Þjóðviljinn - 19.12.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.12.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. desember 1975. Þ.IÓÐVILJINN — SÍÐA 13 NÝJAR BÆKUR Gullskipið týnda Gullskipið týnda heitir barna- bdk, sem Bókamiðstöbin hefur gefiö út. Fjallar hún um þá félaga Namma mús, Gogga páfagauk, Lalla þvottabjörn, Fúsa frosk og Hrabba hreysikött. beir lenda i mörgum ævintýrum i leit aö týnda gullskipinu hans Kolfinns hólmakonungs i Skógalandi og Drunu drottningar hans. Höfund- urinn Þröstur Karlsson, hefur skrifað tvær bækur um þá félaga, og heita þær Flöskuskeytið og Náttúlfurinn. GuUskípið týnda Bókin er 76 bls. Teikningar gerði Herdis Hflbner, myndamót Prentmyndastofan hf.; bókband annaðist örkin hf. og prentun Bókamiöstöðin. D°gg nœturinnar Dögg næturinnar heitir ný ljóðabók eftir ólöfu Jónsdóttur skáldkonu. Birtast þar 13 ljóð sem öll eru myndskreytt af hin- um þjóðkunna listamanni Sigfúsi Halldórssyni, balletttexti og sex ljóðaævintýri. Þetta er sjöunda bók ólafar, sem vakið hefur mikla athygli með skáldskap sinum og hlotið mjög lofsamlega dóma gagnrýn- enda sem fáguð og næm listakona gædd miklu fegurðarskyni. Ólöf hefur verið mikilvirk á ritvellin- um þvi að auk bóka sinna hefur hfln ritað mikið I blöð og timarit, og einnig hefur hún hlotið mikiö lof sem upplesari i útvarp. Dögg næturinnar er prentuð i Félagsprentsmiðjunni, en útgef- andi er Bókamiðstöðin. Iil«l Itiifétitw DÖOfi NÆTURINHAR UÖD NN lUSNUV Verkfrœðistofa Sigurðar Thoroddsen: Greinargerð um tæknilegan undirbúning Kröfiuvirkj unar 1. Ráðning ráðgjafarverk- fræðinga Kröflunefnd réði ráðgjaf- arverkfræðifyrirtækin Verkfræðist. Sigurðar Thoroddsen s.f. (VST) og Rogers Engineering Co. Inc., San Francisco til þess að annast tæknilegan undirbúning Kröfluvirkj- unar og til umsjónar með framkvæmdum. Var samningur milli aðila um það verk undirritaður 21. nóv. 1974. Verksvið ráðgjafar- fyrirtækjanna er tæknileg- ur undirbúningur og um- sjón með framkvæmdum við orkuverið sjálft. Um aðra þætti undirbúnings f ramkvæmdanna var ekki samið, svo sem fram- kvæmdir við jarðboranir og gufuveitu að stöðvar- húsi, sem eru á vegum Orkustofnunar og há- spennulínu frá orkuveri til Akureyrar, sem eru á vegum Raf magnsveitna ríkisins. Vegna tilfinnanlegs raf- orkuskorts á Norðurlandi lagði Kröflunefnd áherslu á það við ráðgjafarfyrir- tækin, að framkvæmdum yrði hraðað svo sem kostur væri. 2. . (Jtboð og samningar A. Vélbúnaður Hinn 2. des. 1974, eða aðeins ellefu dögum eftir aö ráðgjafar- verkfræöingarnir höfðu tekiö að sér hönnun verksins, sendu þeir tiltækar upplýsingar um aðalvél- ar til átta vélaframleiöenda með fyrirspurnum um verð og af- greiöslutima. Tilboð bárust frá fimm þeirra ásamt margvisleg- um upplýsingum um fyrirtækin. Alitlegustu tilboðin voru frá tveimur japönskum fyrirtækjum, Mitsubishi Heavy Industries (MHI) og Toshiba. Bæði þessi til- boð voru mjög itarleg. Tilboðs- gögn MHI voru 201 bls. en tilboðs- gögn Toshiba 294 bls. Fulltrúar beggja ráðgjafarfyrirtækjanna gerðu ýtarlegan samanburð á þessum tveimur tilboðum og ræddu við fulltrúa fyrirtækjanna. Var þaö samhljóða álit þeirra, að tilboð MHI væri hagstæðara bæði hvað snerti verð og gæöi vélbún- aðar. Samningar um kaup á tveimur 30 MW vélasamstæðum var gerður við MHI, og var hann undirritaður 7. febrúar 1975. Útboð og samningar um önnur vélakaup hafa staðið yfir siðan og er nú að mestu lokið, þ.e.a.s. um 15% verðmætis. Hafa þeir samn-. ingar verið gerðir við fjölmörg fyrirtæki, bæði i Evrópu og Ame- riku auk viðbótarsamninga við MHI. B. Bveeingarframkvæmdir 1 samningum við vélafram- leiðendur tókst að semja um það stuttan afgreiðslufrest, að sá möguleiki opnaðist, að raforku- framleiðsla gæti hafist siðla árs 1976. Kröflunefnd ákvað að stefna að þvi marki og skyldu fram- Framhald á 14. siðu HVAÐ ER BETRA I SK HALENDIÐ HEILLAR SAGAN AF Dúdúdú Loftur Guómundsson hefur skráó ævintýralegar frásagnir 11 þekktra Islendinga. Þeir voru brautryájendur sem örcefabílstjórar og opnuóu, öórum fremur, fyrir almenningi hina stárkostlegu hálendisparadís. Fjöldi mynda prýáa bókina. Hin gamansama bók eftir Örn Snorrason heitir Saganaf Dúdúdú. Ðókina myndskreytir Halldór Pétursson. BOKAUTGAFA ÞÓRHALLS BJARNARSONAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.