Þjóðviljinn - 11.01.1976, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1976.
DJÖÐVIUINN
mAlgagn sósíalisma
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórár: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 Hnur)
Prentun: Blaöaprent h.f.
VERULEG KAUPHÆKKUN
Frá þvi að núverandi rikisstjórn kom til
valda hefur verkalýðshreyfingin staðið i
látlausri varnarbaráttu gegn árásum
hægri aflanna. Kaupmáttur launa hefur
skerst i sifellu, þrátt fyrir tilraunir verka-
lýðssamtakanna til þess að hamla á móti.
Þá hefur rikisstjórnin gengið á svig við
samninga með margvislegum hætti,meðal
annars með álagningu vörugjaldsins sl.
sumar. Það er nú loks viðurkennt af sér-
fræðingum rikisstjórnarinnar að launa-
menn séu þeir einu sem hafi orðið fyrir
barðinu á efnahagsstefnu rikisstjórnar-
innar; aðrir hópar hafi sloppið. Segja sér-
fræðingar rikisstjórnarinnar að ráð-
stöfunartekjur heimilanna hafi skerst um
16—17%. Þessi tala segir þó ekki alla
söguna um skerðingu kaupmáttar launa-
taxtanna og fer þvi raunar fjarri i mörg-
um tilvikum. En miðum við hana að sinni.
Tökum þá einnig bilið til þess að þær
miljarðaálögur sem rikisstjórnin sam-
þykkti með múlbundnu stjórnarliðinu
fyrir jólin hafi i för með sér 6—7%
verðlagshækkanir. Þá spáir rikisstjórnin
sjálf verulegum verðhækkunum á þessu
ári, 1976. Verkalýðshreyfingin mun i
kjarasamningunum þvi ekki einasta taka
tillit til þess sem rænt hefur verið, hún
mun einnig lita til framtiðarinnar og at-
huga hverjar horfurnar eru varðandi
kaupmáttarþróun. Það er þvi alvég ljóst
að hvað sem liður sérkröfum og efnahags-
ráðstöfunum verður verkalýðshreyfingin
að setja fram myndarlegar kaupkröfur og
hún verður og mun knýja þær fram.
En það getur kostað átök að knýja slikar
kauphækkanir fram,og i þeim efnum getur
til þess komið að fólkið i verkalýðsfélög-
unum verði enn einu sinni að leggja að sér
til þess að ná árangri. Það er augljóst af
viðbrögðum atvinnurekenda að undan-
förnu að þeir treysta á að rikisstjórnin
veiti þeim nægilegt liðsinni til þess að
þeim liðist að þverskallast við kröfum
verkalýðssamtakanna. Með þvergirðings-
hætti hafa atvinnurekendur þegar tafið
kjarasamningana. Þessi afstaða þeirra er
engin ný bóla; hitt kann mönnum að þykja
undarlegra að atvinnurekendur og hægri-
stjórn skuli aldrei gera sér grein fyrir þvi
hvert þvermóðskan og hrokinn getur leitt.
Afstaða atvinnurekenda nú sem fyrr
sýnir að þeir fást ekki til þess að átta sig
á alvöru málsins fyrr en þeir nema þyt
verkfallssvipunnar yfir höfðum sér. Þess
vegna eru verkalýðsfélögin nú að afla
verkfallsheimilda, og áður en langt liður
verður að dagsetja verkfallsboðunina.
Viðræður verkalýðshreyfingarinnar og
atvinnurekenda um þessar mundir snúast
fyrst og fremst um viðamiklar sérkröfur
þeirra. Hefur Alþýðusambandið þegar
sett fram fjölmargar sérkröfur, og auk
þess hafa sérsamböndin kynnt ýtarlegar
kröfur sinar, sum hver, einsog Verka-
mannasambandið, i mörgum liðum sem
snerta margvislega málaflokka. Það tek-
ur að sjálfsögðu nokkurn tima að f jalla um
þessar sérkröfur allar, og hafa þarf sam-
ráð við marga aðila, sem eðlilegt er. En á
sama tima er kaupkrafa verkalýðssam-
takanna að verða til og hún verður að taka
mið af þvi sem hefur verið að gerast og
gerist i efnahagsmálunum á næstunni. En
fremst af öllu hlýtur forusta verkalýðs-
samtakanna að taka mið af þvi að um-
bjóðendur hennar hafa orðið fyrir stór-
felldu kaupráni. Fólkið i verkalýðsfélög-
unum er áreiðanlega reiðubúið til þess að
sækja rétt sinn i klær ránfugla rikis-
stjórnarinnar. Það kostar vafalaust átök,
en verkalýðshreyfingin á i höggi við
stjórnarvöld sem einskis svifast nema
þeim sé sýnd fyllsta harka. Það sýnir
skammur ferill rikisstjórnarinnar þegar,
einkum þó bráðabirgðalög hennar um að
banna verkfallið i Áburðarverksmiðjunni,
en þau braut verkalýðshreyfingin á bak
aftur með samtakamætti sinum.
