Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1976, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 á þessum fyrstu árum Dagsbrún- ar hafi Pétur G. Guðmundsson verið sá maðurinn, sem var sér pólitiskt skýrast meðvitandi um, hvert ætti að vera stefnumið verkalýðshreyfingarinnar, ekki bara i bráð, heldur einnig i lengd. Þegar Dagsbrún er stofnuð er hann byrjaður að gefa út Alþýðu- blaðið gamla, og hann er alla tið á þessum frumbýlingsárum sá sem fyrst og fremst reynir að koma skoðunum verkalýðshreyf- ingarinnar og sósialismans út til fólksins. Framlag hans til blaða- útgáfu er i rauninni stór- merkilegt. Hann er sá maður, sem einnig hélt til haga miklu af gögnum varðandi verkalýðshreyfinguna, og skrifaði ýmislegt varðandi sögu hennar, en þó þvi miður alltof litið, vegna annarra starfa bæði að félagsmálum og atvinnu sinnar vegna. Ég kynntist Pétri persónulega, þegar ég kom inn i Dagsbrún, og við spjölluðum oft ýmislegt. Per- sónuleg reynsla Péturs i verka- lýðshreyfingunni og þekking hans á sögu hennar var mjög yfir- gripsmikil. Og þar sem hann hafði einnig góða hæfileika til rit- starfa, þá litég svo á, að það hefði verið ómetanlegt fyrir verkalýðs- hreyfinguna, ef þessi maður hefði, meðan hann var enn á góð- um aldri, getað helgað sig þvi að skrifa sögu verkalýðshreyfingar- innar og Dagsbrúnar sérstaklega. Pétur var sjálfmenntaður að mestu leyti o| sérstaklega fjöl- hæfur. Séð hef ég ágrip af sögu verkalýðshreyfingarinnar á is- landi eftir Pétur, ritað af honum á þýsku. Þá er vitað, að hann gaf út sænska orðabók, og áhugamál hans voru ákaflega fjölbreytileg, meðal annars jarðfræði, sem hann fékkst nokkuð við. Pétur G. Guðmundsson setur sterkan svip á mótun verkalýðshreyfingarinn- ar og tengsl faglegrar og póli- tiskrar baráttu, einkanlega á ár- unum fram yfir 1920, og kemur reyndar oft sterklega við sögu siðar, t.d. á árunum milli 1930 og 1940. F rumstéttarvitund og pólitisk meðvitund — Hvers konar félag telur þú, Eðvarð, að Dagsbrún hafi verið á fyrstu árunum? — Hreint hagsmunafélag, stjórnmálahugsun var þar ekki á oddi. Sjálf frumstéttarvitundin er langsterkasti drátturinn i sam- bandi við fyrstu skrefin, en póli- tisk stéttarmeðvitund er þar miklu veikari, nema aðeins hjá einstökum mönnum. Það voru kjörin sjálf, vinnutimi og kaup, sem efst voru á baugi. Þegar Dagsbrún var stofnuð, þá var algengasta kaupið hjá verkamönnum 18—25 aurar á timann. En i fyrstu „aukalögum” félagsins er kveðið svo á, að tima- kaupið skuli vera eigi lægra en 25 aurar á klukkustund yfir veturinn og 30 aurar yfir sumarmánuðina. Vinnutiminn var afmarkaður i fyrstu „aukalögunum”, eins og hann mun hafa verið almennt þá, frá klukkan 6 að morgni til klukk- an 6 að kvöldi. Matarhlé átti að vera ein klukkustund á dag og tveir kaffitimar, en ekki er tekið fram hvenær dagsins. Þótt þetta hafi einnig áður verið algengasti vinnutiminn, gátu atvinnurek- endur samt íátið vinna hvenær sem var áður en Dagsbrún var stofnuð. Vinnutiminn hélst svo ó- breyttur, nema hvað skýrari á- kvæði komu um matartima og kaffitima, allt til ársins 