Þjóðviljinn - 11.01.1976, Side 7
Sunnudagur 11. jandar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
fyrir hliö þeirrar borgar, sem
þeir ætluöu aö leggja aö fótum
sér, — og enn getur Sjálfstæöis-
flokkurinn þurft á dr. Gylfa og
hans nánustu pólitfsku samherj-
um aö halda. Ritstjórn Alþyöu-
blaösins á sér ekkert frelsi i faömi
Reykjaprents h.f., þótt einhverjir
kunni aö vera svo einfaldir aö
halda þaö, heldur er hvin reyrö i
viöjar svartasta peningavaldsins
i landinu, og fær aö brölta aöeins
aö þvi marki, sem þaö telur sér
henta.
Viö lifum ekki I pólitisku leik-
húsi, heldur I stéttskiptu þjóð-
félagi, þar sem handhafar pen-
ingavaldsins gera engin gustuka-
verk á þeim, sem þeir telja raun-
verulega andstæðinga sina.
Meö hvaöa
peningum?
1 Alþýöublaöinu er sagt, aö aö-
eins sé um að ræöa eðlilega sam-
vinnu, eins og þegar blöð sem
túlka andstæð pólitisk viöhorf eru
prentuð i sömu prentsmiðju, eða
slik blöö fá einni stofnun i hendur
að annast dreifinguna, t.d. póstin-
um. Slikar firrur eru auðvitað
ekki svaraveröar.
Það sem þarna hefur gerst er
engin samvinna tveggja jafnrétt-
hárra aöila, heldur hvorki meira
né minna en þaö, aö Útgáfufélag
Visis, Reykjaprent h.f. tekur aö
sér aö sjá um rekstur Alþýöu-
blaðsins, aö einu og öllu leyti.
Skrifiö þiö, segja Gunnar Thor-
oddsen og félagar i stjórn
Reykjaprents við Sighvat, Gylfa
og Gröndal, — viö borgum. Meö
hvaöa peningum? — kynni ein-
hver aö spyrja, og jafnvel verða
hugsaö til frétta nú i vikunni um
utanaökomandi fjárstreymi til
pólitiskra samtaka á ítaliu, eöa
sjóösins dularfulla frá Þýska-
landi, sem gjaldkeri finnskra
krata tók viö i Stokkhólmi i haust
og frægur varð hér á íslandi
vegna svardaga Gylfa Þ. Gisla-
sonar. En leit að svari við þeirri
spurningu er ekki viöfangsefni
þessarar greinar.
Hitt leyfum viö okkur aö vona,
aö núverandi ráðamenn Alþýöu-
blaösins hafi þó þá blygðunartil-
finningu til að bera, að þeir láti
myndina af Ólafi Friðrikssyni
ekki hanga lengur uppi á rit-
stjórnarskrifstofum Alþýöublaðs-
ins, og smekklegt væri að orðin
„rödd jafnaðarstefnunnar” hyrfu
af siðum blaðsins, en i staöinn
kæmi: „Rödd Ford h.f., Heklu
h.f. Lýsis h.f., Kassagerðar
Reykjavikur h.f. doktors Gylfa og
Gunnars Thoroddsen”.
Það Alþýðublað verður ekki
bundið I rauða bók.
Borgar sig aö skipta
tímanum eftir tugakerfi?
I Kanada eru menn aö taka upp
metrakerfiö og leggja niöur hið
óþægilega enska kerfi sem þar
hefur veriö viö lýöi. I sambandi
viö þetta hefur á ný veriö tekiö
upp gamalt mál : hve órökrétt sé
þaö kerfi sem hingaö til hefur
veriö notaö til aö skipta timanum
i einingar.
Ekki er þetta nema rétt : kiló-
grammi skiptum viö i þúsund
grömm, sentimetra i tiu milli-
metra, en allt frá þvi á dögum
babylóniumanna hinna fornu er
12 grundvallartala I timakerfinu.
