Þjóðviljinn - 06.01.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.01.1976, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Hér að framan hef ég aðeins rifjað upp það helsta i samskipt- um okkar Lárusar á siðastliðnum 27 árum, en hinsvegar læt ég öðr- um eftir sagnfræðilegu hliðina. Samskipti okkar snerust jafnan um vinnu og félagsmál, en sjald- an var rætt um einkamál eða ætt og uppruna. Við þessa óvæntu brottför þessa samstarfsmanns eru mér þakkir i huga fyrir góð og lærdómsrik kynni af sönnum félagsmála- manni og góðum dreng. Slikt hlýtur ætið að vera gott veganesti fyrir þá sem á eftir fara. Ég votta eftirlifandi konu og nánum ættingjum samúð mína með von um að á öðrum vettvangi biði Lárusar störf við hans hæfi, þótt oft hafi gætt efasemda um þá hluti i tali hans. Hjálmar Jónsson. Andlátsfregn vinar mins, Lárusar Bjarnfreðssonar, kom mér á óvart. Við ætluðum saman verk að vinna i janúar og höfðum lítillega undirbúið það, en nú er hann allur. Það er vegur okkar allra að deyja, en það er ætið sárt, þegar menn deyja ungir. Við Lárus erum að visu báðir öfugu megin við fimmtugt nú, þegar hann kveður, en sem æskumenn börðumst við saman með eld i æð- um og minningin um þá samveru yngirmann upp og veldur þvi, að á þessari skilnaðarstundu finnst mér Lárus deyja langt fyrir timann. Við kynntumst skömmu eftir að Sósialistaflokkurinn var stofn- aður og störfuðum þar saman uns flokkurinn var lagður niður. í félagsskap ungra sósialista urðu kynni okkar nánari,en Lárus var um langt árabil einn af helstu burðarbitum Æskulýðsfylkingar- innar. Skilningur Lárusar á þjóðfélagsmálum almennt og baráttuaðstæðum liðandi stundar var framúrskarandi.og nutum við þess félagarnir i rikum mæli. Lárus áleit það æðstu skyldu hvers marxista að starfa i sinu eigin stéttarfélagi, ef hann ætti þess kost, og. um sjálfan hann gildir sá vitnisburður, að i málarafélaginu lá hann aldrei á liði sinum. Lárus leit alltaf á Sósialistaflökkinn sem pólitiskt tæki stéttasamtakanna, og á sama hátt og stéttarfélögin áttu að styrkja flokkinn, efla hann, veita honum faglega vitneskju og þekkingu á kjörum alþýðunnar, — gefa honum ,,jarðsamband” —, á sama hátt átti flokkurinn að veita verkalýðsstéttinni i heild hina pólitisku leiðsögn og vaka yfir heildarhagsmunum hennar. Að mati Lárusar mátti aldrei þessi gagnkvæmu tengsl rofna eða samfylgni pólitiskra og fag- legra ákvarðana detta niður. t hinu pólitiska og félagslega starfi Lárusar komu mannkostir hans einkar vel i ljós. Hann fór aldrei með hávaða, var raunar stundum of hlédrægur, en fastur fyrir i skoðunum og tillögugóður. t hópi okkar félaganna var Lárus friðsemdarmaðurinn, sem ætið valdi leið hinna félagslegu sam- ráða út úr öllum vanda, og þótt hart væri deilt, eignaðist hann aldrei óvini, enda þótt okkur hin- um, sumum hverjum að minnsta kosti, yrði það á. Lárus tók alltaf íúslega að sér sin félagslegu verkefni og skilaði þeim af ósér- hlifni og samviskusemi. Nokkurri birtu slær á minningu þessa tima- bils, er við Lárus vorum sam- ferða og sem spannar yfir gerðar- dómsslaginn, baráttuna gegn Keflavikursamningnum og at- burðina 30. mars, svo að eitthvað sé nefnt, að maður tali nú ekki um kosningavinnuna alla, kappræðu- lundina, Landnemahátiðarnar og kaffikvöldin, en minningin um þessa tima er samofin minning- unni um hinn góða félaga, Lárus Bjarnfreðsson. Ég var einn þeirra mörgu, sem fengu notiðvináttu Lárusar, sem ég þakka nú, svo og það, hversu reiðubúinn hann var ætið að rétta manni hjálparhönd. 