjúkratryggingum. Fram hefði
komið að það væri framkvæmda-
atriði hjá sveitarfélögunum hvort
gjald þetta yrði sýnt sérstaklega
á úrsvarsseðlinum. Með þvi að
velja þessa leið er fyrir þvi séð,
að atvinnureksturinn er undan-
þeginn þessum álögum, en jafn-
framtleggjast álögurnar af aukn-
um þunga á almenna útsvars-
greiðendur og ná auk þess til enn
lægri tekna en annars hefði verið.
Fyrir liggur, að um þessa leið var
ekki minnsta samráð haft við
þann aðila, sem innheimtuna á að
annast, þ.e. sveitarfélögin eða
heildarsamtök þeirra, Samband
islenskra sveitarfélaga.
„Köld gusa" framan í
sveitastjórnamenn
Eitt alvarlegasta atriðið i sam-
bandi við þessa fyrirhuguðu lög-
gjöf, sagði Helgi Seljan, er sú
staðreynd að ekkert samráð hef-
ur verið haft við sveitarfélögin.
Framkvæmdastjóri sambands
þeirra kom á fund þingnefndar-
innar og lýsti þessu frumvarpi
sem „kaldri gusu” framan i
sveitarstjórnarmenn. Þessi að-
ferð sem frumvarpið gerir ráð
fyrir brýtur einnig gersamlega i
bága við yfirlýsta stefnu rikis-
stjórnarinnar um hreinni verka-
skiptingu rikis og sveitarfélaga.
Augljóslega réði rikið meiru um
tilkostnað við sjúkrahús en sveit-
arfélögin og rlkið ákvæði dag-
gjöld þeirra. Áður hefðu talsmenn
rikisstjórnar haft fremur vin-
samleg orð um þá afstöðu sveit-
arstjórnarmanna að losna við
framlög til sjúkratrygginganna,
en nú er blaðinu snúið við fyrir-
varalaust. Þá mætti nefna sem
Þingsjá
óhagræði að i ýmsum sveitar-
félögum er útsvarið innheimt
mest á siðustu mánuðum ársins,
en skil á sjúkratryggingaprósent-
unni mundu ekki eiga að fara eftir
þvi.
Bragi Sigurjónsson fulltrúi
Alþýðuflokksins i þeirri þing-
nefnd er málið fékk til meðferðar
kvaðst að visu þvi meðmæltur að
einstaklingar og sveitarfélög
tækju meiri þátt i meðalakostnaði
og sjúkrahúsarekstri! Hann væri
sammála þeirri stefnumörkun
rikisstjórnarinnar. Hins vegar
væri yfirstandandi kjaraskerð-
ingartimi illa valinn til þeirrar
framkvæmdar, og þvi yrði hann
að vera á móti frumvarpinu.
Að loknu kvöldverðarhléi héldu
umræður um málið áfram.
Sverrir Bergmann, varaþing-
maður Framsóknarflokksins
sagði, að sérfræðingar gæfu oft
eftir það gjald, sem væri lagt til
að hækka en sjálfur væri hann
einn af þessum sérfræðingum.
Hægt væri að spara verulega i
heilbrigðisþjónustunni án þess að
rýra gæði hennar, entillögur i
þeim efnum væru þó ekki fyrir
hendi nú. Sagðist vilja samþykkja
frumvarpið sem bráðabirgða-
lausn.
Jón Ármann Iléðinsson kvaðst
algerlega andvigur frumvarpinu.
Tækist rikisstjórninni að stiga
þetta skref i tryggingamálum, þá
væri mjög hætt við, að það næsta
skref aftur á bak i þeim efnum
fylgdi fljótlega á eftir.
Samviska
Odds ólafssonar
Stefán Jónsson sagði, að á
þessu þingi hafi timinn verið illa
Lagt hefur verið fram á al-
þingi stjórnarfrumvarp um
breytingu á lögum um fram-
leiðsluráð landbúnaðarins,
verðskráningu, verðmiðlun og
sölu á landbúnaðarafurðum o.fl.
Samkvæmt þessu frumvarpi
verður leyfilegt að seljit mjólk
og mjólkurvörur i almennum
verslunum, svo fremi þær hafi
fengið til þess samþykki heil-
brigðisyfirvalda i viðkomandi
notaður, en það sem verra væri,
að hann hafi verið notaður til illra
verka, og eitt þeirra væri það
frumvarp, sem
hér væri til um-
ræðu um 10%
hækkun útsvara
og nær 500 mil-
jón kr. álögur á
það fólk, sem
þarf á lyfjum og
læknishjálp að
halda.
Kjörin hafa nú þegar verið rýrð
svo mjög, að margar fjölskyldur
eiga fullerfitt með að komast af.
A slikum timum er nýjum álögum
af þessu tagi með engu móti á-
bætandi.
Á hafði samúð með lækninum
Oddi Ölafssyni, sagði Stefán,
þegar hann mælti hér áðan fyrir
nefndaráliti meirihlutans.
Ég leyfi mér að efast um að
Oddur ólafsson hefði greitt
atkvæði með svona frumvarpi i
tið vinstri stjórnarinnar. Ég efast
lika um að hann hafi haft sam-
viskuskipti siðan þá. En hitt hygg
ég, að hann hiki við að fara eftir
eigin samvisku, nú i tið þessarar
sótsvörtu ihaldsstjórnar, þótt
Gunnar Thoroddsen hafi lýst þvi
yfir i sjónvarpi fyrir fáum dög-
um, að þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins hefðu fullt frelsi tii að
fara aðeins eftir sinni eigin sam-
visku.
Helgi Seljan talaði aftur og
áréttaði, að það væri eingöngu
næsta broslegur skollaleikur,
þegar ráðherrar reyndu að láta
lita svo út að með þessu frum-
varpi væri verið að lækka opinber
útgjöld. Þetta væri eingöngu til-
færsla frá riki til sveitarfélaga,
hvað innheimtuna snertir, nema
hvað varðar þær nær 500 miljón-
um, sem sjúklingunum er ætlað
að taka sérstaklega á sig.
Helgi lagði siðan fram breyt-
ingartillögu frá sér og Geir Gunn-
arssyni, en skýrt er frá efni
sveitarfélagi.
Einkaréttur mjólkursamsöl-
unnar fellur þar með niður,
nema hvað varðar heildsölu-
dreifingu. Þá er i frumvarpinu
gert ráð fyrir þvi að fjölga full-
trúum i Framleiðsluráði land-
búnaðarins úr 9 i 11 og kemur
viðbótin i hlut Stéttasambands
bænda.
Fleiri ákvæði eru i frumvarp-
inu.
11% útsvar
á næsta ári
og þar á ofan 1% til sjúkratrygg-
inga9 samtals 12%útsvar af brúttó-
tekjum, sem er um 10% hœkkun
Framhald á 14. siðu
St j órnarfrumvarp:
Mjólk í
almennar
verslanir