24 stundir eru i sólahring, 60
minútur i stundinni. A. Metler,
sem er ritari Mælingafélags Kan-
ada hefur gert þaö aö tillögu sinni
aö sólarhringnum verði skipt i tiu
hluta, sem hver um sig séu 2,4
klst. og verði þessir partar sólar-
hrings kallaðir krónar. Hverjum
króna verði skipt i sentikróna
(hver 1,44 min) og hverjum
sentikr. i hundr. rem (0,864 sek).
Eitt af þvi sem talið er þessu kerfi
til gildis er þaö, aö eitt rem verði
aö lengd mjög á við eitt hjarta-
slag — og gætu menn þvi sjálfir
gert sér grein fyrir stuttum tima
án þess að hafa úr við hendina.
Mettler viðurkennir að það yrði
afar flókið aö yfirfæra allar tima-
mælingar I þetta kerfi, en hann
telur aö hagræðiö af slikri breyt-
ingu yrði miklu meira og fljót-
legra.
a
INNRITUN
fe
i gömludansa- og þjóðdansanámskeið
Þjóðdansafélagsins verður i Alþúðuhúsinu
við Hverfisgötu mánudaginn 12. janúar
frá kl. 4-10. Simi 12826.
Kennsla i barnaflokkum félagsins hefst
sama dag kl. 4.
Þjóðdansafélagið.
ÚTBOÐ
Suðureyrarhreppur óskar eftir tilboðum i
eftirfarandi efni vegna hitaveitufram-
kvæmda.
Asbeströr
Stálrör
Plaströr
Einangrun á asbeströr
Einangrun á stálrör
Útboðsgögn verða afhent á verkfræði -
skrifstofu Guðmundar G. Þórarinssonar
Skipholti 1 Reykjavik.
HJALTI
KRISTGEIRSSON
SKRIFAR:
Saml'léttaöar hendur — hluti al marmarastyttu eftir Ipousteguy
(1970).
höggiö, ekki siöur en hjá smiða-
lærlingunum. Hitt er býsna
sjaldgæft aö gervallur hug-
myndaheimur hins unga manns
sé barmafullur af myrkri for-
heimskunarinnar, þaö týri ekki
einu sinni á kolsköru sanngirn-
innar. Hvaðan getur slikt staf-
aö? Fánýtt er aö visa eingöngu
til upplags eöa persónugerðar.
Eitthvað hlýtur aö vera rotið i
riki dana. Ég vil sumsé halda aö
ófarir Vésteins Lúövikssonar i
„Gunnari og Kjartani” stafi
a.m.k. jafnmikið af ytri orsök-
um sem innri.
Liklegast þykir mér'að upp-
eldi á stórreykjavikursvæöinu
og langvinn skólaganga i is-
lenskum og erlendum skólum,
en litil snerting viö lifshætti
þeirra sem þurfa aö vinna fyrir
sér, skapi þá veruleikafirrö sem
fram kemur I þessu byrjanda-
verki. Ég held nefnilega að ó-
breyttur alþýöumaður meö
venjuleg tengsl við umhverfi
sitt heföi hvorki haft imyndun-
arafl né ögun til þessarar and-
vana aususmiðar. Slikur maður
heföi eflaust leyft sér einhver
uppátæki og (aula)fyndni og
ekki staðist freistinguna að
hleypa fáki sinum á vixlað skeiö
á moldargötum málsins sjálfs.
Krummi krunkar úti
Þarflegt verk var að kynna
Skirnisgrcin Hclgu Kress um
„Kvenlýsingar og raunsæi”
fyrir lesendum Þjóðviljans, en
það var gert á jafnréttissiðu
blaðsins á sunnudaginn var. Ég
var farinn að verða hræddur um
að þessi ágæta ritgerð gyldi
þess að birtast á siðum virðu-
legs timarits sem yfirleitt hættir
sér ekki mjög nálægt þjóðfé-
lagsvanda samtiðarinnar. Þess
vegna mundi málflutningur
Helgu ekki ná sem skyldi inn i
umræðu á hversdaglegum vett-
vangi. Þögn dagblaöanna var
dálitið iskyggileg og eftilvill
eins og samsærisleg, þegar haft
er i huga hvað þau verja miklu
rými undir bókmenntarýni og
menningarkynningu, að ó-
gleymdum stjórnmálaskrifum
og þjóðmáladeilum. En Helga
Kress hnoðar hættulegar
sprengikúlur úr deigi sem
venjulega er haft til baksturs á
öllum þessum sviðum.
