Þjóðviljinn - 08.01.1976, Side 4
4 SlÐA — ÞJöÐVILJINN Fimmtudagur 8. janúar 1976.
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SfiSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bcrgmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri; E;inar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 <5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
ENGIN TAKMÖRK?
í ritstjórnargrein málgagns Fram-
sóknarflokksins i gær er komist svo að
orði um kjarasamninga verkalýðsfélag-
anna á siðasta sumri:
,,Þeir lýstu góðum skilningi beggja
aðila á þvi erfiða efnahagsástandi, sem
þjóðin bjó við, en það er hið erfiðasta, sem
hér hefur verið um 40 ára skeið sam-
kvæmt upplýsingum Hagrannsóknastofn-
unarinnar, en þá er átt við þjóðartekjur.”
Litum nú á þessi orð, sem formaður
þingflokks Framsóknarflokksins skrifar i
blað sitt.
Það er að sjálfsögðu rétt, að verkalýðs-
hreyfingin sýndi i kjarasamningum á
siðasta ári alveg sérstaka tillitssemi
vegna nokkurra efnahagsörðugleika þjóð-
arbúsins, en Þórarinn Þórarinsson segir
meira en þetta. Hann leyfir sér að full-
yrða, að efnahagsástand hér á landi hafi á
siðasta ári með tilliti til þjóðartekna verið
það erfiðasta i 40 ár. Þessi fullyrðing rit-
stjórans og þingflokksformannsins, sem
heiðarlegum Framsóknarmönnum er
ætlað að trúa, er svo glórulaus, svo óra-
langt frá veruleikanum, að ekki er hvers-
dagslegt i pólitiskum málflutningi á ís-
landi.
Hvað varðar staðreyndir um þjóðar-
tekjur á mann á íslandi á nýliðnu ári, þá
þarf ekki að fara 40 ár aftur i timann til að
finna ár með álika útkomu, eins og Þórar-
inn Þórarinsson heldur blákalt fram,
heldur aðeins 3 ár.
Það þarf sem sagt ekki að leita allt aft-
ur til fátæktar kreppuársins 1935 til að
finna sambærilega útkomu, hvað þjóðar-
tekjur varðar, heldur aðeins til velmegun-
arársins 1972, þegar þjóðartekjur á mann
á íslandi voru á föstu verðlagi hærri en
þær höfðu nokkru sinni fyrr verið i allri
sögu landsins.
Það sem er þó ef til vill alvarlegast við
fölsun Þórarins Þórarinssonar er, að hann
ber fyrir sig upplýsingar frá „Hagrann-
sóknastofnun”, til þess að gera boðskap
sinn trúverðugri, eins og tilvitnunin hér að
ofan ber með sér. Sú stofnun hefur að visu
aldrei verið til, en fyrir fáum árum
starfaði Hagrannsóknadeild Fram-
kvæmdastofnunarinnar, en við verkefnum
hennar tók á sinum tima sú Þjóðhags-
stofnun, sem nú starfar að hagrannsókn-
um. Almennir blaðalesendur hljóta að
gera ráð fyrir þvi, að þarna eigi ritstjóri
Timans við Þjóðhagsstofnunina, þegar
hann ber fram falsanir sinar.
Fróðlegt verður að sjá, hvort stjórn-
málaritstjóri Timans sér ástæðu til að
leiðrétta i blaði sinu þær grófu falsanir,
sem hér hefur verið vakin athygli á, eða
máski hann vildi gera tilraun til að fá
Þjóðhagsstofnun til að skera úr þeim
„ágreiningi,” hvort þjóðartekjur á íslandi
hafi á siðasta ári verið likari þvi sem hér
var 1935 eða 1972? Þær staðreyndir liggja
reyndar fyrir i mörgum skýrslum frá
þeirri stofnun þótt Þórarinn Þórarinsson
virðist hins vegar ekkert kannast við þau
plögg.
Engin dul skal á það dregin hér, að auð-
vitað hljóta ytri skilyrði og heildaraf-
koma þjóðarbúsins jafnan að hafa nokkur
áhrif á möguleika verkalýðshreyfingar-
innar til að knýja fram raunhæfar kjara-
bætur, þótt meðferð hins pólitiska valds i
landinu skipti i þeim efnum oftast enn
meira máli.
