Þjóðviljinn - 15.01.1976, Qupperneq 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. janúar 1976.
DJOÐVIUINN
MÁL'GAGN SfiSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviijans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri; Ejnar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
MÁLFUNDAKHJBBUR ÁLYKTAR SAMKYÆMT PÖNTUN FRÁ LONDON
Það hefur vakið mikla athygli á Islandi,
að eftir ýtarlegar umræður i fastaráði At-
lantshafsbandalagsins um herskipainnrás
breta og siendurteknar tilraunir þeirra til
að sigla niður islensk varðskip, — þá hefur
Atlantshafsbandalagið alls engar athuga-
semdir að gera við framferði bresku rikis-
stjórnarinnar og breska NATO-flotans við
ísland.
Eina efnisatriðið i nýrri samþykkt
fastaráðs NATO er, að hernaðarbanda-
lagið ,,hafi áhyggjur” af deilu islendinga
og breta, — og það fyrst og fremst sjálfs
sins vegna!
En slikum áhyggjum hefur breski for-
sætisráðherrann, herra Wilson, sem
stendur fyrir sjóhernaði við Islands-
strendur, einnig lýst af sinni hálfu, og
virðist þvi sannarlega ekki ganga hnifur-
inn á milli bresku rikisstjórnarinnar og
NATO-ráðsins i þessu máli.
Þeir islendingar, sem hafa trúað þvi i
alvöru, að þátttaka okkar i NATO og dvöl
herliðs á þess vegum á Keflavikurflugvelli
tryggði okkur vernd voldugra vina gegn
utanaðkomandi árás, hafa að sjálfsögðu
orðið fyrir mjög alvarlegum og lærdóms-
rikum vonbrigðum.
Það er ekki aðeins, að NATO komi sér
undan valdbeitingu gegn bretum, heldur
neita ráðamenn þess, að beita breta
refsiaðgerðum af nokkru tagi, — og þeir
ganga lengra, þeir neita að samþykkja af
hálfu NATO vitur á breta, þeir neita að
beina til breta vinsamlegum tilmælum um
að draga innrásarflotann út úr islenskri
landhelgi, þeir neita að fara þess i allri
hógværð á leit, að bretar láti af tilraunum
sinum til manndrápa hér með grófustu
ásiglingum.
Ekkert af þessu vill NATO gera fyrir
okkur islendinga, svo sem ljóst er eftir
fundinn i Brússel nú i vikunni, samkvæmt
niðurstöðum hans. Frá þeim „vinafundi”
fékkst ekki eitt einasta orð okkur til
styrktar, hvað þá aðgerðir.
Skýringin er auðvitað engin önnur en sú,
að helstu ráðamenn NATO eru með bret-
um en á móti islendingum, enda sam-
þykktin, sem NATO sendi frá sér, eins og
pöntuð frá London.
Auðvitað vilja NATOherrarnir gjarnan
að friður riki með bretum og islendingum.
En hvaða friður?
Þeir vilja gjarnan, að herskipin fari
heim, en þeir vilja bara lika, að við látum
breska togara i friði, að islenska ríkis-
stjórnin taki sem sagt að sér það hlutverk
bresku herskipanna, að sjá til þess, að
ránsmennirnir fái að vera i friði við sina
iðju, hvað sem öllum upplýsingum um
ástand fiskistofna líður.
Ráðamenn NATO vilja frið, en þeir
hreyfa hvorki tungubrodd né litlafingur til
að tjá það álit, að sá friður eigi að
byggjast á óskoruðum yfirráðum
islendinga einna yfir sinni fiskveiðiland-
helgi, — enda eru þeir ekki þeirrar
skoðunar.
Þvert á móti er fyllsta ástæða til að ótt-
ast, að tilraunir ráðamanna NATO beinist
að þvi, að knýja islensku rikisstjórnina til
að endurnýja það tilboð til breta um 65.000
tonna ársafla, sem dregið hefur verið til
baka, — þetta svivirðilega tilboð, sem
aldrei átti að leggjast fram
Þjóðviljinn hvetur alla alþýðu landsins
til að vera alveg sérstaklega á verði gegn
þessari hættu frá NATO.