—s.
Bíður ellihrörnun
vísindastofnana?
„Þeir eru hættir aö skrifa fræöilegar greinar og fá ekki lengur nýjar
hugmyndir”.
„Það er hægt að spá þvi fyrir
ungum og gáfuðum visindamanni
i dag, að hann hafi sæmilega
möguleika á að fá stöðu við sitt
hæfi um árið 2000”, segir danski
prófessorinn Morten Simonsen i
nýlegu viðtali við Nordisk Medi-
cin. Hann vikur þarna að vanda-
máli sem hefur gert vart við sig i
háskólum og visindastofnunum i
mörgum löndum.
A uppgangsárunum milli 1960
og 1970 voru i ýmsum löndum
búnar til margar nýjar stöður
fyrir fræðimenn. I mjög mörgum
tilvikum fengu ungir menn og ný-
útskrifaðir þessar stöður, og á
nokkrum árum fylltust
háskólarnir af nýju fólki. En nú,
þegar fjárlög eru skorin niður og
sparnaðarjarmur breiðist út, eru
engar nýjar stöður fáanlegar.
Þetta þýðir að ungir visinda-
menn verða að yfirgefa landið
eða skipta um fag. En málið er i
reynd stærra og vandinn vaxandi.
Það er ekki langt sfðan að innan
visindastofnana rikti nokkuð jöfn
aldursskipting. Eldri kennarar
hættustörfum ognýir bættust við.
Og þessi jafna aldurskipting hafði
það i för með sér að jafnan varð
eitthvað til af lausum stöðum.
Aldurskipting
En eftir þensluna á sl. áratug
eru háskólarnir fullir af ungum
fræðimönnum sem ekki munu
láta af störfum fyrr en eftir fjöru-
tiu ár. Og með þvi að háskólarnir
munu ekki stækka með sama
hraða og á sjöunda áratuginum
þá verða ekki til nýjar stöður.
Afleiðingin er sú, að þeir menn
sem nú starfa við æðri mennta-
stofnanir munu ráða þar rikjum i
stórum dráttum næstu þrjátiu ár-
in. Og þá verða þeir ekki 30-35 ára
gamlir heldur á sjötugsaldri. Há-
skólakennarar verða þá að
meðaltali meira en sextugir að
aldri, en i dag er meðalaldur
þeirra allmiklu minni.
Þegar til lengdar lætur telja
menn þetta ástand mjög alvar-
legt fyrir þróun visinda, þvi að
vísindamenn „deyja” mjög ungir
— þ.e.a.s. hætta fremur snemma
að leggja eitthvað nýtt til mál-
anna. í fögum þeim þar sem
þróunin er einna örust, til dæmis i
vissum greinum eðlisfræöi, er i
VÍSINDI OG
SAMFÉLAG
stórum dráttum gert ráð fyrir þvi
að menn hverfi frá rannsóknar-
störfum og að kennslu og stjórnun
þegar þeir eru orðnir fertugir.
Eftir þann tima eru það ekki
margir sem taldir eru geta sinnt
sjálfstæðum rannsóknarstörfum.
Þeir eru hættir að skrifa fræðileg-
ar ritgerðirog þeir fá ekki neinar
nýjar hugmyndir. Að minnsta
kosti er þetta sú mynd sem menn
heyra visindamennina sjálfa oft-
ast gefa.
