Þjóðviljinn - 24.01.1976, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1976. Dagsbrún er mikið þjóðfélagslegt afl þess að endurskoða starfshættina i heild þá er feigð yfir henni. Sérstaklega verður að reyna að gera félagsstarfið og samninga- vinnuna miklu opnari en nú er, þannig að hinn almenni félags- maður verði virkur þátttakandi. Það verður að muna'að verka- lýðsfélögin voru stofnuð til þess að breyta þjóðfélaginu og það verður að sjálfsögðu ekki gert nema með virku fjöldastarfi. Ég held að stærri verkalýðsfélögin verði að leggja sérstaka áherslu á vinnustöðvafundi til þessaðná tii fólksins og til að laða fram þátt- töku þess. Félagsfundir eru ekki einhlítir; þá sækir aðeins hluti fé- lagsmanna. Þess vegna þarf fjöl- breyttara félags-, áróðurs- og fræðslustarf. Verkalýðshreyfing- in má ekki láta öðrum eftir skoð- anamyndun verkafólks og tóm- stundir þess. Tími þúsundþjala- smiðanna að renna upp á ný — Stundum er sagt að Dags- brún sé að veikjast sem verka- lýðsfélag miðað við það sem áður var. — Staða Dagsbrúnar innan verkalýðshreyfingarinnar hefur breyst, en það er engu að siður þannig enn i dag og verður um næstu framtið, að Dagsbrúnar- menn gegna lykilstörfum hvar- vetna i þjóðfélaginu. Þess vegna ræður Verkamannafélagið Dags- brún yfir gifurlegu afli, þjóðfé- lagslegu valdi, sem allir verða að taka tillit til. Þó að þátttakan i al- mennu félagsstarfi sé minni en á kreppuárunum er samstillingin til staðar þegar á herðir. En það er fleira að athuga. fs- lenskir verkamenn gegna nú vandasömustu störfum. Þeir stýra vélum og tækjum allskonar sem kosta tugi miljóna, og það dugir ekki einhæf menntun við meðhöndlun slfkra tækja. Menn verða að geta leyst úr hverskonar tæknilegum vandamálum oft á dag. I stóru verksmiðjunum hér á landi eru nær einvörðungu verka- menn sem bera ábyrgð á vanda- sömu framleiðsluíerli. Og menn eru undrafljótir, einmitt verka- mennirnir, að tileinka sér ný vinnubrögð og nýjar starfsað- ferðir. Ég man eftir verkfræðingi sem hér var við Ábuarðarverk- smiðjuna. Hann hafði verið við að setja upp svipaðar verksmiðjur i 11 löndum og hann sagðist aldrei hafa kynnst verkamönnum sem voru jafnfljótir að átta sig á hlut- unum og þeir islensku eru. Þetta stafar áreiðanlega af þvi að margur islenskur verkamaðurinn hefur orðið að vinna allskonar störf; bóndi, smiður, sjómaður, vélamaður. Það dugir ekki að fletta upp i doðtröntum ef mótor- inn bilar i bátkænu úti á hafi. Þá verður vélin að ganga hvað sem tautar og raular, og stundum verður að hnýta hana saman með snærum frékar en ekki neitt. Þá eru það strákarnir; það er hreint makalaust hvað þeir geta gert i vélum. Þeir hafa margir farið að skrúfa i sundur bilhræ barnungir og eru einlægt gerandi við alls- konar bila af lélegri tegundinni þvi efnin eru litil. En þegar þeir fara að vinna leikur allt i höndun- um á þessum drengjum. Ég held að timi þessara fjöl- hæfu „þúsundþjalasmiða” hljóti að renna upp aftur, þvi einhæf- ingin hefur reynst hæpin þegar allt kemur til alls. En það er svo aftur annað mál en þessu skylt að verkamaður sem hefur sérhæftsig fær litla eða enga viðurkenningu á þeirri auknu hæfni sinni i kaupi. Til dæmis fær úrvalsfiskverkunar- maður þrautþjálfaður ekki viður- kenningu á hæfni sinni á borð við aðra. Og það sem er meira og verra, en sýnir þetta furðulega is- lenska mat á vinnubrögðum: Skrifstofumaður sem vinnur ein- földustu störf fær undireins hærra kaup og meira starfsöryggi en verkamaðurinn sem hjá sama fyrirtæki hefur unnið við að flaka fisk árum saman. Atvinnurek- endur eru harðastir allra gegn mati á verkhæfni manna, einkum frystihúsaeigendur. — Að lokum: Afmælisósk til Dagsbrúnar. — Ætli hún væri þá ekki helst sú að félagsmenn, reykviskir verka- menn, haldi áfram að lita á Dags- brún sem vopn sitt og vigi, bar- áttutæki sem þeir taka sjálfir lif- andi þátti að skapa og skerpa eft- ir þvi sem þörf krefur á hverjum tima i stéttabaráttunni. —s. Verðhœkk- un á kaffi °g brauðum Nokkrar verðhækkanir hafa verið leyfðar á kaffi og brauðum. Eins og allir vita (!) er verðstöðvun i gildi en hækkanir þessar eru rökstuddar með hækk- un á hráefnisverði á heims- markaði. Samkvæmt ákvörðun verðlags- stjóra hækkar verð á kaffikilóinu um 17.3% eða úr 512 kr. i 600 kr. i smásölu. Kaffipokinn sem tekur fjórðung úr kilói hækkar þvi i verði um 22 krónur, úr 128 i 150. Franskbrauð og heilhveiti- brauð hækka i verði um 6.3% úr 65 kr. i 69. Rúgbrauð hækka i verði um 6.7% úr 90 kr. i 96. Hins vegar vill svo til að vinar- brauðin lækka i verði um 1 krónu stykkið. Kosta þau nú 18 kr. en kostuðu áður 19. Þessi merku tiðindi úr verðlagsmálunum eru rökstudd með lækkun sykurverðs á heimsmarkaði. Ekki hefur þó frést af verðlækkun á öðrum vör- um, þótt sjaldnast standi á hækkunum þegar þær verða á heimsmarkaði. —ÞH Vinsælasta myndin í Kína sýnd með ensku tali í Stjörnubíói í dag Kinversk-islenska menningar- félagið efnir til kvikmynda- sýningar i dag, laugardaginn 24., i Stjörnubiói kl. 14. Sýnd verður kinverska kvikmyndin „Skinandi rauða stjarnan” sem fjallar um atburði er gerðust á árum styrj- aldarinnar við japani, og fléttast baráttan milli kommúnista- flokksins og Kuomintang þar inn i. Aðalsöguhetja myndarinnar er litill drengur sem tekur virkan þátt i baráttunni gegn Kuomintang ásamt föður sinum og öðrum skyldmennum. Kvik- mynd þessi er sú fyrsta sinnar tegundar sem kinverjar setja á markaðinn með ensku tali. Hún hefur notið gifurlegra vinsælda i Kinaveldi, og er algengt að fólk hafi farið þrisvar til fjórum sinn- um að sjá hana, og söngvarnir úr henni eru á hvers manns vörum i Kina. öllum er heimill ókeypis aðgangur. Starfsmenn Dagsbrúnar Halldór Björnsson Guðmundur J. Guðmundsson Sigurður Guögeirsson Andrea Benediktsdóttir Emilia Emilsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.