Þjóðviljinn - 19.12.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.12.1975, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 19. desember 1975. ARNI BERGMANN SKRIFAR QÖKfD Sigrún Eldjárn hefur gert margar ágætar teikningar viö söguna: hér eru jónarnir með Soffiu og Möggu litlu. Draugur og drengur Herdis Egilsdóttirs Draugur- inn Drilli. ísaafoldarprent- smiðja h.f. R. 1975. I sögu sinni kynnir Herdis Egilsdóttir okkur fyrir Tryggva, sem er tiu ára og hefur engan að leika sér við þar sem hann er sumarlangt með mömmu og stundum pabba i sumarbústað uppi i sveit. Sem betur fer ber þar að garði danskan draug á svipuðu reki, og verður þeim vel til vina. Bókin segir frá hissu þeirri sem draugsi vekur æslum hans, of- metnaði (hann fékk náttúrlega fyrstu verðlaun á grimuballinu i skólanum hans Tryggva), prakkarastrikum. Að lokum bætir draugurinn Drilli fyrir ýmsar yfirsjónir með þvi að ganga i lið með lögreglunni i inn- brotsþjófaleit. Þetta er smellin hugmynd og Herdis Egilsdóttir höfundur útfærir hana á nokkuð skemmtilegan hátt, ekki sist þann hluta þegar Drilli fyllist drambi vegna hæfileika sinna. Hann hitt- ir til dæmis á það, að takmarka hóflega vald, möguleika og góðsemi draugsa litla — en eins og menn vita er fátt jafnerfitt Framhald á 14. siðu Guðrún Helgadóttir. Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. Sigrún Eldjárn myndskreytti. Iðunn 1975. Það kemur fram við talningu á bökum, að Utgáfa nýrra islenskra barnabóka hefur verið að skreppa saman. Þetta mun stafa af þvi að alþjóðleg framleiðsla á bókum með miklu myndaefni er i þenslu, einnig munu útgefendur telja sér fjárhagslega þægilegast að halda sig við vel þekkta flokka þýddra barnabóka. Einstaka bók tekst þó að rjúfa þessi markaðslögmál, sem virð- ast stjórna barnabókaútgáfu af enn meiri harðneskju en Utgáfu annarra bóka. 1 dag er reynt að fjalla litillega um þrjár þeirra. I fyrra náði Sagan af Jóni Oddi og Jöni Bjárna eftir Guðrúnu Helgadóttur feikna vinsældum. Það er allt að þvi lögmál að vel- heppnuö barnabók kalli á framhald, sem getur kannski orð- ið heldur deyfðarlegt, þegar verst lætur. En það er best að taka það fram strax að þetta gerist ekki i framhaldi þvi á sögubálkinum um tvibura jónana, sem nU kemur út. Einn mesta vanda höfunda barnabóka má kenna við jafn- vægiskúnst. Hann ætlar að skemmta og einnig má gera ráð fyrir þvi að honum liggi nokkuð á hjarta, siðferðisboðskapur, æski- legur skilningur á hegðun barna og fullorðinná sem hann vill viðra, vissri samfélagssýn miðlar hann einnig, hvort sem hann gerir sér grein fyrir þvi eða ekki. Og allir þekkja hve fjölbreytilegar syndir eru framdar gegn þessum verkefnum. Stundum hafa menn hugann við söguþráðinn einan, hleypa i hann tryllingi með ýms- um alþjóðlegum brellum. Aðrir höfundar gerast leiðir lesendum sinum meö þvl að breiða yfir söguefnið flatneskjulega prédik- un um gott og illt. Og allt þar á milli. Á þetta er minnst vegna þess, að það er höfuðkostur bókar Guðrúnar Helgadóttur hve vel og vandlega hún fléttar saman skemmtun og og veruleikamynd og boðskap. Tökpm dæmi. Ekkert er eðlilegra i sögu um tvo stráka I fyrsta bekk en að þar komi fyrir heiftarleg slagsmál á leikvelli með gráti og gnistran tanna og eftirmála i viðskiptum foreldra áflogahundanna. Enda er ein slik meiriháttar uppákoma i bókinni. En hún stendur ekki ein sér sem skemmtiatriði heldur tvinnast saman við annað. Það var barist vegna þess, að verið var að striða vinum þeirra bræðra, Selmu litlu sem var vangefin og Lárusi bróður henn- ar. Þarna er skynsamlega og væmnislaust notað tækifæri til að koma að orðum I tíma töluðum um afstöðu til vangefinna, þeirra sem eru öðruvísi — bæði i heimi fuliorðinna og barna. Og boðið um leið upp á valkosti i þvi hvernig foreldrar taka á ágreiningsefnum barna sinna. Þetta dæmi er eitt af mörgum. Við kynnumst fjölskyldu sem lifir ósköp venjulegu lifi, á ytra borði að innsta kosti. Atvikin sem fyrir hana koma eru öll eðlileg og sjálf- sögð, ekkert reyfaralegt við þau. Fyrsta skólaár.drengjanna. Nýir kunningjar. Dauði litillar vinkonu. Jólahald. Kettiingur i húsinu. Átök um snjóhúsið góða. Skólabekkur fer i sjónvarpið. Osfrv. Atvikum er lýst með aðlaðandi