Þjóðviljinn - 11.01.1976, Síða 11
Sunnudagur 11. janúar 1976. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11
Loftið: Jóhannes Jóhannesson.
Sigurjón ólafsson. Valtýr Péturs-
son. Bragi Ásgeirsson. Kjartan
Guðjónsson. Hafsteinn Aust-
mann. Sölusýning.
Listasafn island: Frank Stella,
Sigurður Guðmundsson málari.
Norræn myndlistarvika. Kvenna-
sýning. Jón Engilberts.
Gunnlaugur Scheving. Vetrar-
sýning.
IVI cn n inga rs tof nu n USA:
Bandarisk grafi'k. Helen C.
Frederick.
Mokka: Alexander Sörenssen,
Woutier van der Hallen. Gunnar
Hjaltason. Myriam Bat-Josef.
Gunnar G. Kristjánason. Ragnar
Lár. Tryggvi Ólafsson Þórdis
Tryggvadóttir.
Norræna húsið: Baldvin
Björnsson. Kvennasýning.
Eyborg Guðmundsdóttir. íslensk
grafík. Joel Patterson o. fl.
Hörður Agústsson. Leifur
Breiðfjörð. Gunnhild Skovmand.
Veturliði Gunnarsson. SEPTEM
75. Jens Urup. Einar Þorláksson
AgUst Petersen. Björgvin S.
Haraldsson. Haustsýning FIM.
Verkstæði Guðm. Árnasonar:
Rudolf Weissauer. Eyjólfur
Einarsson. Samsýning.
Vinnustofur: Sigurþór Jakobs-
son. Hallsteinn Sigurðsson.
Tvær sýningar voru i Asgrims-
safni, safn Einars Jónssonar var
opið að venju, og Asmundur
Sveinsson sýndi gestum verk sin.
Alls voru sýningar i Reykjavik
lOOOtalsins og er óskandi að allir
hafi fengið eitthvað fyrir snúð
sinn. Það sem stingur mest i
augun, þegar þessi listi er
skoðaður er fjöldi grafiksýninga,
virðistvera vaxandiáhugiá þeirri
aðferð og er það vel. Tveir nýir
sýningarsalir voru starfræktir á
árinu,annar sýndi eingöngu verk
eftir félasmenn FIM sem voru á
götunni, hinn tók við, þegar
Gallery SÚM dró saman seglin.
Eftirhreytur
En það er viðar en i sýningar-
sölum sem myndlistin er á flakki,
Sjónvarpið heiðraði landsmenn
með fjórum örstuttum fræðslu-
myndun ein af þeim var sú besta
sem ég hefi séð og fjallaði um
formin. Hitt er svo undarlegra
hversu þetta miðlunartæki er
vannýtt á myndlistarsviðinu.
Myndlistargagnrýnendur fjölluðu
um þær sýningar sem vöktu
áhuga þeirra (og jafnvel fleiri)
þeir otuðu sinum tota með fjöl-
skrUðugum skrifum um myndlist
og er það sjálfsagt jákvæðasta
framlag þeirra á árinu 1975, — ég
hefi tekið saman það helsta svo
lesendur megi sannfærast um
áhuga þeirra og hvert þeir leita
fanga. Aðalsteinn Ingólfsson:
íslensk list og erlend. Eftirfar-
andi viðtöl: Sigurjón Ólafsson.
Sigurður Orlygsson. Jón Reykdal.
Alfreð Flóki. MagnUs Tómasson.
Hallsteinn Sigurðsson, Tryggvi
Ólafsson.
Bragi Ásgeirsson: Málarinn J.
M. W. Turner (2 gr.) Málarinn
Andrew Wyet. Myndskreyting
bóka (ERRÓ). Jón Engilberts,
ferill og lifsvenjur. Málarinn Jón
Engilberts. Vermeer, meistarinn
frá Delft.
Niels Hafstein: Menn og mynd-
listarstefnur (hreyfing og
sjónerting i listum) List og um-
hverfi List f einangrun. Mynd-
höggvarafélagið i Reykjavik. List
og myndhugsun. List og likami.
List og áhrif (2 gr)
Ógjörningur er að telja upp
allar aðrar greinar eða nefna
þau viðtöl o. fl. sem birtist i tima-
ritum og dagblöðum, enda litil á-
stæða til, en ég vil þó lýsa yfir
ánægju minni með þetta allt
saman!
Að lokum: „Ég skora á alla þá
myndlistarmenn sem væntanlega
hljóta „listamannalaun” að
hafna þeim. SU niðurskipan og
flokkun gáfna, sem viðgengst,
samkvæmt lögum, er móðgun við
listræna viðleitni og þjónar aðeins
þeim sem vilja upphefja sig á
kostnað annarra. Ég lét hjá liða
að minnast á Uthlutun siðasta ár,
vegna þess ég blygðast min fyrir
„að annað eins og þar gerðist
skuli geta gerst.” Myndlistar-
menn verða að gera sér grein
fyrir þvi að timarnir eru breyttir,
ölmusugjafir og guðþakkarverk
eiga ekki rétt á sér lengur.