Skylt er þó að geta þess að
Arni Bergmann nefndi nafn
Helgu á viðurkennandi hátt i
loflegum ritdómi um bók eftir
þann höfund sem Skirnisgreinin
hafði hausaö og slógdregið.
En nú eru semsagt aðalatriöin
i boðskap Skirnisgreinarinnar
komin fyrir augu þess hóps
blaöalesenda sem þau áttu fyrst
og fremst erindi við. Og ég gat
ekki séö að neitt heföi blotnaö i
púörinu i meðförum Vilborgar
Harðardóttur.
Skylda sósialista að sjá i
gegnum blekkingar for-
réttindanna
Nú er ég að visu karlskepna
með þeim forréttindum sem þvi
fylgir i þjóöfélagi nútimáns, en
ekki get ég sagt aö ég hafi fund-
ið til ósanngirni i kröfum Helgu
Kress til raunsæishöfundar. Og
jafnaugljóst fannst mér þaö aö
höfundur skáldsögunnar
„Gunnar og Kjartan”, Vésteinn
Lúðviksson, hafi ekki verið aö
gera mér neinn greiða meö sin-
um eindregna áróðri fyrir karl-
mannaþjóöfélaginu. Astæöan er
sú að ég vil leitast við að vera
sósialisti, og ég veit þvi fylgir
krafa um missi allra forrétt-
inda.
Sósialismi er nefnilega hug-
sjónum manniegt félagþar sem
sjálfræöi einstaklingsins er
orðiö að allsherjar lögmáli án
þess að þvi fylgi kúgun eins á
öðrum. Þetta er sumsé einstak-
lingshyggjan i æðra veldi sam-
runnin við þá félagshyggju sem
ekki er lengur spennitreyja.
Hversu augljóst er það ekki aö
almenn réttindi i sliku samfé-
lagi eru miklu viötækari en
nokkur þau forréttindi sem nú
og nokkru sinni hafa tiðkast?
Margir höltrum við nú á
eftir ykkur, stelpur!
Forréttindi felast i þvi aö einn
hefur minna og annar meira af
þvi sem eftirsóknarvert er taliö.
Oft gengur bærilega að segja
þeim sem minna ber úr býtum
sannleikann um þetta, en erfið-
ara er með hinn þvi hann finnur
velsæld i stöðu sinni. Þó er vel-
sældin honum kúgun aö svo
miklu leyti sem hún er sköpuð af
forréttindum, þvi þá er heftur
sá þroski sem blundar i dýra-
tegundinni maöur. Hvað segir
ekki Guöbergur: Stolt er kýr af
stöðu sinni?
Af þvi sem ég nú hef tæpt á
má ljóst vera að meö þrennum
rökum geta karlar gengiö til liös
viö konur i frelsisbaráttu þeirra
(eöa a.m.k. sýnt jákvætt hlut-
leysi): Vegna hugsjónar um
sósialisma — vegna tilfinningar
um niðurlægingu af völdum for-
réttinda — og loks einfaldlega af
sanngirnisástæðum i félagslegu
umhverfi. Ætliþaðsé ekki nokk-
uð raunhæft aö telja siöasta
flokkinn fjölmennastan, en
samt er liklega minnstur hroki i
þvi fólginn aö telja sig til hans.
„Þar er skjól og þar vil ég þig
finna”.
Trúin/ og það sem þarf til
að vera smiður meðal
smiða.
