Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 3
Sunnudagur 11. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Kolmunni,
spærlingur;
kúffiskur
og meiri
loðna
veita helstu möguleika
á veiöiaukningu
á íslandsmiðum
Hér hefur Björn raðaö upp nokkrum skreifium til aö sýna stæröar-
muninn á kolmunna, spæriingi og þorski. Efst er ein skreiö af
meðaiþorski, þá koma þrjár kolmunnaskreiöar, og neöst eru þrjár
skreiöar af spærlingi.
Sovétmenn veiöa um 50 þús. tonn á ári af djúpfiskinum langhala á
Noröaustur-Atlantshafi og fiskifræöingar telja hugsanlegt aö fs-
lendingar gætu veitt um 10 þús. tonn af þessum ófriöa fiski.
Möguleg
aflaaukning á
Islandsmiöum:
Loðna:
100 þús. tonn
Kolmunni:
100 þús. tonn
Spærlingur:
70 þús. tonn
Kúffiskur:
5-10 þús. tonn
Hugsanleg:
Langhali:
10 þús. tonn
Skýrslur Hafrannsókna-
stofnunar og Rannsókna-
ráðs ríkisins um ástand
fiskistofna við landið og
framtíðarhorfur í islensk-
um sjávarútvegi hafa
valdið mörgum manninum
heilabrotum. Ekki aðeins
eru þessar skýrslur góðar
til að veifa framan í bret-
ann heldur er í þeim —
einkum þó þeirri síðar-
nefndu — sett alvarlegt
spurningamerki við allt
heildarskipulag fiskveiða.
Menn hafá lagt til að
skipum yrði fækkað og
Forsíðumynd
Listamaður dagsins er Jens
Kristleifsson. Hann er fæddur
1940. Stundaði nám i Mynd-
lista- og handiðaskólanum og
Listaháskólanum i Kaup-
mannahöfn. Hann hefur haldið
eina einkasýningu á grafik i
Reykjavik og hefur tekið þátt i
mörgum samsýningum út um
„hvippinn og hvappinn”; t.d.
var hann þátttakandi i fjórum
sýningum erlendis 1975. Jens
hefur þrisvar sinnum tekið
þátt i alþjóðlegri grafiksýn-
ingu, sem haldin er annað
hvert ár i Ljublana i Júgó-
slaviu.
Myndin hér á siðunni er gerð
1968 og heitir hún Þorsti.
fengið aðra upp á móti sér
fyrir bragðið. Aðrir hafa
bent á skipulagsleysi fisk-
veiðanna þar sem
auðveldara sýnist að fá sér
togara en bíl. Þessar um-
ræður standa enn og sér
ekki fyrir endann á þeim.
Eitt er það sem fIjótlega
kemur upp i hugann í þess-
um umræðum. Er ekki
hægt að snúa sér að ein-
hverjum öðrum sjávar-
kvikindum en einmitt
þorskinum? Um það
spUrðum við Björn
Dagbjartsson forstöðu-
mann Rannsóknastof nun-
ar f iskiðnaðarins.
— I „Svörtu skýrslunni” kemur
fram að ekki sé nægilega mikil
vitneskja til um nokkrar fiskteg-
undir en þar eru þó nefndir fjórir
möguleikar á veiðiaukningu. Þeir
eru veiðar á kolmunna, spærlingi
og kúffiski og aukin nýting á
loðnustofninum.
Spærlingur,
kolmunni
Gallinn á kolmunna
og spærlingi er hve smáir
þeir eru. Kolmunninn er fullvax-
inn 30-35 sm langur og um 200 gr
að þyngd en spærlingurinn er
mikiu minni, verður fullvaxinn
16—20 sm langur og aðeins 50 gr
að þyngd. Hingað til hefur litið
verið veitt af kolmunna en árið
1974 veiddust þó aðeins 4 þúsund
tonn en það stafaði af lágu
bræðsluverði.
Spærlingurinn veiðist einkum
fyrir suður- og suðvesturlandi en
er sennilega viðar i minna
magni. Fiskifræðingar telja að
veiða megi um 70 þúsund tonn af
spærlingi á ári. Kolmunninn
heldur sig mest úti fyrir Aust-
fjörðum en um stærð stofnsins er
ekki mikið vitað. I skýrslunum er
Rætt við Björn
Dagbjartsson
forstöðumann
Rannsókna-
stofnunar
fiskiðnaðarins
talað um að etv. megi veiða 100
þúsund tonn á ári af honum. Kol-
munninn er miðsjávarfiskur sem
best yrði að veiða með flotvörpu
en gallinn við hann er að hann
þéttist ekki mikið i torfur. Menn
geta þvi ekki vænst þess að hér
verði um mikil uppgrip að ræða.
