Þjóðviljinn - 24.01.1976, Síða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. janúar 1976.
Einróma ályktun um landhelgina
Sókn mótmælir harðlega
samningum við breta
Starfsstúlknafélagið „Sókn”
mótmælir harðlega innrás
bresks flota i islenska fiskveiði-
iögsögu og itrekuðum ásigl-
ingartilraunum þeirra á islensk
varðskipað skyldustörfum, sem
leitt geta tii manndrápa hvénær
sem er.
Varðskipsmönnum tjáir fund-
urinn þökk fyrir æðruleysi
þeirra og dugnað i starfi.
Jafnframt vitir félagið hik og
úrræðaleysi islensku rikis-
stjórnarinnar, sem gæti gefið
bretum þá alröngu hugmynd, að
islendingar gætu bognað fyrir
ofbeldinu, og þannig boðið heim
hættu á áframhaldandi og aukn-
um ofbeldisverkum.
Fundurinn fagnar þvi frum-
kvæði suðurnesjamanna og
hornfirðinga að loka leiðum að
hernaðartækjum NATO, og lýs-
ir fullum stuðningi við þær að-
gerðir. Þá skorar fundurinn á
stjórnvöld að lýsa yfir skýrt og
skorinort úrsögn úr NATO og
lokun herstöðvarinnar, verði
breftar ekki þegar á brott úr
islenskri lögsögu með flota sinn,
enda engar forsendur fyrir
veru i þessum félagsskap, geti
hann ekki staðið við það yfir-
lýsta markmið að verja landið
fyrir erlendu ofbeldi.
Að lokum lýsir fundurinn
þeirri skoðun, að engir samn-
ingar við breta komi nú til
greina,sist eftir að fram hefur
komið að bretar muni sjálfir,
jafnvel þegar á þessu ári, færa
út i 200 miiur, og komi þvi enn
siður til greina að verðlauna of-
beldisseggina með forréttind-
um á íslenskum fiskimiðum.
Borgarafundur í Njarðvík:
Hjörtun íslensk og á rétt
um stað á Suðurnesjum
■— hvað sem forsætisráðherra segir
Á borgarafundi i Njarðvik 19.
janúar, sem haldinn var fyrir
frumkvæði bæjarstjórnar var
eftirfarandi ályktun borin upp
og samþykkt:
Borgarafundur i Njarðvik
lýsir aðdáun sinni á störfum á-
hafna islensku varðskipanna.
bar fara dýrir drengir.
Fundurinn efast ekki um, að
róleg hyggja og yfirvegun rikis-
stjórnarinnar i Reykjavik muni
stuðla að sigri islendinga i land-
helgisdeilunni, en hitt er jafn
vist að þó að aðgerðir sjómanna
á Suðurnesjum og Hornafirði
hafi fremur stjórnast af hjört-
unum, þá eru þau lika islensk og
á réttum staðogán þeirra verða
deilur við yfirgangsvöld i nútið
eða framtið ekki til lykta leidd-
ar með sigri þessarar þjóðar.
Fundurinn telur einsýnt að
verði ekki breyting nú þegar á
framkomu „vina” okkar, bret-
anna og „félaga” i Nato, þá beri
að taka afstöðu okkar til þess-
ara aðila til endurskoðunar án
tafar.
bá sendir fundurinn
norður-þingeyingum samúðar-
og baráttukveðjur og óskar
þeim sigurs i striðinu við um-
brotaöflin úr neðra.
Kristinn Jóhannsson, form. Verkalýðsfélags Skagastrandar:
Fáranlega að samn-
ingagerð staðið!
,,Mér finnst alveg
fárániegt hvernig staðið
er að samningagerð.
Það er ótækt td., að
verkalýðsfélögin skuli
undirskrifa samninga,
sem tekið hefur 1—3
mánuði að gera, en með
þvi að nýi samningurinn
taki gildi við undirritun,
en ekki þegar fyrri
samningstimi rann út
1—3 mán. fyrr”, sagði
Kristinn Jóhannsson,
formaður verkalýðs-
félags Skagastrandar i
viðtali við Þjóðviljann.
Sagði Kristinn þetta bjóða upp
á, að atvinnurekendur drægju
samninga á langinn svo lengi sem
þeir gætu, þvi þeir græddu á þvi
tugi miljóna. Sagði Kristinn að
sér fyndist að ekki ætti að skrifa
undir samninga við atvinnu-
rekendur nema þeir giltu frá
þeim degi er fyrri samningar
runnu út.
