Þjóðviljinn - 11.01.1976, Page 22

Þjóðviljinn - 11.01.1976, Page 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. janúar 1976. Alþýðubandalagið: Neskaupstaður Helgi Seljan alþm. flytur erindi i Egilsbúö (fundarsal) I dag sunnudag, 11. janúar, kl. 16 um efniö: Flutningur rlkisstofnana frá Reykjavik. t erindinu greinir hann frá tillögum „stofnana- nefndar” um það efni. — ALLIR VELKOMNIR. UMRÆÐUR AÐ LOKNU ERINDI. Stjórn AB. Kópavogsbúar — Rabbfundur Hinir vinsælu rabbfundir um bæjarmál verða nú aftur upp teknir I vet- ur og verður fyrsti fundurinn i Þinghóli nk. mánudagskvöld klukkan 20.30. Bæjarmálaráð mætir á fundinn og bæjarfulltrúar reifa málin og svara fyrirspurnum. Félagar! Fylgist með bæjarmálunum og mætið stundvislega. Kaffi- veitingar á staðnum. — Bæjarmálaráð AB I Kópavogi. Happdrætti Sjálfsbjargar 24. desember 1975 Vinningur nr. 1: Ford Cortina XL, nr. 40924,. 99 vinningar á kr. 5000.00 hver (vöruúttekt): 51, 53, 509, 679, 747, 899, 900, 939, 1548, 1796, 2184, 2454, 2604, 2752, 3058, 4660, 5483, 6347, 6484, 7047, 7782, 8090, 9129, 10777, 11716, 13078, 13449, 13750, 14652, 14869, 15082, 15344, 15348, 15895, 15989, 15990, 16099, 16552, 16673, 16744, 16792, 17134, 17366, 18154, 18737, 20116, 20155, 20304, 21005, 21239, 21385, 22352, 23682, 23704, 24040, 24901, 24902, 26149, 26185, 27004, 27108, 27357, 27686, 27692, 28847, 30085, 30135, 30136, 30694, 31000, 31007, 31613, 32249, 33780, 33969, 34093, 34192, 34194, 35413, 36043, 36053, 36089, 36500, 37552, 38475, 38865, 39163, 39598, 39608, 39714, 40012, 40059, 40924, 41003, 42175, 43139, 43534, 43535, 43873, 44028. ||| Til sölu Notuð áhöld og tæki úr rekstri Hafnar- búða og annarra staða. Selt verður m.a. Eldavél, bökunaröfn, hrærivélar, uppþvottavél, sjálfsaf- greiðsluborð, kaffikönnur, djúp- steikingarpottar, kæliskápur, búðarkassi, sófasett, handlaugar og stálvaskar i ýms- um stærðum og gerðum, borð af ýmsum stærðum, stólar, háþrýstir gluggaþvotta- kústar (nýir) og ýmsir aðrir munir. Selt á tækifærisverði gegn staðgreiðslu Til sýnis i Hafnarbúðum 2. hæð n.k. mánudag kl. 1-3 e.h. Selt á sama stað n.k. þriðjudag 13. janúar kl. 10 f.h. INNKAUPASJOFNUN REYKJAVÍKURBORGA«R Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 : Auglýsingasíminn er 17500 UOÐVIUINN Kolmunni Framhald af 3. siðu. ætluðu þeir að gera fiskibollur. Að sögn Fiskaren likaði þe;ssi fram- leiðsla vel en ekki er vitað hvernig kostnaðarhliðin litur út. Perlur og grænir þörungar — Hvað um kúffiskinn? — Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir með kúffisk- veiðar og reynt að koma honum á markað i Bandarikjunum. Hann likaði þó ekki eins vel og sá bandariski og kanadiski. Þvi olli að i maga islenska kúffisksins voru grænir þörungar sem setja óheppilegan lit á súpur en i þær er kúffiskurinn mest notaður. Einnig bar nokkuð á að i honum væru perlur sem hann býr til ef sandkorn komast inn fyrir skelina, hans vörn er að hlaða ut- an á þau glerjungi. Þessar perlur eru alveg verðlausar en þær geta hæglega brotið tennur. I sumar gerði Hafrannsókna- stofnun itarlega könnun á kúffisk- miðunum við landið og fann töluvert magn, ma. i Faxaflóa. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins gerði athuganir á magainnihaldi hans. Reyndist magn grænu þörunganna misjafnt eftir veiði- svæðum en sumsstaðar litið. Sama gilti um perlurnar, magn þeirra er mismunandi eftir botn- inum, ef hann er sendinn er mikið af perlum en litið á leirbotni. Nú eru SIS og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna að undirbúa alvarlegar markaðstilraunir með kúffisk. Þaö ætti ekkert að vera þvi til fyrirstöðu að veiða hann i svipuðu magni og hörpudisk, svona 5—10 þúsund tonn á ári að sögn fiskifræðinga. Kúffiskuinn yrði sennilega ódýrari en hörpu- diskurinn en þar á móti kemur betri nýting. Af hörpudiskinum er aðeins hægt að nýta 10—12% heildarþungans en helmingi meira af kúffiskinum. Lenging loönu- veiöitímans — Og þá er það loðnan. — Já, þar er helsta vonin að lengja veiðitimann. Sú lenging verður að koma á sumrin og haustin þvi eftir að loðnan er búin að ganga og hrygna verður hún eins og blýantur og meirihluti hennar deyr. Tilraunaveiðarnar i sumar mistókust að mestu leyti og var ýmislegt sem þvi olli. Skipin áttu i vandræðum vegna hafiss og margt bendir til þess að þau hafi ekki komist þangað sem þriggja ára loðnan heldur sig vegna hans. Afli þeirra var að mestu leyti tveggja ára loðna en þá er hún litið stærri en hornsili