Morgunblaðið segir, að ástæða þess að
NATO reynist ófáanlegt til að láta frá sér
fara eitt orð okkur til stuðnings, — hún sé
sú, að bretar geti stöðvað alt slikt sam-
kvæmt reglum bandalagsins.
Það er alveg nýtt fyrir islendinga að
heyra það, að það mikla NATO sé þá bara
einhvers konar málfundaklúbbur, þar
sem menn æfi sig i mælskulist, en alls
enga afstöðu megi taka, nema allir séu al-
veg sammála.
Eða geta þeir Geir Hallgrimsson og
Ólafur Jóhannesson þá máske beitt sinu
ægivaldi innan NATO til að hindra að
bandarikjamenn og bretar hreyfi legg eða
lið, þótt þeir voðalegu rússar væru komnir
vestur að Ermasundi?
— Það eru afsakanir Morgunblaðsins
fyrir hönd NATO, sem gefa tilefni til svo
sérstæðrar spurningar.
Eins og málum er nú komið, getur
islenska rikisstjórnin með engu móti
komist undan þvi, að slita stjórnmála-
sambandi við breta nú þegar, til að sýna
alvöruna af okkar hálfu. Allt annað væri.
pólitiskt sjálfsmorð á íslandi. Sist af öllu
geta orðsendingar frá málfundaklúbbnum
NATO nokkru breytt um þá staðreynd.
—k.
KVEÐJA TIL KÓPASKERS
1 fyrradag gerðist það, að flestir ibúar
litils þorps á Norðurlandi urðu að yfirgefa
heimili sin vegna náttúruhamfara.
Náttúröflin i iðrum jarðar eru óspör á að
minna okkur islendinga á tilvist sina, og
enginn veit, hvenær þeirri hrinu, sem
hófst með gosinu hjá Leirhnjúk skömmu
fyrir jól, linnir.
Það er von okkar allra, að með jarð-
skálftanum mikla á Kópaskeri i fyrradag,
hafi hámarki verið náð, og ró taki nú að
færast yfir jarðarmögnin.
Tjónið á Kópaskeri, i Kelduhverfi og i
Axarfirði, þar sem tvær bújarðir hafa
einnig verið yfirgefnar, er orðið mikið,
hús og mannvirki stórsködduð og sum
eyðilögð. Allt bætanlegt tjón ber samfé-
laginu i heild að taka á sig, þegar slikar
náttúruhamfarir verða. Að þvi er Viðlaga-
tryggingu íslands ætlað að stuðla.
Þjóðviljinn óskar ibúum Kópaskers, og
öðrum norður-þingeyingum, sem orðið
hafa að yfirgefa heimili sin, þess, að þeir
geti sem fyrst snúið heim úr útlegðinni og
hafið sitt uppbyggingarstarf i friðsæld.
k.
KfSegjum aldrei neitt
lum kjarnorkovopn"
H— segir Rich, flotaforingi ó Keflavíkurflugvelli
Fyrirsögnin úr Visi I gær
Kjarnorkuvopn
á íslandt
Þjó’ðviljinn birti í gær þýdda
grein eftir alþjóðlegu riti kjarn-
eðlisfræðinga, þar sem fram
kemur að kjarnorkuvopn eru á
Islandi. Þessi grein hefur vakið
mikla athygli en frétt byggð á
henni var birt hér í blaðinu rétt
fyrir jóiin.
I greininni segir meðal ann-
ars, að „taktisk” kjarnorku-
vopn bandarikjamanna séu „i
öllum evrópsku NATO-rikjun-
um að frátöldum Noregi, Pan-
mörku, I.uxemburg og Frakk-
landi.” Þá segir i greininni:
„Meira en helmingur kjarn-
orkuvopna Bandarikjanna er
staðsettur erlendis eða á höfum
úti. Meðal rikja, þar sem
bandarisk kjarnorkuvopn eru
að sögn (reportedly) staðsett,
eru Belgia, Sambandslýðveldið
Þýskaland, Grikkland, Island,
Italia, Lýðveldið Kórea, Hol-
land, Filippseyjar, Portúgal,
Spánn, Tyrkland og Bretland.”