1 starfi minu kynntist ég siðar dæmafárri hjálpfýsi hans gagnvart litlu barni, en hjörtu annarra geyma þá sögu um kærleikann, sem bjó i brjósti hans. Lárus giftist 1965 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Benjamins- dóttur; henni votta ég samúð mina við fráfall hans, svo og öll- um ættingjum hans. Ingi R. Helgason. Allir minnast þess, að mestall- ur fiskiskipafloti landsmanna sigldi i höfn seinni hluta október- mánaðar, eða fyrir rúmlega tveimur mánuðum vegna mikill- ar óánægju sjómanna um ákvörð- un fiskverðs. Þessari deilu sjó- manna lyktaði með þvi, að rikis- stjórnin lofaði að „endurskoðun sjóðakerfis sjávarútvegsins”, skyldi verða hraðað, og lokið i byrjun desembermánaðar. Auðvitað er „endurskoðun sjóðakerfisins” ekki lokið enn, enda ekkert áhlaupaverk að leysa þann hnút, sem þar hefir verið hnýttur. Um hvaða sjóðakerfi er deilt? Sjóðakerfi sjávarútvegsins er orðið mikið og flókið. Talið er að i þá sjóði, sem um er rætt, renni á árium 8800miljónir króna. Heild- ar-aflaverðmæti fiskiskipaflotans er hins vegar talið um 16300 milj. kr. og allir aflahlutir og aflaverð- laun sjómanna um 7400 milj. króna á ári. Þeir sjóðir sjávarútvegsins, sem deilan stendur um eru þess- ir: greiðslur á ári milj. kr. 1. Oliusjóður 3180 2. Vátryggingasjóður 1109 3. Stofnfjársjóður 2905 4. Ahafnadeild Aflatr.sjóðs 547 5. Aflatrygg.sj. alm. deild 455 6. Fiskveiðasjóður 462 7. aðrir 92 Alls 8750 milj. kr. Hér er Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins ekki talinn með. Væru allir þessir sjóðir lagðir nið- ur mætti hækka fiskverð um rúm- lega 50%. Hvernig eru þessir sjóðir tilkomnir? Þeir af þessum sjóðum, sem mestu máli skipta, og deilan snýstum, eru allir komnir til með ákvörðun stjórnvalda og upphaf- lega settir til þess að raska um- sömdum hlutaskiptakjörum sjó- manna, sjómönnum i óhag. Vátryggingarsjóður kom fyrst- ur þeirra sjóða, sem máli skipta. Hann tók til starfa 1961, upp úr gengislækkunarhrotunni 1960 og 1961. Með þeim sjóði var verið að koma vátryggingarkostnaði skip- anna að hálfu leyti á herðar sjó- manna, með þvi að taka tekjur sjóðsins af óskiptum afla í gegn- um útflutningsgjöld. Stofnfjársjóðurinn var mynd- aður árið 1968eftir gengislækkun- ina þá. Með honum var verið að koma, á sama hátt. greiðslum af- borgana og vaxta af stofnlánum skipanna, yfir á hlut sjómanna, með þvi aðlækka fiskverðið, áður en til skipta kom, um framlagið i stofnfjársjóð. Framlagið i stofnfjársjóð var enn hækkað af núverandi rikis- stjórn eftir gengislækkanir henn- ar. Oliusjóðurinner stofnaður með bráðabirgðalögum i september- mánuði 1974, af núverandi rikis- stjórn. Niðurgreiðsla á oliu, sem áður átti sér stað á árinu 1974 var ó- veruleg og tekin af peningum, sem annars áttu að renna i Verð- jöfnunarsjóð fiskiðnaðarins og hafði þvi engin áhrif á fiskverð. Oliusjóðurinn er stærstur þess- ara sjóða og hefir áhrif á fiskverð er nemur 18-20%. Með honum eru sjómenn látnir greiða oliukostnað skipanna, um það bil að hálfu. Áhafnadeild Aflatrygginga- sjóðs konifyrst til árið 1969, þeg- ar Jónas Haralz, þá efnahags- ráðunautur viðreisnarstjómar- innar, beitti sér fyrir þeirri lausn á deilu sjómanna og útgerðar- manna um greiðslu á fæðiskostn- aði, að hluti fæðiskostnaðar skyldi greiðast með sérstöku út- flutningsgjaldi. Þar með var tek- in upp sú regla, að þvi meir sem bátur fiskar, þvi