gamansemi og þess haglega gætt, að hver og einn leggi sitt til mála. Að sem flestir aðilar i fjölskyldunni bregðist við tíðindum, hver um sig í anda þeirra skýru einstaklingsein- kenna sem eru hans eða hennar kjölfesta. Hálfkæringsorðbragð pabba,kappsemin i mömmu, hnussið i unglingnum Onnu Jónu, þjóðleg fróöleiksfýsn Ommu dreka, hjalið i Möggu litlu — meira að segja værðarleg yfir- burðaafstaða kettlingsins Jóns Sófusar — allt er þetta á fullri ferð I myndinni. Þetta er semsagt ósköp venjuleg fjölskylda, en um leið óvenjuleg. Hún leysir sin mál heima og heiman öðruvisi og betur en kannski gengur og ger- ist. Og þar með er aftur komið að boðskaparmálum. Það er sýnt i einföldum og skemmtilegum dæmum að þetta er hægt, með þvi að byggja á tillitssemi og jöfnuði, sýna vilja á að prjóna upp á nýtt ýmislegt sambúðarmynstur sem algengust eru. An þess að sérstakt afreksfólk og siðferðis- hetjur þurfi til. Með þessum^hætti tekst að koma að ótrúlega miklu um skóla og kennara, jafnréttismál og virðingu fyrir börnum, stétta- skiptingu, kaupsýslu og pólitik, guð i trúlitlu húsi, dauðann, hvita lygi og svarta i samskiptum barna og fullorðinna. Maður gæti haldiðaðbókin væri að springa af boðskap og vanamálum. En svo . er ekki. Fólkið i sögunni er gætt nægum lifsþrótci til að bera uppi það skemmtilega og hugvitsam- lega jafnvægi sem við mætum i Meira af Jóni Oddi og Jóni Bjarna. AB. Æsku- minningar Þorbergs á plötu tlt er komin hjá Demant h.f. plata sem nefnist Þórbergur Þóröarson Æskuminningar, en Gylfi Glslason hefur ráðið gerð hennar. Platan er byggð upp á viðtölum sem Gylfi Gislason (margir þekkja hann fyrst og fremst sem myndlistarmann) átti við Þór- berg og Steinþór á Hala bróður hans. Þar segir Þórbergur t.d. frá hinu merkilega og háþróaða þjóð- félagsskipulagi barnanna á Hala og nágrannabæjunum, rifjaðar eru upp sögur af öfum þeirra bræðra, einkum Steini. Þá segir frá þeirri dýrð sem fylgdi ferðum út í franskar skútur og þá frá fyrsta fylleríi Þórbergs i strandkoniaki. Ennfremur frá komu hans til Reykjavikur og ástinni fyrstu I Bergshúsi. Þórbergur Þórðarson. Inn I þessar skemmtilegu orð- ræður er skotið upplestri —■ fyrst er lesið úr Bréfi til Láru — Þór- bergur sýnir afa sinum framliðn- um spillinguna i höfuðstaðnum — en siðar úr Ofvitanum, þar sem lýst er fyrsta samtali Þórbergs og elskunnar hans. Baldvin Halldórsson er Þórbergur i lestri þessum, Karl Guðmundsson Steinn afi og Guðrún Alfreðsdóttir elskan. örn Bjarnason leikur á gitar milli þátta og undir sósuvis- um sem Þórbergur syngur að lok- um. — áb. Heljarslóðardvergar á kreiki Örn Snorrason: Sagan af Dúdúdú. Halldór Pétursson teiknaði myndir. Bókaútgáfa Þórhalls Bjarnasonar. 1975. „Stóri steinninn var ágætt heimili, enda var hann marflatur að ofan eins og öll fögur hús, og uppi á honum voru göt fyrir ljós og vatn. Það er alltaf þægilegt þegar þök geta lekið og ljós skin- ið inn að ofan”. Þetta er örn Snorrason að segja frá hibýlum dverga- fjölskýldu sem hann smiðar sögu um,- þetta er nokkuð gott dæmi um þann tón, sem þar er sleginn. Saga þessi er einskonar blöndu- kútur, þar sem allskonar efnum er hrist saman, manni finnst stundum að fyrirmyndin sé helst Heljarslóðarorrusta. Þarna er hnoðað saman ævintýraminnum- (dvergar i steinum, slagur um preinsessu), fornsögustill er á Ein af teikningum Halldórs Péturssonar ýmsum viöureignum, og ofan i skólans, mengjakennsla, og allt koma vandræöi grunn- mataræði skólakrakka: dvergaþjóðin lifir á pylsunámu og kóklæk. Höfundur ærslast með þetta efni sem stundum er dálitið sniðugt en stundum slær út i dellu. Eða svo fannst mér. En svo öllu sé til skila haldið þá prófaði ég þennan samsetning á átta ára lesanda, og hann sagði olræt.þetta exgaman. Eitthvað held ég samt hljóti að fara fyrir ofan garð og neðan af þeim ærslum sem eru I ætt við áramótaþætti ætlaða full- orðnum (um „últrafjólubláar nærbuxur”, stafsetningarævin- týri þjóðarinnar og annað þess- háttar.) Siðaboðskap er mjög haldið i skefjum i sögunni, nema hvað undir lokin er látið að þvi liggja að fátækir hafi betri samvisku en rikir. Og svo aö fljótgert sé að spilla góðri samvisku með friðindum. A.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.