Þvi hver er sósialisti i raun og
veru? Sé spurt um athöfn en
ekki játningu, skyldi maöur
varast allt steigurlæti. Enginn
er neitt nema af verkum sinum.
Sýn mér trú þina....
Hér fyrrum þegar verkaskipt-
ing þjóöfélagsins var á
frumstigi var áreiöanlega ekki
sagt um banghagan mann aö
hann væri smiöur þótt hann festi
saman tvær fjalir fyrir sjálfan
sig. Ekki frekar en menn uröu
skáld af lausavisu. Nú getur
hver klaufinn sem er fengið
smiðsnafn (og sumir segja aö
mestu klaufana sé einmitt aö
finna i félagsskap hinna út-
völdu).
Ætli það sé ekki eitthvað svip-
aö meö sósialistana og jafnvel
rithöfundana lika? (Vel á
minnst: guö foröi okkur frá rétt-
indagefandi blaöamanna-
skóla!).
//Skemmtilegt er myrkr-
ið": veruleikafirrð verks
og höfundar
Nú eru það engin tiöindi þótt
ungur maöur semji vonda bók.
Þaö er venjulega margt klám-
Hann hefði getað skirst við for-
arsletturnar.
Ekkert bendir til að faðmlög
Vésteins við postulann Lukács
hafi eflt sjálfskiining hans eöa
aukiðhonum mannlifsþekkingu.
Og liklega ekki forsendur
sósialiskrar vitundar heldur, ef
það er rétt sem Helga Kress
heldur fram aö Vésteinn telji sig
sósialista.
Skraddarans pund og það
sem Indriði hefur fram
yfir Véstein
Ekki veit ég hvort auðvelt er
að benda á höfunda sem hafa
það pund að ávaxta sem Vé-
steinn hefur, og má þá vera aö
samanburöur veröi út i hött, en
ég held þó aö flestir Islenskir
höfundar yröu bæöi góðgjarnir i
garö kvennahreyfinga og frjáls-
lyndir i þjóðfélagsmálum ef þeir
eru mældir á mælistiku Helgu
Kress og börnir saman viö Vé-
stein. Sjálfsagt veröur þaö vin-
sæll skólaleikur aö framkvæma
svona mælingar, þvi aö Skirnis-
grein Helgu er einstaklega
kennslubókarleg (þaö er hrós-
yröi úr minum penna).
■Ég vil taka einfalt dæmi sem
hver byrjandi má vera full
sæmdur af: Indriöi G. Þor
steinsson hefur ritað þjóöfélags
legar skáldsögur, aö visu ekk
mjög „breiöar” samfélagslýs
ingar en ekki þvengmjóar held
ur. Enginn likskoöari mundi
finna aörar eins meinsemdir i
Indriöa og þær sem drógu
Véstein til dauöa á skurð-
arboröi Helgu Kress. Þetta
er þvi að þakka, aö ég
hygg, að Indriöi hefur lifað
venjulegu lifi meöal venjulegs'
fólks og lært af þvi. Indriði
hefur til skamms tima ekki þóst
of góöur til aö skilja og mis-
skilja mannlifiö á hversdags-
legan hátt. En penni hans er
ekki rauður: þótt skyn hans sé
gott en greining hans grunn,
enda hefur hann aldrei faömaö
Lukácsarguöspjall.
Quod licet Jovi, non iicet
bovi
Hér á árum áöur voru þeir
kallaöir rauöir pennar sem rit-
uöu meö eigin hjartablóöi á vig-
velli stéttarátakanna. Er nú
komin sú tiö aö penninn sé lit-
greindur eftir pennastönginni,
hvaö sem blekið er grámósku-
legt? En hættu nú herra! Mér
gæti orðið hált á þessum velli,
og er þvi best aö bera ösku á
hann og ganga heim til sin,
minnugur þess sem rómverjar
sögöu: „Þaö sem leyfist Jóni,
leyfist ekki flóni”.
Iljalti Kristgeirsson.