Vísir spyr
Þessi grein i Þjóðviljanum
hefur vakið mikla athygli og þvi
eðlilegt að Visir i gær skyldi
inna eftir þvi hjá hernum og i
varnarmáladeild utanrikis-
ráðuneytisins hvort hér á landi
væru kjarnavopn.
Flotaforinginn á Keflavikur-
flugvelli, Rich að nafni, sagði i
viðtalinu við Visi:
„Við getum hvorki staðfest né
neitað að kjarnavopn séu
geymd cinhvers staðar.” Og
Visir bætir við: „Það mun vera
stefna bandarikjastjórnar, að
gefa aldrei neitt upp um slik
mál.”
Semsagt ekkert að hafa hjá
hernum. En hvað segir þá yfir-
maður varriarmáladeildarinnar
Páll Ásgeir Tryggvason:
„Mér vitanlega hafa aldrei
verið kjarnorkuvopn á Islandi
og munu aldrei verða að ó-
breyttri stefnu islenskra stjórn-
valda. Það hefur aldrei verið
farið fram á slikt og það þvi
aldrei leyft. Ef geymd væru
kjarnavopn á islandi myndi það
ekki fara fram hjá neinum
vegna þess að slikur útbúnaður
leynir sér ekki.”
Með
kjarnorkuvopn
í vasanum
Svo mörg voru þau orð hins
sérfróða Páls Ásgeirs. En þvi
miður eru tilvitnuð ummæli
hans byggð á hrapallegum mis-
skilningi og væri synd að segja
að það væri i allrafyrsta sinn
sem slikt kæmi fram af hans
halfu. I fyrsta lagi myndi Rich,
flotaforingi sennilega aldrei
segja Páli Ásgeiri frá því ef
bandariski herinn hefði hér
kjarnorkuvopn. Og i annan stað
myndi skoðunarferð Páls As-
geirs um svæðið lítinn árangur
bera úr þvi að hann heldur að
kjarnorkuvopn sé að minnsta
kosti á stærð við miðlungsein-
býlishús. Bandarikjamenn hafa
nefnilega á liðnum árum fram-
leitt kjarnorkuvopn smá i snið-
um t.a m. 155 mm sprengikúlur
fyrir stórskotalið eins og fram
kemur i áðurnefndri grein i
Þjóðviljanum i gær. Páll Ásgeir
gæti þvi þess vegna gengið með
alla vasa úttroðna af kjarnorku-
vopnum næst þegar hann fer að
hengja heiðursmerki Golf-
klúbbs Ness á KGB-njósnara frá
Sovétrikjunum.
Rannsókn á
málinu
Ummæli flotaforingjans i Visi
i gær staðfesta frétt og grein
Þjóðviljans um að á Islandi geta
veriðkjarnorkuvopn og ummæli
Páls Ásgeirs Tryggvasonar
staðfesta að hann hefur ekki
hugmynd um hernaðarleg mál-
efni og þvi allsóhæfur til þess að
gegna þeirri stöðu sem honum
hefur verið falin.
Eina leiðin til þess að komast
að þvi hvort hér eru kjarnorku-
vopn — eins og raunar flest
bendir til — er að islensk stjórn-
arvöld láti fara fram rannsókn á
þessu máli þegar i stað. 1 slikri
rannsókn má hvorki treysta
orðum Rich flotaforingja né
Páls Asgeirs heldur aðeins og
eingöngu staðreyndum málsins.
Þegar Watergate málaferlin
hófust i Bandarikjunum og
rannsóknirnar samhliða þeim,
var byggt á þvi efni sem birst
hafði i þarlendum blöðum. Ein-
hvern tima hefur verið sagt að
Votergeit-mál gæti ekki komið
upp á íslandi vegna þess að
stjórnarvöld hér hunsa dagblöð-
in. En hér sannast vonandi hið
gagnstæða, þvi hér er á ferðinni
mál sem snertir lif allrar þjóð-
arinnar og það er i senn for-
dæmanlegt og hættulegt ef
stjórnarvöld láta undir höfuð
leggjast að kanna málið til hlit-
ar. —s.
OG SKORIÐ