Þjóðviljinn - 15.01.1976, Page 1

Þjóðviljinn - 15.01.1976, Page 1
UÚÐVIUINN Fimmtudagur 15. janúar!976—41. árg. —11. tbl. Aukið ofbeldi á Spáni MADRID 14/1 — Svo er að sjá að spænska stjórnin ætli nú að taka upp meiri hörku til að binda enda á verkföllin, sem lamað hafa mikinn hluta iðnað- arins og opinberrar þjónustu i landinu siðustu tvær vikurnar. Póstmenn hafa verið settir und- irheraga,ennokkurhluti þeirra hóf verkfall i gær. Þúsundir manna tóku þátt i mótmæla- fundum i Madrid i dag, en lög- regla réðist á fundina og dreifði þeim. 1 Berriz i Baskalandi var maður nokkur numinn á brott af liðsmönnum úr ETA, þjóðfrels- ishreyfingu baska. við breta Á fundum utanrikismálanefndar alþingis i gær var rætt um væntanleg stjórnmálaslit við breta. Samkvæmt þvi sem Þjóðviljinn hefur fregnað varð það einróma niðurstaða i utanríkismálanefnd, að leggja til við rikisstjórnina, að stjórnmálasambandi við breta yrði slitið, vegna framkomu herskipa þeirra innan islenskrar landhelgi. í utanrikismálanefnd mun jafnframt hafa orðið um það samkomulag, að áður en til stjórnmálaslita komi, kanni þrir dómkvaddir menn niðurstöður sjó- dóms á Seyðisfirði vegna siðustu ásiglingar á Þór og láti i ljós álit sitt á þeim niðurstöðum. Staðfesti hinir þrir dómkvöddu menn, sem gert er ráð fyrir að ljúki störfum sinum fyrir vikulok, niðurstöður sjódóms, þá mælir utanrikismálanefnd alþingis með þvi að stjórnmálasambandi verði slitið án frekari tafar. Rœtt við Ölaf Jóhann — Sjá baksiðu Um Ólaf Jóhann — Sjá 9. siðu Stj órnmálaslit á næsta leiti Utanríkismálanefnd alþingis mœlir einróma með stjórnmálaslitum KOPASKER Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Ólafur Jóhann Sigurðsson I gær fór blaðamaður frá Þjóðviljanum flugleiöis tii Kópaskers og ræddi þar viö Ibúa um afleiðingar jarðskjálftans mikla I fyrradag, sem olli geysi- legu tjóni á ibúðarhúsum, bryggjunni og öðrum mann- virkjum á staðnum. Friðrik Jónsson, oddviti staðarins, sagði það vera ljóst, að tjónið yrði ekki reiknaö i tugum milj- óna heldur hundruðum. Myndin hér að ofan er tekin i kaupfélaginu. Þar hrundi allt úr hillum og meira en það, hillu- samstæður urðu einnig undan að láta i heilu lagi eins og sjá má á þessari mynd. Fréttir frá Kópaskeri eru á bls. 3 og I opnu. —gsp Ölafur Jóhann Sigurðs- son hlaut bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 1976 fyrir Ijóðasöfn sín Að Laufferjum og Að brunn- um, sem út hafa komið í sænskri þýðingu Inge Knutsson undir heitinu Du minns en brunn. Var ákvörðunin um þetta tekin á fundi dómnefndar bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs í Reykjavík í gær. Ólafur Jóhann er fyrsti islendingurinn, sem fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. 1 greinargerð dómnefndarinnar segir: ,,i ljóðrænni list og boð- skap ólafs sameinast norræn befð i Ijóðagerð vitund skáldsins um hinn flókna vanda mannsins i nú- timanum. Þessuni vanda lýsir skáldið i ljóðum siimm sem trag- iskri andstæðu náttúrunnar og hins tæknivædda samfélags." Verðlaunin, sem eru að upphæð 50.000 krónur danskar, verða af- hent i Kaupmannahöfn á fundi Norðurlandaráðs 29. febr. nk. Auk ljóðabóka Ólafs Jóhanns var lögð fyrir dómnefndina að þessusinni af tslands hálfu skáid- sagan Lifandi vatnið eftir Jakob- inu Sigurðardóttur. sem einnig fékk mjög góðan hljómgrunn hjá dómnefndarmönnum, að sögn Ólafs Jónssonar, sem sæti á i dómnefndinni. Auk verka islensku höfundanna komu þessar bækur til dóms út- hlutunarnefndarinnar nú: Haks- ringariia, skáldsaga eftir sviann Framhald á 10. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.