„Þá finnst mér það ekki væn-
legt til árangurs að lýsa þvi yfir
áður en gengið er til samninga, að
verkalýðshreyfingin muni ekki
taka við öllum kjarabótum, sem i
kröfum felast, þótt fengjust, eins
og gert var siðast,” sagði Krist-
inn. „Þetta kalla ég sultardúsu-
hugsunarhátt.”
„Hvað viðkemur okkur hér á
Norðurlandi erum við mikið verr
sett nú en áður, þvi Alþýðusam-
band Norðurlands hefur átt mik-
inn þátt i að móta kröfurnar og
tekið virkan þátt i samningagerð-
inni. Nú hef ég ekki heyrt eitt
einastaorðfrá þeim siðan. Þaðer
orðið rétt eins og útlimalaus búk-
ur. Mér hefur helst skilist af
þeim, að þeir ætli að fara að leika
eitthvert imyndað menningar-
hlutverk og kippa sér alveg út úr
kjarabaráttunni.”
Að lokum sagði Kristinn:
„Mér finnst, að ekkert hefði átt
að semja við rikisvaldið eða
vinnuveitendur núna. Þess i stað
hefði átt að hengja upp kauptaxta
og breyta honum mánaðarlega i
takt við verðlagið. Þetta hefði
mátt prófa einu sinni.” — úþ
Stórfellt fíkniefnasmygl á vellinum
ER ÞAÐ ÞESS VEGNA SEM
I.IDII) ER EKKI JlLTÆKr?
Af hverju er liðið ekki tiltækt,
herra Geir?
Þjóðin spyr hvers vegna banda-
risku hermennirnir i Miðnesheiði
hafi ekki komið til og skakkað
leikinn er breskir dráttarbátar
réðust á Þór við Seyðisfjarðar-
kjaftinn á dögunum. Þessu svar-
aði forsætisráðherra landsins,
Geir Hallgrimsson, þannig i þætt-
inum ,,A beinni linu” i útvarpinu
nýlega:
„Við fórum ekki fram á það, og
reyndar var það (þ.e.a.s.
„varnarliðið” — innsk. Þjv.) ekki
tiltækt vegna þess að það hefur
ekki þeim mannafla eða herafla
yfir að ráða að það geti komið á
vettvang á svipstundu.”
Hvað er þá mannskapurinn á
vellinum að gera?
Fréttir berast nú sunnan af
Keflavikurflugvelli um vaxandi
fikniefnasmygl „varnarliðs-
mannanna”. Er það mesta smygl
af þvi tagi sem um getur hér á
landi, tugir kilóa af hassi sem
verðlagt mun vera á miliónir
króna, ef ekki tugi miljóna.
Hermennirnir sem eiga að
vernda þjóðina sitia nú margir
hverjir i' tugthúsum fyrir tiltækið.
En samt sem áður er ekkert lát á
vörusendingum til þeirra. 1 her-
pöstinum komu á dögunum send-
ingar til þeirra; einn fékk 7 kiló af
marihúana.
Kannski að þarna sé komin
skýringin á þvi að herliðið er
,,ek ki tiltækt” þegar á þarf að
halda?
F r amkv æmdast j óri
loks ráðinn
að Landssmiðjunni
Enginn sótti um stöðu
framkvæmdastjóra
Landssmiðjunnar, sem
auglýst var i ágústmán-
uði, fyrr en frestur var
úti. Eftir það barst ein
umsókn og var umsæj-
anda, Ágústi Þorsteins-
syni, veitt staðan með
bréfi sem ritað er i iðn-
aðarráðuneytinu á milli
jóla og nýárs, en þá var
ákvörðun um ráðningu
tekin.
Að sögn Arna Snævarr, ráðu-
neytisstjóra i iðnaðarráðuneyt-
inu, var Agúst erlendis er um-
sóknarfrestur var enn ekki liðinn,
en umsókn hans hafi komið stuttu
eftir að frestur var úti.
Ágúst borsteinsson, Einarsson-
ar iþróttafulltrúa rikisins, er
járniðnaðarmaður að mennt að
sögn Árna Snævarr, meistari i
plötusmiði og lærði i Landssmiðj-
unni á sinum tíma. Ágúst hefur til
viðbótar stundað tækninám i
Þýskalandi. Um tima vann hann
hjá BP. og nú siðast hefur hann
starfað sem öryggismálastjóri i
Straumsvik.
Uppsagnarfrestur Ágústar hjá
Isal mun ekki vera úti að sögn
Árna Snævarr og stundar hann
vinnu sina þar syðra uns upp-
sagnarfrestur er úti, en fylgist
öðrum þræði með þvi, sem i
Landsmiðjunni gerist.