Listamenn geta unnið fyrir sér
eins og annað fólk — með þeim
skilyrðum sem þeir sjálfir setja.
Grænlenskt kvæöi
um þorskinn
og landhelgismál
Arkaluk Lynga heitir græn-
lenskur rithöfundur. Hann birti i
Information nýlega klausu um
fiskveiðideiluna við breta ásamt
með þorskkvæði þvi sem hér fer
á eftir.
Arkaluk Lynge segir i inn-
ganginum, að ekki skilji allir
evrópumenn aö með þvi að berj-
ast fyrir lifi þorskins séu íslend-
ingar að berjast fyrir lífi sinu.
Þeir séu meðal þeirra fáu þjóöa
sem skilji hættur rányrkju og
vilji sporna viðhenni. Hafi þeir
með fordæmi sinu blásið i brjóst
fiskiþjóða við Atlantshaf
norðanvert kröfum um varð-
veislu auölinda sjávar.
„Þannig hafa grænlendingar,
sem sáu þorskinn ailt i einu
hverfa úr fjörðum sinum fyrir
nokkrum árum og vilja ekki að
það sama hendi rækjuna, kraf-
ist útfærslu fiskveiðilögsögu
sinnar i 100 milur. Danska
stjórnin hefur náttúrlega ann-
arra hagsmuna að gæta, og það
kemur á daginn að fiskimenn i
Danmörku hafa andstæð sjón-
armið við þau sem fiskimenn á
Norður-Atlantshafi fýlgja — þvi
telst ómögulegt að verða við
hinni grænlensku kröfu. tsland
hefur einnig án árangurs leitað
stuðnings Norðurlanda, Sviar
og finnar eru þeir einu sem hafa
brugðist við með jákvæðum
hætti — en þeir eiga heldur ekki
beinna hagsmuna að gæta i
málinu. Danmörk og Noregur
tvistiga og styðja þar með ó-
beint annað og sterkara Nató-
vald, þ.e.a.s. England. Eftir
þetta er ómögulegt að tala um
hugtakið Norðurlönd.
Þetta nýár verður kannski
það siðasta sem þorskurinn lifir
— ef útfærsla islendinga verður
ekki viðurkennd sem fyrst og
fylgdu þá t.d. grænlendingar
með. Þvi set ég saman þessa
nýárskveðju:
Ef nýársþorskurinn bragðaðist þér ekki vel
væri hann slepjugur og laus i sér
þá var það niáski af þvi hann var alsettur rispum
af öngium sem höfðu skrámað hann án árangurs
Og ef það var tafsamt að veiða hann i Eyrarsundi
svo að þú bölvaöir og ragnaöir i bátnum
þá hugsaðu til þcss að hann hvarf fyrir nokkrum árum
úr fjörðum Grænlands þar sem menn
veiða hann ekki aðcins vegna nýársins
heidur til að lifa.
Ef fisksaiinn var samt svo vænn
að rétta þér úteygan þorsk
vel bióðgaðan og roðflettan
þá var hann kannski cinn af fáum sem eftir eru
einn af þeim sem synda við strendur tslands
skelfdur og dauður i trolli og fallbyssuhrið.
Séu nýársræður innantómar og annarlegar
og tali menn um samleið og samstöðu
um að Evrópa sé ein og mikil
og Noröurlönd standi enn
og Nató haldi utan um allt þctta
þá bið ég þig að gleyma þvi
að norðurlandaþjóðir standa ávallt saman
i bliðu og striðu
og aö hvcr er annars bróðir i raun.
En ef aö þér samt sem áður
likar vel þorskurinn
er það eitt eftir ósagt
að nokkrir eru þeir sem lifa á þorskinum
og lifa i þeirri hættu
að þorskurinn lifi ekki næsta nýár.
Skóli verðandi akademíu-
manna
Nemendur úr snillingaskólanum I Akademgorodok
Eins og viðar gætir ýmissa
þverstæðna i sovésku skólakerfi.
Annarsvegar er við lýði almennt
kerfi sem miðar að þvi, að svotil
öll börn og unglingar fái tiu ára
menntun sem sé að inntaki hin
sama um allt land. Þeir sem hafa
lokið þessum almenna skóla
heyja siðan sainkeppnispróf inn i
háskólana. En þar fyrir utan þyk-
ir nauðsyn að ganga að einhverj-
um flokki unglinga, sem eru
miklu fyrr farin að sérhæfa sig I
einhverjum greinum og i þvi
skyni er komið upp skólum „af-
rcksbarna” undir sérstökum
verndarvæng e-s háskóla — eins
og þeim sem hér cr lýst. Um
vandkvæði þau sem úrtaki fylgir
skal ekki fjölyrt hér, en hinum
sovéska greinarhöfundi gefið orö-
ið.
— Krakkar. A morgun les
akademikerinn Soboléf fyrir-
lestur um algebru. En i dag ræð-
um við saman við varaforseta
Visindaakademiunnar, Mikhail
Lavrentéf....
Hvar er svona skóli?