1930. Verður ekki annað sagt en i fyrstu kröfunum, fyrstu „auka- lögunum”, hafi verið hægt af stað farið, enda munu atvinnurekend- ur strax hafa virt helstu ákvæðin i „aukalögunum”, þótt engir samningar væru undirritaðir. „Gula” félagið 1908, og fyrsta verkfallið 1913 — 1 afmælisriti Dagsbrúnar, frá 50 ára afmælinu, er litil klausa um tilraun til myndunar klofn- ingsfélags árið 1908. Þessi klausa (*6b0 félágsnienn i á'rslok 1906)', og sjáanlegt að ýmsurú' og þá ekki sist atvinnurekendum, hefur þótt nóg um. Ágúst Jósefsson sagði mér, að þeir Dagsbrúnarmenn, hefðu þegar þessi klofningstilraun stóð fyrir dyrum hugsað ráð sitt, og komið sér saman um að fjöi- menna á boðaðan stofnfund þessa klofningsfélags i þeim tilgangi að yfirtaka fundinn. Þessi hernaðar- áætlun tókst, fundurinn var fjöl- mennur, þar var kosin stjórn og Ágúst Jósefsson kosinn formaður þessa ■ nýja félags. Framhald hernaðaráætlunarinnar tókst einnig, þvi fleiri fundir voru aldrei haldnir i þessu félagi, og engum sögum fer meir af þvi. Þetta atvik sýnir hvort tveggja, að atvinnurekendur eru þegar á þessum tima farnir að nota ráð, sem siðar varð vel kunnugt, — það er að kljúfa verkalýðssam- tökin, og stofna „gul” félög, — og eins hitt, að Dagsbrúnarmenn eru á þessum tima vel vakandi, og beita þarna bardagaaðferð, sem er eftirtektarverð og ber vott um einkar snyrtileg vinnubrögð. Það mun ekki sist hafa verið einmitt Ágúst Jósefsson, sem lagði þessa hernaðaráætlun. — Fyrsta verkfall verkamanna i Reykjavik mun hafa verið árið 1913. Hvað gerur þú sagt okkur um það? — Það ár hófst hér hafnargerð i Reykjavik, bygging hafnargarða,1 lagning járnbrautarinnar i þvi sambandi og fleira. Framkvæmd verksins var i höndum danskra verktaka, og yfirverkfræðingur- inn Kirk var ekki á þeim buxun- um, að fara að ákvæðum Dags- brúnar um vinnutima og kaup. Hann ákvað, að vinnutiminn skyldi vera frá klukkan 6 að morgni til klukkan 8 að kvöldi (i stað 6). Þetta voru verkamenn ekki ánægðir með, og um vorið 1913 kemur þarna til fyrsta verk- falls verkamanna i Reykjavik. Verkamenn báru sigur úr býtum, og hinir dönsku verktakar urðu að beygja sig fyrir samtökum þeirra. Var þá gerður fyrsti skrif- legi samningur Dagsbrúnar við atvinnurekanda. Einn svartasti bletturinn í Islandssögunni — Heimsstyrjaldarárin fyrri 1914—1918 manst þú jafnvel sjálf- ur. Kjör verkamanna á þeim tima? — Þegar heimsstyrjöldin braust út i ágúst 1914, fór allt verðlag hér fljótlega mjög hækk- andi, en með samningunum við hafnargerðina 1913, sem áður var drepið á, hafði Dagsbrún skuld- bundið sig til, að kaupgjald skyldi haldast óbreytt til ársins 1916. Þegar áhrif styrjaldarinnar komu fram i hækkandi verðlagi. varð verkamönnum vitanlega með öllu ókleift að standa við þennan samning. Þrátt fyrir miklar verðhækkanir hélst kaup- ið þó óbreytt, þar til i júli 1915. að það hækkaði i 40 aura á timann. Um þetta varð svo býsna mikið þjark, þvi að atvinnurekendur vitnuðu óspart i samninginn frá 1913, en urðu þó að sætta sig við þennan nýja taxta. Ég er sannfærður um, að sjald- an eða aldrei hafa kjör verka- manna