hærri skal fæðis- kostnaður skipverjanna teljast. Þessir sjóðir, sem hér hafa ver- ið taldir, valda mestum deilum, enda öllum það sameiginlegt, að með þeim er verið að velta óum- deilanlegum kostnaði útgerðar- innar yfir á herðar sjómanna. Það er verið að knýja þá með laga-ákvæðum til að búa við lægri aflahlut, en þeir hafa samið um, með fastákveðinni aflaprós. af heildarafla verðm æti. Um hvað stendur deil- an? Eins og nú standa sakir, stend- ur deilan um það, að sjómenn vilja ekki lengur una þeirri kjara- skerðingu, sem felst i sjóðakerf- inu. Þeir krefjast þess, að sjóða- kerfið verði lagt niður og fiskverð verði skráð rétt. Sjómenn hafa i mörg ár barist gegn þessu sjóðakerfi og öllum á- kvörðunum rikisvaldsins til að skylda þá til þátttöku i reksturs- kostnaði útgerðarinnar. t tið vinstri stjórnarinnar miðaði þar nokkuð með niðurfellingu lagaá- kvæða um hluttöku sjómanna i reksturskostnaði. Kristinn Einarsson Guðný Isleifsdóttir Dóróthea Jóhannsdóttir Eirikur Böðvarsson Páll Sveinbjörnsson Valgerður G. Jónsdóttir Margrét Gunnarsdóttir Katrin Jónsdóttir 1 Þjóðviljanum 17. des. birtu of- angreindir nemendur i isl nútima bókmenntum við Menntaskólann á Isafirði opið bréf til rithöfund- anna Jennu og Hreiðars þar sem ráðist var með harkalegri gagn- rýni á ungiingabókina Adda trú- lofast og þvi m.a. haldið fram að bókin sé mannskemmandi. Hvað átt er við með þessu er erfitt að gera sér grein fyrir, nema ef vera skyldi viljandi eða óviljandi mis- beiting orðsins á grófasta hátt. Merkingin felur i sér spillingu siðgæðis eða ærutjón og beinist þvi vissulega að höfundum bréfs- ins fremur en bókinni. enda kem- ur nianifckemmandi illa heim við umsögn nemendanna um téða bók. 1 völdum köflum úr ritgerð- um þeirra segir m.a.: „Þema bókarinnar er sakleysi" (E), ...allir eru góðir og vingjarnleg- ir, engir svartir sauðir” (D). „Páll er imynd hins fullkomna manns sins tima” (P). og einn En nú hefir ágengni rikisvalds- ins gengið úr hófi fram, með lög- um, sem núverandi rikisstjórn beitti sér fyrir, uni stofnun oliu- sjóðs. Iiækkun framlags til stofn- fjársjóðs og hækkun á framlagi til Vátryggingarsjóðs. Þegar lög um þessi ákvæði voru sett i árslok 1974 og fyrrihluta árs 1975, mótmæltu samtök sjó- manna, og stjórnarandstaðan á Alþingi varaði sterklega við þess- um ráðstöfunum og greiddi at- kvæði gegn þeim. En rikisstjórnin fór sinu fram, enda var meginstefna hennar sú, i sambandi við gengislækkanir, að skerða þyrfti launakjör jafnt sjómanna sem annarra. Nú situr rikisstjórnin i þessari klemmu vegna ósanngirni sinnar og fyrirhyggjuleysis. Nauðsyn á hækkun fiskverðs Ein af mörgum ástæðum til þess að nú hefir soðið upp úr hjá sjómönnum, er sú staðreynd, að fiskaflinn hefur farið minnkandi. Fiskverðshækkanir sem rétt hafa haldið i við hækkanir á almennu kaupi i landi, duga sjómönnum ekki, við slikar aðstæður. Þegar afli minnkar frá ári til ás, miðað við hliðstæða sjósókn, þá er ljóst, að aflahlutur sjó- manna, þ.e.a.s. kaup þeirra, fer einnig sifellt minnkandi. Það er óhjákvæmilegt að fisk- verði fái að hækka til samræmis við gangandi markaðsverð, en hinu verður að hætta að halda fiskverði niðri með allskonar sjóðagreiðslum, greiðslum, sem eru jafnt og þétt hækkaðar af rikisvaldinu. Þurfi óhjákvæmilega að bæta hag útgerðarmanna, þá verður að gera það með öðrum hætti en þeim að sækja peningana til sjó- bréfritara virðist meira að segja hafa orðið fyrir jákvæðum áhrif- um