Hann er i Sibiriu. t Novosibirsk,
i hinu fræga hverfi Akademgoro-
dok, mitt i indælum skógi við Ob-
haf. Skóli þessi hefur verið til i
fimmtán ár og heitir „Eðlis- og
stærðfræðiheimavistarskóli Há-
skólans i Novosibirsk.”
Nemendur eru óvenjulegir.
Þeir hafa gengið eld og vatn eins
og þar segir — sigrað i ólympiu-
leikum þeim i eðlis- og stærðfræði
sem efnt er til meðal skólanema i
Sibiriu á ári hverju. Hver sem vill
getur prófað krafta sina i slikri
keppni.
Olympiuleikar þessir urðu til
vegna þess, að þegar ákveðið var
að koma á fót miklum visinda-
miðstöðvum i Sibiriu, þá komu
þeir Lavrentéf og aðrir visinda-
páfar sér saman um það að „Vis-
indamaður er ekki til án læri-
sveina”. Þetta varð að einskonar
einkunnarorði.
1 vetrarfriinu er mikið um að
vera hjá póstinum i Novosibirsk.
Til Akademgorodok berast miklir
pakkar. Olympiuleikarnir eru að
byrja. t fyrstu umferð sendir hver
sem vill vera með lausnir heiman
að. Um hálft annað þúsund kom-
ast i aðra umferð. Sigurvegurun-
um er boðið til sérstakra sumar-
búða i Akademgorodok. Þar
kynnast þeir visindamönnum.
rannsóknarstofum, fara i leikhús.
Allra sist finnst þeim þeir vera
sigurgarpar: 1 Akademgorodok
komast þeir að raun um það, að
visindin munu krefjast af þeim
firnalegrar iðjusemi. Og auk þess
er enn eftir þriðja umferðin og sú
erfiðasta. Það eru aðeins sigur-
vegarar i þeirri umferð sem
munu stunda nám i þessum
óvenjulega skóla.
Mörg furðuleg atvik hafa gerst i
sögu þessara ólympiuleika. Það
kom t.d. á daginn að i fjarlægu
smáþorpi i skógum Jakútiu hafði
heill tiundi bekkur gert sér stærð-
fræði að eftirlætisiðju. Að sjö-
undubekkingur frá steppuþorpi i
Altæfjöllum hafði upp á eigin
spýtur stúderað æðri stærðfræði.
Einu sinni lá við að prófstjóri i
þriðju umferð missti málið af
undrun. Börnin voru að leysa
mjög erfið dæmi. En innan
skamms gekk pervisinn strákl-
ingur til kennarans og sagði: ,,Ég
er búinn að leysa þetta”. „Allt
saman?” spurði kennarinn stein-
hissa.” „Já.”. En eftir annan
hálftima skall yfir hann annað
undur. Strákurinn kom aftur og
sagði: „Ég er búinn með þetta”.
„Já, en þú varst búinn að skila
lausnunum”. ,,Ég leysti þetta á
annan hátt”. Með þessum hætti
fékk Borja Tsikanovski frá af-
skekktu plássi á eynni Sakhalin 50
stig af 25 mögulegum.
Hvernig er lært i
slikum skóla?
Námskráin er öðruvisi en i
venjulegum skólum. En hún
spannar fleira en raunvisindi. ÖIl
almenn fög eru með á dagskrá.
En leitast er með markvissum
hætti við að þroska stræðfræði-
gáfu nemendanna, og menn kom-
ast fljótt að þvi sem koma i
kennslustundir að þeir eru langt á
undan jafnöldrum sinum.
Þess er lika gætt að leggja ekki
of mikið á nemendurna. Kennt er
fimm daga vikunnar. Laugar-
daga hafa nemendur til að bæta
við sig með sjálfstæðum hætti. Á
bókasafni, i frjálsum námsgrein-
um. Það er reynt að forðast það
að þroski þeirra verði of þröngur.
og þvi eru i þessum stærðfræði-
skóla haldin viðtæk námskeið i
bókmenntum, fyrirlestrar um
tónlist og myndlist. Nemendurnir
hafa komið sér upp listasafni og
halda skáldakvöld og oft skreppa
þeir i leikhús i Novosibirsk á
laugardögum. tþróttireru mjög i
heiðri hafðar: leikfimi, skylming-
ar, fjallgöngur á sumrin.
Telja má aö námsskráin sé um
helmingi erfiðari en i venjulegum
skóla. En valið tryggir að nem-
endur eru fljótir að tileinka sér
efnið — og. það sem mestu skipt-
ir, ekkert er til sparað að kenna
þeim að hugsa. Meðal kennar-
anna eru margir þekktir visinda-
menn sem kenna við háskólann i
Novosibirsk (meðal þeirra rektor
háskólans, Spartak Béljaéf). eða
starfa við hinar öflugu rann-
sóknamiðstöðvar borgarinnar.
Og börnin læra að hugsa djarf-
lega.i>að mætti nefna dæmi eins
og ..Kvöld til varnar furðulegum
áætlunum”. Þar eru kannski færð
rök með og móti þvi að stjórna
Framhald af bls. 22