Dæmið CERN
Þetta þýðir samt ekki að eldri
menn séu ekki nauðsynlegir, þvi
að reynsla þeirra og sambönd eru
mikilvæg fyrir unga visinda-
menn. Það er þvi talið mjög æski-
legt að skynsamleg skipting i
aldursflokka ri"ki i hverri stofnun
— flestir séu á miðjum aldri, en
nokkur hópur ungra og gamalla
starfsmanna.
1 greininni, sem þessi saman-
tekt er byggð á, er evrópska
kjarnorkurannsóknamiðstöðin
CERN tekin sem dæmi um stofn-
un sem senn lendir i vanda út af
þessari þróun. Cern, sem liggur á
landamærum Frakklands og
Sviss, var stofnuð i lok sjötta ára-
tugsins og hefur siðan verið i örri
þróun. Peningar til rekstursins
koma frá hinum ýmsu löndum
Vestur-Evrópu. Alls starfa við
stofnunina um 5000 manns frá
aðildarrikjunum, en aðeins litill
hluti þeirra fæst beinlinis við vis-
indastörf.
Næstum þvi 75% þessa liðs hef-
ur fengið æviráðningu og lang-
flestir eru ráðnir á sjöunda ára-
tuginum. Núna er meðalaldurinn
65 ár, þvi ekki er búist við því aö
CERN geti eða þurfi að stækka
við sig svo nokkru nemi. Vandinn
er þeim mun meiri sem CERN
greiöir há laun og þvi vilja sem
fæstir fara úr þjónustu stofnunar-
innar og snúa sér að öðru. Hátt
launaðir visindamenn hafa þar á
niunda hundrað þúsund krónur á
mánuði i laun — skattfrjáls.
Meðallaun starfsmanna CERN
eru um 400 þúsund krónur is-
lenskar á mánuði, og ýmisleg
friðindi fylgja hinum alþjóðlega
status þessa fólks.
Þetta allt þýðir, að CERN er
spáð heldur lakri framtið i
visindalegum afrekum. Þvi sé
ekki hægt að stækka visindastofn-
un verður aldursvandamálið að-
eins leyst með brottrekstrum —
og i þessu tilviki verður þeim ekki
við komið.
Kenningar Kuhns
Hér er ekki aðeins um að ræða
starfsmannahaldsvanda i venju-
legum skilningi, og ekki aðeins
það að tiltekin visindastofnun á
þaö á hættu að veröa óvirkari.
Thomas Kuhn heitir bandariskur
sérfræðingur I visindasögu. Hann
heldur þvi fram, að rannsóknir á
tilteknum sviðum visinda og
þekkingar mótisti mjög veruleg-
um mæli af svonefndum para-
digmum. Með þvi á hann við
ákveðinn skilning á þvi hvað
visindaleg aðferð i raun og veru
sé, og svo á hann við ákveðnar
kenningar og hugmyndir sem
fyrirferðarmiklar eru á hverjum
tima. Til dæmis má nefna eðlis-
fræði Newtons og þróunarkenn-
ingu Darwins, en ýmsar minni-
háttar kenningar og hugmyndir
geta gegnt svipuðu hlutverki
Paradigma er, segir Kuhn,
ákveðin aðferð til að skoða með
heiminn, og sá sem hefur tileink-
að sér eina slika getur ekki til-
einkað sér aðra. Kuhn gengur
m.ö.o. svo langt að telja, að rikj-
andi paradigmur viki ekki fyrr en
eldri visindamenn hverfa af svið-
inu og aðrir koma i staðinn.
Aldurs vandamál visindanna
verða hjá honum spurning um
það, hvort nokkur breyting verði
á þvf, hvaða vandamál eru talin
verkefni visinda og hverniger á
þeim haldið. 1 þeim efnum telur
hann frumleikann aðeins geta
komið frá nýjum mönnum.
(áb endursagði)
Lifandi áhugi
Eftirfarandi fyrirmæli voru
dag einn send út á lögreglubylgj-
unni i borginni Oakwood i Ala-
bama:
— Takið eftir, takið eftir.
Lögreglubill PX-2 á að fara nú
þegar á hornið á Þriðja stræti og
Fjórtándu götu. Þar er allsber
kvenmaður að spásséra.
Nokkrum minútum siðar voru
allir lögreglubilar borgarinnar
sem á vakt voru komnir á stað-
inn.