i Reykjavik verið lakari, en einmitt á þessum árum, —og arðrán sennilega aldrei meira, þvi á sama tima og mikill auður kemur i landið þessi ár, með tog- araútgerð m.a.. sem þá var kom- in i fullan gang, og með háu verð- lagi á útflutningsvörum okkar, — þá er kaupgjald verkafólksins. miðað við verðlagið á nauðsynja- vörum, svo óskaplega langt á eft- ir, að jaðrar við hreinan skort á mörgum heimilum verkamanna. Sjálfur man ég vel siðari heimsstyrjaldarárin. Faðir minn var þá sjómaður hluta úr árinu og vann einnig i landi. Við vorum 6 systkinin þá, og erfiðleikarnir við að halda slikri fjölskyldu uppi voru geysimiklir. Þó hafði faðir minn áreiðanlega aðstöðu a.m.k. i meðallagi, miðað við verka- menn þá. Ef við berum saman þróun annars vegar kaupgjalds og hins vegar verðlags á héistu matvælum á árum heimsstyrj- aldarinnar fyrri og næst á eftir, þá er niðurstaðan þessi (hækkun frá júli 1914): ^ ^ Félagarnir Ur dreifibréfsmálinu 1941. Þeir spila I tukthúsinu. Frá vinstri Ásgeir Pétursson, Eggert Þor- bjarnarson og Hallgrimur Ilallgrimsson. Eðvarð og Asgeir Pétursson tefla i fangelsinu við Eðvarð Sigurðsson I fangelsinu við Skólavörðustig Skólavörðustlg árið 1941. Dæmdir að kröfu breska árið 1941. hersins. — Eðvarð hefur hvltt. „Rauða stjórnin”IÐagsbrún 1926. Frá vinstri: Arsæll Sigurðsson, Filippus Amundason, Magnús V. Jó- hannesson, Guðjón Benediktsson, Guðmundur Oddsson. er undirrituð E.S., ert það ekki þú, sem ert höfundur að henni? — Jú, reyndar. Þegar ég var að blaða i fundargerðum Dagsbrún- ar i tilefni af 50 ára afmælinu, þá rakst ég þar á frásögn i fundar- gerð frá 13. september 1908, sem gat bent til þess, að eitthvert ann- að verkamannafélag hefði þá verið nýlega stofnað i Reykjavik. Enga frásögn gat ég þó fundið frekari gerðarbókum eða blöðum frá þeim tima um tilveru þessa annars verkamannafélags i Reykjavik. Ég fór þá, árið 1956 á fund tveggja af gömlum forystumönnum frá þessum tima, Ottós N. Þorlákssonar, sem var aðal-frumkvöðullinn að stofnun Bárufélaganna, og siðar fyrsti forseti Alþýðusambandsins, og Ágústs Jósefssonar, sem lengi var heilbrigðisfulltrúi i Reykja- vik, en kom mikið við sögu verka- lýðshreyfingarinnar á fyrstu ár- um hennar, bæði i Hinu islenska prentarafélagi og Dagsbrún, þar sem hann var formaður i 2 á'r 1919 og 1920, — og i Alþýðusamband- inu og Alþýðuflokknum. Ottó kannaðist vel við þetta, og sagði að það hefði verið stofnað félag, en sagði mér jafnframt, að Ágúst þekkti þetta mál miklu bet- ur. Þegar ég kom á hans fund var ekki komið að tómum kofunum þvi hann var minnugur vel, fjör- mikill og alltaf mikill áhugamað- ur um verkalýðsmálin. Agúst sagði mér, að rétt væri að 1908, sennilega siðsumars, hafi verið stofnað i Reykjavik félag, sem nefndist Verkamannafélag Reykjavikur. Tildrög þess sagði hann hafa verið þau, að Sigurður Jónsson frá Fjöllum hefði verið hvatamaður að stofnun félagsins, en atvinnurekendur og þó einkum Tryggvi Gunnarsson bankastjóri hafi staðið á bak við hann. Dags- brún er þá orðin býsna fjölmenn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.