Eins og lesendum Þjóðviljans
er kunnugt, hefur starfað sam-
starfsnefnd i Landssmiðjunni um
nokkurn tima, en fyrrverandi iðn-
aðarráðherra, Magnús Kjartans-
son, lét setja lög og reglugerðir
þar um. Að sögn Árna hefur sam-
starfsnefndarfyrirkomulagið gef-
ist vel. Ekki sagði hann, að það
væri i verkahring samstarfs-
nefndar að ráða framkvæmda-
stjóra, og hefði hún þvi hvergi
komið nálægt þessari ráðningu
Ágústar.
Að lokum bað blaðamaður Árna
um dagsetningu umsóknar
Ágústs. Svaraði ráðuneytisstjór-
inn þeirri beiðni svo:
,,Ég kæri mig ekkert um að
fara að gera svoleiðis. Við erum
ekki vanir þvi að gefa upp dag-
setningu á bréfum. En af hverju
spyrðu?”
Spurningin var framborin
vegna þess, að þegar komið var
fram undir áramót hefði ekki
frést af neinni umsókn um téða
stöðu. _úþ
Húsnœðisfulltrúi Rvíkurborgar
Húsaleigan á
eftir að hækka
Hækkunin, sem skýrt var frá á dögunum,
ekki hin raunverulega húsaleiguhækkun!
— Iiúsaleigan sem slík hefur
ekki hækkað, heldur er einvörð-
ungu um að ræða hækkun á sam-
eiginlegum rafmagns- og heita-
vatnskostnaði, sem falinn er i
leiguupphæðinni, sagði húsnæðis-
fulltrúi Rvikurborgar, Gunnar
Þorláksson, er hann hafði sam-
band við Þjóðviljann vegna
fréttar i blaðinu um hækkun
húsaleigu hjá borginni.
1 téðri Þjóðviljafrétt var frá þvi
skýrt, að leiga fyrir einsherbergis
ibúð i Austurbrún 6, sem leigðar
eru gamalmennum og öryrkjum,
hefði hækkað um 1200 krónur á
mánuði, úr 5.800 krónum i 7.000
krónur. Þessar hækkunartölur
eru réttar.
Sagði húsnæðisfulltrúinn hækk-
unina stafa af áætlun, sem gerð
væri i byrjun hvers árs um hugs-
anlega hækkun á rafmagni og
heitu vatni á árinu.
Þá skýrði húsnæðisfulltrúinn
einnig frá þvi, að beiðni frá
borgaryfirvöldum lægi fyrir við-
skiptaráðuneytinu um að fá að
hækka hina eiginlegu húsaleigu.
Ekki vildi fulltrúinn láta eftir sér
hafa hversu mikið óskað hefði
verið eftir að leigan hækki, en
blaðið hefur ekki heyrt talað um
lægri hækkunartölu en 36% og allt
upp i 53%!
Þá var og frá þvi skýrt i fyrr-
greindri Þjóðviljafrétt, að fólk
þyrfti að greiða óeðlilega háa
rafmagnsreikninga i Austurbrún
6, — allt að 6 þúsund krónur i eins-
herbergisibúð i 8 daga, jafnt þótt
fólk væri ekki heimavið svo vik-
um skipti. Húsnæðisfulltrúinn
sagðist ekki vita neinar sönnur á
þessu; liann hefði ekki fengið
neinar kvartanir um þetta. Ef
hins vegar yrði kvartað yfir
þessu, þá yrði það athugað, eins
og jafnan ef yfir einhverju slfku
væri kvartað.
Ekki er það alls kostar rétt hjá
húsnæðisfulltrúanum að ekki hafi
verið kvartað yfir þessu. Hvað
heldur hann að Þjóðviljinn liafi
verið að gera?
Með von um að hann standi við
sin orð og láti athuga málið. — úþ
• .. . . .
HÚSEIGENDUR, !
HÚSBYGGJENDUR |
i ••• # Hverskonar rafverktakaþjónusta. ■ Nýlagnir
*RAFAFL 0 Viögerðir á gömlum lögnum — setjum upp lekarofavörn I eldri hús.
■ Vinnufélag ■ rafiðnaöar- • Dyrasfmauppsetning. _
I manna ■l
■ BarmahHÖ4 J SIMl 28022. 0 Kynniðykkur afsláttarkjör Rafafls svf,- ■ sérstakur sfmatimi milli kl. 1-3 daglega. 1