af bókinni (Ei), hann segir: „Bara að ég hefði ekki nema eitt af þessu öllu til að bera, þá væri ég ánægður”, o.s.frv. „Viðhorf okkar er rökstutt i meðfylgjandi greinargerð", segir i upphafi bréfsins, en þar rekur hver þversögnin aðra. Yfirleitt ber greinargerðin vitni um slæ- lega bókmenn_takennslu þvi hvorki-er tekið nægilegt tillit til útgáfuárs né gerður samanburð- ur á unglingabókum frá sama tima. Adda trúlofast var gefin út 1952 (endurútgáfa 1967. óbrevtt). Á þeim árum var ekki jafn venju- legt og nú „að maður keypti sér skó en mátaði þá ekki" i merk- ingu bréfritara (G). Viðhorfin gagnvart frjálsu kynlifi voru önn- ur en i dag þegar prins martröð kemur þeysandi inn á sjónarsvið- ið á svörtum graðfola i stað „fvrirmyndar draumaprinsins" á hvitum hesti. Klámfaraldur og ofbeldishneigð höfðu sem sé ekki haldið innreið sina i isl. unglinga- bækur. og það sást ekki einu sinni hilla undir rauðsokkahreyfinguna út við sjóndeildarhringinn. Barna- og unglingabækur eins og þær tiðkast nú hefðu ekki fengist gefnar út. manna. Slik stjórnarstefna hlýtur að enda með ósköpum. Væru þrir stærstu sjóðirnir, Oliusjóður. Vátrvggingasjóður og stofnfjársjóður, lagðir niður, niætti hækka fiskverðið um 45-50%. Hvað vilja útgerðar- menn gera? Nú er svo komið. að margir út- gerðarmenn vilja einnig, leggja sjóðakerfið niður, eða draga úr þvi verulega. En þeir eru þó ekki á þvi, að fiskverð til sjnmanna megi hækka. Þeir vilja losna við galla sjóðakerfisins, sem þeir á- samt stjórnvöldum hafa komið upp.meðþvi, aðþeir einirfáinot- ið hækkaðs fiskverðs. Auðvitað geta sjómenn aldrei samþykkt slika breytingu. Sjóða- kerfið var sett til þess að lækka laun sjómanna og þegar það hverfur eiga laun sjómanna eðli- lega að hækka um leið. Þaðer rétt, að sjóðakerfið kem- ur mjög misjafnlega við einstak- ar útgerðargreinar. Það hefir alltaf legið fyrir, að þeir sem best afla hafa greitt með hinum i gegnum sjóðakerfið. Eins og jafnan áður stendur rikisvaldið með útgerðarmönnum og vill, að sjómenn sætti sig við óbreytt á- stand, annað hvort með þeim hætti, að þeir fallist formlega á að greiða hluta af oliukostnaði skip- anna, eða breyti hlutaskiptapró- sentu sinni til lækkunar. Hér er á ferðinni sama skilningsleysið og áður. Útgerðarmenn og rikisvald halda að útgerðinni vegni betur með lágu sjómannskaupi. En nú hafa sjómenn varað stjórnvöld landsins við með sigl- ingu skipanna i land. Sú sigling var ekki að ástæðulausu. Þvi verður nú að fást fram breyting á kjörum sjómanna, ef ekki á illa að f ara. Fvrrnefnt bréf kvað hafa verið sent fjölmiðlum til birtingar. og má þvi teljast herferð gegn vin- sælum höfundum bókarinnar. hvað svo sem liggja kann að baki. Þess skal þó getið að bréfið fékkst ekki birt nema i tveimur dagblöð- um: Þjóðviljanum og Dagblað- inu. t Þjóðviljanum var bréfið birt i heiid. en i Dagblaðinu var glefsum úr þvi slegið upp sem æsifregn. Yonandi verður þetta frumhlaup bóknienntafræðing- anna in spe til þess að unglingar. tæplega vaxnir úr grasi. liugsi sig tvisvar um áður en þeir hlaupa i fjölmiðla sem sjálfskipaðir gagn- rýnendur Gréta Sigfúsdótlir Kanada: Engin dauðaslys í umferðinni um nýárshelgina OTTAWA 2/1 —Engin d.iuðaslys urðu i umferðinni i Kanada um nýárshelgina. og er slikt slysa- leysi eindæmi t sögu landsins frá þvi að bilaöld hófst þar. tbúar Kanada eru 22 miljónir. Gréta Sigfúsdóttir: Þá var öldin önnur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.