Spærlingurinn er hins vegar botn-
fiskur sem heldur sig á grunnu
vatni og er best veiddur i smá-
riðið botntroll. Menn hafa óttast
að við veiðar á spærlingi fylgi
mikið af seiðum annarra fiskteg-
unda en á þvi hefur ekki mikið
borið. Hingað til hafa einkum
Þorlákshafnar-og Vestmanna-
eyjabátar fengist við spærlings-
veiðar.
— Hvernig má nýta kolmunna
og spærling? Fer aflinn eingöngu
i bræðslu?
— Við gerðum tilraunir með
vinnslu á þessum tegundum til
manneldis i Þorlákshöfn nú i
haust og snerust þær einkum um
að herða i skreið. Þessir fiskar
eru báðir af þorskfiskastofni og
bragðið er ekki ósvipað og af
þorski. Aðalspærlingstilr. var
gerð i desember og er ekki enn
fullafgreidd en það komu engin
veruleg vandkvæði i ljós hvað
vinnsluna snertir. Við vitum hins
vegar ekki um kostnaðarhliðina,
hvort það borgar sig að veiða
þessa smáfiska og isa um borð.
Okkur hefur dottið i hug að það
mætti nýta þá eins og loðnuna, þe.
að aflinn væri tekinn til vinnslu en
það sem ekki nýttist færi i
bræðslu.
— Hvernig er með verðið?
— Menn geta ekki búist við
sama verði fyrir skreiðina og þvi
sem fæst fyrir þorskskreið. Verð
á spærlingsmjöli yrði sennilega
sambærilegt við loðnumjöl en það
fengist minna lýsi úr spærlingn-
um en loðnunni þar sem hann
safnar aðeins fitu i lifrina.
Erlendar tilraunir
— Hafa útlendingar ekkert átt
við spærlings- og kolmunna-
veiðar?
— Jú, danir og norðmenn veiða
hundruð þúsunda tonna af
spærlingi á hverju ári og setja
hann i bræðslu. Þeir siðarnefndu
ásamt bretum hafa einnig gert al-
varlegar tilraunir með vinnslu
kolmunna til manneldis. Norð-
vestur af Bretlandi er hann
5-10 þúsund tonn telja fiski-
fræðingar liklegt aflamagn af
kúffiski ef veiðar væru hafnar á
honum og markaöir finnast.
veiðanlegur i miklu magni þegar
hann hrygnir á vorin. 1 Fishing
News International frá þvi i júni
sl. segir frá þvi að togarar hafi
veitt 460 tonn af kolmunna i til-
raunaskyni. Þar segir einnig af
flökin af honum séu hæfilega stór
i þjóðarrétt breta „fish 'n chips”
en ekki er greint frá neinum
niðurstöðum tilraunanna.
Norðmenn veiddu á sömu
miðum upp undir 10. þús. tonn af
kolmunna i april og mai. Þessi
afli fékkst á 3 nótabáta á innan
við 8 vikum og þess voru dæmi að
dagsaflinn færi upp i 200 tonn.
Meirihlutinn fór i bræðslu en eitt
frystihús fékk nokkurt magn til
tilraunavinnslu. Þar var einkum
reynt að búa til svonefndan
marning úr fiskholdinu. Úr þessu
Framhald á 22. siðu.
r
ORKAR LANDSFRÆGA
ÚTSALA HEFST
mánudagínn 12.janúar
Terelyne buxur frá kr. 2.200,— islenzk
alullarteppi kr. 1.950-, 1,50 x 2 m.
Geysilegt úrval af skyrtum frá kr. 1.490-.
Herrajakkaföt frá kr. 8.900 — einnig stakir
jakkar frá kr. 3.000-. Bolir i úrvali frá kr.
750-
ásamt fjölbreyttu úrvali af peysum á laugavegi 89-37
ýmsum verðum. Stórkostleg útsala á hafnarstræti 17
hljómplötum — allar aðrar nyjar 13008 12861 13303
hljómplötur með 10% afslætti.