og mjög lélegt hráefni til bræðslu. Helsta vonin er að betur gangi næst að komast i þriggja ára loðnuna áður en hún hrygnir þvi þá er hún feit og góð til bræðslu. Fiskifræðingar telja enga hættu á ofveiði loðnunnar og segja veiöiþol stofnsins sé sennilega 6—800 þúsund tonn en við veidd- um I fyrra 500 þúsund. Með leng- ingu veiðitimans mætti etv. taka 100 þúsund tonn til viðbótar. — Eru þá möguleikar okkar upptaldir? — Já, það má nefna að rússar hafa vist veitt upp i 50 þúsund tonn af djúpfisknum langhala i Norðaustur-Atlantshafinu á ári og færeyingar og þjóðverjar veiða einnig nokkuð af honum. Langhalinn er svipaður að stærð og ýsa og heldur sig ma. við 50 milna mörkin við landið. Ekki er þó talið að islendingar geti veitt nema svo sem 10 þúsund tonn af langhala á ári. Það sem ég hef nefnt hér að of- an gefur okkur vissa möguleika á veiðiaukningu. Þá verður að skoða i ljósi þess að við bókstaf- lega verðum að snúa okkur að öðru en þorski og sild. Við verðum að gera upp við okkur hvort er betra: að leggja hluta flotans eða gera hann út á veiðar sem etv. eru ekki fullkomlega arðbærar eins og stendur sagði Björn Dag- bjartsson að lokum. Akademía Framhald af bls. 11 hraða jarðar, breyta ferli hennar umhverfis sólu. A fimmtán ára starfstima hafa um 2000 piltar og stúlkur lokið námi við skólann. Um 1500 þeirra hafa siðan byrjað nám við háskól- ann i Novosibirsk, en dæmin sanna að þeir standa sig einnig með ágætum á hinum ströngu inntökuprófum i Moskvu-háskóla og hvar sem vera skal. Nemendur skólans hafa margoft sýnt ágæti sitt með virku starfi I visindafé- lögum stúdenta, þeir hafa og unnið margvisleg verðlaun sem efnilegir ungir visindamenn. En hvað um þann mikla fjölda sem ekki kemst i gegnum hreins- unareldinn, umferðirnar þrjár? Margir reyna aftur, og ná sinum árangri seinna, á næsta ári eða þarnæsta. Skólinn heldur uppi sambandi við hæfa unglinga, sendir þeim verkefni og umsagnir um lausn þeirra. Kennarar skól- ans fara i sérstakar ferðir um borgir og þorp Sibiriu þar sem þeir leita að efnilegum ungum stærðfræðingum áður en ólympiuleikarnir hefjast, kynna sér starf áhugahópa i stærðfræði. Það sem mestu skiptir er að finna manninn — og missa svo ekki af honum aftur. Nikolaj Meisak. (APN) IGNIS eldavélar RflHflJflH SÍmh 19294 RAFTORG sími: 2GGB0 Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýöandi + Enska + Rússneska + Þýska Renata Erlendsson, Espigerði 2, Rvík. j Símar 36717 og 28133. Kaupid bílmerki Landverndar tfkernduml I« líf Kerndum m.kotlendi/ Til sölu hjá ESSO og SHELL bensinafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustig 25 Þorleifur Hauksson. Otvarpssaga barnanna er á sunnudögum kl. 17.40 og miðv dögum og föstu- dögum kl. 17.10. Nú er* Þorleifur Hauksson að lesa þýðingu sína á sögu eftir sænska barna- bókahöf undinn Astrid Lindgren. Sagan heitir Bróðir minn Ijónshjarta og er það sérstök að Kompan telur ástæðu til að hvetja lesendur sína til að veita henni athygli. Þess vegna lagði Kompan nokkrar spurningar fyrir Þorleif. Kompan: Hvað kom til að þú fórst að lesa út- varpssögu fyrir börnin? Þorleifur: Fyrir um það bil tveimur árum bað Silja Aðalsteinsdóttir, sem þá valdi efni í morgunstund barnanna, mig að lesa söguna Elsku Mió minn eftir Astrid Lindgren. Heimir Páls- son lektor í Uppsölum hafði þýtt söguna, en vegna þess að hann var í Svíþjóð gat hann ekki lesið þýðingu sina. Ég varð mjög hugfanginn af sögunni. Það atvikaðist svo að meðan ég var að lesa söguna kom hingað sænskur prófessor, Örjan Lindberger, og flutti fyrirlestur um sænskar barnabækur hérna í há- skólanum og þá minntist hann á þessa bók sem væri lík Elsku Míó minn. Mig langaði strax til að lesa hana, ekki þó með það fyrir augum að þýða hana eða flytja i útvarp, svo loksins þegar ég var búinn að fá hana í hend- ur, varð ég svohrifinnaf henni, að mig langaði til að gefa öðrum hlutdeild í henni og ekki síst vegna þess hve það er fátítt að verulega gott efni sé borið á borð f yrir börn og unglinga bæði í fjölmiðl- um og bókaútgáfu. Kompan: Hvað áttu við með gott efni? Þorleifur: Fyrst og fremst efni sem hefur skáldskapargildi, efDÍ sem höfðar til imyndunaraf Is ungra les- enda og lesenda á öllum aldri eins og allar sígildar barnabókmenntir gera. Kompan: Skil ég það rétt, að þú hafir pantað sérstaklega frá Sviþjóð barnabók handa sjálfum þér að lesa? Þorleifur: Já, og ég hef sjaldan beðið eftir nokk- —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.