Það er hins vegar fyllsta ástæða til, að
hvetja almenna launamenn og þá sérstak-
lega lágtekjufólkið til að vera vel á verði
gegn þeim óprúttnu loddurum, sem reyna
að mála fjandann á vegginn og draga upp
‘miklu dekkri mynd en fyrir hendi er, i
þeim skuggalega tilgangi einum, að fá al-
menning til að sætta sig við mun lakari
kjör en þjóðarbúið getur borið.
Talsmenn rikisstjórnarinnar og fésýslu-
manna reyna nú með ofurkappi að telja
almenningi trú um, að hér standi valið
óhjákvæmilega milli smánarkjara eða at-
vinnuleysis. Gjörið svo vel og veljið, segja
stjórnarherrarnir við fólk með 50—70 þús.
kr. i dagvinnutekjur á mánuði, og setja
upp helgisvip. í þessum efnum eru einnig
mjög grófar falsanir viðhafðar.
Sannleikurinn er sá, svo sem dæmin
sanna frá fyrri tið, að einmitt minnkandi
kaupmætti almennings fylgir með beinum
hætti stórkostleg hætta á samdrætti i at-
vinnulifi og atvinnuleysi, vegna þess, að
til þess að hjól atvinnulifsins geti haldið
áfram að snúast þarf að vera hægt að selja
það sem framleitt er, hvort sem það eru
t.d. ibúðir, iðnaðarvörur eða neysluvörur.
Og til þess, að hægt sé að selja fram-
leiðsluna, með sama hætti og áður, má
kaupmáttur almennings ekki lækka að
marki. — Dæmi um slikan samdrátt af
völdum minnkandi kaupgetu höfum við nú
þegar i ibúðarbyggingum og viðar.
Þvi er það, að til þess að tryggja fulla
atvinnu og koma i veg fyrir atvinnuleysi
þurfa rauntekjur almennings að hækka, en
mega alls ekki lækka. —k.
KLIPPT...
Lagercrantz
hœttir ritstjórn
Olof Lagercrantz lét um
siðustu áramót af störfum aðal-
ritstjóra menningarmála á
sænska blaðinu Dagens Nyheter
eftir 16 ár, enda kominn á
sænskan eftirlaunaaldur. Alls
hefur hann starfað á blaðinu i 25
ár og mun áfram skrifa greinar
reglulega i það.
Skáldið, rithöfundurinn og rit-
stjórinn Lagercrantz er mörg-
um islendingum að góðu kunn-
ur. Hann væri hægt að sæma
nafnbótinni fslandsvinur eins og
svo margan annan. Hann hefur
eldlegan áhuga á islenskum
máiefnum, góða þekkingu á
islenskum bókmenntum, og er
góðkunningi margra mætra
manna hér á landi. Og hann hef-
ur glætt skilning svia á islensku
þjóðlifi, m.a. með greinaflokki
fyrir nokkrum árum, þar sem
hann bar saman „minnstu” og
stærstu þjóð i heimi, islendinga
og kinverja, og sambúð þeirra
við löndin er þau byggja.
Á ritstjórnarárum Lager-
crantz hefur Dagens Nyheter
tekið miklum stakkaskiptum.
Bonniers-ættin ræður þeim
marghöfða þursi, Bonniers-
auðhringnum, sem gefur DN út.
Blaðið studdi Frjálslynda flokk
inn, Folkpartiet, en á menn-
ingarsiðunum og á erlendum
fréttasiðum fór á siðasta
áratugi að gæta sivaxandi rót-
tækni. Og nú hafa starfsmenn
blaðsins svarað sivaxandi
drottnun borgarapressunnar i
Sviþjóð með ,,hallarbyltingu”
og hafa nú samning upp á það að
ráða einir stefnu blaðsins án af-
skipta Bonniers-ættarinnar.
Ætla má að Lagercrantz hafi
Lagercrantz með pennann og
blokkina.
þarna átt einhvern hlut að mál-
um.
Lagercrantz er sérstæður og
skemmtilegur blaðamaður, og
greinar hans eru talandi dæmi
um það að hægt er að stunda
biaðamennsku um árabil án
þess að festast i meðalmennsku
og rútinu. Þær lýsa yfirgrips-
mikilli þekkingu, skilningsleit
og vilja til þess að skrifa
auðskiljanlega og halda uppi
samræðum við lesendur. Að þvi
leyti hefur hann verið sam-
starfsmönnum sinum bæði
hvatning og fyrirmynd.
Olof Lagercrantz lýkur
ritstjórnarferli sinum með
löngu viðtali við nafna sinn
Palme, sem á það sameiginlegt
með Þjóðviljanum að vera
aðeins áskrifandi af einu
sænsku dagblaði — semsagt
Dagens Nyheter.
