Þjóðviljinn - 24.01.1976, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Qupperneq 2
tn 2 SÍÐA - ÞJÓDVILJINN laugardagur 24. janúar 1976.__________________________ Verkalýðshreyfingin, sem ekki er sósíalísk9 getur aldrei verið sú markvissa fjöldahreyfing, sem alþýðan þarf á að halda RÆTT VIÐ EÐVARÐ SIGURÐSSON, FORMANN DAGSBRÚNAR Verkafólk varðveiti stolt stéttar sinnar Pað stolt, sem best hefur dugað í allri jafnréttisbar^ áttu verkalýðsstéttarinnar I tilefni 70 ára afmælis Verkamanna f élagsins Dagsbrúnar spjallaöi Þjóðviljinn við Eðvarð Sigurðsson, formann Dagsbrúnar. Eðvarð hefur verið for- maður Dagsbrúnar siðan 1961, eða í 15 ár. Hann hef- ur nú verið kjörinn for- maður félagsins i 16. sinn, og hefur gegnt formanns- störfum í Dagsbrún lengur en nokkur annar maður. Eðvarð Sigurðsson gekk i Dagsbrún árið 1930, og var kjörinn i stjórn félags- ins árið 1942, þar sem hann hefur átt sæti síðan, eða í 34 ár, sem er rétt tæpur helmingur af öllum starfs- tima Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. Áður en Eðvarð tók við for- mennsku i Dagsbrún var hann lengst af ritari fé- lagsins. Auk st jórnarstarfa í Dagsbrún hefur Eðvarð Sigurðsson gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum í verkalýðshreyfingunni og stjórnmálasamtökum is- lenskra sósíalista. Hann var m.a. formaður Verka- mannasambands Islands frá stofnun þess, þartilnú i vetur, og hefur lengi átt sæti í stjórn Alþýðusam- bandsins. Alþingismaður hefur Eðvarð verið síðan 1959. Árið 1944 hóf hann störf á skrifstofu Dagsbrúnar, en hafði áður stundað margs konar verkamanna- vinnu. Eðvarð Sigurðsson er fæddur árið 1910 að Nýja- bæ suður í Garði, en ólst upp á Grimsstaðaholtinu í Reykjavík. Þar býr hann enn í Litiu-Brekku. — Um stofnun Dagsbrúnar fyr- ir 70 árum er fjallað allftarlega á öðrum stað i þessu blaði, og um þann atburð skrifaðir þú líka merka grein í afmælisblað Dags- brúnar á 50 ára afmæli félagsins. Mig langar þvi til að byrja á að spyrja þig, hverja þú teljir skýr- inguna á þvi að verkamannafélag var ekki stofnað i Reykjavik fyrr en 1906. Fyrst voru það Bárufélögin — Það er eðlilegt að svo sé spurt, þótt manni máske finnist 70 ár ærinn timi. A nokkrum stöðum á landinu höfðu áður verið stofnuð verkamannafélög, strax fyrir og um aldamótin, þótt ætla mætti eftir öllum rökum, að jarðvegur- inn fyrir slikan félagsskap hafi einmitt verið mestur i Reykjavik, vegna fjölmennisins hér. En svarið við spurningunni er þó að minum dómi býsna einfalt. Það er, að fyrir og um aldamótin voru Bárufélögin hér suðvestan- lands vel lifandi, og fjölluðu ekki einvörðungu um mál sjómanna, þótt fyrst og fremst væru þau sjó- mannafélög, — heldur einnig um málefni verkamanna. Það var hins vegar næsta eðlilegt, við þá- verandi þjóðfélagsaðstæður, að sjómenn á skútunum yrðu fyrstir til varðandi stofnun verkalýðsfé- laga. Hvort tveggja var, að þeirra lifskjör á allan hátt og aðbúnaður voru á þann veg, að svo hlaut að fara, að menn hugsuðu til sam- taka til að bæta þar úr, og einnig var hitt, að útgerðarmenn höfðu orðið fyrri til og myndað sin hags- munasamtök til þess að ráðskast með hlut sjómanna. Bárufélögin eru stofnuð árið 1894, og voru strax i upphafi vel virk samtök. Auk s.jómannanna gengu einnig i þau verkamenn- irnir hér á suðvesturlandi, þar sem starfssvæði þeirra var. Skilin á milli, hver var sjómaður og hver verkamaður, voru ekki allt- af vel glögg, þvi menn voru þetta á vixl, eftir árstiðum og aðstæð- um. Á þessum tima or islenskt þjóð- félag að taka' geysilegum breyt- ingum. Stórútgerðin er að hefja innreið sina, bæirnir vaxa, fólk fiyst úr sveitunum, — og sú þró- Uppskipunarvinna i Reykjavik á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. 