Lifandi goðsögn
andfasista
La Pasionara, Dolores
Ibarruri. Þetta nafn og viður-
nefniðá undan hljómar ef til vill
ókunnuglega i eyrum flestra
okkar eftirstriðsbarna. En fyrir
þá sem fylgdust með spænsku
borgarastyrjöldinni 1936 til 1939
og baráttunni gegn fasismanum
i kjölfar hennar er þetta hetju-
nafn. Og lifandi goðsögn þeim
sem tóku beinan þátt i barátt-
unni, og einkum og sérilagi
spænskum andófsmönnum. Hún
var þjóðhetja i spönsku
borgarastyrjöldinni og æ sfðan
hefur hún verið fyrirmynd og
forsvari allra andfasista.
Dolores Ibarruri varð áttræð i
byrjun siðasta mánaðar og var
þess meðal annars minnst með
25 þúsund manna afmælishátið i
tþróttahöllinni i Róm 14. des. sl.
Þar talaði hún af eldmóði ásamt
meðal annars S'antiago Carrillo,
leiðtoga spænska kommúnista-
flokksins. Hún hefur lifað höfuð-
fjanda sinn Franco, og mann-
fjöldinn kyrjaði allan fundinn:
Dolores á Madrid — Dolores á
Madrid. Ef til vill á þessi aldna
þjóðhetja lýðræðissinna á Spáni
eftir að lifa þann dag, að standa
á ný sem sigurvegari i Madrid,
heimt úr útlegð sem varað hefur
frá þvi 1939.
No Pasaran
Dolores Ibarruri fæddist i
baskaheruðum Spánar árið
1895. Fjölskylda hennar hafði
framfæri sitt af námuvinnu og
hún hlaut strang-kaþólskt
uppeldi. Afskiptaleysi kirkjunn-
ar af vesaldarkjörum verka-
fólks og rússneska byltingin
gerði hana að kommúnista. Hún
var valin i miðstjórn
kommúnistaflokksins árið 1930
og nokkrum árum siðar kusu
námamenn i Asturia hana á
þing.
1 borgarastyrjöldinni varð
hún tákn hinnar andfasisku bar-
áttu. Það var hún sem mótaði
slagorðin frægu NO PASARAN
(Þeir komast aldrei i gegn) og
„Vale más morir de pie que
vivir de rodillas’* (Það er betra
að deyja uppréttur en að lifa á
hnjánum).
Hún varð brátt að þjóðsagna-
persónu, sérstaklega sem frá-
bær ræðumaður.
A fimmta áratugnum var hún
kjörin formaður spænska
kommúnistaflokksins og æ
siðan hefur hún haft mikil áhrif
Dolores Ibarruri
á stefnumótun og endurnýjun
flokksins. Hún er nú búsett i
Moskvu, þar sem hún hefur
dvalist útlegðarárin.
Pasaremos
Tuttugu og fimm þúsund
manns hylltu Dolores Ibarruri i
Róm, og i hópi þeirra voru fimm
þúsund spanverjar, sem gert
höfðu sér ferð á afmælishá-
tiðina. Og enn getur þessi aldna
og hvithærða kona haft þúsundir
á valdi sinu með snilld sinni i
ræðustólnum. Eftir að hafa rætt
um baráttuna fyrr og nú lauk
hún ræðu sinni á orðunum:
„HASTA PRONTO en
MADRID” (Sjáumst brátt i
Madrid). Og mannfjöldinn
svaraðiikór: „Si, si, si, Dolores
á Madrid!” Það hefur verið
stemmning það.
La Pasionaria er þekkt fyrir
það að velja rétta augnablikið
til þess að framkvæma rétta
ákvörðun. Nú blandar hún sér i
sókn lýðræðisaflanna á Spáni og
vonandi verður þessi eiginleiki
hennar gott veganesti fyrir
spænska kommúnistaflokkinn.
Á biaðamannafundi i Róm 13.
desember áttu sér stað eftir-
farandi orðaskipti milli hennar
og fransks blaðamanns sem
segja sina sögu um þessa konu:
Franski sjónvarpsmaðurinn
spyr: „Þér urðuð fræg um ailan
heim fyrir slagorðin: NO
PASARAN. Mynduð þér nú
velja yður annað slagorð?”
Og hún svaraði án þess að
hika: „PASERAMOS” (Við
komumst i gegn).
Við þetta er engu að bæta,
bara að vona að það verði sem
fyrst. Biðin er orðin löng og
ströng. —ekh.