1. mal I Reykjavlk árið 1938. Myndin er tekin I Lækjargötu. — Fáni Dagsbrúnar biaktir. un, sem við þekkjum siðan vel.er þá hafin. Fjölgun verkafólks i bæjunum kallar á stofnun sam- takanna. Rétt upp úr aldamótun- um fara fyrstu togararnir að koma, og um svipað leyti fer að myndast gleggri verkaskipting milli sjómanna og þeirra, sem unnu i landi, þannig að hrein verkamannastétt fer vaxandi i bæjunum. Á fyrsta áratug Bárufélaganna má segja að þau hafi naft nokk- urn möguleika til að sinna hags- munamálum bæði sjómanna og verkamanna, og á það er að lita, að i byrjun voru iorystukraitarnir varla til skiptanna. Nú, en á árun- um 1904 og 1905 er farið að ræða hér meðal verkamanna i Reykja- vík þörfina á þvi, að þeir myndi sin eigin sjálfstæöu samtök, sem helgi sig eingöngu þeirra málum. Vinnutimi var þá enn ótakmark- aður, og kaupgreiöslur einvörð- ungi háðar vilja atvinnurekenda. Á þessum tima gera Bárufélögin ekki samninga fyrir landverka- fólkið. en enginn efi er þó á þvi, að þau hafa haft veruleg áhrif til bóta varðandi kjör landverka- fólks, þótt með óbeinum hætti væri. Vist man ég suma þeirra — 1 fyrstu stjórn Dagsbrúnar, sem kosin var 26. jan. 1906, voru tveir búfræðingar, Sigurður Sigurðsson, siðar ráðunautur, sem kosinn var formaður, og Ólafur Jónsson, en auk þeirra verkamennirnir Arni Jónsson, Runólfur Þórðarson og Þorleifur Þorleifsson. Mans þú, Eðvarð, eftireinhverjum þessara manna? — Vist man ég suma þeirra. Aldrei þekkti ég Sigurð Sigurðs- son persónulega, en man eftir honum sem ráðunaut Búnaðarfé- lagsins. Þorleif Þorleifsson, sem var féhirðir I fyrstu Dagsbrúnar- stjórninni man ég vel. Hann varð seinna fiskimatsmaður; vann ég reyndar með honum sem slikum og kynntist honum þá. Þorleifur var á margan hátt einkar eftir- minnilegur persónuleiki, vandað- ur maður og sérstaklega ná- kvæmur i öllum atriðum, smáum og stórum. Það þýddi t.d. litið að þræta við hann um hvað klukkan var á hverjum tima. Þessi eigin- leiki hans kom sér ábyggilega mjög vel i gjaldkeræstarfi hans hjá Dagsbrún á fyrstu árunum, og eru reikningar félagsins frá þeim tima til hreinnar fyrirmynd- ar. öðrum úr fyrstu stjórninni kynntist ég ekki. — En hvað um aðra, sem komu við sögu, þegar Dagsbrún var stofnuð, þótt ekki væru kosnir i stjórn, — kannt þú frá einhverj- um þeirra að segja? — Jón Magnússon, sem átti býsna mikinn hlut að stofnun fé- lagsins og átti m.a. húsið, þar sem undirbúningsfundurinn var haldinn, hann þekkti ég allnokk- uð. Jón Magnússon varð siðar yfirfiskimatsmaður, og svo æði umsvifamikill atvinnurekandi. Þegar ég kynntist honum var hann annar aðaleigandi fiskverk- unarfélagsins Dvergur. Þetta var saltfiskverkun, sem byggði sina aðalbækistöð á Bráðræðisholtinu, þar sem siðar varð vinnslustöð Bæjarútgerðar Reykjavikur við Grandaveg. Það má segja að fyr- ir Jón Magnússon hafi stofnun Dagsbrúnar á sinum tima ekki verið beint hagsmunamál, þótt hann væri einn af stofnendunum, og ekki veit ég hve lengi hann var i félaginu. En Jón var alla tið framfaramaður og frjálslyndur i skoðunum. Hann var ávallt vin- samlegur Dagsbrún og verka- fólki, þótt sjálfur fengist hann við atvinnurekstur um langt árabil. Svo var það Pétur Annan mann, sem tók mikinn þátt i að undirbúa stofnun Dags- brúnar, og siðar kemur mikið við sögu félagsins og verkalýðshreyf- ingarinnar i heild, ber hér að nefna. Það er Pétur G. Guðmundsson, sem varð formað- ur félagsins næstur á eftir Siguröi Sigurðssyni, og var annar af tveimur fundarriturum á stofn- íundinum. Ég tel að rétt sé að lita svo á, að

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.